Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 48
48 MIÐVTKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKIPTILINSUR GLERAUGNABUDIN Laugavegi 36 V 6IPAKKA FRÁ KR. 3.000 30 ára reynsla Hitaþolið gler Hert gler Eldvarnargler GLERVERKSMIÐJAN Sann>ei*k Eyjasandur 2 • 850 Hella * 487 5888 • Fax 487 5907 91 Sumarlínan frá # .7/7///////// verður kynnt í versluninni Palóma, Gríndavík á morgun, íiinmtudaginn 3. júní frá kl. 14-18. Kynningarafsláttur Palóma, Grindavík Víkurbraut 62 - sími 426 8711 í DAG VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Er heilbrigðis- kerfið orðið færibandavinna? FYRIR nokkru þnrfti ég að leggjast inn á sjúkrahús til að gangast undir að- gerð. Biðtíminn eftir að- gerðinni hafði verið nokkuð langur þó svo ég viti að sumir þuríi að bíða mun lengur en ég þurfti að gera. Pá var komið að mér og aðgerðin framkvæmd á mánudegi fyrir hádegi. Eftir að hafa vaknað úr svæfingu upp úr hádegi leið mér mjög illa af verkj- um og alla nóttina einnig. Strax næsta morgun var farið að tala um heimferð og skyldi hún verða upp úr hádegi. Það var ekki spurt um það hvort maður treysti sér út úr rúminu eða væri ferðafær heim til sín. Nei, heim skyldi mað- ur því nýir sjúklingar biðu aðgerðar næsta dag og ekki má nú dagskráin raskast. Onnur kona sem var herbergisfélagi minn hafði einnig farið í aðgerð sama morgun og ég. Hún var mjög illa á sig komin og varð það á að spyrja hjúkr- unarfræðing hvort hún gæti ekki fengið að jafna sig á sjúkrahúsinu fram til næsta dags. Hjúkrunar- fræðingurinn rak upp stór augu og sagði það löngu liðna tíð að fólk væri í marga daga á sjúkrahúsi eftir aðgerð. Eftir að hafa borgað nokkur þúsund fyrir að- gerðina og þjónustuna þennan sólarhring kvaddi ég og kom mér heim. Ég bað þess heitt og innilega að þurfa ekki að leggjast inn á sjúkrahús í bráð. En ég bara spyr; hvern- ig er þetta heilbrigðiskerfi okkar orðið? Sjúklingur í Reykjavík. Kvörtun yfir skiln- ingsleysi ÉG SÁ í Velvakanda síð- astliðinn fimmtudag grein sem nefndist Lokaðar ruslafotur? og ég get ekki orða bundist. Ég verð að sýna skoðun mína, og von- andi margra annarra á þessu máli. I þessari grein var vakin athygli á að Taí- lendingar, aðallega böm, væru að hirða rusl úr ruslafötum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Ég er sammála höfundi, að siíkt er í hæsta máta óviðeig- andi. En í stað þess að hafa lokaðar ruslafötur svo ekki sé hægt að hirða ruslið, eins og höfundur um- ræddrar greinar lagði til, finnst mér að frekar ætti að gera ráðstafanir svo að það þurfi ekki að hirða rusl. Að fólk, Taílendingar sem aðrir, sé þvingað til að hirða rusl er ekki samboðið minni réttlætiskennd. Þó getur auðvitað verið að það sé ekki þvingað til þess, ég geri samt ráð fyrir því að svo getí verið. Við Islendingar stærum okkur af að vera rík þjóð, sanngjöm og gjafmild þjóð, og tökum opnum örmum við flóttafólki frá Kosovo sem er hið besta mál, og mættí gera meira af. En okkur hættir til að gleyma að það er fleira flóttafólk hér á landi. Þótt það flýi ekki frá stríðs- hörmungum þá flýr það frá fátækt og slæmu lífi. Það vonast til að hafa það betra hér. En hvernig fer það? Fólkið neyðist til að hirða msl. Kannski er það betra líf, kannski ekki. Hvað vitum við? Það eina sem ég veit er að enginn á að þurfa að búa við þau kjör að þurfa að hirða msl úr mslatunnum, Taílend- ingar eða ekki Taílending- ar. Því hvet ég alla sem vettlingi geta valdið að sjá til þess að enginn eigi eftir að verða vitni að því að annar sambærilegur at- burður eigi sér stað. Sólveig Rós Másdóttir, Hjálmholti 4. Tapað/fundið Gullkross (þríkross) týndist GULLKROSS (þríkross) týndist 28. maí senniiega í Útilífi eða í nágrenni við Glæsibæ. Skilvís finnandi hafi samband við Helgu í síma 899 0602. Silfurnæla týndist Silfumæla, sem í er grafið Kristín, týndist um síðustu helgi í miðbæ Reykjavíkur. Fundarlaun. Skilvis finn- andi hafi samband í síma 698 8973. Dýrahald Kisusystur óska eftir heimili Við eram tvær Idsusystur, 10 vikna, kassavanar og blíðar. Við óskum eftir góðu heimili. Upplýsingar í sima 564 2976. Kettlingar óska eftir heimili FIMM sætir kettlingar óska eftir góðum heimil- um. Upplýsingar í síma 565 5303. Kisu litlu vantar heimili MONSA er yndisleg sjö mánaða læða. En hana vantar nýtt heimili vegna óviðráðanlegra heimilisað- stæðna. Hún er marglit (hvít og brún grábröndótt), lífleg og góð kisa. Einungis traust heimili koma til greina. Upplýsingar í síma 557 9033 eða 862 2205. Svartur kettlingur fæst gefins Fallegur svartur kettling- ur fæst gefins. Kassavanur og kelinn. Búr fylgir. Upp- lýsingar í síma 567 0443. Óska eftir persnesk blönduðum kettlingi Oska eftir persnesk blönd- uðum kettlingi. Upplýsing- ar í síma 552 8808. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Staðan kom upp á meist- aramótí Skákskóla Islands sem fram fór um síðustu helgi. Stefán Kristjánsson (2.225) var með hvítt og áttí leik, en Einar Hjalti Jens- son (2.170) hafði svart. 55. b7! og svartur gafst upp, því 55. - Hxc7 er auð- vitað svarað með 56. b8=D+ - Ka2 57. Ke2 og 55. - He8 56. Hc8 bjargar engu. Stefán Bergsson sigraði á mótinu með 6'/z v. af 7 mögulegum. Annar varð Stefán Kristjánsson með 6 v. og þriðji Einar Hjalti Jensson með 5 v. I 4.-7. sæti komu svo Guðni Stefán Pétursson, Hjörtur Þór Daðason, Guðmundur Kjartansson og Helgi Egilsson með 4Vz v. Best- um árangri stúlkna náði ÁI- dís Rún Láras- dóttir. Aldís hlaut 4 v. Næst kom Ingibjörg Edda Birgisdótt- ir með 3V4 v. og þriðja varð Mar- grét Jóna Gests- dóttir með 3 v. HVÍTUR leikur og vinnur. Víkverji skrifar... Á hefur ný ríkisstjóm litið dagsins ljós og þar hefur hlut- ur kvenna verið aukinn. Verður jafnvel enn bætt um betur á kjör- tímabilinu. Víkverji er hallur undir konur á eðlilegan máta, vill hlut þeirra sem mestan og bestan og því fagnar hann fleiri konum á ráð- herrastólum. Hins vegar má ekki bara fagna þeim af því að þær eru konur, enda hefur Víkverji fulla trú á því að þær eigi þama erindi og geti staðið sig með ágætum. XXX TILTÆKI eigenda flugfélagsins Atlanta, að nefna breiðþotur fyrirtækisins eftir íslenskum frum- kvöðlum í flugi, er skemmtilegt og hefur þýðingu. Nefnilega þá að halda fram nöfnum þessara manna, minningu um starf þeirra lifandi eða látinna fmmherja og forgöngu- manna á hinum ýmsu sviðum flugs- ins. Menn em nefnilega fljótir að gleymast og verk þessara og fleírí fmmherja í íslenskri flugsögu má telja afrek. Víkverja er kunnugt um að for- ráðamenn Atlanta eiga fleiri nöfn í pokahorninu sem flugvélar félags- ins verða látnar bera og því verður þessum sið haldið áfram enn um sinn. Spuming er hvort Atlanta hyggst gera meira en þetta, þ.e. gefa út í pésa eitthvað meira um frumherjana og verk þeirra og dreifa með einhverjum hætti. Hafi slíkt ekki verið gert þegar bendir Víkverji þeim góðfúslega á að þreifa fyrir sér með sMkt. Þannig væri verkið nánast fullkomnað. XXX FYRIR skömmu fór Víkverji á fimmbíó á sunnudegi ásamt syni sínum á táningsaldrinum. Sá hafði valið kvikmyndina og Vík- verji lét soninn teyma sig eins og viljalaust verkfæri á einhverja allra ógeðslegustu kvikmynd sem hann man eftir að hafa barið augum, og ber kvikmyndin sú enska nafnið „Faculty“ sem í þessu tilviki myndi útleggjast á íslensku sem kennara- liðið, en sýnendur kvikmyndarinn- ar, Regnboginn í þessu tilviki, höfðu nú ekki einu sinni fyrir því að íslenska titil kvikmyndarinnar. Hún var auglýst sem „spennutryll- ir“ þótt skilmngur Víkverja á flokkun kvikmynda sé sá, að hér hafi eindregið verið um hryllings- mynd að ræða - ógeðslega hryll- ingsmynd. xxx RÁTT fyrir þetta var ekkert aldurslágmark sett sem skil- yrði fyrir inngöngu, sem Víkverji getur ekki talið annað en mistök af hálfu Kvikmyndaeftirlitsins. Áður en sýningin hófst fóru Vík- verji og sonur í sælgætisverslun Regnbogans til þess að fá sér hið hefðbundna poppkorn og kókglas. Víkverji spurði stúlkuna hvort poppið væri ekki nýpoppað og svarið sem hann fékk frá korn- ungri og ólundarlegri stúlkunni var þetta; „Nei, poppið sem við eigum var poppað í gær. Við erum ekki byrjuð að poppa í dag.“ Er þetta það sem kallast boðleg þjón- usta hjá þeirri tegund verslunar, sem lætur viðskiptavininn borga 650 krónur fyrir eina litla kók, eina miðstærð af kók, eitt snickers og einn poka af fylltum Appoll- olakkrísreimum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.