Helgarpósturinn - 21.04.1988, Page 40
Stöðvar 2 þekkja hinn vinsæla þátt
Bjargvættinn, eða „Equalizer"
eins og þættirnir heita á frummál-
inu. Nú munu þeir sem best þekkja
til gangs mála hjá SAÁ vera farnir
að kalla Ámunda Ámundason
þessu auknefni og er hann aldrei
kallaður annað en Bjargvættur-
inn. Svo mjög hefur Ámunda tekist
aö grynnka á byggingarskuldum
þeim sem SÁÁ var með á bakinu.
Og það hefur ekki tekið ..Bjargvætt-
inn" nema rúmt ár að snúa vörn í
sókn. Geri aðrir betur. . .
ÍEiinn af ófáum toppmönn-
um sem vikið hafa úr stöðum sínum
á undanförnum dögum er Jón H.
Bergs, forstjóri Sláturfélags Suð-
urlands. Uppgefnar ástæður eru
skoðanaágreiningur sem viðkom-
andi vilja ekki skýra nánar. Það er
hins vegar Ijóst að rekstur SS hefur
ekki gengið vel og hefur heyrst að
rekstrartap á Nýjabæ hafi verið 60
milljónir króna á síðasta ári. Þá er
þvi einnig hvíslað að SS ætli að
hætta rekstri nokkurra smásölu-
verslana sinna hér í höfuöborginni
og að um 200 starfsmenn SS megi
eiga von á uppsagnarbréfi á næst-
unni. . .
^^^VÍargir hafa orðið til að
undrast kappið sem hlaupið er í
Magnús L. Sveinsson, forseta
borgarstjórnar Reykjavíkur og for-
manns VR, í verkfallsmálum versl-
unarmanna, enda VR ekki þekkt
fyrir verkföll og harðar aðgerðir
undir stjórn Magnúsar. Þeir sem
gerst þekkja til innan Sjálfstæðis-
flokksins telja að ein skýring á
verkfallsumsvifunum, þ.e. þegar
umhyggjunni fyrir láglaunafólkinu
sleppir, sé að Magnús L. ætli sér
stærri hlut á vettvangi Alþýðu-
sambands íslands og meiri völd
en hann hefur haft hingað til við
Grensásveg. Benda menn í þessu
sambandi á að í haust sé ASÍ-þing og
að allar forsendur í samfylkingu for-
ystumanna á þeim bæ hafi brostið
með útreiðinni sem Ásmundur
Stefánsson hlaut í alþingiskosn-
ingum á síðasta ári og því fylgistapi
sem Alþýðubandalagið varð fyrir.
Það er e.t.v. ekki út í hött að verk-
fallsátökin í VR séu forleikurinn í
stærri átökum i verkalýðsforystunni
þegar líður á árið. . .
vitir
mmtÁ
Frá því að Victor VPC kom á markaðinn hefur hún verið mest selda einmenningstölvan á ísl-
andi. Á tímabilinu frá ágúst 1986 til ágúst 1987 hafa hátt á þriðja þúsund Victor tölvur verið
teknar í notkun hér á landi. Það segir meira en flest orð um vinsaeldir, ágæti og fjölhæfni
Victor tölvanna.
VictorVPC III
er nýjasta einmenningstölvan í Victor
fjölskyldunni. Hún er AT samhæfð og
hentar því vel fyrirtækjum og stofnun-
um. VPC III er með byltingarkenndri
nýjung sem felur í sér möguleika á 30
mb færanlegum viðbótardiski,
svokölluðum ADD-PACK, sem smellt
er í tölvuna með einu handtaki. Sér-
lega hagkvæmt við afritatöku og þegar
færa þarf upplýsingar á milli tölva, s.s.
fyrir endurskoðendur o.þ.h. Einnig
fáanleg með 60 mb hörðum diski
(samtals 90 mb með ADD-PACK).
Victor tölvurnar eru nú í notkun í öll-
um greinum atvinnulífsins og reynast
einstaklega vel við erfiðar aðstæður.
Helstu ástæður vinsældanna eru án
efa afkastageta, stærra vinnslu- og
geymsluminni, falleg hönnun, hag-
stætt verð og síðast en ekki síst góð
þjónusta. Bilanatíðnin er einhver sú
lægsta sem þekkist, þrátt fyrir að
Victor hafi rutt brautina með fjölmarg-
ar nýjungar. Og nú fylgir MS-Windows
Write & Paint forritið öllum Victor
tölvum sem eru með harðan disk.
Þrjár gerðir Victor einmenningstölva
eru nú fáanlegar: Victor VPC Ile, Victor
V 286 ogVictorVPC III.
Victor þjónar stofnunum og fyrirtækj-
um í iðnaði, sjávarútvegi, landbúnaði,
verslun, þjónustu sem og mennta-
stofnunum, námsmönnum og ein-
staklingum. Victor getur örugglega
orðið þér að liði líka. Athugaðu málið
og kynntu þér Victor örlítið betur - þú
verður ekki svikinn af því!
EinarJ. Skúlasonhf.
Grensásvegi 10, sími 68-69-33
OPIÐ
virka daga kl. 9—18
laugardaga kl. 10—12
innréttinga-
húsiö
Háteigsvegi 3 Sími 27344
f’Jddhús med 12 mánaða
M