Helgarpósturinn - 21.04.1988, Page 38

Helgarpósturinn - 21.04.1988, Page 38
Séö yfir rádstefnusal- inn. A fremsta bekk sitja forsuarsmenn Ióntœknistofmmar auk íslenskra fram- soí>umanna. 1 ''íéd § 7 1 * m SMAKONGAR ERU FRAMTIÐIN „Eitt af stefnumálum ríkisstjórnarinnar var að efla ný- sköpun í iðnaði. Og hvað hefur ríkisstjórnin gert? Jú, hún hefur...“ Það er Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra sem talar, er að flytja setningarræðuna á ráðstefnu sem hald- in var á vegum Iðntæknistofnunar í tilefni af tíu ára af- mæli hennar. Ráðstefnustaðurinn var Hótel Saga, tíminn miðvikudagur 20. apríl 1988. Yfirskriftin var: Reynsla iðnfyrirtækja af rannsóknum og þróun (skammstafað R&Þ og gerir ekki annað en vekja upp hugrenninga- tengsl við R&B — Rhythm and Blues). EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYNDIR JIM SMART Svo var það spurningin, sú fyrsta sem vaknaði. Hvað hefur ríkis- stjórnin gert? Svarið kom aldrei nema í skötulíki og hugsandi ráð- stefnugestir lutu höfði og gamla við- lagið tók að klingja í kollinum á þeim: „Ríkisstjórnin hefur gert þetta og hitt og svo þetta og aftur hitt," en undarlegt að ekkert af því hafði raunverulega gerst. Næst á dagskránni: Finnskur stíg- vélaframleiðandi. Nokia. Allir þekkja auglýsinguna. Svört gúmmí- stígvél þramma í polli og það er eng- inn í þeim. Finnskur iðnaður = mannlaus gúmmístígvél. Hvaða er- indi á það hingað? Staðreyndin er auðvitað allt önn- ur og Nokia er miklu meira en mannlaus gúmmístígvél í sjónvarps- legum platpolli. Nokia er eitt stærsta fyrirtæki á Norðurlöndum, gott ef ekki það stærsta. Og maður- inn sem kominn var frá Finnlandi til að halda erindi á ráðstefnunni var Viljo Hentinen, forstjóri rannsókna- deildar Nokia. Hann talaði um mik- ilvægi R&Þ fyrir Nokia-fyrirtækið. Meðfram sýndi hann skyggnur sem vörpuðu Ijósi á umsvif Nokia, hversu mikil veltan var á síðasta ári, u.þ.b. 14 billjónir finnskra marka (með því að deila með fjórum í þá tölu má fá út upphæðina í dollurum, svo geta menn deilt áfram upp í svimandi tölu í íslenskum krónum). Nokia framleiðir allan skrattann. T.d. bílasíma, sem maður heyrir helst í í útvarpinu þegar þulurinn segir: Hringir maðurinn úr bíla- síma? Rödd úr fjarska svarar já. Og ertu stopp segir þá útvarpsmaður- inn í umvöndunartóninum. Nýlega keypti fyrirtækið tölvudeild Ericson-fyrirtækisins, tvö fyrirtæki sem framleiða samtals 1,2 milljónir sjónvarpstækja á ári. Svo framleiða þeir salernispappír í hrúgum. Og stígvél. Skipuritin yfir fyrirtækið sýndu hversu gífurlegur risi það er og í máli Hentinens kom fram hversu ógnarlegum fjármunum það ver til rannsókna á hverju ári. Nemur lík- legast hundruðum milljóna ís- lenskra króna á ári. Þeir standa mjög framarlega á hátæknisviðinu og það hjálpar þeim ekki einungis til að framleiða hátæknivörur held- ur og, og kannski ekki síður, til að þróa framleiðslu á þeim vörum sem eru hefðbundnari í framleiðslu. Starfsmennirnir eru í stöðugri end- urmenntun og í stað þess að sækja námskeið í háskóla eða þvíumlíku koma háskólamennirnir sjálfir til þeirra og kenna í fyrirtækinu. Það er því orðið sjálfu sér nógt. Er eins og Iítill (samt stór) heimur út af fyrir sig. í sjálfu sér orðið háskóli á sínu afmarkaða sviði. Næstur talaði bandaríski prófess- orinn Charles F. Sabel. Hann er stjórnmálafræðingur og viðfangs- efni hans af nokkuð öðrum toga. Undir titlinum: Mikilvægi smáfyrir- tækja í nýsköpun undanfarinna ára og sérstaða hátæknifyrirtækja fór bandaríski prófessorinn á kostum. Enda ekki dæmigerður hvítflibba- maður og hafði húmorinn í fartesk- inu. Það var athyglivert að á meðan Finninn skýrði uppgang og skipulag stórfyrirtækis síns fjallaði Banda- ríkjamaðurinn um það hvernig stór- fyrirtæki hafa smámsaman á und- anförnum árum litið til smáfyrir- tækja varðandi innra skipulag og vöruþróun. Hvernig smáfyrirtæki hefðu smámsaman tekið forystu í vöruþróun og síðan komið henni á markað í samvinnu við fleiri smá- fyrirtæki sem samanlagt framleiddu keðju af vörum. Hvert þeirra fram- leiðir eitt atriði en saman mynda þau keðju. Kaupi kúnninn einn hlut getur hann tæplega verið án hinna. Island er land smáfyrirtækjanna — hér eru ekkert annað en smáfyrir- tæki — þannig að umræðuefnið var kærkomið og þarft. Reyndar ætlaði Sabel aldrei að geta byrjað erindi sitt. Öllum hátæknisinnuðu íslensku iðnaðarmönnunum tókst ekki að kveikja Ijósin í salnum og Sabel er ekki sjálflýsandi, eins og hann sjálf- Bandaríski professorinn Sabel sagð- ist vita til þess að menn vestra væru þegar farnir að hugsa fyrir Rocky 14. ur komst að orði, gat þess vegna ekki lesið punktana sína sem hann var með niðurskrifaða. Finninn hafði átt í vandræðum með hljóð- nemann. Skelfing undarlegt á ráð- stefnu um R&Þ. Minnti helst á 17da júní. Orð ræðumannsins fjúka út í buskann og múgurinn reynir að henda þau á lofti í von um að fá ein- hvern botn í umræðuefnið. Sabel sagði frá stórfyrirtækjum, væntanlega svipuðum Nokia, sem væru búin að koma sér upp eigin kerfi, „learning system" kallaði hann það. Kerfi sem þau hefðu kom- ið sér upp þegar þau hættu að geta sagt fyrir um með nokkurri vissu hvernig markaðurinn myndi þróast — hvaða nýjungar myndu falla markaðnum í geð. Þetta kerfi, sem er byggt á hátækni, gerir þeim kleift að vera eldsnöggir að bregðast við Finninn Hentinen skýrði hvernig rannsóknir og vöruþróun hafa lyft fyrirtækinu Nokia í hæstu hæðir. markaðnum. En um leið benti hann á að þetta kæmi af stað einhverri mestu þversögn nútímaviðskipta. Fyrirtækin þurfa stöðugt að líta meira og meira til fortíðarinnar til að viðhalda sér, framleiða það sem þau vita að vel hefur gefist, vegna þess að þrátt fyrir alla hátækni og spámennsku, tölvuspár og þvíum- líkt er stöðugt erfiðara að spá í fram- tíðina á viðskiptamarkaðinum. Sem borðleggjandi dæmi benti Sabel á Hollywood og kvikmyndafram- leiðsluna. Tók dæmi um að menn í Bandaríkjunum væru þegar farnir að skrifa handritið að Rocky 14. Ef fólk vill sjá Rocky 5 og svo 9 þá vill það örugglega líka sjá númer 14. Þannig litu menn stöðugt til baka þegar stórar fúlgur væru í spilinu. Myndir í Hollywood skiluðu undan- tekningarlítið hundruðum milljóna í gróða — eða tap. Lítill gróði eða tap væri svotil óþekkt. Hið sama gildir þá væntanlega um stórfyrirtækin — til að þróa nýja vöru þarf óhemju fjárfestingu. Ef hún skilar sér ekki fer allt í vaskinn. Þá er betra að vera á gömlu og tiltöluiega öruggu nót- unum. General Motors eyddi óheyri- legum fjársummum í þróun bifreið- ar sem átti að taka alheimsmarkað- inn með trompi. Það var hins vegar vitlaus ákvörðun. Þeir töpuðu því öllu. Svona gengur það í viðskipta- heiminum. Að lokum „súmmeraði" Sabel upp íslenska efnahagskerfið og hugsanlega þróun þess með áður- nefndum fyrirvara um stutta við- dvöl. Hann fór lofsamlegum orðum um nýsköpun í sjávarútvegi, taldi hana eiga framtíð fyrir sér ef rétt væri á málum haldið. Það væri eðli- legast að íslendingar einbeittu sér að sjávarútvegi og framleiðslu á há- tæknivörum fyrir þá grein. Það stæði okkur næst. Smáfyrirtækja- kerfið hentaði okkur vel, sagði Sabel. Það væri okkar eðli og saga, allt frá einyrkjanum til sveita til fiskimannsins. Ög Hentinen klykkti út með því að segja að fyrir tuttugu árum hefðu þeir hjá Nokia einmitt sagt við sjálfa sig að þeir væru svo smáir og fáir, Finnar, að uppbygging stórfyrirtækis gæti aldrei gengið. Raunin hefur hins vegar orðið önn- ur... HP á ráðstefnu um R&Þ á veaum Iðntæknistofnunar oghlýðir þar á fyrirlestra erlendra gesta ráðstefn- unnar. 38 HELGARPÓSTURINN /

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.