Helgarpósturinn - 21.04.1988, Side 13

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Side 13
DAGBÓKIN HENNAR DÚLLU Kæra dagbók. Ég gerði soldið óvanalegt á sunnudaginn. Soldið, sem ég hef ekki gert síðan ég fermdist í hitteð- fyrra. Ég fór í kirkju! Eiginlega veit ég ekki hvað kom yfir mig. Þetta var bara svona hug- mynd, sem ég fékk. Ég hringdi í ömmu á Einimelnum og hún sam- þykkti auðvitað að koma með mér. En fyrst sagði hún að minnsta kosti þúsund sinnum: „Detta mér nú ekki allar dauðar lýs úr höfði!“ Amma fékk að velja kirkjuna. Hún vildi ekki fara í þessa, sem er hérna í hverfinu, af því að hana langaði meira til að heyra í einhverjum öðr- um presti en vanalega. Og mér var alveg sama. Þetta var rosa flott kirkja. Miklu flottari en okkar. Presturinn talaði líka mannamál, svo ég skildi alveg hvað hann var að meina. (Hann var ekkert líkur prestinum, sem fermdi mig og við krakkarnir sögðum alltaf að væri eins og sulta með sýrópi og sykri! Hann var svo ógeðslega heil- agur. Eða þannig...) Þessi prestur kjaftaði bara í rólegheitum við fólk- ið í kirkjunni, eins og hann væri ósköp venjulegur maður. Það var alveg meiriháttar! Svo spuröi hann líka fólkið um alls konar. T.d. hvort það héldi að það væri betra að hafa messurnar á öðrum tímum, þannig að menn kæmust bæði í Bláfjöllin KROSSPÓLITÍSK SMÁGÁTA 1 z □ 1’ 9 s b t y IO • r 11 1” IV 1 ír LÁRÉTT 1 Ekkert hrifinn af Tangen 3 Ölgerðarefni (þolfall, fornt) 7 Nótnabúð í Reykjavík 9 Hinum megin við 10 Söngkona (Sigfúss eða Muhl eða Brems) 11 Sinni 12 Það sem enginn er verri þótt hann geri 13 Vægur nautnadrykkur 14 Glerhart lindýr 15 Ófrjálst fólk (fornt) LÓÐRÉTT: 1 Ófrosin 2 Framendinn á fljóti 3 Toppkratana 4 Sundfugl 5 Hunskast 6 Ótraustur heimildarmaður 8 Hirsla 9 Ennisdjásn 10 Biblíukvenmaður 11 Það sem galdramenn gátu skipt um og í kirkju á sunnudögum. Mér finnst það ekkert vitlaus hugmynd, þó amma hafi hneykslast pínulítið. En hún er nú iík svo ógeðslega mik- ið á móti öllum breytingum. Eftir messuna bauð amma mér í ,,kaffi“ á fullorðinsveitingastað niðri í bæ og klukkan fimm skellti ég mér í bíó. Ég fór að sjá „Fullt tungl" með leikkonunni, sem er bú- in að láta breyta líkamanum á sér fyrir margar milljónir. Ekki fannst mér það hafa borgað sig. Hún var a.m.k. ekkert spes. Þar að auki þurfti hún ofsa lítið að leika og ég skil barasta ekki fyrir hvað hún fékk þessi Nóbelsverðlaun. Manneskjan þurfti hvorki að gráta né deyja eða gera neitt af þessu, sem hlýtur að vera erfiðast að leika. Mér fannst líka boðskapurinn í myndinni soldið ljótur. Þessi með dýra líkamann var nefnilega trúlofuð einum kalli, en svaf hjá bróður hans á meðan mamma þeirra var að deyja! En þetta var allt látið reddast og hún lenti í engu veseni út af þessu. Þann- ig er þetta örugglega aldrei í alvör- unni. Ef þetta hefði verið lifandi fólk hefði kærastinn kannski verið með AIDS og búinn að smita kon- una. Hún hefði svo smitað bróður kærastans síns og hann hefði dáið og hún hefði neyðst til að viður- kenna þetta fyrir hinum og honum hefði fundist hann hafa drepið bróð- ur sinn og það hefði bitnað á sam- bandinu hjá þeim og þá hefðu þau slitið trúlofuninni og ári seinna hefði fyrrverandi kærastinn dáið og hún verið ein eftir og að deyja úr samviskubiti og frekar viljað vera dáin sjálf en að hafa drepið þá, al- saklausa... Nei, þetta er eitthvað vit- laust. Það var náttúrulega fyrsti bróðirinn sem var fyrst með AIDS, svo hann hlýtur að hafa... Bless, Dúlla. Helgarmáltíð holl og fín, hreinsuð, rauðvínslegin. Glatt það gæti elskan mín - að fá lambaframpart í helgarmatinn. Um helgar hefur þú það notalegt með fjölskyldunni og býður henni upp á holla og fína helgarmáltíð. Ljúffengur og safaríkur lambaframpartur frá Sláturfélagi Suðurlands, marineraður í rauðvíni eða jurtakryddi, gerir helgina enn notarlegri og gleður elskuna þína. Lambaframparturinn frá Sláturfélaginu er fitu- hreinsaður og úrbeinaður - og tilbúinn beint í ofninn. ÞAÐ STANSA FLESTIR í ALLTÁ FULLUHJÁ OKKUR - ÁÚ VETUR SEM SUMAR ^ HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.