Helgarpósturinn - 21.04.1988, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Qupperneq 19
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND JIM SMART frumkvödull á ýmsum sviðum Þegar fyrsta tölublað Helgarpóstsins kom út fyrir nákvæmlega níu árum, í apríl 1979, gat að líta mynd af ungri stúlku á forsíðu blaðsins, Berglindi Asgeirsdóttur, sem var blaðamaður í einn dag. í síðustu viku skipaði Jó- hanna Siguröardóttir félagsmálaráðherra Berglindi í embætti ráðuneytis- stjóra félagsmálaráðuneytisins. Hún er fyrsta konan sem gegnir embætti ráðuneytisstjóra. Hún er næstyngsti ráðuneytisstjóri sem skipaður hefur verið. Það er hins vegar ekkert nýtt að Berglind Ásgeirsdóttir sé frumkvöðull. Þegar hún lauk stúdentsprófi árið 1973 var hún yngst í hópi ný- stúdentanna, rétt orðin 18 ára gömul. Hún hafði verið færð upp um bekk í barnaskóla og las síð- an tvo vetur saman í menntaskólanum til að flýta fyrir sér. Þegar hún hóf nám í lögfræði við Háskóla íslands í ársbyrjun 1974 var hún yngst laganemanna. Og þegar hún tók við sem for- maður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, var hún fyrsta konan til að gegna því embætti. Þó er ekki öll sagan sögð, því þegar Berglind var skipuð embættismaður við utanríkisráðuneytið var hún önnur tveggja kvenna sem ráðnar voru beint inn í ráðuneytið sem embættismenn. Berglind er nú sendiráðunautur við sendiráð Islands í Stokkhólmi, en kom hingað heim í fárra daga heimsókn er hún var skipuð ráðuneytis- stjóri í síðustu viku. Helgarpóstinum fannst við hæfi að eiga við hana viðtal og forvitnast nánar um þessa ungu konu sem margir segja að beðið hafi greið leið á toppinn innan utanríkisráðu- neytisins. HÚSAVÍK ER MENNINGARSTAÐUR ,,Ég er fædd í Ólafsvík, þar sem ég bjó í nokk- ur ár,“ segir Berglind þegar hún er spurð um æskuárin. „Reyndar man ég lítið eftir mér það- an. Síðan fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem við bjuggum í þrjú ár, en árið 1963 fluttum við í Kópavoginn. Það má því segja að ég hafi flækst um á höfuðborgarsvæðinu alla tíð, því eft- ir að ég fór sjálf að búa átti ég heimili í Hafnar- firðinum, þar til ég fór til starfa hjá sendiráði ís- lands í Bonn í Þýskalandi." Hún segist snemma hafa byrjað að vinna fyrir sér, fyrst með því að bera út blöð á Húsavík: „Þar bjuggu amma mín og afi og hjá þeim var ég öll sumur í mörg ár. Þá tíðkaðist það að krakkar bæru út dagblöðin. Ellefu ára fór ég að vinna sem sendill, síðan við símvörslu, í fiski, á Eddu-hóteli og við barnapössun. Ég hef því próf- að ýmis störf, enda þótti sjálfsagt að við systkin- in útveguðum okkur vinnu og ynnum eins og hægt var.“ Á Húsavík segist Berglindi alltaf hafa liðið vel, „enda er Húsavík menningarstaður", segir hún. „Þar er afskaplega fjölbreytt mannlíf, miðað við ekki fleiri íbúa. Ég hafði vanist því að vera á Húsavík á sumrin og langaði til að prófa að vera þar um vetur líka. Því fannst mér kærkomið tækifæri að dvelja þar á námsárunum þegar ver- ið var að byrja með framhaldsdeildir við gagn- fræðaskólana. Fyrsta bekk í menntaskóla tók ég því á Húsavík." Á Húsavík er leiklistarlíf með miklum blóma og flestir sem þar hafa búið í einhvern tíma hafa tekið þátt í að setja upp leikrit. Berglind segist þó aldrei hafa komið nálægt leiklistarlífinu þar: „Reyndar hef ég aldrei á svið komið utan einu sinni. Það var í síðasta bekk barnaskóla og er í eina skiptið sem ég hef leikið í leikriti!" FIMMTÁN ÁRA BARNFÓSTRA í SKOTLANDI Allt frá barnæsku hafði Berglind mikinn áhuga á útlöndum og því sem þar var að gerast. Þótti því tilvalið að grípa tækifærið þegar henni bauðst að vinna í Skotlandi hjá fólki sem fjöl- skylda hennar kannaðist við: „Ég hafði mikinn áhuga á að læra ensku og þarna fékk ég gott tækifæri. Ég var á heimili rétt fyrir utan Glasgow hjá konu og tveimur börnum hennar, en maður- inn var í sjóhernum og því í burtu allt sumarið. Við vorum þarna tvær með börnin og ég lærði ágætis ensku sem ég hef búið að síðan. Já, ég fór alein í þessa fyrstu utanlandsferð mína, en ég var svo spennt að enginn kvíði eða hræðsla komst að.“ Berglind fór í Kvennaskólann og þaðan í Menntaskólann við Tjörnina (nú Menntaskólinn við Sund), þaðan sem hún lauk stúdentsprófi vor- ið 1973. Þá kom að utanlandsferð númer tvö, og nú lá leiðin til Frakklands þar sem Berglind fór á frönskunámskeið. Þegar því var lokið var góð- ur tími eftir af sumrinu og Berglindi langaði að dvelja lengur í Frakklandi. Fékk sér þá vinnu við að passa börn hjóna sem dvöldu í sumarhúsi í Suður-Frakklandi „... og það var ágætis reynslu- heimur", segir hún brosandi. „Ég var nefnilega jafnóheppin með frönsku hjónin og ég hafði ver- ið heppin með heimilið í Skotlandi," segir hún. „I Frakklandi kynntist ég stéttaskiptingu, sem ég hafði aldrei þekkt fyrr og varð reyndar alveg hissa á. Hjónin litu niður á mig og trúðu ekki að ég ætlaði í háskóla um haustið. Fannst það ekki passa fyrir barnfóstru!" Háskólanámið hófst í Manchester, þar sem Berglind las stjórnunarfræði: „Ég fann þó fljót- lega að það nám átti ekki við mig og sneri því heim um jólin og ákvað að fara til náms í lög- fræði við Háskóla íslands. Að vísu fannst mér lögfræðinámið mjög þurrt í byrjun, en þegar komið var yfir í annan hlutann og við fórum að fást við raunhæf verkefni fann ég að þetta nám hentaði mér.“ STUDENTAPOLITIKIN í háskólanum var Bergiind á kafi í félagsmál- um strax frá upphafi: „Það fannst mér ákaflega skemmtilegt og kom í veg fyrir að maður ein- angraðist í sinni deild," segir hún. „Háskólinn er mjög dreifður og lagadeildin er til dæmis með eigið húsnæði sem getur orðið til þess að laga- nemar umgangist bara hver annan. Hins vegar tryggir þátttaka í félagsmálum það að nemend- ur eru í sambandi við fólk í öðrum deildum. Ég var í stúdentaráði og háskólaráði og var á kafi í þessum málum öll háskólaárin. Lenti í stúdenta- pólitíkinni strax á fyrsta ári og var síðan viðloð- andi hana. Jú, auðvitað voru gífurlegar deilur!" segir hún aðspurð. „Við héldum að allur heimur- inn snerist um þessi mál og maður hélt að ekk- ert annað skipti máli. Þau mál sem bar hæst voru náttúrulega húsnæðismál stúdenta, tengsl háskólans við þjóðfélagið og valfrelsi nemenda til að velja og stjórna í skólanum, ekki ólíkt því sem nú er. Það fór auðvitað gífurlegur tími í þetta stúss, en ég held að þeir sem tóku virkan þátt í félagslífinu hafi jafnvel nýtt tíma sinn betur en aðrir. Það er oft svo að þegar fólk hefur næg- an tíma fer það of seint af stað. Ég var alltaf ákveðin í að láta félagsmálin ekki koma niður á náminu." BLAÐAMAÐURINN BERGLIND Meðan Berglind var í háskólanum fór hún að vinna sem blaðamaður: „Fyrst á Vísi, svo á Dag- blaðinu og endaði svo á Vísi eftir háskólanám- ið,“ segir hún. „Ég hafði mikinn áhuga á blaða- mennsku og hið prentaða orð höfðaði mikið til mín. Ég var í innlendum fréttum og maður var í öllu mögulegu eins og tíðkast á dagblöðum." Hvort hún hefði ekki viljað leggja blaðamennsk- una fyrir sig svarar hún hiklaust: „Jú, a.m.k. að svo miklu leyti að þegar ég lauk lögfræðinni var ég ekki að hugsa um neitt annað en fara aftur á Vísi að vinna! Ég ætlaði að vera í blaðamennsk- unni um ófyrirsjáanlega framtíð... Þegar ég sá svo auglýst starf hjá utanríkisráðuneytinu ákvað ég að sækja um það og það varð endirinn á blaðamennskuferlinum." SENDIRÁÐSRITARINN Berglind var ráðin fulltrúi í upplýsinga- og menntadeild utanríkisráðuneytisins, önnur af tveimur konum sem ráðnar voru inn í ráðuneyt- ið sem embættismenn: „Fyrir var ein kona sem áður hafði starfað sem ritari, en við Sigríður Snævarr, sem nú er sendiráðunautur í Bonn, vorum fyrstu konurnar sem ráðnar voru inn beint sem embættismenn, — í störf sem karl- menn sóttu líka um. Starfið í utanríkisráðuneyt- inu var að vísu ekki líkt blaðamennskunni nema að því leyti að ég var áfram í tengslum við fólk og það sem var að gerast í þjóðfélaginu. Erlendir blaðamenn sem hingað komu leituðu margir til okkar eftir fyrirgreiðslu og undir menntadeild- ina féllu menningarsamskipti, undirbúningur og þátttaka í sýningum og margt fleira. Starfið var mjög skemmtilegt en eins og tíðkast í utanríkis- ráðuneytinu fluttist ég til eftir þrjú ár. Þá fór ég berglind ásgeirsdóttir, fyrsta konan sem skipuð er ráðuneytisstjóri á islandi, i opnuviðtali nelgarpóstsins

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.