Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 1
121. TBL. 87. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sendimenn ræða Kosovo-deiluna við ráðamenn í Belgrad í dag Schröder segir að veru- legur árangur hafí náðst Varar þó við of mikilli bjartsýni Bonn, Brussel, Belgrad. Reuters. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í gærkvöldi eftir fund með rússneskum og vestræn- um samningamönnum í deilunni um Kosovo að „verulegur árangur" hefði náðst í friðarumleitunum þeirra. Schröder varaði þó við of mikilli bjartsýni og bætti við að Viktor Tsjemomyrdín, sendimaður rúss- nesku stjómarinnar í Kosovo-mál- inu, og Martti Ahtisaari Finnlands- forseti, milligöngumaður Evrópu- sambandsins, myndu ræða við júgóslavneska ráðamenn í Belgrad 1 dag. „Eftir viðræður okkar tel ég að Ahtisaari forseti, Tsjemomyrdín og Strobe Talbott [aðstoðaratanríkis- ráðherra Bandaríkjanna] séu að nálgast pólitíska lausn á deilunni,“ sagði kanslarinn. „Það er engin ástæða til að vera í sæluvímu en veralegur árangur hefur náðst.“ „Eg tel ekki að neitt geti hindrað ferð okkar,“ sagði Ahtisaari þegar hann var spurður um helstu ásteyt- ingarsteinana í friðaramleitunum sendimannanna. Hann kvaðst ætla að útskýra nákvæmlega iyrir ráða- mönnum Júgóslavíu hvað þeir þyrftu að gera til að loftárásum NATO yrði hætt. Talbott sagði aðeins að friðarsam- komulag væri ekki enn í höfn. „Þess- ir tveir herramenn eiga augljóslega mjög erfitt verk fyrir . höndum,“ sagði hann um ferð Tsjernomyrdíns og Ahtisaaris til Belgrad. Tveimur skilyrðum NATO hafnað Þetta er fyrsta ferð Ahtisaaris til Belgrad vegna Kosovo-málsins og Schröder sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem menn gætu gert sér raun- hæfar vonir um að samkomulag næð- ist um frið í Kosovo frá því loftárásir NATO hófust fyrir 70 dögum. Yfirmaður serbnesku hersveitanna í Kosovo, Nebojsa Pavkovic hers- höfðingi, sagði að pólitísk lausn á deilunni um héraðið væri í sjónmáli en bætti við að stjómvöld í Júgó- slavíu myndu ekki samþykkja friðar- áætlun G-8-hópsins, samtaka sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands, nema breytingar yrðu gerðar á tveimur skilyrðum, sem NATO hefur sett fyrir því að hætta loftárásunum. „Við höfum samþykkt alla skilmála G-8-hópsins - auðvitað með breyting- um á þeim skilyrðum að her- og lög- reglusveitimar verði fluttar frá Kosovo og að alþjóðlegar öryggis- sveitir verði í héraðinu,“ sagði hers- höfðinginn. „Þetta era þau mál sem deilt er um nú.“ Pavkovic bætti við að Serbar vildu fá að halda jafn mörgum hermönnum í Kosovo og vora þar áður en loft- árásir NATO hófust 24. mars. Þeir væra einnig andvígir þvf að öryggis- sveitirnar yrðu skipaðar hermönnum frá ríkjum, sem tækju þátt í árásum NATO. Árásimar hafa enn lítil áhrif í Kosovo Embættismenn NATO sögðu að loftárásunum yrði haldið áfram af fullum þunga meðan niðurstöðu frið- arviðræðnanna í Belgrad væri beðið. Þeir viðurkenndu að bandalaginu hefði ekki tekist að knýja Serba til að fækka her- og lögreglumönnum sín- um í Kosovo eða hætta þjóðemis- NELSON Mandela, fráfarandi for- seti Suður-Afríku, hvatti í gær lands- menn til að kjósa án blóðsúthellinga þegar þeir ganga að kjörborði í dag í annað sinn frá afnámi kynþáttaað- skilnaðarins. Mandela kvaðst vonast til þess að kosningarnar færa friðsamlegar fram en árið 1994. „Við viijum ekki það fólk sem hugsar með blóði sínu og reynir að beita aðra ofbeldi,“ sagði forsetinn í lokaávarpi sínu fyrir kosn- ingarnar á heimili sínu í Austur- Höfðahéraði. Eftirmaður Mandela, Thabo Mbeki, sem á að taka við forsetaemb- ættinu 16. júní, birti opið bréf til hvítra Suður-Afríkumanna í gær. „Þegar þið greiðið atkvæði getið þið hreinsunum sínum í héraðinu. Um 40.000 her- og lögreglumenn væra enn í héraðinu. Embættismennimir sögðu þó að her Júgóslavíu hefði orðið fyrir miklu óhrædd kosið hvaða flokk sem þið viljið, án þess að óttast að ákvörðun ykkar stefni framtíð ykkar í hættu,“ skrifaði hann. „Ég hvet ykkur öll til að hafna boðskap ótta og örvænting- ar.“ Fær ANC tvo þriðju þingsætanna? Síðustu skoðanakannanir fyrir kosningamar benda til þess að Afríska þjóðarráðið (ANC) njóti stuðnings 90% blökkumanna og fái um 59-65% atkvæðanna í þingkosn- ingunum. Mesta óvissan er um hvort ANC fær tvo þriðju þingsætanna, sem myndi gera flokknum kleift að breyta stjómarskránni án stuðnings annaiTa flokka, og hvort Lýðræðis- tjóni í loftárásunum. Um 100 herflug- vélum hefði verið grandað og allir níu flugvellir hersins hefðu eyðilagst eða skemmst. Alls hefðu 637 vígvélar Júgóslavíuhers eyðilagst, þar af 120 skriðdrekar. ■ Samskipti Rússlands/31 flokkurinn tekur við af Nýja þjóðar- flokknum sem stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn. Flokkunum tveimur var spáð álíka fylgi, eða um 8%, í skoðanakönnunum. 100.000 her- og lögreglumenn á kjörstöðunum Stjórnin hefur sent um 100.000 her- og lögreglumenn á kjörstaði víða um landið til að tryggja að kosn- ingarnar fari friðsamlega fram. Rúm- lega 2.000 manns biðu bana í átökum stríðandi fylkinga árið fyrir kosning- amar sögulegu árið 1994, en miklu minna hefur verið um pólitískt of- beldi fyrir kosningarnar nú. ■ Talið að Mbeki vinni/22 Suður-Afrikumenii efna til þingkosninga í dag Reuters HERMENN aka brynvarinni bifreið um götur bæjarins Nongoma í norðurhluta KwaZulu Natal-héraðs í Suð- ur-Afríku. Her landsins er með mikinn viðbúnað í héraðinu vegna kosninganna í dag. Hvattir til að kjósa án blóðsúthellinga Jóhaiuiesarborg. Reuters. Reuters Lúkashenko hvetur til meiri aga TUGIR ungmenna, sem fórust í miklum troðningi í Minsk í Hvíta- Rússlandi á sunnudag, voru bornir til grafar í gær. Troðning- urinn varð þegar hundruð ung- menna ruddust inn í lestastöð í borginni vegna skyndilegs óveð- urs með þeim afleiðingum að 52 fórust og 70 slösuðust. Flest fórnarlambanna voru stúlkur á aldrinum 14-18 ára. Alexander Lúkashenko, forseti landsins, ávarpaði þjóðina í gær og rakti troðninginn til agaleysis í þjóðfélaginu. „Þetta er afleiðing kæruleysis okkar,“ sagði hann. „Þegar við hvetjum til aga er forsetinn strax sakaður um að vera einræðisherra." Hvítrússneskur drengur held- ur hér á mynd af vini sínum við útför hans í Minsk. ------♦ ♦♦----- Hörð átök í Suður- Líbanon Jerúsalem. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, fráfar- andi forsætisráðherra ísraels, efndi til skyndifundar í öryggisráði sínu í gær til að ræða hörð átök í suðurhluta Líbanons. Fundurinn stóð í tvær klukku- stundir og yfirmenn hersins skýrðu þar æðstu ráðherrum stjórnarinnar frá undanhaldi Suð- ur-Líbanonshers (SLA), sem nýtur stuðnings Israela, frá Jezzine- skikanum í suðurhluta Líbanons. íslamskir skæruliðar hafa hert árásir sínar á Israela og banda- menn þeirra eftir að Suður-Líb- anonsher tók að flytja liðsmenn sína frá Jezzine-skikanum, sem hann hefur haft á valdi sínu í 14 ár. Fréttaskýrendur telja brott- hvarf SLA frá Jezzine fyrsta merk- ið um að ísraelar flytji allt herlið sitt frá Suður-Líbanon. Skæraliðar urðu tveimur liðs- mönnum SLA að bana og særðu einn í sprengjuárás þegar bílalest hersins fór frá Jezzine. ísraelskar herþotur gerðu árásii’ á vígi skæruliðanna í hefndarskyni. ■ Fyrsta skrefið/21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.