Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 8
Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins: FJÖLDAATVINNU- LEYSI FRAMUNDAN — verði ekki gripið til harðra aðgerða — Náist ekki samkomulag eru kosningar framundan — Tökin hert á fjármagnsmarkaði — Verður að bjarga átflutningsatvinnuvegunum — Kvennalistinn ekki vœnlegur til samstarfs en Alþýðubandalagið á möguleika. Kreppuráöstafanir eru framundan. Framsókn mun leggja línurnar á miðstjórnarfundi í vikunni og berjast fyrir sínum tillögum innan ríkisstjórnarinnar. I eftirfar- andi viðtali við Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráð- herra og varaformann Framsóknarflokksins, kemur m.a. fram að náist ekki samkomulag um efnahagsráð- stafanir innan ríkisstjórnarinnar nú sé ekkert fram- undan annað en kosningar. Hvernig sem málin þróist hljóti núverandi stjórnarflokkar, saman eða hver í sínu lagi, að hafa forgöngu um þessar aðgerðir. Hann vísar Kvennalistanum á bug sem samstarfsaðila en lætur heldur vel yfir Alþýðubandalagi undir nýjum formanni. En verði ekki tekið á málum af hörku blasi fjöldaatvinnuleysi við innan skamms. Launahækkanir verði að stöðva og gengisfellingu er ekki afneitað. Herða þurfi öll tök á fjármagnsmarkaðnum. EFTIR PÁL H. HANNESSON MISTÖK FRAM- SÓKNAR 1982 Hver, ad mati forystu Framsókn- arflokksins, er höfuöástœöa þess að svo er komid í efnahagsmál- um? „Það er auðvitað erfitt að koma með viðhlítandi skýringu á því. í mínum huga var ástandið vorið 1983 mjög slæmt og við bárum vissulega ábyrgð á því með sam- starfsaðilum okkar. Ástandið fór hríðversnandi á miðju ári 1982 og þá um haustið var mikið rætt inn- an Framsóknar, hvort ekki væri nauðsynlegt að slíta því stjórnar- samstarfi og ganga til kosninga. Það var ekki gert, þótt samstarfs- aðilar, og ekki síst Alþýðubanda- lagið, hefðu uppi góð orð um að tekið skyldi á vandanum. Það brást hins vegar algjörlega og eftir á að hyggja lítum við þannig á að það hafi verið mistök að halda áfram fram á vor 1983. Þær harka- legu aðgerðir sem var farið í þá tókust á margan hátt vel og góð- æri fylgdi í kjölfarið FRELSIÐ KOLLSTEYPTI KERFINU En þessi mikli bati leiddi til auk- ins kaupmáttar, verðlag hækkaði, fjármagnskostnaður jókst mjög mikið og menn töldu að nú væri svigrúm til að létta af þeim höml- um sem höfðu verið settar á. Það höfðu verið settar bremsur á vísi- tölur og notkun fjármagns, fjár- festingar stöðvaðar o.s.frv. Auðvit- að voru skiptar skoðanir um hversu hratt ætti að ganga í frjáls- ræðisátt eftir það ástand sem skapaðist 1983 og í mínum huga gekk það of hratt fyrir sig. Sam- kvæmt viðræðum stjórnarflokk- anna átti vaxtafrelsið 1984 ekki að ganga svona langt. Seðlabankinn var hins vegar á annarri skoðun og framkvæmdi það með öðrum hætti en um var talað." Gátud þid ekki komið í veg fyrir það? ,,Ja, Seðlabankinn var ekki und- ir okkar stjórn í þeirri ríkisstjórn, og bankinn hefur, eins og vera ber, mikið sjálfstæði. Það gengur ekki lengur að stjórnarmálamenn taki ákvarðanir um alla hluti. En við þetta hefur mikið misvægi skapast milli innlends og erlends fjár- magns og ýmsir aðilar hér á fjár- magnsmarkaði hafa fengið mikið frelsi til athafna og ég býst við, að enginn hafi séð þaö fyrir, hvað þar hefur gerst. T.d. hafa þessir aðilar greitt mjög fyrir margvíslegri fjár- festingu í þjóðfélaginu sem geng- ur gegn ýmsum tilraunum stjórn- valda til að hafa hemil á þensl- unni. Þeir hafa fjármagnað versl- unar- og veitingahúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu, greitt fyrir kaup- um á trillum á sama tíma og við höfum reynt að berjast gegn fjölg- un þessara skipa og stefnt að því að eiginfjármögnun yrði sem mest. Vorið 1987 voru gefnar út reglur um þessi mál af viðskipta- ráðuneytinu, án þess að mikið hefði verið fjallað um málið í ríkis- stjórninni. Það má segja að ýmis lausatök hafi einkennt fjármála- starfsemina fyrri hluta árs 1987 skömmu fyrir kosningar." En ná var Framsókn í stjórn og samþykkti þetta? ,,Það eru alltaf í samsteypu- stjórnum mismunandi áherslur uppi og sú túlkun hefur ráðið, að einn ráðherra geti gert hluti án þess að bera það undir samráð- herra sína, og það hefur því miður oft gengið út í öfgar." FRAMSÓKNARMENN EN EKKI FRJÁLS- HYGGJUMENN Þessi ,, frjálsrœðisstefna“ í pen- inga- og fjármagnsmálum er auð- vitað afleiðing aukinna áhrifa svo- kallaörar frjálshyggju, þar sem megináherslan er á aö ,,markað- urinrí' leysi öll vandamál af sjálfu sér. Má tálka orð þín svo að fram- sóknarmenn séu búnir að missa þolinmœðina gagnvart frjáls- hyggjunni? ,,Við höfum nú aldrei verið það sem kallað er „frjálshyggjumenn." Við teljum að hún eigi ekki við í svona litlu þjóðfélagi, sem byggir á einni auðlind sem við höfum þurft að takmarka aðgang að. En við höfum það ekki að markmiði að stjórnmálamenn stjórni allri þró- un, þó svo við höfum ekki þá trú að það megi leysa öll vandamál samkvæmt lögmálum hinnar frjálsu samkeppni. En það má vera að það hafi verið nauðsynlegt að Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins. gera þessa tilraun, og að það hefði mátt búast við öfgum í þessa átt- ina, sem viðbragði við þeim öfg- um, sem áður ríktu. Hins vegar hefur þetta orðið okkur mjög dýr- keypt.“ ER JÓN BALDVIN PALLI SEM VAR EINN í HEIMINUM? / síðustu kosningabaráttu hélt Framsókn því fram að hún vœri flokkurinn sem œtlaði að taka á efnahagsvandamálum þjóðarinn- ar. Nú er allt að fara úr böndunum og samstarfsflokkar í ríkisstjórn segja að þið hafið ekki einu sinni lagt fram neinar tillögur varðandi efnahagsmál. Hvað er að gerast? „Það er nú með eindæmum að fjármálaráðherra skuli halda því fram, að við höfum ekkert lagt til málanna, auðvitað höfum við gert það. Fjármálaráðherra heldur því fram að hann hafi einn og óstudd- ur komið í gegn skattkerfisbreyt- ingunum og enginn hafi viljað hjálpa honum í því — hann hefur talað svo mikið um þetta að það hafa fáir aðrir komist að. Hann er alltaf að tala um hvað hann þurfi að gera mikið einn. Ekki hef ég verið að kvarta mánuðum saman um hvað oft var lítill stuðningur við fiskveiðafrumvarpið. Mér finnst að fjármálaráðherra ætti að hætta að tala eins og hanri sé „Palli sem var einn í heiminum". Frá síðasta hausti má segja að umræðan í þjóðfélaginu hafi ein- kennst af kjaramálaumræðu, þar sem talað er um kauphækkanir án þess að auknar þjóðartekjur komi þar á móti. Nú er svo komið að at- vinnulífið, og sérstaklega útflutn- ingsatvinnuvegirnir, hafa enga möguleika til að bera uppi þær kostnaðarhækkanir sem orðið hafa." TILLÖGUR FRAMSÓKNAR Þá er spurningin hvað vill Fram- sóknarflokkurinn gera? Hvaða til- lögur verða lagðar fram á mið- stjórnarfundinum í nœstu viku og hvernig verður þeim fylgt eftir? „Við ætlum okkur fyrst og fremst að taka á þessum málum innan ríkisstjórnarinnar. Við munum ekki skýra frá þvi í smá- atriðum hvað við gerum, en það liggur alveg Ijóst fyrir að við vilj- um herða tökin á fjármagnsmark- aðnum og teljum að þar hafi verið gengið of langt í frjálsræðisátt og ég hef fulla ástæðu til að ætla að það séu fleiri þeirrar skoðunar. Hins vegar er það ekki nema hluti af vandanum. Vandi útflutnings- veganna er sá langstærsti sem við horfum fram á, en ég býst ekki við því að það sé almennur skilningur á því. Við sjáum fram á fjölda- atvinnuleysi eftir tiltölulega stutt- an tíma, ef svo fer sem horfir, því að flest, ef ekki öll, útflutningsfyr- irtæki eru rekin með tapi. Á sama tíma vofa yfir verkföll og menn semja um hærra kaup. Gengisfelling leysir ekki frekar en fyrr vandann, það verður að stöðva þessar kostnaðarhækkan- ir. En þetta er ekki bara verkefni stjórnmálamannanna heldur þjóðfélagsins alls. Það hafa ýmsir hagfræðingar látið í Ijósi þær skoðanir, að hlutirnir verði að hafa sinn gang og svo verði að byggja á rústunum. Hins vegar tala þessir hagfræðingar af afar lít- iili hreinskilni og segja ekki fyrir um afleiðingarnar. Við erum ákveðið þeirrar skoðunar að svona geti þetta ekki gengið leng- ur og að það þurfi að grípa inn í atburðarásina, en Framsóknar- flokkurinn gerir það ekki einn, það verður að gerast í samstarfi þessara flokka. Og jafnvel þó að þeir næðu ekki saman um það verður ekkert að gert nema með þessum flokkum eða einhverjum þeirra, sem aðaldriffjöðrinni í þeim ráðstöfunum. Þrátt fyrir að stjórnarandstaðan hafi haft góðan tíma liggur ekkert á hennar borði sem er traustsins vert." Verða frekari launahœkkanir stöðvaðar rneð bráðabirgðalög- um eða teknar aftur með gengis- fellingu nái þœr fram að ganga? „Það er enginn sem getur svar- að þessum spurningum hreint út í dag. En það verður að stöðva þá þróun að laun hækki meira en inn- stæða er fyrir." STJÓRNARSLIT? Þú sagðir fyrr í viðtalinu að það hefðu verið mistök að slíta ekki stjórnarsamstafinu strax 1982, það hafi ekki verið gert vegna þess að samstarfsflokkarnir hefðu haft góð orð um að ráðast gegn efna- hagsvandamálum. Er Framsókn ekki í sömu stöðu í dag og um haustið 1982? „Eg vona að svo sé ekki og trúi því að svo sé ekki. En við þurfum að láta á það reyna. Það sem er alveg ljóst er að það verður að taka á þessu máli og við erum reiðubúir að taka á okkur þá erfið- leika sem því eru samfara, en um þetta þarf að ná samstööu innan stjórnarflokkanna. Þar eru áreið- anlega mismunandi áherslur á því hvað við getum gert og nokkuð í land með að sameiginleg niður- staða náist. Ef við náum ekki sam- an er lítið framundan annað en óvissutími með kosningum og kosningabaráttu." Áttu von á því að það náist sam- staða innan ríkisstjórnarinnar um þœr hörðu aðgerðir sem virðast yfirvofandi? „Ég er þeirrar skoðunar, og að jafnvel þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað ganga lengra í frjáls- ræðisátt en við á ýmsum sviðum hafi þeir gert það á grundvelli þess mats að allar aðstæður hafi verið til þess. En ég á von á því að þeir taki sína hluti til endurmats, með breyttum aðstæðum." KVENNALISTINN EKKI í MYNDINNI . . . En kœmi það ekki til álita að íhuga hvort ekki nœðist niður- staða sem ykkur vœri nær skapi, ef rœtt yrði t.d. við Kvennalistann eða Alþýðubandalagið? „Þó að Kvennalistinn hafi nú þetta mikla fylgi samkvæmt skoð- anakönnunum hefur þar ekkert komið fram sem má verða til lausnar þessum vandamálum. Þvert á móti er fyrst og fremst að- eins eitt mál sem þær klifa á alla tíð og það er lögbinding launa í landinu. Það er að mínu mati frá- leitt að kjör einnar þjóðar verði ákveðin með lögum. Það hefur hent ýmsa í Austur-Evrópu að setja þaö í lög, svona allt að því, að allir skyldu vera hamingjusamir, en það hefur nú ekki reynst mjög vel. Þannig að slík úrræði eru nú ekki til mikils í þessu sambandi. Ég vek athygli á því að Kvennalist- inn telur sig ekki vera pólitísk samtök, heldur eitthvað sem heitir „þverpólitísk" samtök með enga forystu og í raun og veru enga ákveðna stefnu, heidur skoðana- skipti sín í milli. En ef þjóðin telur að slík þverpólitísk samtök séu betur til þess fallin að glíma við okkar þjóðfélagsvandamál, þá verður það að hafa sinn gang. Én það er erfitt að vera í stjórnarsam- starfi með slíkum samtökum og ég eiginlega undrast það hvað Kvennalistinn kemst lengi upp með að vera í umræðunni án þess að tala um stjórnmál eins og við flestir hverjir, sem höfum starfað í þessu, lítum á þau. Stjórnmál fjalla ekki eingöngu um það að predíka fallega hluti, heldur einnig að taka ábyrgð og taka ákvarðanir sem meiða og særa." Þannig að þér líst ekki á konurn- ar sem samstarfsaðila í stjórnar- samstarfi? „Ég sé það ekki, en tek það fram að ég hef ekki verið í neinum við- ræðum við þær." ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ER AÐ ÁTTA SIG Sýnist þér Alþýðubandalagið vera vœnlegur samstarfsaðili í rík- isstjórn þar sem þarf að taka á efnahagsmálum ,,af alvöru"? „Það hefur ekki verið það. Hitt er svo annað mál að það eru marg- ir áhugaverðir hlutir að gerast í Al- þýðubandalaginu, þar er kominn nýr formaður með aðrar áherslur en hafa verið lengi í þeim flokki. Hann hefur nýlega skrifað grein í Morgunblaðið þar sem hann virð- ist gera sér grein fyrir því að ástandið er mjög slæmt og það er meira en maður er vanur að sjá frá forystu Alþýðubandalagsins. Hitt er svo annað mál, að hann er ekki á Alþingi og á sjálfsagt eftir að móta betur flokkinn, sem var kominn í mikla erfiðleika." 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.