Morgunblaðið - 02.06.1999, Side 14

Morgunblaðið - 02.06.1999, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Lausn komin á deilunni milli tónlistarskólakennara og Akureyrar? Kennarar fá 66 þúsund kr. og 4,8 milljónir í skólann BÆJARSTJÓRN Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í gær tillögu sem vinnunefnd bæjarráðs og við- ræðuhópur kennara við Tónlistar- skólann á Akureyri gerðu í gær til lausnar ágreinings sem uppi hefur verið milli kennara skólans og Akureyrarbæj ar. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri kynnti tillöguna á fundinum, en í henni felst að þeir kennarar Tónlistarskólans á Akureyri sem hafa gildan ráðningarsamning við Akureyrarbæ 1. ágúst næstkom- andi og voru starfsmenn hans á síðasta skólaári fái 66 þúsund króna eingreiðslu vegna síðasta skólaárs Þessi fjárhæð kemur sem greiðsla fyrir unnin störf á liðnu skólaári, sem menn voru sammála um að gildandi kjarasamningur mældi ekki með fullnægjandi hætti. Þeir kennarar sem voru við störf við skólann 1. maí síðastlið- inn fá einnig þessa eingreiðslu, en hún er miðuð við fullt starf og greiðist hlutfallslega til þeiira sem eru í lægra starfshlutfalli. Þá verða einnig greiddar 4,8 milljónh- króna til skólans næsta skólaár, en forsendur þess eru að komið verði á fót skólaþróunar- nefnd innan skólans. Nefndin hef- ur það hlutverk að gera fonnlega tillögu um það með hvaða hætti þessum fjármunum verður varið til að mæta þeim breytingum sem orðið hafa og munu verða á starfi skólans á næsta skólaári. Ekki farið inn í gildandi kjarasamning Kostnaði sem af þessu hlýst var vísað til endurskoðunar fjárhagsá- ætlunar og verður málið tekið upp í haust, en kostnaðurinn er á bilinu 6-7 milljónir króna. Viðræðunefnd kennara hafði umboð annarra kennara skólans til að ganga frá málinu. Kristján Þór ítrekaði það álit sitt að með þessu væri ekki verið að fara inn í gildandi kjarasamn- ing tónlistarskólakennaranna, heldur væri verið að mæta ráðn- ingarkjörum sem ekki hefðu verið mæld í samningnum. Nefndi Kri- stján Þór að ýmis orð hefðu fallið í hita leiksins, en það hefði aldrei verið vilji bæjarfulltrúa að skerða þjónustu þá sem veitt er í skólan- um eða aðhafast nokkuð það sem rýrði gildi hans svo sem látið hefði verið að liggja. Jakob Björnsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokks fagnaði því að nú yrði hægt að snúa sér að upp- byggjandi starfi innan skólans og þau leiðindi sem fylgdu átökum af þessu tagi væru um garð gengin. Gerði Jakob að umtalsefni þá erf- iðu stöðu sem sveitarfélög væri í, en hvað eftir annað hefðu ýmsir hópar fundið ástæðu til að knýja fram launahækkanir þrátt fyrir að kjarasamningar væru í gildi. „Það er afar erfið staða fyrir bæj- arfélög að þurfa að sæta því að vera þrýst út í horn nánast áður en blekið er þornað á kjarasamn- ingnum,“ sagði Jakob og hvatti til þess að fundin yrði leið til að bæta úr þessu við gerð næstu kjarasamninga. Eilífðarverkefni Kristján Þór tók undir skoðun Jakobs og sagði löngu orðið ljóst að það samningsumhverfi sem sveitarfélögin byggju við hefði gengið sér til húðar. Sú hringekja sem fór af stað fyrir hálfu öðru ári þegar grunnskólakennarar kröfðust leiðréttingar á sínum launum væri farin af stað aftur. „Þetta er eilífðarverkefni, en við verðum að leggja höfuðið í bleyti og finna leiðir til að komast út úr þessum farvegi," sagði bæjar- stjóri. Kiwanisfélagar á Oðinssvæði Dagdeild geðdeildar FSA afhent goð gjof SJÖ Kiwanisklúbbar á Óðinssvæði afhentu skjólstæðingum dagdeild- ar geðdeildar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri nýja tölvu, prentara og skanna að gjöf ný- lega. Gjöf þessi mun koma sér vel við kennslu og til afþreyingar við deildina. Þetta er í annað sinn sem svæðið færir dagdeildinni gjöf en í fyrra skiptið gáfu klúbb- arnir sjónvarp, myndbandstæki og hljómflutningstæki í tilefni af því að deiidin var opnuð. Viðstaddir afhendinguna voru skjólstæðingar og starfsfólk deildarinnar ásamt 10 féiögum úr fjórum klúbbum svæðisins. Dr. Björg Bjarnadóttir, forstöðumað- ur deildarinnar, þakkaði Kiwanis- félögnm þessa góðu gjöf, en hún er til vinstri á myndinni ásamt Torfhildi S. Þorgeirsdóttur, svæð- isstjóra Óðinssvæðis. Söngtón- leikar í safnaðar- heimili GUÐBJÖRG R. Tryggvadóttir sópransöngkona heldur tón- Ieika í safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju annað kvöld, fimmtudags- kvöldið 3. júní, kl. 20.30. Iwona Jagla leikur á píanó. Guðbjörg út- skrifaðist úr söngkennara- deild Söng- skólans í Reykjavík í vor, en þar hefur hún stundað nám frá því haustið 1991. Magnús Jóns- son og Þuríður Pálsdóttir hafa verið aðalkennarar hennar ásamt undirleikurunum Hólm- fríði Sigurðardóttur og Iwonu Jagla. Hún hefur einnig sótt námskeið hjá Ulrich Eisenlohr og André Orlowitz. Guðbjörg hefur tekið virkan þátt í sönglífi með náminu og komið víða fram sem einsöngv- ari. Hún hefur verið félagi í Kór Islensku óperunnar frá 1994 og tekið þátt í ýmsum upp- færslum m.a. Othello, Kátu ekkjunni og nú siðast Turandot sem sett var upp í Laugardals- höll í vor. Iwona Jagla er pólsk að upp- runa en hefur búið hér á landi í nær áratug. Hún lauk masters- og einleikaraprófi í píanóleik frá Tónlistarskólanum í Gdansk 1983 og starfaði við söng- og kammermúsíkdeild akademí- unnar auk æfingastjórnunar við Baltik-óperuna þar til hún flutt- ist til Islands. Hér á landi hefur hún starfað við Söngskólann í Reykjavík og íslensku óperuna. A tónleikunum munu þær Guðbjörg og Iwona fljdja ís- lensk sönglög eftir Árna Thor- steinsson, Pál ísólfsson og Þór- arin Guðmundsson. Einnig verður á dagskránni ljóðaflokk- ur eftir A. Dvorák, norræn ljóð eftir Grieg, Heise og Sibelius og að lokum verða aríur úr La Boheme og Toscu eftir Puccini og Júlíuvalsinn úr óperunni Romeó og Júlíu eftir Gounod. Vinnmgshafar í leik hjá Akra DREGIÐ hefur verið í páskaleik Akra sem Kaupfélag Eyfirðinga stóð fyrir í tengslum við kynningu á nýju heilsuvænu smjörlíki sem komið er á markað. Þátttakendum var gert að svara spumingum og senda inn tvö strikamerki af páskapakkningu Akra og Nýja Akra og senda inn svör. Þátttaka var góð og bárust svör alls staðar að af landinu. Anna Rögnvaldsdóttii-, Skarðs- hlíð 6e, Akureyri, Birna Aðal- steinsdóttir, Hólabraut 7, Höfn, Birna Guðmundsdóttir, Baughóli 17, Húsavík, Sesselja Kristinsdótt- ir, Silfurgötu 4, Stykkishólmi og Soffía Benjamínsdóttir, Rangá 1, Egilsstöðum, fengu bökunardúka frá Tupperware. Friðbjörg Finnsdóttir, Lerki- lundi 21, Akureyri, Heiða Björk Sævarsdóttir, Túngötu 1, Suður- eyri, Lilja Gunnarsdóttir, Hörpu- lundi 6, Akureyi'i, Sigríður Einars- dóttir, Tungusíðu 24, Akureyri og Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, Sauðárkróki fengu þeytikönnur frá Tuppei'ware. Ásta Þorsteinsdóttir, Moldhaug- um, Glæsibæjarhreppi, Inga Bára Gunnlaugsdóttir, Núpasíðu 6h, Akureyri, Ingunn Bergþórsdóttir, Reykjamel 2, Mosfellsbæ, Sigríður Egilsdóttir, Vatnsleysu 1, Bisk- upstungnahreppi og Svandís Jóns- dóttir, Miðtúni 29, Isafirði, fengu Evalet-brauðvélar. Dólað á Pollinum ÞAÐ er vinsælt meðal Akureyr- inga að veiða á Pollinum og eru notaðar ýmsar aðferðir við veiði- skapinn. Flestir standa í fjörunni með veiðistöngina, en svo eru aðrir sem dóla um pollinn á trillu sinni með veiðarfærið úti, eins og sést á myndinni. Veiðifélag Eyjafjarðarár hefur bannað stangveiði á Leiruvegi en þar hefur jafnan fengist töluvert af bleikju. Nú hefur bæjarráð Akureyrar samþykkt að beina þeim eindregnu tilmælum til sfjómar veiðiféiagsins að heimil- að verði á ný að unglingar og eldri borgarar eigi þess kost að stunda stangveiði á Leimvegi. Félagssvið Akureyrarbæjar Atta um- sóknir um stöðu sviðs- stjóra ÁTTA umsóknir bárust um stöðu sviðsstjóra Félagssviðs Akureyrar- bæjar en umsóknarfrestur rann út fyi-ir helgina. Bæjarstjóm hefur ákveðið að sameina sex deildir inn- an bæjarkerfisins undir stjórn eins sviðsstjóra í stað tveggja áður og tók breytingin gildi þann 1. júní sl. Deildirnar sem sameinaðar voru eru búsetu- og öldmnardeild, fjöl- skyldudeild, heislugæsla, íþrótta- og tómstundadeild, menningar- deild og skóladeild. Umsækjendur um stöðu sviðs- stjóra eru Sturla Kristjánsson, Benedikt Sigurðarson, Karl Guð- mundsson, Elín Margrét Hall- grímsdóttir, Eyþór Þorbergsson, Eiríkur Björn Björgvinsson og Valgerður H. Bjarnadóttir, öll frá Akureyri og Björn Baldursson frá Höfnum. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði stefnt að því að ráða í stöðuna sem fyrst. Sviðsstjórar bæjarins eru ráðnir til 5 ára í senn, með möguleika á endurráðningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.