Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 27
TONY, hljómplötuútgáfa, stendur fyrir heljarmiklum tónleikum í kvöld, fimmtudagskvöld, í Holly- wood. Þar veröa á vegum útgáfunn- ar þeir sem hún ætlar sér að gefa út á hljómplötum nú fyrir komandi jólavertíö í plötubransanum. Þeir sem fram koma eru Rúnar'Þór Pét- ursson, sem kynnir plötu sína Gísl, Haukur Hauksson sem kynir sína plötu, sem heitir Huílík nótt. Einnig verður á ferðinni dúettinn Blá- Skjár, sem samanstendur af trommuleikaranum Steingrími Guö- mundssyni og Ingólfi Steinssyni, fyrrum Þokkabótarmanni. Þeir fé- lagar kynna væntanlega plötu sem inniheldur íslensk þjóölög í þeirra eigin útsetningu. Magnús Þór Sig- mundsson verður þarna líka og spil- ar og syngur lög af væntanlegri sólóplötu sinni. Síðast ber svo að telja hljómsveitina Tíbet-Tabú, sem þarna þreytir frumraun sína. Tóný- útgáfan hefur hingað til verið kunn- ust fyrir að gefa út plötur með Sverri Stormskeri og eftir því sem fregnir herma verður Sverrir einnig með plötu fyrir jólin, tvöfalt albúm, enda maðurinn afkastamikill lagahöfund- ur með afbrigðum. FINNUR EYDAL, sá kunni blásari og hljómsveitarstjóri að norðan, leggur land undir fót og blæs í Heita Pottinum á sunnudags- kvöldið. Finnur mun blása í barítón- saxófón, en með honum leika þeir Kjartan Valdimarsson á píanó, Tómas R. Einarsson á bassa og Birgir Baldursson á trommur. Hljómleikarnir hefjast kl. 21.30 á sunnudagskvöldið og verða eins og fyrr segir í mekka íslensks djass um þessar mundir, Heita pottinum í Duus-húsi. MÁL OG MENNING verður með öfluga barna- og unglinga- bókaútgáfu á þeim mánuðum sem fara í hönd. Fyrst ber þar að telja nýja bók eftir Andrés Indridason, Stjörnustœlar heitir hún. Gudlaug Richter sendir einnig frá sér frum- samda bók fyrir börn og er sú all- óvenjuleg að því leyti að hún gerist á þjóðveldisöld og lýsir þar uppvexti tveggja stráka. Þorvaldur Þorsteins- son myndlistarmaður myndskreytir bókina, sem heitir Sonur Sigurbar. Guðlaug lætur sér þó ekki nægja að skrifa eigin bók því hún þýðir einn- ig bók sem kemur út nú fyrir jólin, Eiríkur mannsbarn heitir sú og er eftir Danann Lars Henrik Olsen. Þessi bók gerist mestanpart með ás- um og segir frá ungum dreng sem sóttur er í mannheima lil að bjarga ásunum háska frá. Þá má nefna tvær bækur frá frændum okkar Sví- um, eftir tvo af þeirra þekktustu barnabókahöfundum, sjálfa Astrid Lindgren, en Sigrún Árnadóttir hef- ur þýtt bók hennar Rasmus á flakki, og hún hefur sömuleiðis þýtt bók eftir Gunillu Bergström um Einar Áskel. Einar Áskell ott Milla. FERÐATÖSKUR EKTALEÐUR 1. Rúmgóð ferðataska, tvískipt, rennilás allan hringinn. Stærð: ca 57x42x12 cm 2. Helgarferðataska með framhólfi m/ rennilás. Stærð: ca 47x28,5x12 cm 3. Axlartaska með hliðarhólfi. Stærð: ca 28x32x17 cm 4. Þarfaþing (snyrtitaska) fyrir persónu lega hluti. Stærð: ca 24x16,5x10,5 cm • Ekta leðursaumur • Vel unnið • Klassísk tískuvara • Nuggat brúnar • Glæsilegar og varan legar • Léttar, fyrirferðarlitl ar en mjög rúmgóðar Pöntunarsími 91-651414 Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. Póstverslunin Príma, box 63,222 Hafnarfirði. © VISA © EUROCARD

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.