Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 23
LISTAP Ekki alltaf skemmti- legt að hiusta á íslenskukennara Einar Kárason rithöfundur gefur út nýja bók fyrir jólin, smásagna- safn. Hann hefur staöid upp frá rit- vélinni í bili og er oröinn eitt af skrautblómunum í nýstofnaöri dœg- urmáladeild rásar tvö. — Einar, þú ert að senda frá þér smásagnasafnið Söng villiandarinn- ar, er þetta sama villiöndin og var í leikriti eftir Ibsen? Nei, þetta er önnur viiliönd. — Villiöndin sem byssumenn skjóta uppi á heiðum? Kannski, já. Þetta er líka villiönd- in sem var vinsælt dægurlag í Óska- lögum sjúklinga, og kærkomið myndefni fyrir frístundamálara. Annars er þetta bara nafn á einni sögunni. — Og nú ert þú farinn að tala í út- varp? Eg kláraði bókina í september. Eg veit það af fyrri reynslu að mér verður lítið úr verki það sem eftir er af þeim árum sem ég klára bók. Þeg- ar ég hef verið í sambærilegri að- stöðu síðustu tvö skiptin hef ég farið í járnabindingar. — Það er nokkurt stökk úr járna- bindingum í útvarpið? Jú, þetta er öðruvísi vinna. Kannski eitthvað nær mínu sviði. Járnabindingarnar voru líka farnar að fara í bakið á mér. Ég var kominn með vott af brjósklosi og það er eig- inlega samkvæmt læknisráði að ég fer ekki í þær aftur. — Eru ekki fleiri söguefni fyrir rit- höfunda í járnabindingum en í út- varpinu? Það á eftir að reyna á það. Mér sýnist þetta ætla að verða spenn- andi vinna og andrúmsloftið hérna er gott. — En þetta er sumsé ígripavinna? Ég veit ekki hvað ég verð lengi. Ég réð mig ekki í nema þrjá mánuði. í bili hef ég gaman af þessu. Þetta reynir kannski ekki á svo ósvipaða hæfileika og þarf til að skrifa bók- menntir. Maður þarf að geta bullað og sett eitthvað saman og svo þarf maður líka að vera sæmilegur mannþekkjari til að geta rætt við fólk. Þar fyrir utan er það góð til- breyting fyrir mig að vera á vinnu- stað. — Mig minnir að ég hafi heyrt þig lýsa því yfir fyrir skömmu að þú værir ekkert sérstakiega vel máli farinn? Ha, gerði ég það. Jú, það^ er kannski rétt. Ég átti sennilega við að ég væri ekkert yfirmáta vel talandi frá sjónarhóli íslenskukennara. Ég á það til að taka mér í munn málvillur, sem mér sjálfum finnst ekki nema eðlilegt mál. — Er það þess vegna sem þeir réðu þig í útvarpið? Ég efast um að þeir hafi vitað af þessu þegar þeir réðu mig í vinnu. Það verður bara að koma í ljós hvort ég er nógu vel máli farinn. Mér finnst heldur ekki alltaf skemmtileg- ast að hlusta á íslenskukennara sem tala vandað mál í útvarp. En ef ég fæ ábendingar um að ég tali vitlaust á ég sjálfsagt eftir að taka fullt mark á þeim. — Nú hefur rás tvö oft verið þyrn- ir í augum menningarvita. Það hef- ur ekki aftrað þér frá því að fara að vinna þar? Ég hef reyndar verið áður á rás tvö, gerði hér þætti með hreinni popprnúsík. Oft á tíðum hefur mér sjálfsagt fundist rás tvö ósköp lummó, en nú eru menn að reyna að drífa hana upp og þessi dægurmála- deild sem ég starfa við er liður í þeirri endurskipulagningu. Það er ýmislegt hægt að gera. í gær var ég til dæmis með klukkutímapró- gramm þar sem ég spilaði lög með látúnsbörkunum Hauki Morthens og Alfred Clausen og ræddi svo þess á milli við bókmenntafræðing um rússneskar 19du aldar bókmenntir. — Sérð þú þá einkum um bók- menntir og menningarmál í dægur- málaútvarpinu? Nei, ég tek allt sem kemur upp á. Krítík og bókmenntaumfjöllun verða áfram í þessum hefðbundnari menningarþáttum á rás eitt. Það væri heldur ekki eðlilegt ef ég færi að gefa mig í það að krítísera nýút- komnar smásögur. — Er það ekki rétt að þú og Stefán Jón Hafstein séuð gamlir félagar? Það er satt. Skólabræður og gaml- ir vinir. Við ritstýrðum saman skóla- blaði í Menntaskólanum við Tjörn- ina. — Nú sast þú í stjórn bókmennta- hátíðarinnar margumtöluðu. Ég heyrði þig aldrei taka þátt í þeirri umræðu sem spannst út frá reiði- lestri Guðbergs Bergssonar í Nor- ræna húsinu, nema hvað þú sást skellihlæjandi í sjónvarpinu? Það er nú varla hægt að segja að þetta hafi verið umræða. Það er frekar að þarna hafi verið vaktir upp gamlir draugar, sem aftur virð- ist hafa glatt ýmsa undirmálsmenn. Ég er hálfsorgmæddur fyrir Guð- bergs hönd. Mér finnst hann vera yfir þetta hafinn. Hann var þarna orðinn eins og persóna úr einhverri Grindavíkursögunni. Svo fór salur- inn að hlæja og líkt og Guðbergur æstist upp við það; hann fór að trompa og yfirtrompa sig, sem end- aði með því að hann sagði mönnum að halda kjafti og hypja sig. Það er dálítið slæmt þegar menn láta stemmninguna hlaupa svona með sig í gönur. -EH VAKA/HELGAFELL gefur út nú á næstu vikum fjöldann allan af bókum, fyrir alla aldurshópa. Meðal þeirra sem koma út fyrir börn og unglinga er bók eftir leikar- ann Guömund Ólafsson og hefur hún hlotið nafnið Klukkuþjófurinn klóki. Guðmundur á að vísu ekki langan feril að baki sem barnabóka- höfundur, en hins vegar athyglis- verðan. Eins og mönnum er í fersku minni hlaut hann verðlaun fyrir fyrstu bók sína, Emil og Skunda, og vakti sú bók verðskuldaða athygli. Nú fer Guðmundur semsagt aftur fram á ritvöllinn með nýja bók. Það er Grétar Reynisson, leikmynda- teiknari og listmálari, sem hefur myndskreytt bókina og munu þær skreytingar vera allnýstárlegar. — Vaka/Helgafell gefur út fleiri bækur út fyrir yngri lesendur. End- urútgáfa stendur yfir á verkum Armanns Kr. Einarssonar og að þessu sinni kemur út bókin Leitin aö gullskipinu, sem er í hinum marg- fræga flokki bóka um félagana Óla og Magga. Ennfremur verða endur- útgefnar Sögurnar af Bangsímon, sem Hulda Valtýsdóttir þýddi á sín- um tíma og nutu mikilla vinsælda. KVENNAJÓL á skáidsögu- markaöi. Það er allt útlit fyrir að um þessi jól verði konur gífurlega áber- andi á skáldsögumarkaðnum. Við höfum sagt frá bókum sem Forlagiö gefur út eftir Svövu Jakobsdóttur, Nínu Björk Árnadóttur og Auöi Haralds. Vigdís Grímsdóttir verður líka með skáldsögu sem „spútnikk- arnir" í Svörtu á hvítu gefa út og Mál og menning gefur út skáldsögu eftir Alfrúnu Gunnlaugsdóttur. Fæstar eiga þessar konur langan feril að baki í skáldsagnagerð, þó þær séu vel þekktar fyrir ritstörf sín. Auður er þeirra reynslumest á þessum vett- vangi, hún hefur áður sent frá sér tvær slíkar sögur, Hvunndagshetj- una og Lœknamafíuna. Svava og Alfrún hafa aðeins skrifað eina skáldsögu hvor, Svava sendi frá sér Ijeigjandann á ofanverðum sjöunda áratugnum og Álfrún Þel fyrir tveimur árum. Þær Vigdís og Nína Björk hafa hins vegar ekki skrifað skáldsögur fyrr, Nína er þó þekkt af leikritum sinum og ljóðum og Vig- dís hefur áður sent frá sér smá- sagnasöfnin Eld og regn og Tíu myndir úr lífi þínu. Við þetta má svo bæta að nú á næstu dögum er vænt- anleg frá Máli og menningu Stórbók þar sem í verða verk eftir týnda og gleymda kvenrithöfunda, í henni verða einar 6 skáldsögur auk smá- sagna. MARGRÉT Jónsdóttir s’ýnir í F/M-salnum, Garðastræti 6, 9.-25. október. Hún stundaði nám í Mynd- lista- og handíöaskóla íslands 1970—1974 og framhaldsnám við Saint Martins School of Art í Lond- on 1974—1976. Margrét var einn af stofnendum GaUerís Suöurgötu 7og starfaði við það árin 1977—1981. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og erlendis og má þar t.d. nefna sýningar í Noregi, Sví- þjóð, Danmörku, Finnlandi, Ítalíu, Englandi, Póllandi og Bandaríkjun- um. I FIM-salnum sýnir Margrét olíumálverk, öll máluð á þessu ári. HELGARPÓSTURINN 23 TONLIST eftir Atla Heimi Sveinsson Ungir söngvarar og Sinfónían Mér hafa borist tvær hljómplöt- ur með ungum söngvurum: Elínu Ósk Óskarsdóttur og Páli Jóhann- essyni. Þetta eru vandaðar plötur að allri gerð, „digital" eins og nú tíðkast. (Hér vantar góða íslenska þýðingu.) Þau hafa bæði verið töluvert í sviðsljósinu á undan- förnum árum. Það er mikill áhugi á söngnámi hérlendis um þessar mundir. Fólk flykkist í söngskóla alls konar og margir ala með sér drauma um frama á því sviði. En þar eru marg- ir kallaðir en fáir útvaldir; örfáum tekst að „meikaða". Einnig er mik- ill áhugi á kórsöng, og hér eru að eflast góðir kórar, sem fara síbatn- andi. Margir kórar veita meðlim- um sínum góða raddþjálfun og músíkmennt. Var þar Ingólfur Guðbrandsson í fararbroddi, og sé honum þökk. Ferill Élínar Óskar og Páls er um margt áþekkur. Bæði læra hér heima, fyrst úti á landi, fara síðan í Söngskólann í Reykjavík, og drífa sig að lokum út til fyrirheitna landsins; Ítalíu. Bæði hafa þau ver- ið við nám í Mílanó, raunar hjá sama kennara, maestro Pier Mir- anda Ferraro, hver sem það nú er. Og þau hafa líka bæði unnið til verðlauna í söngvarasamkeppn- um, sem mun vera algjör nauðsyn nútildags. Pöturnar eru líka áþekkar, á báðum er sami píanó- undirleikarinn, Ólafur Vignir Albertsson, en hann er eins konar arftaki Fritz Weisshappel, sem um var sagt í gamla daga, að „ann- aðist undirleikinn af frábærri smekkvísi". Mér virðist að plötur þessar séu nákvæmlega eins saman settar og fyrri íslenskar söngvaraplötur. A annarri hliðinni eru íslensk söng- lög eftir Kaldalóns og kó, á hinni hliðinni ítalskir slagarar og aríur. Og það er nauðsynlegt öllum ung- um söngvurum að hafa plötu með sjálfum sér í kynningarskyni. Og hvernig er svo söngurinn? Bæði hafa þau góða rödd, mikla, heilbrigða og fallega, sem er af- stætt hugtak. Þetta er nauðsynlegt til að geta orðið söngvari, en það þarf margt fleira til: músíkalítet, almenna menntun og sitthvað annað. Það er ekki nóg að hafa hæfileika, það þarf að læra að nýta þá. Bæði eiga þau margt eftir ólært. Röddin er ekki nógu sam- felld, þau hafa ekki alltaf stjórn á raddtitringi, sem við köllum víbrató á fagmáli, framburði er stundum ábótavant. Svo syngja iþau nær allt í sama styrkleika, túlkun er einhæf, þau syngja eins lag eftir Kaldalóns og ítalska óperuaríu, hendingamótun er óskýr, og svo mætti lengi telja. Þau skyldu ekki gleyma því að raddþjálfun er aðeins einn (að vísu mikilvægur) hluti söngnáms. Það er útbreiddur misskilningur hér- lendis að þeir sem hafa mikil hljóð hljóti að vera músíkalskir. Gamall kennari minn frá tónlistarháskól- anum í Köln sagði alltaf þegar hann kom inn í bekkinn: „Góðan dag, kæru tónlistarmenn og kæru söngvarar." En að slepptu öllu gamni: þeim ætti að vera báðum í lófa lagið að bæta sig. Sinfóníuhljómsveitin hóf vetrar- starf sitt með glæsilegum tónleik- um í Háskólabíói fimmtudaginn 1. október síðastliðinn. Húsfyllir var og mikil stemmning bæði á sviði og í sal. Tónleikarnir hófust á söng Elísa- betar Söderström, sem er ein af stórstjörnum sönglistarinnar. Röddin er mikii, fögur og blæ- brigðarík, og henni er beitt af kunnáttu, smekk og innilegri tján- ingarþörf. Söderström söng lög eftir Sibelius, Grieg og Ture Ragn- ström, allt mjög fallega. Verður mér eftirminnilegastur flutningur hennar á Vorinu, einu fallegasta lagi Griegs, við ljóð Vinjes. Svo söng hún líka Bréfatriði Tatjönu úr Evgení Ónegín eftir Tsjækofskí, undurfallega. Sinfónían lék með af stakri prýði undir öruggri stjórn Franks Shipway. Það hefur stundum borið við að Sinfónían væri slöpp eftir sumar- frí, væri ekki búin að spila sig sam- an. En nú var öll hljómsveitin í fínu formi og ætti að geta batnað enn eftir því sem á líður veturinn. Eftir hlé var flutt 7. sinfónía Bruckners. Þetta er langt verk og mikið, vandasamt og erfitt í flutn- ingi. Skoðanir manna á Bruckner eru og hafa löngum verið skiptar. Sumir álíta hann mikinn snilling, en aðrir óttalega* langlokumoðs- makara. Wagner var fyrirmynd hans og Bruckner útfærði hug- myndir hans á sinfóníusviðinu, líkt og Hugo Wolf gerði á sviði Ijóðasöngsgerðar. Bent hefur ver- ið á að hljómsveitarnotkun Bruckners minni á raddskipun orgelsins, en sjálfur var Bruckner afburða organleikari. Þá finnst ýmsum að hinar stóru sinfóníur hans séu formvana, einhvers konar orgelspuni, — en fyrir færni sína í þeirri grein var Bruckner alþekkt- ur, — án takmarks og tilgangs. Við það bætist að Bruckner var sífellt að endurskoða verk sín og eru þau til í ýmsum gerðum. Hann var stórfrómur maður, áhugi hans takmarkaðist við mús-; ík og Guð. Hann var árum saman hljómfræðikennari við tónlistar- háskólann í Vínarborg og meðal nemenda hans voru Hugo Wolf og Gustav Mahler. Áhrif hans á Mahl- er eru mikil og auðsæ, bæði hægi þátturinn úr þeirri sjöundu og skertsóið eru til vitnis um það. Kannski hitti Thomas Mann nagl- ann á höfuðið í bréfi til Eriku dótt- ur sinnar árið 1949: „Sjöunda sin- fónía Bruckners, að hálfu leyti rugl, að hálfu leyti stórkostleg. Adorno talaði um „óslípaðan gim- stein" og Horkheimer hélt því fram að ef hann væri tónskáld, myndi hann semja þannig tónlist.“ (Adorno og Horkheimer eru þekktir heimspekingar og menn- ingarvitar.) Skemmst er frá því að segja að flutningurinn var afbragðsgóður. Frank Shipway stjórnaði af mikl- um krafti og öryggi. Hann dró fram dramatík Bruckners og skarpar andstæður, dýpt hans og frómleik. Fjórir Wagner-túbuleik- arar, sem fengnir voru frá Eng- landi, puntuðu mikið upp á flutn- inginn. Og nú er bara að 'halda áfram af fullum krafti og ráoast í stærri og metnaðarfyllri verkefni: Mahler er nær allur eftir, einnig stórvirki 20. aldar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.