Morgunblaðið - 02.06.1999, Page 24

Morgunblaðið - 02.06.1999, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 ERLENT LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Brátt 10 ár liðin frá því að mótmælin á Torgi hins himneska friðar voru barin niður Reuters UNG kínversk kona stendur djúpt hugsi við Torg hins himneska friðar í Peking í gær. Torgið hefur verið lokað vegna breytinga en á föstudag verða tíu ár liðin frá því að mótmælin á torginu voru barin niður af hernum. Andófsmaður hyggur á hung'urverkfall í fangelsi Peking. Reuters. WANG Youcai, einn af leiðtogum námsmannamótmælanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989, hyggst fara í hungurverkfall í fang- elsi föstudaginn 4. júní, en þá verða tíu ár liðin frá því að mótmælunum lauk með andláti hundruða, ef ekki þúsunda, er herinn braut mótmælin á bak aftur. Hinn 32 ára gamli Wang afplánai’ nú ellefu ára fangelsisdóm fyrir tO- raunir sínar til að setja á laggirnar Kínverska lýðræðisflokkinn til að sporna gegn valdi Kommúnista- flokksins, sem hefur stjórnað land- inu í 50 ár. Hu Jiangxia, eiginkona Wangs, sagði í gær að Wang hefði ekki sagt henni hversu lengi hungurverkfallið ætti að standa, en taldi að það myndi vara a.m.k. í sólarhring. Hu kvaðst óttast að fangelsisverð- ir reyni að berja niður mótmæli Wangs að nýju, enda yrði það ekki í fyrsta sinn sem slíkt ætti sér stað í fangelsum í Kína, að sögn Mannrétt- indaskrifstofu í Hong Kong og Kín- versku lýðræðishreyfmgarinnar. Sem dæmi var Yu Dongyue, rit- stjóri dagblaðs í Kína, dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir að kasta blekbyttu í málverk af Mao Zedong, fyrrver- andi leiðtoga Kommúnistaflokksins, þar sem hann horfði niður á mót- mælin á Torgi hins himneska friðar. Er Yu krafðist þess í fangelsinu að mál hans yrði tekið fyrir á ný var hann barinn af fangelsisvörðum og látinn dúsa í einangrun á salemi í hálft ár með þeim afleiðingum að hann missti vitið. A Torgi hins himneska friðar kröfðust námsmennirnir lýðræð- isumbóta og er mótmæli þeirra höfðu staðið yfír í um sjö vikur með RIKISSTJORN Hollands undirrit- aði í gær samkomulag þar sem stjórnarílokkarnir þrír gerðu út um helstu deiluefni sem urðu stjóminni nær að falli íyrir rúmum tveimur vik- um. Tjeenk Willink, talsmaður Beatrix drottningar, leiddi umræður fulltrúa vinstrimanna í Verkamannaflokki Wim Koks, forsætisráðherra Hollands, og miðflokksins D66. Ad Melkert, þingformaður Verka- mannaflokksins, sagði í gær að flokk- amir hefðu náð að gera út um helstu deilumál sín og að á næstu dögum yrðu lokadrög samningsins undirrit- uð. Er af því hefur orðið getur ríkis- stjórnin haldið áfram störfum sínum. stuðningi almennings, réðst Frelsis- her alþýðunnar á fólkið með vél- byssum og skriðdrekum með fyrr- nefndum afleiðingum. Sijórnvöld gera öryggisráðstafanir Kínversk yfirvöld sögðu í gær enga ástæðu til að endurmeta fang- elsisdóma þeirra fjölmörgu sem þátt tóku í mótmælunum, enda hefðu viðbrögð hersins verið rétt- mæt í ljósi þess að mótmælin voru ólögleg. Yfirvöld í Kína hafa nú gert ör- yggisráðstafanir til að stemma stigu við hugsanlegum mótmælaaðgerð- um á föstudag. Sérstakar gætur eru hafðar á lýðræðissinnum í Kína og þeim andófsmönnum sem flúið hafa landið vegna kúgunar stjórnvalda og þau óttast nú að kunni að snúa til baka. Einnig hefur eftirlit með fjöl- skyldum fórnarlambanna verið auk- ið verulega. Zhu Bangzao, utanríkisráðherra Kína, lagði á það áherslu að hvers- konar samkomur aðstandenda eða aðgerðir á föstudag yrðu að vera í samræmi við lög og tók jafnframt fram að ef til mótmæla kæmi myndi það engin áhrif hafa á afstöðu stjórnvalda. Eftir að Kok hafði mistekist að fá D66 til að hætta við að slíta stjórn- arsamstarfinu íyrir tveimur vikum sagði stjómin af sér. Féll stjórnin vegna deilu um til- lögu D66 þess efnis að stjórnar- skránni yrði breytt þannig að hægt yrði að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um ákveðin mál og kjósend- ur fengju vald til að hnekkja ákvörð- unum þingsins. Nú hefur stjórnin hins vegar sett þá stefnu sem miðar í átt að tillögum D66. Fulltrúar flokksins fögnuðu sigri í gær eftir að samkomulagið náðist og sagði leiðtogi D66, Thom de Graaf, „flokkinn hafa náð árangri í viðræðunum.“ Hollandsstjórn endurreist Amsterdam. Reuters. Morgunblaðið/Aldís SIGRÚN Huld Hrafnsdóttir og Lóa Guðjónsdóttir við nokkur verka Sigrúnar. Sigriín Huld með sýningu í EDEN í Hveragerði stendur þessa dagana yfir sýning á verkum Sigrúnar Huldar Hrafnsdóttur, íyrrverandi ólympíumeistara í sundi þroskaheftra. Sigrún hefur nú snúið sér að myndlist og er þetta hennar fyrsta einkasýning. Verkin eru afrakstur vinnu Sigrúnar með Lóu Guðjónsdóttur myndlistar- konu. Myndirnar eni frá s.l. tveim- ur árum og eru unnar með pastel- og akrýllitum. Morgunblaðið ræddi við Lóu Guðjónsdóttur sem segir samvinnu þeirra hafa komið til eftir heimsókn sína til Hollands. Hún hafi verið kunnug myndum Sigrúnar, en það hafi verið heimsókn í gallerí í Hollandi sem varð þess valdandi að samvinna þeirra hófst. Galleríið var að sögn Lóu fullt af myndum eftir þroskaheft böm. „Eg varð svo yfir mig hrifin að ég hugsaði með mér: Eg ætla að byrja á einhverju svona þegar ég kem heim. Þetta var frá- bært,“ segir Lóa. Að sögn Lóu, sem hefur sjálf unn- ið við myndlist s.l. 25 ár, er Sigrún mjög afkastamikil. „Ég hef verið að lokka hana inn í þurrpastel af því að hún er mjög góð í því, en henni finnst miklu skemmtilegra að blanda litina sjálf og mála. Það er það skemmtilegasta sem hún veit,“ bætir Lóa við. Hún segir myndlist Sigrún- ar best lýst sem fígúratífri. Sterkir og glaðlegir grunnlitir ráði þar ríkj- um og segist hún reyna að láta Sig- nínu njóta sem allra mests frelsis. „Ég kenndi henni litafræði og að blanda úr grunnlitunum, en annars hef ég bara hlúð að því sem í henni býr. Enda gerir hún bara það sem kemur upp í hugann,“ segir Lóa. Sýningin hefur verið vel sótt og viðbrögð fólks góð, segir Lóa og bendir máli sínu til stuðnings á að tæpur helmingur mynda Sigrúnar sé seldur. Þá hafi Gunnar Dal t.d. skrifað í gestabókina og óskað Sig- rúnu til hamingju með sýninguna sem væri bæði frumleg og falleg. „Fólki þykir vænt um að sjá þetta,“ segir Lóa, „enda er frábært að sjá hvernig Sigrún útfærir myndirnar.“ Sýningunni lýkur 7. júní n.k. Töfraflautan og Requiem á Austurlandi LOKAUNDIRBÚNIN GUR fyrir uppfærslu Operustúdíós Austurlands á Töfraflautunni eftir W.A. Mozart stendur nú yfir og verða sýningar á Eiðum 13., 15., 17. og 19. júní. Undanfarna mánuði hefur fjöldi söngvara, hljóðfæraleikara, smiða, ljósa- og búningahönnuða auk ann- arra sjálfboðaliða unnið hörðum höndum að verkinu undir dyggri stjóm Keiths Reeds. Þetta er í fyrsta sinn sem ópera er flutt í heild sinni á Austurlandi. Alls koma um hundrað manns að óperunni, þar af eru 35 söngvarar og 35 manna hljómsveit. Uppistað- an í hópnum er tónlistarfólk frá Austurlandi en einnig koma söngv- arar og hljóðfæraleikarar frá Reykjavík, Akureyri og víðar. Meginefni Töfraflautunnar er hin sígilda barátta góðs og ills en óperan hefur einnig dýpri skírskotun því Mozart, sem var frí- múrari, samdi Töfraflautuna sem eins konar varnarskjal fyrir aust- urrísku frímúrararegluna, en á dögum Mozarts áttu frímúrarar undir högg að sækja og svo fór að lokum að reglan var bönnuð í Austurríki. Töfraflautan er síðasta ópera Mozarts og var hún frum- flutt nokkrum mánuðum fyrir dauða hans. í dauðastríðinu samdi Mozart sína eigin sálumessu, Requiem, en Kammerkór Austurlands ásamt hljómsveit flytja verkið í Egils- staðaldrkju hinn 20. júní undir stjórn Keiths Reeds. Hljómstefna ‘99 á Seyðisfírði HLJÓMSTEFNA (workshop) verð- ur nú annað árið í röð á Seyðisfirði og stendur yfir í þrjá daga, þ.e. 16., 17. og 18. júlí. Hljómstefnan er liður í listahátíðinni A Seyði og er mark- mið hennar að gefa ungu fólki tæki- færi til þess að skoða sköpunarkraft- inn og að vaxa sem manneskjur. Hljómstefnunni stýra listamenn- imir Kristján Kristjánsson (KK), KG Johansson og Ingvar Ömer. Hún er ætluð unglingum á aldrinum 14-18 ára af öllu landinu. Unglingunum verður skipt í hópa, tónlistarhóp, textahóp og dans- og sönghóp en taka saman höndum á lokadegi með sam- eiginlegri sýningu í félagsheimilinu Herðubreið. Þátttakendur verða að hafa einhverja reynslu á sínu sviði, t.d. þarf tónlistarmaðurinn að hafa leikið á hljóðfæri sitt í nokkur ár. Farið verður af stað í leikræna tón- listarferð og mun ferðin verða mikil- vægari en áfangastaðurinn. Listamennimir þrír búa allir yfir mikilli reynslu á sviði sköpunar. KG Johansson er tónlistarmaður og kennari við tónlistarháskólann í Piteá í Svíþjóð. Hann hefur gefið út nokkr- ar geislaplötur auk þess að vera höf- undur kennsluefnis í rokktónlist fyrir hljómsveitir og rokkgítarleikara sem notað er í skólum víða í Svíþjóð. Ingv- ar Ömer er leikari og tónlistarmaður, hann hefur gefið út geislaplötur, leik- ið á sviði og í fjölmörgum bíómynd- um. Auk þess hefur hann komið tölu- vert fram í sjónvarpi. KK er kunnur tónlistarmaður og hefur gefið út margar geislaplötur. Kristján hefur í vetur verið með námskeið í gítarleik í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.