Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 26
BÓKMENNTIR eftir Helga Skúla Kjartansson Stórvirki til lykta leitt Lúðvík Kristjánsson: íslenzkir sjávarhœttir V, Menningarsjóður 1986, 498 bls. m. fjölda mynda. íslenskir sjávarhættir eru meðal stórvirkjanna í íslenskri fræði- mennsku og bókaútgáfu og eitt- hvert allra mesta rannsóknarverk hérlent sem einn maður hefur tek- ist á hendur. Með fimmta bindinu, sem kom út í fyrravetur, er þetta ritverk leitt til lykta með þeim myndarbrag afsláttarlausum sem stofnað var til af höfundi og útgef- anda, og skakkar litlu að birst hafi bindi á ári síðan fyrsta bindið kom út árið 1980. Það er sagt um ritraðir og fjöl- bindaverk, sem til er stofnað af stórhug og metnaði, að þar verði tíðum lítið úr því högginu sem hátt er reitt. „Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir," kvað Sigurður Nordal. En hér er undan- tekning frá þeirri dapurlegu reglu. Rannsóknarstarf Lúðvíks Krist- jánssonar um sjávarhætti íslend- inga á árabátaskeiðinu er sannar- lega orðið langt frá upptökum til ósa. I hartnær hálfa öld hefur hann unnið markvisst að settu marki; í aldarfjórðung hefur rann- sóknin verið hans aðalstarf — og raunar þeirra hjóna beggja, Lúð- víks og Helgu Proppé. Og þeim hefur auðnast einbeitni og starfs- þrek til að leiða verkið til áform- aðra lykta. Af þeirra hálfu liggja í ritinu tugir ársverka, og þar við bætist feikimikið starf annarra manna að gerð og öflun mynda, samningu skráa og öðru slíku sem að útgáfunni snýr. Þar hefur svo vel tekist til að öll útgerð bind- anna fimm er verki Lúðvíks sam- boðin, falleg, vönduð og í engu til sparað. í þessu lokabindi eru fjórir meg- inþættir: HVALUR (66 bls.), ROST- UNGUR (22 bls.; þáttur um sel var kominn áður), SJÁVARFUGLA- NYTJAR (204 bls.) og ÞJÓÐTRÚ OG GETSPEKI (33 bls.). Eins og í hinum bindunum eru hér rækileg- ar skrár um efni bókarinnar: Myndaskrá (375 myndir, bæði teikningar og ljósmyndir, margar þeirra í litum), heimildaskrá (mörg hundruð heimildir, prentuð rit, handrit og heimildarmenn sem Lúðvík hefur haft tal af, og er vitn- að til þeirra neðanmáls jafnharð- an og þær eru notaðar) og atridis- ordaskrá (34 þéttprentaðar blað- síður, enda er rit Lúðvíks, auk ann- ars fróðleiksgiidis, mikill fjársjóð- ur þess orðaforða sem sjávarnytj- um tengist). Einnig er efnisútdrátt- ur á ensku, sem íslenskum lesendum er bagalaus. Svo eru í þessu bindi skrár og fleira sem á við verkið í heild. Fer þar mest fyrir nafnaskrá (90 bls., aðallega mannanöfn og örnefni); einnig eru nánari upplýsingar um vissar heimildir og skrá um þau mörg hundruð muna á Þjóðminjasafni og þrettán öðrum söfnum sem teikningar eða ljósmyndir eru birt- ar af í verkinu; og loks eftirmáii höfundar sem bregður mjög fróð- legu ljósi á rannsóknarverk hans. Það jaðrar við smámunasemi að telja upp hnökra á verki sem í flestum atriðum er svo vandað sem þetta. Þó vottar fyrir penna- glöpum: „Skálholtsbók" þar sem á að standa Staðarhólsbók (36); Óspakur óvart nefndur „Ófeigur" (67); dúnhreinsunarvél fundin upp „eins og áður getur" (312) þótt þess sé ekki getið áður; nefndur „e-strengur fiðluboga" (183) þótt strengirnir séu fremur hafðir á fiðlunni en boganum; ósamræmi milli myndatexta og meginmáls á bls. 192 um hvað sé stertur og hvað sigasœti. Á stöku stað eru myndirnar sjálfar ekki í fullkomnu samræmi við lýsingar Lúðvíks: tveir kengir sýndir á 446. mynd þar sem á að vera einn (skv. bls. 161); röng hlutföll í bjargstokki á 130. mynd (sbr. bls. 153). Þá bregð- ur fyrir vafasömum orðmyndum: „þar sem því var við komið“ í stað varð vid komið (116) og fleira í þeim dúr. Prófarkalestur hefur ekki verið nógu nærgöngull um svona hluti, þótt af eiginlegum prentvillum sé nauðalítið sýnilegt (sú lakasta á bis. 173: „auga — bolti" þar sem á víst að vera auga- bolti). Efnisskipan er óhjákvæmilega vandamál í svo efnisríku verki sem þessu. Til að halda reiðu á öllu fróðleiksmagninu verður Lúð- vík að beita mjög kerfisbundinni niðurröðun. En hún getur svo aft- ur haft í för með sér óþægindi á borð við þau, að biskupsstafir tveir, sem Páll Jónsson í Skálholti lét gera úr rostungstönn, koma hvor á sínum stað í rostungakafl- anum, annar þar sem segir frá rit- uðum heimildum um rostungs- nytjar (bls. 100), en hinn, sá sem fannst í kistu Páls, þar sem greinir frá vitnisburði fornleifa (101—102) og engin tenging milli frásagn- anna. Annars eru vissar endur- tekningar óhjákvæmilegar í því- líku verki; Lúðvík gætir þar skyn- samlegs hófs og vísar á milli þar sem tilefni er til. Eini alvarlegi misbresturinn á slíku í þessu bindi er í lýsingum á skyggningu eggja. Á skyggningu sjófuglaeggja er al- menn lýsing á bls. 180, en rúmum 100 síðum seinna (296—297 og 345. mynd) rækileg umfjöllun um að skyggna æðaregg sem er tölu- vert öðru vísi og vantar alveg millivísanir og skýringar á því sem á milli ber. Eitthvað fleira mætti nefna í að- finnsluáttina, en miðað við hið ótrúlega efnismagn eru hnökrarn- ir fáir; það gildir bæði um þetta bindi og verkið í heild. Athugum bara einn kafla: Sjáv- arfuglanytjar. Kaflinn er röskar 200 síður með nærri 300 myndum (þ. á m. stórkostlegum litmyndum af flestum fuglabjörgum landsins, fuglum og hreiðrum). í venjulegu broti væri þetta doðrantur upp á svo sem 300 síður auk mynda ef kaflinn væri prentaður einn sér með þeim hluta af öllum skránum sem honum tilheyrir. Textinn þrunginn af fróðleik, reistur á víð- tækri könnun alls konar heimilda, prentaðra og óprentaðra, auk frá- sagna fjölda fólks frá þessari öld; rannsóknin teygð aftur í aldir eftir föngum og nær á hinn bóginn fram á síðustu áratugi. Frásögnin að vísu bundin stranglega við svið þjóðháttalýsingar (t.d. ekki farið út í sagnfræðilegar ályktanir á borð við það hve mikinn hluta af viður- væri sínu þjóðin hafi sótt til sjó- fugla, en það virðist mér að geti hlaupið á fáeinum prósentum), en þó stíluð af þeirri íþrótt að sumir kaflar verða grípandi lesning — ekki síst um æðarfuglinn. Ég er hræddur um að margur fræðimað- urinn væri meira en stoltur af slíkri bók, jafnvel þótt hún væri hans aðalverk um dagana. En þetta semur Lúðvík rétt sisvona í leiðinni í riti sem þó hefur sjósókn og fiskveiðar að þungamiðju. Hér er sannarlega ástæða til að líta upp og taka eftir hvílíkt stórvirki er svo giæsilega til lykta leitt. LISTVIÐBURÐIR Árbæjarsafnið Opið eftir samkomulagi, sími 84412. Ásgrímssafn, Bergstaða- stræti 74 Opið alla daga nema laugardaga frá 13.30—16.00. Yfir stendur sumar- sýning á úrvali verka Ásgríms Jóns- sonar. Ásmundarsafn Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar, opið daglega frá 10—16. FÍM-salurinn v/Garöastræti: Margrét Jónsdóttir opnar á föstudag málverkasýningu sem stendur til 25. okt. Gallerí Borg Bragi Hannesson opnar sýningu í dag á vatnslitamyndum og olíumál- verkum. Stendur til 13. okt. í salnum v/Austurstræti er upphengi að hætti hússins. Gallerí Gangskör Frjálst upphengi meðlima galleris- ins. Opið frá 12—18 virka daga og 14—18 um helgar. Gallerí Grjót Samsýning aðstandenda. Málverk, grafík, skúlptúr, silfur o.fl. Gallerí Svart á hvítu Sigurður Örlygsson sýnir málverk fram í miðjan október. Gallerí Langbrók — textíll Vefnaður, tauþrykk, myndir, fatnað- ur o.fl. á Bókhlöðustíg 2. Gallerí Vesturgata 17 Hafsteinn Austmann sýnir vatnslita- myndir til 24. okt. Kjarvalsstaðir Rúrí sýnir umhverfisskúlptúr, Jón Axel, Björg Örvar og Valgarður Gunnarsson sýna málverk og Katrín Ágústsdóttir sýnir vatnslitamyndir. Sýningarnar standa til 11. okt. Listasaf n Einars Jónssonar Opið 13.30—16.00 laugar- og sunnu- daga. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga frá 11—17. Nýlistasafnið við Vatnsstíg Helgi Sigurðsson sýnir málverk og blýantsteikningar til 18. okt. Mokkakaffi Gunnar Kristinsson sýnir myndir unnar með blandaðri tækni frá 11. sept. til 9. okt. Þjóðleíkhúsið Ég dansa við þig kl. 20.00 fimmtu- dags- og laugardagskvöld. Síðustu sýningar. Rómúlus mikli kl. 20.00 föstudagskvöld. Leikfélag Reykjavíkur Faðirinn kl. 20.30 fimmtudag og laugardag. Dagur vonar föstudag og sunnudag kl. 20.00, síðustu sýningar. Ðjöflaeyjan kl. 20.00 föstu- og laugardag. Alþýðuleikhúsið Eru tígrisdýr í Kongó? laugardag kl. 13.00. Sýnt í Kvosinni. KVIKMYNDAHUSIN ★★★★ Bláa Betty (Betty Blue). Sýnd kl. 9 í Bíóhöllinni. Blátt flauel (Blue Velvet). Sýnt kl. 10 í Bíóhöllinni. Herdeildin (Platoon). Sýnd kl. 9 og 11.15 í Regnboganum. Komið og sjáið (Come and See) Rússneska stórmyndin sýnd kl. 7 og 10 í Laugarásbíói. ★★★ Tveir á toppnum (Lethal Weapon). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborg. Óvænt stefnumót (Blind Date). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Stjörnubíói. Logandi hræddur (The Living Day- lights). Sýnd kl. 5, og 9 Bíóhöllinni. Angel Heart Sýnd kl. 5 og 7 í Bíó- höllinni. Seinheppnir sölumenn (Tin Men). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 i Bíóborg. Steingarðar (Gardens of Stone). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Stjörnubíói. ★★ Valhöll Sýnd kl. 5 í Laugarásbíói. Vild'ðú værir hér (Wish You Were Here). Sýnd kl. 9 í Regnboganum. Geggjað sumar (One Crazy Summer). Sýnd kl. 7.15 og 11.15 í Bíóhöllinni. Svarta ekkjan (Black Widow). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborg. Hver er stulkan? (Who's That Girl?) Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöllinni. Malcolm Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboganum. Eureka Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 í Laug- arásbíói. Beverly Hills Cop 2 Sýnd kl. 5,7,9og 11 í Háskólabiói. Hefnd busanna (Nerds in Paradise). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöllinni. Fjörá framabraut (The Secret of my Success). Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.10 i Laugarásbiói. Omega-gengið (Omega Synd- rome). Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. ★ Superman. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 í Regnboganum. O Lögregluskólinn 4. Sýnd kl. 5, 7 og 11.15. í Bíóhöllinni. Herklæði guðs (The Armour of God). Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboganum. NÝJAR Lazaro. Sýnd i Bíóhúsinu kl. 5,7,9 og 11. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond KVIKMYNDIR Af gagnmerkum stílbrögðum Barrys Levinson Bíóborgin: Tin Men (Seinheppnir sölumenn),-kýc-k Bandarísk. Árgerð 1987. Framleiöandi: Mark Johnson. Leikstjórn/handrit: Barry Levinson. Kvikmyndun: Peter Sova. Tónlist: David Steele, Andy Cox, Fine Young Cannibals. Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Danny DeVito, Barbara Hershey, John Mahoney, Jackie Gayle o.fl. Barry Levinson (f. 1932) er til- tölulega ungur í hettunni sem leik- stjóri, en hefur þeim mun gagn- merkari reynslu sém handritshöf- undur, eins og prýðisgott hand- verk hans í þeirri mynd sem hér er til umræðu ber reyndar glöggt vitni um. Helstu landvinningar hans á því sviði eru And Justice for All sem Norman Jewison leik- stýrði 1979, Inside Moves frá árinu 1980 undir leikstjórn Richards Donner og svo að sjálfsögðu hin stórgóða Diner frá 1982, sem jafn- framt var fyrsta leikstjórnarverk- efni hans sjálfs. Það sem einna helst einkennir þessi verk Levinsons er fyrst og fremst einkar sterk og vendilega undirbyggð persónusköpun, jafnt höfuðpersóna verka hans sem og ekki síður þeirra aukapersóna er hann stillir upp í nánasta umhverfi þeirra og ætlar það hlutverk að varpa ljósi á þá þætti persónu- gerðar söguhetjunnar er mestu máli skipta fyrir framvindu sjálfs plottsins. Þessi ótrúlega natni og áhersla er hann leggur á fínpússn- ingu persónugerðar allt niður í smæstu statistahlutverk verða síðan til þess, að þar framundan oss á hvíta tjaldinu sprettur fram ljóslifandi öllu trúverðugri skil- greining tíðaranda þess tímabils og umhverfis er hann fjallar um hverju sinni en við eigum núorðið almennt að venjast úr afurðum al- mennra draumaframleiðenda þar vestra. í Tin Men rekur Levinson þann- ig ekki einvörðungu fyrir okkur bráðskemmtilega og umfram allt meinfyndna sögu tveggja harð- svíraðra farandsölumanna, sem af ótrúlegustu list draga viðskipta- vinina á asnaeyrunum út og suður þar framundan oss á tjaldinu, heldur er myndin jafnframt ein af skemmtilegri persónulegum skil- greiningum á tíðaranda sjötta og sjöunda áratugarins er sést hefur á hvíta tjaldinu í háa herrans tíð... Hversu ótímabært stílbrot sumum hverjum annars kann að þykja nærvera meðiima hljómsveitar- innar Fine Young Cannibals á sviði næturklúbbsins er þeir Dreyfuss og DeVito stunda að stað- aldri. Tin Men er í alla staði býsna hönduglega úr garði gerð. Hand- ritið pottþétt, leikstjórnin mark- viss og samleikur þeirra Dreyfuss og DeVito með eindæmum fág- aður. Sem sagt í flestu tilliti ágætis- ærslaleikur sem vel er verðugur kvöldstundar í lífi allra sannra unnenda þessarar annars ágætu tegundar kvikmynda. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.