Helgarpósturinn - 21.04.1988, Síða 2
Ferð þú núna á
Stjörnuna?
Jónas R. Jónsson
dagskrárstjóri Ljósvakans
„Nei, ég fer ekki á Stjörnuna!"
Langar þig aö breyta til og fara í eitthvað annað starf
en við fjölmiðla?
„Já, ég gæti alveg hugsað mér að breyta til."
Er fjölmiðlastarfið kannski ekki eins skemmtilegt og
það hljómar?
„Jú, það er skemmtilegt starf. Þetta er eins og öll
skemmtileg vinna að hún er krefjandi en númer eitt, tvö og
þrjú er þetta vinna."
En hefurðu eitthvert sérstakt starf í huga sem þig lang-
ar að taka aö þér?
„Nei, ekki nema hvað mig hefur lengi langað til að opna
veitingastað, en ég veit ekki hvort ég læt verða.af því núna."
Veitingastað með einhverjum sérstökum réttum?
„Já, ekki af danska skólanum eins og allir eru með hérna!
Ég hef ákveðna fyrirmynd í huga þar sem matur yrði fram-
reiddur á sérstakan hátt."
Hvað fór úrskeiðis hjá ykkur á Ljósvakanum?
„Við lékum of vandaða tónlist og sá hópur sem kann að
meta það virðist ekki vera mjög stór."
Var tónlistin of vönduð að þinu mati?
„Já, ég held að óhætt sé að fullyrða það. Við stíluðum inn
á of þröngan markað, of ákveðna stefnu, og upp á síðkastið
vorum við með mjög mikið af klassískri tónlist, og sá hópur
virðist ekki vera stór sem hlustar á klassík. Hins vegar hafði
Ljósvakinn þakkláta og trygga hlustendur."
Bendir þetta kannski til að sá hópur sem er á móti sí-
bylju sé í rauninni ekki til?
„Nei, ég held nú að hann sé til, en hins vegar er hann fá-
mennur. I honum er aðallega eldra fólk, sem virðist ekki
hlusta eins mikið á útvarp og yngra fólkið. Það kemur fram
í hlustendakönnunni að milli kl. 12 og 1 á daginn bætist
hópur fólks við hlustendur ríkisútvarpsins. Af því fólki sem
spurt var í könnuninni voru ekki nema 10—15% sem hlust-
uðu á útvarp að jafnaði, en hlustunin jókst um meira en
helming í hádeginu. Þá var meirihluti hlustenda eldra fólk.
— Persónulega er ég þó ekki sannfærður um gildi skoðana-
kannana, sem byggðar eru á jafnlítilli svörun og raun varð
á í þessari hlustendakönnun."
Er fjölmiðlamarkaöurinn þá orðinn mettur?
„Já, sæmilega mettur mundi ég telja."
Hlustar þú sjálfur mikið á útvarp?
„Já, ég hlusta mikið á útvarp, mest á Ljósvakann."
Og hvaö gerirðu þá núna?
„Nú fer ég aftur að hlusta á eigin CD-diska — og á Bylgj-
una."
Hvað finnst þér skemmtilegast að hlusta á?
„Mér finnst skemmtilegast að hlusta á tónlist, einkum
jazz. Ég hlusta einkum á útvarp á daginn og þá fyrst og
fremst af tæknilegum ástæðum. Það er hluti af starfi mínu.
Þess vegna hef ég ekki tíma til að setjast niður og hlusta
á til dæmis viðtalsþætti. Á kvöldin hlusta ég ekki mikið á
útvarp."
Hvað tekur núna við hjá þér?
„Ég veit það raunverulega ekki, nema hvað ég fer í tón-
listarvinnu á næstunni. — Þetta með veitingastaðinn verð-
ur varla að veruleika strax. Ég hafði ætlað mér að geyma
framkvæmdir þess draums til elliáranna — og mér sýnist
þau ekki komin enn!"
Samkvæmt nýrri hlustendakönnun kom í Ijós að lítið er hlustað á
útvarpsstöðina Ljósvakann, dótturfyrirtæki Bylgjunnar. Á mánu-
daginn tóku forráðamenn útvarpsstöðvarinnar þá ákvörðun aö
Ljósvakinn yrði lagður niður frá og með næstkomandi mánudegi,
25.epríl. Jónas R. Jónsson var dagskrárstjóri Ljósvakans.
FYRST OG FREMST
OG ein saga svona í vorkuldun-
um. Maður að nafni Úlfur Helgi
vatt sér inn í Idnadarbankann um
daginn og ætlaði að fá sér ávís-
anahefti með mynd af sér í. Það
væri kannski ekki í frásögur
færandi ef hann hefði ekki dregið
upp mynd af úlfi sem hann vildi fá
í heftið sitt. Honum var neitað um
þetta í afgreiðslunni og þegar
maðurinn vildi halda þessu til
streitu fór málið til markaðssviðs
bankans og endaði að lokum hjá
einum af bankastjórunum sem
neitaði að taka þessa beiðni alvar-
lega. Náunginn hefur nú ákveðið
að hætta viðskiptum við bankann.
Það fyndnasta i málinu er þó að
Úlfur segir að Iðnaðarbankinn hafi
vísað sér á Búnaðarbankann í
þessum efnum. Maður hefði nú
haldið að þetta væri sjálfsögð
þjónusta. . .
I LISTAPÓSTI Boston-blaðsins
The Tech er viðtal við bandarísku
poppsöngkonuna Sinead
O'Connor, sem mun hafa náð
miklum vinsældum þar vestra,
a.m.k. í Boston. Þar er spjallað
fram og aftur um feril söngkon-
unnar og lífsskoðanir, framtíðina
og samtíð og þannig áfram sikk
sakk fram og aftur grástrætið.
Söngkonan nefnir meðal annars
áhrifavalda sína í tónlistinni og
þar komum við Islendingar inn í
myndina: „What does she like? —
Rap. I usually listen to Michael
Jackson, the Smiths, Stump and
the Sugarcubes, an Icelandic band
that’s out right now that’s
absolutely ... brilliant.” Hún nefnir
hér þá ágætu sveit Sykurmolana
og bætir meira að segja sérstak-
lega við:...íslensk hljómsveit sem
sker sig úr í dag, ég meina, hreint
út sagt ... frábær." Svo mörg voru
þau orð. Hinar litlu plötur
Sykurmolanna fást í hljómplötu-
verslunum í Boston sem öðrum
borgum Bandaríkjanna og seljast
þokkalega. Fyrsta stóra plata
Sykurmolanna er væntanleg í
næstu viku...
FOLK, sem sendir mikið af
bréfum, fær fljótt leið á því að
skrifa nafn sitt og heimilisfang
aftan á umslag eftir umslag eftir
umslag eftir umslag... Það verða
því eflaust margir glaðir, þegar
þeir rekast á auglýsingu sem
hangir uppi í verslun Pennans i
Austurstræti. Þar er þreyttum
bréfriturum nefnilega boðið að
skrásetja nafn sitt og aðrar
nauðsynlegar upplýsingar sem
síðan verði prentaðar á mörg
hundruð litla miða til að líma á
umslög og aðrar sendingar.
Viðskiptavinur, sem við fréttum af,
lét ekki segja sér þetta tvisvar.
Hann sagði afgreiðslustúlkunni
hvað standa ætti á límmiðanum,
greiddi henni 1.700 krónur og
beið síðan þolinmóður eftir því að
þriggja vikna afgreiðslufresturinn
liði. Síðan eru hins vegar liðnir
tveir mánuðir og ekkert bólar á
miðunum góðu. Svo „okkar
rnaður" skrifar enn og skrifar og
skrifar og skrifar...
UM daginn var á einni útvarps-
stöðinni símatími (aldrei þessu
vant) og ekkert merkilegt við það
nema kannski hvað það er
ómerkilegt. Þar var fólki gefinn
kostur á að benda væntanlegum
þátttakendum í Júróvisjón á
hvernig þeir ættu helst að vera
klæddir. Fólk fékk upplýsingar um
hvernig sviðið á að vera, svart og
svo ekki annað. Síðan var bara að
gefa hugmyndafluginu lausan
tauminn. Nú er spurningin í sjálfu
sér ekkert sérlega mikilsverð;
hvort Sverrir Stormsker klæðist
þessum eða hinum skónum. Það
er hins vegar merkilegt hvernig
dagskrárgerðarmönnum getur
dottið annað eins í hug. Var ekki
talað um fyrir einhverjum árum
að menn hefðu tognað á heila ef
þeir þóttu lítt stíga í vitið...
! 5TÓR orð' ER &RRR9
í>TILL IN6VK +1RRFN5te
HELGARPUSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR
Ráöhúsmáliö grafið Fimur á fæti og tungu viö fyrstu skóflustungu. Með Guörúnu P. er í pontu hann sté allar púðurkerlingar sprungu. Niöri „Samkvœmt öruggum heimildum DV mun Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Breiðabliks, verða um kyrrl hjá félaginu en skipta um félag ella.“ STEFÁN KRISTJÁNSSON, BLAÐAMAÐUR Á DV i FRETT UM HANDKNATTLEIK Á MÁNUDAGINN
2 HELGARPÓSTURINN