Helgarpósturinn - 21.04.1988, Qupperneq 28
tónlist? Þarna mátti finna tvo mikla
messuþætti, Gloríu og Credo, sem
eru gjörólíkir. Hjálmar nálgast text-
ann á frumlegan og nútímalegan
hátt, sem er í fullu samræmi við trú-
arlegar vangaveltur hugsandi
manna á okkar tímum. Ég vona að
hann semji messuna til enda. Þá
voru líka tvö yndisleg bænavers:
Maríusonur mér er kalt, sem er
gömul þjóðvísa, og svo engilbænin
Ave María. Þetta eru einföld kórlög
og inniieg; bæði perlur.
Þá voru líka á efnisskrá Kvöldvís-
ur um sumarmál við mikið ljóð Stef-
áns Harðar Grímssonar sem endar
svona: ... hljóð og fögur sem minn-
ing / hrein og hvít eins og bæn.
Þetta er ægifagurt kórlag, þrungið
alvöru og fortíðarþrá. Þar eins og
oftar minnir hugsunin nokkuð á Jón
Leifs og er það ekki að undra. ís-
lensk tónskáld geta ekki litið fram-
hjá þeim manni. Lauffali var síðasta
ljóð Snorra Hjartarsonar og samdi
Hjálmar verðugt lag við það, sem
flutt var við útför skáldsins. Halldór
Vilhelmsson söng við undirleik
Marteins H. Friðrikssonar.
Hjálmar er á besta aldri og hefur
nú þegar haft glæsilegan tónskálda-
feril. Hann er meira en efnilegur —
hann er ungur meistari. I verkum
hans kristallast vandamál nútíma-
tónlistar og þar með allrar listsköp-
unar á vorum tímum, og tilvistar-
vandamál allra manna. Það má
segja að hann sé öflugur fulltrúi
póstmódernismans. Hann hefur
skrifað sig frá hreinræktuðum rað-
stíl eða seríalisma til valkostastíls
þar sem öll stílbrögð og tónlistar-
reynsla rúmast hlið við hlið. Og um-
fram allt forðast hann að lifa í fíla-
beinsturni glæsieinangrunar.
Hjálmar finnur til í stormum sinna
tíma og reynir að skapa list, eins og
Adrian Leverkúhn dreymdi um: List
sem er heilbrigð á sálinni og er dús
við mannkynið.
Atli Heimir Sveinsson
Sinfóníutónleikar
Það var gott að fá Gilbert Levine
hingað aftur eftir fimm ára fjarveru.
Honum fylgdi alltaf gustur, og þar
sem hann var nærri voru jafnan stór-
atburðir í aðsigi. Undirritaður er
honum eiliflega þakklátur fyrir frá-
bæra stjórn hans á Silkitrommunni.
Það voru ekki allir jafnhrifnir af Gil-
bert og reynt var að standa á móti
því að hann heimsækti okkur. En í
millitíðinni hefur Gilbert „slegið í
gegn“ eða „meikaða", og það all-
rækilega: Hann er nú m.a. aðal-
hljómsveitarstjóri Fílharmóníu-
hljómsveitarinnar í Krakov; er hann
fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem
gegnir leiðandi stöðu í menningar-
lífi austantjaldslands. Hann er eftir-
maður fornvinar okkar Bohdans
Wodiczko, en hann hóf sinn glæsi-
lega feril í Krakov. Þar í borg hefur
Krysztof Penderecki aðsetur, eitt
þekktasta tónskáld vorra tíma, en
hann kemur hingað á næstu Lista-
hátíð og stjórnar einu stórverka
sinna, Pólsku sálumessunni. Og
Gilbert kemur líka og stjórnar Sinfó.
Og nú ætti sambandið ekki að rofna
úr þessu.
Tónleikarnir hófust á Haustspili
eftir Leif Þórarinsson frá árinu 1983.
Þetta er saknaðarfull sorgarmúsík,
en um leið dramatísk og tjáningar-
rík. Leifur hefur verið að breytast og
hér er hann kominn langt frá hinum
kaldhamraða og meitlaða röðunar-
stíl sem lengi einkenndi verk hans.
En handbragðleikni og smekkvísi
eru ávallt með miklum ágætum.
Leifur reikar um tónlistarsöguna í
þessu verki með „ósjálfráðum ívitn-
unum“ eins og hann segir sjálfur. Og
allt skeður þetta undir slikju tempr-
aðra hljómsveitarlita. Ég bíð með
óþreyiu eftir nýjum og stórum
hljómsveitarverkum frá hendi Leifs.
Þá kom Don Kíóte eftir Richard
Strauss og sögumaður var sellósnill-
ingurinn Mischa Maisky. Hann lék
af mikilli snilld og leiðandi fólk í
Sinfó átti mjög fallegar strófur í
kammermúsíkköflunum með hon-
um. Hljómsveitin fór á kostum og er
þetta þó með erfiðari raddskrám.
Gilbert Levine stjórnaði af öryggi og
krafti. Og sama var að segja um síð-
asta verkið á efnisskránni, Sjöundu
sinfóníu Beethovens: hún var leikin
af geysilegum eldmóði, líkt og ver-
öldin öll lyftist í feikilegum gleði-
dansi. Og það er í samræmi við hug-
myndir Beethovens, sem var
hömlulaus í snilld sinni þegar best
lét.
Atli Heimir Sveinsson
-
Við hja Lumex gerum
fleira en að selja listræn-
an Ijósabúnað, kaupun-
um fylgir fagleg ráðgjöf
um val og uppsetningu á
réttri lýsingu. Gerðu kröf-
ur og leitaðu til Lúmex.
VERSLUN-RAFVORUR-TEIKNISTOFA
SidumúJal2-sínii91-688388-108Reykjavík
BORTÆKNI SF
%
n
B
5
VÉLALEIGA - VERKTAKAR
Nýbýlavegi 22 (Dalbrekkumegin), Kópavogi
Sfmar 46980—46899
28 HELGARPÓSTURINN