Helgarpósturinn - 21.04.1988, Síða 36
ÍÞRÓTTIR
Af seglbrettum og handknattleik
Það er ekki laust við að það setji að mér svolítinn hroll
þegar ég hugsa til þess hversu illilega ég ætla að notfæra
mér aðstöðu mína á þessu blaði í dag. Það er nú einu
sinni þannig að ég var alinn upp við góða siði og það
þótti ekki til fyrirmyndar á mínum bæ að notfæra sér að-
stöðu sína til að upphefja eitthvað sem maður hefur gam-
an af — hvað þá að notfæra sér aðstöðu sína til að níðast
á minnimáttar eða notfæra sér fávisku annarra í eigin
gróðaskyni. Reyndar varðar það við lög að hegða sér á
þann hátt er síðast er getið.
Ekki er ég þó að gera neitt annað
en það sem flestir íslendingar
stunda daglega, nefnilega að koma
skoðunum sínum á framfæri. Þetta
er nú einu sinni frjálst land — og
verður æ „frjálsara" — þar sem
mönnum er heimilt að segja næst-
um því hvað sem er meðan það
skaðar ekki aðra. Nú fór hrollurinn
úr mér því ekki ætla ég að skaða
einn eða neinn í dag. Ég ætla sem
sagt að skrifa um íþrótt sem mér
þykir afskaplega skemmtileg eftir
að hafa „uppgötvað" hana á síðasta
sumri. Nei, það er ekki amerískur
fótbolti og það er heldur ekki amer-
ískur hornabolti eða íshokkí. Mér
þykir mjög gaman að þessum þrem-
ur íþróttum og á eflaust eftir að
drepa á þær nokkrum sinnum í pistl-
um mínum (sérstaklega ef sjón-
varpsstöðvarnar fara að sýna frá
þeim síðarnefndu) en í dag byrja ég
á SEGLBRETTUNUM.
ÍÞRÓTT í MÓTUN
Það er víst óhætt að segja sem svo
að seglbrettaíþróttin sé í mótun hér
á landi — a.m.k. sem keppnisíþrótt.
Sem dæmi má geta þess að aðeins
um 10 keppendur voru á síðasta ís-
landsmóti í greininni. En seglbretta-
íþróttin er ekki bara stunduð sem
keppnisíþrótt og því hafa örugglega
fjölmargir íslendingar sem lagt hafa
leið sína á sólarstrendur kynnst.
Þessi íþróttagrein nýtur sívaxandi
vinsælda, ekki síður hér á landi en
erlendis, þrátt fyrir að veðurfar á ís-
landi virðist ekki vera sérlega vel til
seglbrettaiðkunar fallið. Til er Segl-
brettasamband íslands (SBÍ) sem er
armur áhugasamra manna innan
Siglingasambands íslands (SÍL) —
svo skemmtilega vill til að ég á sæti
í stjórn seglbrettasambandsins og
hér er það sem hrollurinn læðist að
mér aftur. Það eru eflaust ekki
margir sem vita af tilvist SBÍ og ef-
laust enn færri sem hafa gert
sér grein fyrir því að nokkuð auð-
velt er að stunda seglbrettaíþróttina
hér á iandi, hvort sem er til ánægju
og heilsubótar eða sem keppnis-
íþrótt — sem að sjálfsögðu er einnig
til ánægju og heiisubótar!! Hér á
landi eru aðstæður ekki sem verstar
og með nægjanlega góðum útbún-
aði má sigla nánast árið um kring á
sjónum eða á vötnum landsins.
Auðvitað er alltaf skemmtilegast í
góðum byr á sólríkum degi og vissu-
lega gefast þeir við og við á sumrin.
Aðaltími seglbrettakappa sem telj-
ast orðnir mjög góðir er þó á haust-
in, en þá er alla jafna vindasamara
en um mitt sumar.
Til að stunda seglbrettaíþróttina
þarf aðeins bretti og nauðsynlegar
„græjur" og svo vind. Vindurinn
getur verið nægjanlegur þó hann sé
aðeins andvari en verður meira
spennandi eftir því sem vindstigin
aukast. Útbúnaður til seglbrettaiðk-
unar er nokkuð dýr en þó geri ég
ráð fyrir að um 35—40 þúsund dugi
fyrir notuðu bretti og búningi. Góð-
ar græjur slaga hins vegar hátt í 100
þúsund. Þegar útbúnaðurinn er til
þarf ekki völl eða fleiri menn í liðið.
Einstaklingurinn getur farið með
sitt bretti á næsta vatn eða t.d. í
Nauthólsvíkina og byrjað að sigla —
fyrst þarf þó að læra undirstöðu-
atriðin. Þau eru ekki nema svona
3—5, hitt er bara æfing og jafnvægi.
Hvað er svo þetta mannfí... að
skrifa um einhvern „hobbýisma"
sem enginn hefur áhuga á? — spyrja
örugglega einhverjir og eru þegar
orðnir öskuvondir yfir því að hafa
eytt tíma í að lesa hingað! Jú, sjáið
til, við erum alltcif að leita að nýju
formi útivistar og heilsubótar.
Heilsubylgjan nær til okkar flestra
og það að stundá seglbrettaíþróttina
er bara enn einn möguleikinn sem
við höfum, en hann hefur bara ekki
verið kynntur almenningi nægilega
vel. Við vitum um trimmið, golfið,
gönguferðirnar og skíðin, auk ann-
ars þar sem maðurinn þarf ekki að
treysta á nema þátttöku sjálfs síns —
nú vitum við um einn möguleikan
enn. Aðalástæðan fyrir því að ég
minnist á þennan möguleika er svo
auðvitað sú að ég vil ekki að þeir
sem hafa einhvern áhuga á að
kynna sér íþróttina missi af henni,
vegna þess að hún er alveg ótrúlega
skemmtileg en um leið ögrandi
hverjum keppnismanni.
Til stendur hjá SBÍ að standa fyrir
„seglbrettadegi" á Hafravatni í lok
næsta mánaðar og þá gefst ef til vill
tilvalið tækifæri fyrir áhugamenn
um útiveru að kynna sér einn mögu-
leikann enn.
SKEMMTILEGRI
HANDKNATTLEIKS-
VERTÍÐ LOKIÐ
Um síðustu helgi ráku handknatt-
leiksmenn endahnútinn á skemmti-
legan vetur í handknattleiknum
með gleðskap og gamansemi. Þar
var einnig úthlutað verðlaunum til
þeirra er þóttu skara fram úr á ýms-
um sviðum íþróttarinnar og voru
menn misjafnlega sáttir við þá út-
komu eins og venja er. Með hand-
knattleiksvertíðina held ég þó að
allir geti verið sáttir. Mótið var
skemmtilegt og þrátt fyrir að tvö lið
hafi skorið sig nokkuð úr hvað stiga-
söfnun varðar voru ieikir venjuleg-
ast ekki ráðnir fyrirfram. Margir
leikmenn spiluðu sitt besta keppn-
istímabil og ekki má gleyma þætti
þeirra leikmanna sem sneru heim
úr hörðum heimi atvinnumennsk-
unnar. En ef þetta íslandsmót var
skemmtilegt ættum við ekki að
þurfa að kvíða því næsta. Þrír af
okkar sterkustu handknattleiks-
mönnum hafa boðað komu sína á
skerið aftur og hver veit nema þeir
verði fleiri. Sigurður Sveinsson mun
spila með Val, sem samkvæmt öll-
um kokkabókum verða að teljast
líklegir til að hirða einn titii eða
fleiri rétt eins og þetta árið. Nú, KR-
ingar bæta aldeilis við sig mann-
skap. Alfreð og Páll ásamt Jóhanni
Inga þjálfara ættu að hjálpa vestur-
bæingum í baráttunni við erkifjend-
urna. FH-ingar ættu að standa vel
að vígi og ef af því verður að Krist-
ján Arason komi aftur á heimaslóðir
er ekki að sökum að spyrja — liðið
verður í toppbaráttunni. Víkingar
eru á þessari stundu nokkuð óskrif-
að blað. Kristján Sigmundsson hætt-
ir sennilega og vitað er að Víkingar
eru nú á höttunum eftir leikmönn-
um, s.s. Hrafni markverði úr ÍR, en
ÍR-ingar gætu orðið fyrir blóðtöku
ef losarabragur kemst á þeirra unga
og reynslulitla hóp. Frammarar og
Stjarnan verða sennilega á svipuðu
róli, en Blikar missa jafnvel báða
bræðurna af miðjunni og verður þar
skarð fyrir skildi.
Meira skrifa ég varla um hand-
knattleik í bráð, en vil nota tækifær-
ið til að óska öllum þeim hand-
knattleiksmönnum er hlutu verð-
laun á hófinu mikla til hamingju og
handknattleiksmönnum öllum
þakka ég skemmtilegan vetur.
Ný íþrótt í mótun
hér á landi.
Handknattleikurinn kveður
í bili.
36 HELGARPÓSTURINN
lEFTIR ÞÓRMUND BERGSSON