Helgarpósturinn - 21.04.1988, Qupperneq 16
EFTIR JÓN GEIR ÞORMAR TEIKNING JÓN ÓSKAR
an Reykjanesskaga, stór-Reykja-
víkursvæðið, Kjalarnes og
Akranes. Ennfremur verpa þeir
svolítið í Leirársveit, Hvalfirði og
fyrir austan fjall (sjá mynd).
Oft hefur það heyrst að star-
inn hreki aðrar fuglategundir á
brott þegar hann sest að og hafa
skógarþrestirnir í Reykjavík verið
nefndir í því sambandi. Enda er
starinn mjög harður af sér, frekur
og duglegur. Ævar Petersen
sagði að þegar um væri að ræða
matargjafir að vetri væru star-
arnir yfirgnæfandi, réðust jafnvel
á dúfur, sem eru miklu stærri
fuglar, og hrektu þær á brott. í
sjálfu sér væri mjög erfitt að
segja til um hvort skógarþröst-
um hefði fækkað hér á landi.
Stararnir hefðu yfirtekið suma
náttstaði skógarþrasta og þeir
orðið að fara eitthvað annað, en
þar með væri ekki sagt að þeim
hefði fækkað. Það gæti verið að
þrestirnir færu að meira leyti til
útlanda á veturna nú orðið, en
varpstofninn á sumrin þyrfti ekki
að vera minni fyrir það. Fleiri
þættir blönduðust inn í þetta
dæmi.
STARAFLÓIN
Það sem fyrst og fremst hefur
valdið því að starinn er illa þokk-
aður er flóin sem fylgir honum.
Staraflóin lifir að vísu á mörgum
tegundum fugla en vegna þess
hve starinn er gefinn fyrir að
verpa í nágrenni við mannabú-
staði, jafnvel í húsum manna,
berst flóin oftar á menn frá
störum en öðrum fuglum. Ef
menn vilja forðast starann er um
að gera að byrgja vel öll op inn í
húsið á einhvern hátt, jafnvel hin
smæstu göt, því það er ótrúlegt
hvað starinn kemst víða.
Lítil hætta er á flóaplágu
fyrsta árið sem stari verpir í
mannabústöðum. Varhugavert er
að loka innganginum í hreiðrið
þannig að fuglinn komist ekki
inn og mælst er til þess af
mannúðar- og fuglaverndar-
ástæðum að ekki séu gerðar
ráðstafanir gegn staranum fyrr
að varptíma loknum. Þá er rétt
að hreinsa hreiðurstæðið, eitra
með skordýraeitri og loka vendi-
lega fyrir gatið.
Aðalvandamálin skapast
næsta vor á eftir ef hreiðrið er
ekki hreinsað. Þetta stafar af því
að flærnar sem lifa á staranum
verpa eggjum í hreiðrið. Lirfurnar
sem skríða úr eggjunum lifa á
lífrænum efnum í hreiðrinu og
halda áfram að þroskast eftir að
fuglinn er farinn úr hreiðrinu,
púpa sig og leggjast í vetrar-
dvala. Flærnar eru um það bil
fullvaxta þegar von er á star-
anum í hreiðriö næsta vor og
bíða hungraðar, hundruðum
saman, eftir því að geta sogið úr
honum blóðið. Ef komu starans
seinkar eða lokað hefur verið
fyrir gatið án þess að þrífa
hreiðrið vel leita þær inn í húsið
og leggjast á næstu blóöheitu
skepnu sem þær komast í tæri
við, mannskepnuna.
Flóabit eru mjög óþægileg bit
sem valda miklum kláða og geta
komið hvar sem er á líkamann.
Þegar maðurinn hefur á annað
borð verið bitinn er ekki mikið
hægt að gera við því. Það sem
gildir er að komast fyrir upp-
sprettuna, starahreiðrið.
annan fótinn fram fyrir hinn, en
hoppar ekki eins og t.d. skógar-
þrestirnir.
Störum hefur fjölgað mjög í
Evrópu á þessari öld og þeir
breiðst víða út. Er ísland dæmi
um aukna útbreiðslu staranna.
Ljóst er að þeir hafa um langan
aldur flækst annað slagið hingað
til lands og hafa komið hingað
svo til árlega frá því um alda-
mót, er menn fóru að gefa þessu
gaum að einhverju verulegu
leyti. Stararnir sem hingað koma
hrekjast líklega af leið frá
Skandinavíu til Bretlands. Þessa
leið fljúga fuglarnir frá því í lok
september þar til fyrstu viku í
nóvember. Algengast er að
starar komi hingað í október og
passar það ágætlega við að þeir
hrekjist af áðurgreindri leið
vegna suðaustanvinda. Fuglarnir
hafa svo vetursetu hér á landi.
Óalgengara er að starar komi
hingað að vor- eða sumarlagi, þó
að slíkt sé ekki óþekkt.
STARINN BREIÐIST ÚT
Líklegt er að starar hafi verið
byrjaðir að verpa í Hornafirði
fyrir 7947, en þar fannst fyrsta
starahreiðrið með eggjum það
tiltekna ár. Um samfellt stara-
varp hefur verið að ræða þar
allar götur síðan. Varpið í Horna-
firði er nokkuð sérstakt. Starinn
hefur þar orpið úti í eyjunum við
náttúrulegar kringumstæður
frekar en í húsum mannanna.
Jafnframt þessu borða stararnir
náttúrulega fæðu í fjörunni
frekar en að elta brauðið og
sorpið í bænum. Þetta á aðallega
við um sumartímann.
í Reykjavík hófst staravarp í
kringum 1960 en vegna „hag-
stæðra" veðurskilyrða barst
óvenjumikið af flækingsstörum
hingað til lands á þeim árum.
Síðan hafa starar orpið árlega í
Reykjavík. Fyrstu árin áttu þeir
erfitt uppdrattar og fjolgaði
hægt en um og upp úr 1970
varð fjölgun þeirra mjög ör. Tíu
ár eru síðan starar voru síðast
taldir með skipulegum hætti í
Reykjavík. Sú talning fór þannig
fram að fuglarnir voru taldir þar
sem þeir „nátta" sig í hópum og
fjöldinn áætlaður út frá því.
Samkvæmt talningunni var fjöldi
varppara í Reykjavík á bilinu
500—1.000 og heildarfjöldi star-
anna um 2.500. Ævar Petersen,
fuglafræðingur hjá Náttúrufræði-
stofnun íslands, sagðist halda að
svipaður fjöldi stara væri í borg-
inni nú og fyrir 10 árum; ef eitt-
hvað væri þá hefði þeim fækkað.
Það gæti stafað af því að þeir
hefðu dreifst út fyrir borgina (sjá
línurit).
Eftir 1970 hafa starar breiðst
út frá Reykjavík. Landnám þeirra
hefur gengið hægt vegna að-
gerða mannfólksins til þess að
halda þeim í skefjum. Nú nær
varpsvæði stara yfir norðanverð-
Staöir þar sem sést hefur til stara
(spjaldskrá NÍ). Fengiö úr ritgerö
Skarphéöins Þórissonar.
Nef starans er dökkt á veturna
en sítrónugult á sumrin. Ung-
arnir eru grábrúnir.
Starar „nátta" sig oft saman í
stórum hópum, þá sérstaklega á
haustin og veturna, þ.e. þeir
safnast saman á ákveðna staði á
kvöldin og setjast að yfir nóttina.
Sem dæmi um stóra náttstaði
starans í Reykjavík má nefna
Skógræktarstöðina í Fossvogi,
stúku knattspyrnuvallarins í
Laugardal og norðurgafl Há-
skólabíós. Á þessum stöðum má
oft sjá þá svo hundruðum skipt-
ir. Ennfremur eru stararnir oft
margir saman í ætisleit.
Þeir sem til þekkja segja star-
ann vera duglegan, harðgeran og
kvikan fugl. Hann er jafnvel
sagður „gáfaður" vegna hermi-
krákueiginleika sinna og er fjar-
skyldur krumma, þeim athugula
fugli. Það er gaman að kynna sér
þá lyndiseinkunn sem staranum
er gefin. Hann er sagður félags-
lyndur en þrætugjarn. Margir
kunna vel við þennan áhuga-
verða söngfugl í kringum sig.
Fleirum er þó meinilla við star-
ann vegna flóarinnar sem nærist
á honum og leggst stundum á
menn, hefur reyndar reynst
plága á fjölmörgum heimilum
hér í borg.
Starinn telst til spörfugla.
Hann er vanalega yfir 20 cm að
lengd, með langt og oddhvasst
nef, stutt stél og hvassydda
vængi. Staranum er þannig lýst
að hann sé svartur ásýndum,
með blárauðri og eirgrænni
málmslikju. Á veturna er hann
alsettur Ijósum dílum, aðallega á
bringu og hálsi, og á þetta
sérstaklega við um kvenfuglinn.
#
EFTIRHERMA
Söngfugl er starinn ágætur.
Það hljóð sem hann gefur vana-
lega frá sér er eitthvað í líkingu
við „tsjír". Að auki kemur frá
honum aragrúi annarra hljóða,
þegar hann flautar eða þegar
það hlakkar í honum, og mynda
hljóðin langt samfellt söngstef.
Situr hann oft syngjandi í trjám,
á húsþökum eða reykháfum.
Starinn er rnikil eftirherma.
Hægt er að kenna honum að
segja nokkur orð úr mannamál-
inu, en fáar fuglategundir geta
lært það. Einnig getur hann
hermt furðuvel eftir kalli og söng
ýmissa annarra fugla. Komið
hefur fyrir snemma á vorin að
fólk hefur talið sig heyra lóusöng
ofan af húsmæni. Þegar betur er
að gáð hefur komið í Ijós að um
stara er að ræða. Það sem
líklega hefur gerst er að lóur
hafa flogið syngjandi yfir og
stararnir tekið hljóðin upp með
það sama. Vegna þessa hefur oft
verið talað um starann sem
„gáfaðan" fugl. En fleira kemur
þar til. Hann tilheyrir þeim armi
spörfuglanna sem talinn er vera
kominn lengst á þróunarbraut-
inni. Ennfremur gengur hann
eins og mennirnir, þ.e. setur
16 HELGARPÓSTURINN