Helgarpósturinn - 21.04.1988, Side 5

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Side 5
SKOÐANAKÖNNUN SKÁÍS OG HP Kvennalistinn stœrstu stjórnmálasamtökin. Hrun Borgaraflokksins ítrekaö. A-flokkarnir að verða smáflokkar? Óánœgja fer vaxandi. Ríkisstjórnin í minnihluta. Kuennalistinn er stærsta stjórnmálaafl þjóðarinnar. Hvað eftir annað hefur stórsókn Kvennalistans verið staðfest í skoðanakönnunum og í skoöanakönnun SKÁÍS og HP, sem framkvæmd var um síðustu helgi, hlaut list- inn 30,3% fylgi þeirra sem afstöðu tóku. Þessi niðurstaða staðfestir óyggjandi niðurstöðu síðustu skoðanakönnun- ar DV í mars, þar sem Kvennalistinn hlaut 29,7% fylgi þeirra sem afstöðu tóku. Þessar tvær kannanir styrkja hvor aðra og staðfesta að á fyrsta ársfjórðungi ársins 1988 varð stærsta hugarfarsbylting sem átt hefur sér stað í pólitískri vitund landsmanna frá því vinstri sveiflan mikla reið yfir 1978. Sú sueifla náöi hins uegar til „hefö- bundinna“ flokka, en aö þessu sinni hefur nýtt stjórn- málaafl ekki bara fest sig í sessi, heldur stungiö gömlu flokkana af. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND JIM SMART Það þóttu mikil tíðindi þegar Kuennalistinn hlaut 5,5% atkvæða í alþingiskosningunum 1983 og kom þremur konum á þing. Augu heims- ins beindust enn frekar til íslands þegar sami listi fékk 10,1% atkvæða í kosningunum 1987 og Kvenna- listaþingkonum fjölgaði í 6. Síðla sama ár bentu skoðanakannanir til þess að Kvennalistinn hefði rétt ríf- lega haldið sínu. Það var síðan í upp- hafi þessa árs að stíflur virtust bresta, flóðgáttirnar til Kvennalist- ans opnuðust. Fyrst kom stökk upp í 20% og nú hafa kannanir tveggja ólíkra aðila staðfest 30 prósenta fylgi Kvennalistans. VALKOSTUR UNGA FÓLKSINS Skoðanakönnunin var fram- kvæmd sl. laugardag og var haft samband við alls 748 einstaklinga. Þar af tóku afstöðu 458 eða 61,2%. Meðal þeirra hlaut Kvennalistinn sem fyrr segir 30,3% fylgi. Miðað við staðalfrávik liggur fyrir, að 95% líkur eru á því að fylgi listans liggi á bilinu 28,9—31,7%. Sundurgreining á fylgi Kvennalistans bendir til þess að fylgi hans dreifist mjög eðlilega á kjördæmin, en Reykjavík sé þó sterkasta vígið. Þá virðist Kvenna- listinn höfða mjög til yngri aldurs- hópanna, hans dyggustu stuðnings- menn eru yngri en 30 ára, en strax fer að bera á „veikleikamerkjum" þegar svarendur eru orðnir yfir 45 ára. Eðlilega höfðar Kvennalistinn frekar til kvenna, en karlar eru þó yfir þriöjungur studningsmanna listans í könnuninni. BORGIN SÍÐASTA VfGIÐ Á sama tíma bendir hver könnun- in af annarri til þess að fylgi Borg- araflokksins sé hrunið. Örlög yngstu þingflpkka lýðveldisins eru því ærið ólík. I þessari könnun hlaut Borgaraflokkurinn 2,4% fylgi með- al þeirra sem afstöðu tóku. I könnun HP í mars var fylgið nánast hið sama, 2,3%. Fylgi flokksins í tveim- ur síðustu DV-könnunum hefur ver- ið heldur meira eða 4—5%. Eigi að síður liggur Ijóst fyrir að Borgara- flokkurinn er að hruni kominn eftir að hafa náð 10,9% atkvæða í alþing- iskosningunum fyrir ári. Um leið kom fram í könnuninni að persónu- fylgi Alberts Gudmundssonar hefur dalað talsvert frá því í síðustu könn- un (sjá bls. 30). Sundurgreining á fylgi flokksins bendir til þess að nú sé þrjá af hverjum fjórum fylgis- manna hans að finna í Reykjavík og að hann höfði mjög takmarkað til yngstu kjósendanna svo og kvenna. EKKI Á HEIMLEIÐ Fylgisflóttinn frá Borgaraflokkn- um virðist ekki ætla að fara líkleg- ustu leiðina — til Sjálfstœöisflokks- ins. Sjálfstæðisflokkurinn fær að þessu sinni 28,4% fylgi samkvæmt könnuninni, sem er sama fylgi og hann fékk i könnun DV í mars. I kosningunum fyrir ári hlaut flokk- urinn 27,2% atkvæða. Sem stjórnar- flokkur má hann vel við una, en nú bendir hins vegar ekkert til þess að flokkurinn endurheimti fyrri styrk sem 35—40 prósenta flokkur. For- manni flokksins hefur ekki tekist að gera sig að „sameiningartákni" þjóðarinnar sem forsætisráðherra og lýtur hvað persónufylgi varðar í lægra haldi fyrir utanríkisráðherr- anum úr Framsóknarflokki. Jafnvel sjávarútvegsráðherra sama flokks hefur komist upp fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Sundurgrein- ing á fylgi Sjálfstæðisflokksins bend- ir til þess að veikleiki hans sé lands- byggdin, kvenkjósendur og aldurs- hópurinn 45—64 ára. FRAMSÓKN HELDUR SÍNU Framsóknarflokknum hefur tek- ist að halda fylgi sínu mjög stöðugu í gegnum þykkt og þunnt. Að þessu sinni hlaut flokkurinn 17,9% fylgi, HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.