Helgarpósturinn - 08.10.1987, Page 2

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Page 2
Verður þetta dónalegur fundur? Jón Karl Helgason Nei, ég held ég geti lofað því að hann verði allavega inn- an velsæmismarka, fyrirlesarar verða allir klæddir en þeir ætla engu að síður að reyna að skilgreina hvað erótík er og hvernig hún birtist í bókmenntum og þá líklega um leið hvað er dónalegt og hvað ekki. Er erótík ekki sama og dónaskapur? Vísir menn vilja gera þarna ákveðinn greinarmun á en ég held að það sé afskaplega mjó lína sem sker þarna á milli. Kynlíf er náttúrulega hluti af okkar daglega lífi og það mikil- vægur hluti. Ég er ekki á því máli að það eigi skylt við dóna- skap. Er nokkur erótík í íslenskum bókmenntum? Upphaflega hugmyndin að þessum fundi var sú að spyrja: Hvarererótíkin í íslenskum bókmenntum? Það hef- ur heyrst hér og þar að íslenskir höfundar, sérstaklega karl- kynshöfundar af yngri kynslóðinni, séu svo að segja nátt- úrulausir í sínum verkum. Það heyrði til undantekninga ef fólk snertist. En fundurinn sjálfur kemur ekki til með að ein- skorðast við íslenskar bókmenntir. Helmingurinn af þess- um fyrirlestrum verður, ég held ég geti fullyrt það, almennt um erótík en þarna verður líka fjallaö sérstaklega um erótík í íslenskum bókmenntum." Hverjir halda fyrirlestra á fundinum? Það verður Kristján Árnason sem mun hefja fundinn. Hann flytur fyrirlestur sem hann kallar Eros forn og nýr. Kristján er fjölmenntaður maður, heimspekingur, skáld og þýðandi. Er m.a. vel að sér i bókmenntum Forn-Grikkja og hann ætti að geta varpað á þetta sögulegu Ijósi. Næst tekur Soffía Auður Birgisdóttir til máls, en hún mun fjalla sérstak- lega um erótík í íslenskum bókmenntum. Hún nefnir sinn fyrirlestur Fossafans og mér skilst að hann fjalli að ein- hverju leyti um hvernig erótíkin hefur birst í einhverju dul- máli rithöfunda; í stað þess að nefna hlutina réttum nöfn- um, þá hafi þeir falið þetta í skrúðmælgi og táknum. Þá verður gert hlé á fundinum en eftir hlé mun Guðbjörg Þórisdóttir flytja erindi sem hún kallar Ný viðkvæmni. Þar skoðar hún sérstaklega erótík í verkum Thors Vilhjálms- sonar, sem er í hópi okkar erótískari rithöfunda. Svo mun Guðbergur Bergsson koma sem síðasti fyrirlesari og hann nefnir sinn fyrirlestur Ásthneigð i bókmenntum. Ég er mjög spenntur að heyra í Guðbergi. Hann er þekktur fyrir að segja sínar skoðanir umbúðalaust og gerir það vafalaust á þessu máli sem öðrum. Að lokinni framsögu verða síðan opnar umræður þar sem fyrirlesarar og fundargestir geta rætt um þetta áleitna efni og ég reikna með að það geti orðið safaríkar umræður. Hvemig er það eiginlega með þessa ungu karlrithöf- unda, eru þeir gjörsamlega kynlausir? Ég hef nú að vísu tekið eftir því að ungir karlrithöfundar eru barnmargir. Ég held að það sé áberandi, ég veit a.m.k. um tvo af yngstu kynslóðinni sem eiga báðir fjögur börn sem heyrir til tíðinda þegar fólk tímir varla að eiga eitt barn, hvað þá meira. Kannski fá þeir bara útrás fyrir sína erótík í einkalífinu og eru of kurteisir til að troða henni upp á almenning." Er nokkurt vit í félagi sem heldur svona fundi? Ég held að aðsóknin á laugardaginn verði að skera úr um það. Ef hún verður góð þá held ég að bæði þetta efni og félagið hafi sýnt fram á að eiga rétt á sér. Að lokum. Fara fundargestir erótískari heim en þeir komu? Nei, ég á nú ekki von á því. Hins vegar uppgötva þeir kannski þessa erótík sem býr innra með þeim og þeir hljóta að hafa ákveðna nautn af. Jón Karl Helgason er einn stjórnarmanna í Félagi áhugamanna um bókmenntir. Á síðastliðnum vetri stóð það fyrir einum sjö fundum þar sem rædd voru hin aðskiljanlegustu mál, tengd bókmenntum. Málþingið um Halldór Laxness var síðan skrautfjöðrin í hattinn á síðasta starfsári. Á laugardaginn kl. 14.00 hefur félagið annað starfsár sitt með fundi í Odda, hugvísindahúsi háskólans. Fundur- inn ber yfirskriftina: Erótík í bókmenntum. FYRST OG FREMST HÁSKÓLI íslands býður nýnema velkomna í skólann á heljarmikilli nýnemahátíd sem haldin verður í Háskólabíói síðdegis á föstudag. Þar verða kyrjaðir stúdentasöngvar, rektor ávarpar ungviðið, námsráðgjafi leggur lífsreglur og tilvonandi stúdentar fá leiðsögn um myrkviði námslánakerfisins. En það er ýmislegt fleira sem gott er fyrir nýgræðinga og busa að fræðast um. Þannig ætlar Valdimar Örnólfsson að hvetja þá til íþróttaiðkunar, Jóhann Ág. Sigurdsson að reifa heilsugæslu og læknisþjónustu og Margrét Þorvaldsdóttir, eiginkona rektors, segir þeim til um matseld og hollt mataræði. Og þá er komið að rúsínunni í pylsuendanum: Veitingum og bíósýningu! Ekki vitum við hverjar verða veitingarnar, en bíóið verður hvorki Gauragangur í gaggó né Húllumhæ í háskóla, heldur „Radio Days", ný hreyfimynd eftir Woody Allen. Það er líklega jafn gott að nýnemar fjölmenni, því líklega er þetta í fyrsta og síðasta skipti sem þeir fá ókeypis á bíó- sýningu í Háskólabíói, en sá siður að háskólastúdentar fengju frítt þangað inn aflagðist fyrir nokkrum árum... ANDRÉSÖND og félagar eru hreint ekki orðnir gamaldags, ef einhver skyldi hafa haldið það. Sem dæmi má nefna orð, sem kom fyrir í nýlegu tölublaði um hinar óborganlegu endur. Jóakim frœndi er að bölva lélegum aðstoðarmönnum sínum í sand og ösku og grípur þá til þess að kalla þá ,,bindishnútauppa“. Eflaust hafa einhverjir ungir lesendur átt í erfiðleikum með að stauta sig fram úr þessu. ALLAR götur síðan tíma þræla- halds og átthagafjötra lauk hefur það þótt vænlegast til að fá fólk til vinnu að bjóða því góð verklaun. En nú, þegar alls staðar vantar fólk, verða fyrirtæki greinilega að reyna að freista vinnuafls með öðrum hætti. Þannig berjast ríkis- spítalarnir nú i bökkum og fá ekki fólk til starfa — þeir geta ekki borgað kaup. Því er skemmtilegt að sjá í sjónvarpi mikla auglýsingu þar sem væntanlegum starfs- kröftum ríkisspítalanna er ekki boðið upp á laun — nei, heldur mikla, verðmæta og ómetanlega reynslu... IÞRÓTTAfréttaritarar fara hamförum yfir því að lið á borð við Liverpool skuli dirfast að koma hingað norðureftir til að etja kappi við landann í hand- bolta. Iþróttafréttamaður Moggans kemst að þeirri niðurstöðu að lið eins og Liverpool og írska liðið sem keppti við Stjörnuna eigi ekki að taka þátt í alþjóðakeppni. Og hann bætir um betur og gerir því skóna að óþolandi sé í slíkum keppnum að hafa ,,farþega“ innan- borðs, ,,menn og konur sem hafa þá hugsjón eina að vera með“. Þessir íþróttamenn séu „heldur betur á rangri hillu og ef þeir hafa ekki vit á því að færa sig um set, er annarra að stjaka við þeim“. En nú er spurning hvort við íslend- ingar þurfum ekki að líta í eigin barm. Við erum að vísu góðir í handbolta, en töpuðu ekki íslensku fótboltaliðin þrjú sem tóku þátt í Evrópukeppni í fyrra leikjum sínum samanlagt 30—0... R BT66ÐR5TEFNIVEXLIÐ..... HELGARPUSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR Erlent vinnuafl Vöntun er sögð á verkamönnum, sá vandi er líkur smámunum; Flytjum hingað fólk í hrönnum í frystigámunum. Niðri „Bestu sumur sídustu áratugi standast góðu sumrunum ádur fyrr engan snúning. Þau verda blátt áfram brjóstumkennanleg í þeim samanburöi." SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON RITHÖFUNDUR í GREIN UM VEÐURFAR. 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.