Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Blaðsíða 35
strönd í nokkurn veginn beinni línu sem myndar þá eins konar virkis- vegg fyrir framan borgina. Þetta var mjög algengt áður. Annars er það ekki okkar hönnun sem ákvarðar þetta heldur skipulag götunnar og hugmyndir skipuleggjenda um þessa áberandi framhlið Reykjavík- ur frá sjónum séð. Þarna verða há hús, en á milli koma líka lægri hús sem byrgja ekki sýn fyrir eldri húsin sem standa ofar í holtinu. Holtið mun síðan hlú á móti að stóru hús- unum svo þau skaga ekkert upp úr.“ — Skúlagötuskipulagið uppkom- ið mun gjörbreyta svip borgarinnar frá flóanum séð, þetta er áberandi framhlið eins og þú sagðir, hvernig líst þér á þetta skipulag? „Við erum þarna að tala um mjög miklar byggingarframkvæmdir svo að segja í miðbæ Reykjavíkur. Þetta verður gífurlega mikil byggð. Ef við miðum við hvernig þetta er í dag, alls kyns skemmur og hús að hruni komin og auð svæði á milli, þá held ég að allt sem getur komið í staðinn verði „grand“, laglegt og jákvætt." — Manni finnst í gegnum árin að heildarskipulag, sérstaklega í eldri borgarhlutum, nái illa fram að ganga. Það hefur verið hætt í miðju kafi þegar ný stjórnvöld eða nýjar hugmyndir hafa komið fram. Niður- staðan verður furðulegur bland- stíll." GAMLI MIÐBÆRINN MAGNAST „Já, þú þekkir Iðnaðarmannahús- ið við Hallveigarstíg, það stendur þar eins og illa gerður hlutur í gömlu borgarhverfi, eins og lítil eyja. Húsið tilheyrir allt öðru skipu- lagi og allt annarri hugsun. Morgun- blaðshúsið stendur alltaf örlítið skakkt við Aðalstrætisgötuna vegna Suðurgötunnar sem þangað átti að ná. Þetta er auðvitað mjög bagalegt. Einu sinni var allt skipulagt með þarfir bilsins í huga. Það voru bíla- brýr hér þvers og kruss, sem betur fer urðu þær aldrei að veruleika. Þannig er það líka happ að skipulög- um af þessu tagi var ekki framfylgt. Við Skúlagötuna mun skapast að mínu mati skemmtileg heildar- mynd, ef skipulaginu verður fylgt til enda. Utan frá séð er Skúlagatan eitt af andlitum Reykjavíkur. Hún er ekki beysin í dag. Það blasir ekkert fögur sjón við þeim sem koma með skemmtiferðaskipum inn á ytri höfnina í Reykjavík." — Hvað með mannlífssjónarmið, er mögulegt að gera umhverfið mannlegt og skemmtilegt sam- kvæmt þessu skipuiagi? „Ég vil frekar horfa á þetta frá öðru sjónarhorni. Mér finnst hitt miklu merkilegra við þetta skipu- lag, hversu nálægt miðbæ Reykja- víkur húsin munu standa. Það hafa nánast engar íbúðir verið byggðar svo nærri miðbænum í fjölda ára fyrir utan nokkrar íbúðir í húsinu við hlið Hótels Borgar. Með þessum húsum bætist við þrjú hundruð manna byggð og mikið fjölmenni bætist svo við þegar allt skipulagið verður komið. Þessir íbúar koma til með að nýta sér nálægðina við Laugaveginn og miðbæinn. Þetta mun gefa gamla miðbænum endur- nýjaðan kraft og það finnst mér ekki síst stórkostlegt. Við vinnum með umhverfið í kringum húsin, búum til útivistarsvæði með grasi, gangstétt- um og görðum. Hér eru allt aðrir hlutir á ferð en til dæmis uppi í Breiðholti, hér eru möguleikarnir ailt aðrir.“ HLUTVERK ARKITEKTA „Við arkitektar byggjum ekki nema svona tíu prósent af íbúða- markaði hér á íslandi, önnur hús eru verk byggingarfræðinga og annarra tæknimenntaðra manna. Þannig er þetta því miður, sérstak- lega vegna þess hve gæðin eru bág- borin víða. Við fáum iðulega inn á borð til okkar teikningar af reistum húsum og erum beðin að gera eitt- hvað fyrir þau. Oftast er ekkert hægt að gera nema með gífurlegum tilkostnaði, vegna þess að það húsið varð aldrei neitt neitt. Arkitektar hér fá svona tvö prósent af bygging- arkostnaði fyrir að hanna hús. Þetta er auðvitað sáralítið hlutfall, þetta er sama upphæð og fasteignasali fær fyrir að selja það. 1 Sviss eru koll- egar okkar með 15 til 17 prósent byggingarkostnaðar. Þeir geta dúll- að sér við að teikna eitt einbýlishús í heilt ár. Þegar fólk lætur hanna hús sín á annað borð á ekki að skipta máli hvort það borgar 100 þúsund krónur eða 200 fyrir, þegar húsið sjálft á að kosta yfir 10 milljónir. Ef fólk sparar hönnunarkostnað er það að spara á algjörlega vitlausum enda. En þetta gerist og niðurstaðan er heilu hverfin sem eru afar sorg- leg, því þau eru svo illa hönnuð. Eg veit ekki hvað við arkitektar getum gert til að breyta þessu. Kannski ætt- um við að ráða auglýsingastofu í áróðursherferð . . . Við höfðum góða þróun í bygging- armálum fram til 1950, eins og sést á mörgum eldri hverfum frá þeim tíma, til dæmis Hávallagötu og Garðastræti, en upp úr því er eins og verði sprenging og það fer bara allt í rugl. Það er eins og hver arkitekt og hönnuður komi heim og þykist vita allt um leið og hann setur fótinn á fósturjörðina." UMGJÖRÐ MANNLÍFS — Það virðist alveg vanta arkitektaumræðu hér. „Þetta á sér skýringu í menntun arkitekta. Við erum ekki með skóla hér og við förum til Danmerkur, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Mexíkó, Bandaríkjanna, út um allan heim. Það er svo sem ágætt út af fyr- ir sig, maður verður fyrir áhrifum frá því landi sem maður dvelur i og kemur heim með erlenda strauma og mismunandi stíl. En þetta gerir það að verkum að ísland týnist kannski á meðan. Og heim komin getum við varla talað saman séum við menntuð hvert í sínu landinu, vegna þess að við höfum svo ólíka menntun og bakgrunn. Ef við tölum um danska arkítekta veit sá Banda- rikjamenntaði ekkert um hann og eins öfugt. Grunnnám hér, eða eftir- menntun, kannski tvö til þrjú ár, myndi gjörbreyta þessu. Þá myndi skapast umræðugrundvöllur meðal arkitekta. Niðurstaðan yrði síðan einhvers konar samruni í hönnun og mynd íslenskra byggða yrði heil- legri.“ — Mér sýnist á allra nýjustu skipu- lagstillögum að það eigi að gera til- raun til að skapa heillega mynd hverfa og gatna. Svo veit maður ekki hvað gerist í raun. „Ég hef þá von og reyndar trú að við séum frekar að þróast fram á veginn en afturábak. Að hverfa- skipulög og byggingar í framtíðinni stefni að þvi að skapa mannlífinu fallegri og skemmtilegri umgjörð. Skúlagötuskipulagið er vonandi hluti af því.“ Skúlajgatan mun á næstu árum gjörbreyta um svip. I sumar ris fyrsti áfanai nýs skipufags sem ajörbreytir andliti Reykjavíkur ut á Faxaflóann. \/ 1 ! i 1 i □ □ i □ n □ J. .L _-JJ . K/ HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.