Morgunblaðið - 02.06.1999, Page 22

Morgunblaðið - 02.06.1999, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT fbúar S-Afríku ganga að kjörborðinu í annað skipti síðan aðskilnaðarstefna var afnumin í landinu Líklegt talið að Mbeki vinni yfírburðasigur Reuters STUÐNINGSMENN Afríska þjóðarráðsins (ANC) hengja upp auglýs- ingaskilti fyrir Thabo Mbeki, leiðtoga ANC og arftaka Nelsons Mand- elas á forsetastóli. ÍBÚAR Suður-Afríku ganga að kjörborðinu í dag í annað skipti síð- an aðskilnaðarstefna hvítra manna í landinu var afnumin. Kosningarnar marka brotthvarf Nelsons Mand- elas, forseta S-Afríku, úr embætti og því um leið söguleg þáttaskil. Mandela, sem er áttræður að aldri, hyggst hætta afskiptum af stjórn- málum, kveðst enda hafa náð mark- miðum sínum og séð uppfyllta drauma sína um réttlátara samfélag í S-Afríku. Kosningabaráttan fyrir þessar kosningar hefur ekki einkennst af sömu öldu óeirða og ódæða og settu svip sinn á kosningamar 1994. Óhætt er að segja að S-Afríka hafi rambað á barmi borgarastyrjaldar á tímabilinu frá febrúar 1990 - þeg- ar samkomulag náðist um að binda enda á aðskilnaðarstefnuna - þar til í apríl 1994, þegar allir kynþættir í landinu gátu í fyrsta sinn tekið þátt í lýðræðislegum þingkosningum. Kosningarnar marka brotthvarf Nelsons Mandelas úr stjórnmálum Að vísu fer því fjarri að aðdrag- andi þessara kosninga hafi verið al- gerlega tíðindalaus. „Pað er alls ekki eins og ofbeldisverk, sem tengjast kosningabaráttunni, hafi horfið eins og dögg fyrir sólu,“ segir David Bruce, fræðimaður við Rann- sóknarstofnun ofbeldis og sátta. „Við erum einfaldlega að tala um að þeim hefur fækkað verulega frá því í kosningunum 1994.“ Er það samdóma álit fræðimanna að friðurinn, sem nú ríkti eftir blóð- uga tíð, væri áfram ótryggur en að á honum grundvallaðist engu að síð- ur pólitískur stöðugleiki í landinu þegar til lengri tíma væri litið. „Lýðræðishefð í stjórnmálum okkar hefur ekki enn skotið algerlega fóst- um rótum en við höfum tekið stór skref fram á við,“ segir Peter Ga- strow, framkvæmdastjóri stofnunar sem sérhæfir sig í rannsóknum á öryggismálum þjóðríkja. „Daufleg" kosningabarátta einkenni lýðræðisþróunar Reyndar er það svo að umbreyt- ingin frá því í síðustu kosningum er svo mikil að fyrir S-Afríkubúa, sem vanist hafa því að gífurleg spenna og lífsháski setji svip á baráttuna fyrir kosningar í landinu, má segja að þessi kosningabarátta hafi einfald- lega verið dauf og leiðinleg. Sannar- lega fagna þó flestir þessari þróun, hún er jú einkenni flestra lýðræðis- legra samfélaga og þ.a.l. vísbending um að S-Afríka sé á réttri leið. Þar við bætist að lítill vafi leikur á hvaða flokkur fer með sigur úr býtum í þessum kosningum, enda má segja að Nelson Mandela hafi verið tekinn í tölu heilagra manna í S-Afríku, og flokkur hans Afríska þjóðarráðið (ANC) nýtur góðs af því. ANC er aukinheldur flokkur frelsunar svarta mannsins, flokkur- inn sem lofaði að bæta stöðu svartra manna í S-Afríku en hét því um leið að hvíti minnihlutinn, sem svo lengi réð þar ríkjum í krafti aðskiln- aðarstefnunn- ar, þyrfti ekk- ert að óttast af hálfu ANC. Má segja að allt frá því að Thabo Mbeki var út- nefndur arftaki Mandelas á leiðtogastóli ANC í desem- ber í fyrra hafi legið ljóst fyrir að hann yrði næsti forseti S- Afríku. Það verður að vísu ekki auðvelt fyrir Mbeki að feta í fótspor Mandelas og mörg erfið vandamál bíða næsta forseta S-Afríku. Má þar nefna mikið atvinnuleysi, aukna tíðni glæpa, lágt stig menntunar og þá ógn sem stafar af alnæmi, en sjúkdómurinn hefur breiðst út eins og eldur í sinu um S-Afríku undan- farin ár. Mbeki er hins vegar sagð- ur afar greindur og hæfur stjóm- andi og reyndar hefur hann að mikl- um hluta séð um að stýra S-Afríku undanfarin misseri og er því enginn nýgræðingur. Rúmlega átján miiyónir manna á kjörskrá Meira en átján milljónir S-Afríku- búa, eða um 80% þeirra sem rétt hafa til að kjósa meðal þessarar fjörutíu milljóna manna þjóðar, höfðu látið skrá sig á kjörskrá fyrir þessar kosningar. Notast er við hlutfallskosningakerfi og þarf flokk- ur að hljóta 0,25% allra greiddra at- kvæða til að tryggja sér sæti á þjóð- þinginu, þar sem 400 fulltrúar sitja. Kjósendur greiða tvisvar at- kvæði, einu sinni til þjóðþingsins sem síðan velur sér forseta, og einu sinni til eins af níu héraðsþingum, en hvert þeirra sendir svo tíu full- trúa á sambandsráð héraðanna. Af sextán flokkum, sem bjóða fram á landsvísu, eru ekki nema níu sem líklegir eru til að fá tilskilinn fjölda atkvæða sem þarf til að tryggja sér sæti á s-afríska þinginu. Valkostimir eru því margir og sennilegt að sú sundurleitni sem ein- kennir stjómmálaflómna í S-Afríku komi ANC til góða. Líklegt er talið að flokkurinn tryggi sér 59-65% at- kvæða, og þar af er talið að um 90% allra svartra kjósenda greiði ANC atkvæði sitt. Blasir því við að það em einna helst hvítir menn sem ekki geta hugsað sér að kjósa ANC en erfitt er að spá með fullri vissu hverjum þeir munu greiða atkvæði sín, og skoðanakannanir síðustu daga sýna reyndar að um 15% kjós- enda áttu í mestu erfiðleikum með að gera upp hug sinn. Auðvelt val fyrir suma Fyrir hvíta fylgjendur aðskilnaðar svartra manna og hvítra er valið þó auðvelt. Þeir kjósa mjög sennilega Frelsisfylkingu (FF) Constands Viljoens, sem var yfirmaður vamar- mála á tímum aðskilnaðarstefnunn- ar í S-Afríku, en FF berst fyrir þvi að hvítir hljóti eigið landsvæði, og fái að ráða málum sínum sjálfir. Flokkurinn fékk 2,2% allra atkvæða í kosningunum árið 1994. Róttækir geta valið á milli Af- ríkuflokks kristilegra demókrata (ACDP), sem berst á gmndvelli kristilegra viðhorfa, og Sam-Afríku- ráðsins (PAC), sem er eini flokkur svartra manna sem er vinstra meg- in við ANC. Stanley Mogoba, leið- togi PAC, vakti hins vegar hneyksl- an margra fyrir skömmu þegar hann kvaðst hlynntur þvi að til að stemma stigu við glæpaöldu í land- inu ætti að aflima glæpamenn. Fylgi þessara flokka var lítið við síðustu kosningar, ACDP fékk 0,45% og PAC 1,2%. Loks ber að geta Inkatha-frelsis- hreyfingarinnar en leiðtogi Zulu- manna, Mangosuthu Buthelezi, fer fyi-ir Inkatha og er núverandi inn- anríkisráðherra í samsteypustjórn ANC og Inkatha. Enn er ekki úti- lokað að Inkatha starfi áfram í rík- isstjóm með ANC þótt því hafi ver- ið spáð að ANC bjóði Buthelezei að verða þingforseti, til að draga úr áhrifum Inkatha en friða um leið Zulu-menn. Fylgi flokksins mun sennilega hrapa nokkuð, Inkatha fékk 10,5% árið 1994 en er ekki spáð nema 7% núna. Þrír flokkar berjast um að fara fyrir stjórnarandstöðunni Aðrir flokkar bjóða kjósendum ekki eins skýra kosti, allra síst þeim S- Afríkumönnum sem em af blönduð- um kynstofni hvítra og svartra og valið hefur reynst þeim erfitt. Þrír flokkar berjast hins vegar um að verða næst stærsti flokkurinn á þingi og um leið hin opinbera stj órnarandstaða. Þjóðarflokkurinn, sem fór með völdin á tímum aðskilnaðarstefn- unnar, heitir núna Nýi þjóðarflokk- urinn (NNP) en hefur tapað miklu fylgi, enda telja margir hvítir menn, sem áður studdu flokkinn, að NNP megi sín lítils nú. NNP fékk 20,4% í síðustu kosningum en fær sennilega ekki nema 6-8% í þessum kosning- um. Leiðtogi flokksins, Martinus Van Schalkwyk, er ungur að áram og þykir ekki mikill skörangur en honum hefur tekist ágætlega að breyta ímynd flokks síns sem fram að þessu hefur ávallt tengst aðskiln- aðarstefnunni í hugum margra. Til marks um þetta er sú staðreynd að nánast ekkert hefur borið á F.W. De Klerk, sem þó var leiðtogi flokksins 1989-1997 og forseti S-Af- ríku, í kosningabaráttunni. Lýðræðis- flokkurinn (DP) vonast til að fá fleiri þingsæti en NNP en DP hefur mjög auk- ið fylgi sitt að undanfomu og gæti farið í allt að 7%, úr 1,7% árið 1994. Flokkurinn hef- ur hingað til höfðað tíl frjáls- lyndra hvíti-a manna en leið- togi DP, lög- fræðingurinn Tony Leon, hef- ur reynt að höfða til fleiri kjósenda með því að lofa að taka hart á glæpum og spill- ingu í stjómkerfinu. Þriðji flokkurinn, sem keppir að því að veita stjómarandstöðunni forystu, er Sameinaða lýðræðis- hreyfingin (UDM), eini nýi flokkur- inn sem líklegur er til að láta að sér kveða í þessum kosningum. Leið- togar flokksins eru þeir Bantu Holomisa, sem áður var í ANC, og Roelf Meyer, sem áður starfaði í Þjóðarflokknum. UDM var stofnað- ur 1997 og er sagður eini raunhæfi valkosturinn við ANC vilji menn kjósa flokk beggja kynþátta. Skoð- anakannanir benda reyndar ekki til að UDM fái meira en 3% atkvæða en vinsældir Holomisas gætu þó tryggt flokknum meira fylgi þegar á hólminn er komið. Mandela setur markið á 66% Mandela hefur sagt í kosningabar- áttunni að ANC stefni að 66% fylgi í kosningunum, en það myndi tryggja flokknum ÍV3 meirihluta og þar með vald til að gera breytingar á stjórn- arskránni, t.a.m. á ákvæðum sem varða seðlabanka landsins og aðrar stofnannir. Þessi möguleiki hefur reyndar verið eitt af aðalmálum kosninga- baráttunnar, enda er talið að fjár- málamarkaðir myndu taka þeim tíðindum illa, með þeim afleiðing- um að gengi s-afríska gjaldmiðils- ins (rand) félli. Hefur Mbeki á und- anförnum vikum ítrekað reynt að fullvissa menn um að ANC hyggi alls ekki á neinar breytingar á stjórnarskránni, og að engin ástæða sé því fyrir menn til að hafa áhyggjur. ,Sértilboð «1 Costa del Sol 29. júní frá kr. 44.955.1 Nú getur þú tryggt þér glæsi- legt tilboð til vinsælasta áfan- gastaðar Islendinga í sólinni, Costa del Sol. Heimsferðir bjóða nú sértilboð á ibúðarhótelinu E1 Pinar þar sem þú finnur frábæran aðbúnað, rúmgóð studio eða íbúðir, glæsi- legan garð með sundlaugum, íþróttaaðstöðu, loftkældar íbúðir með sjónvarpi og síma. Hvergi frnnur þú þvílíkt úrval veitinga- og skemmtistaða og fyrir hina ferðaglöðu er einstakt tækifæri að kynnast Granada, Afríku, Gíbraltar eða spænsku sveitinni með fararstjórum Heimsferða á staðnum. Verð kr. 44,955 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 2 vikur, íbúð m/1, með sköttum. Verð kr. 49*900 M.v. 2 í studio, 2 vikur, E1 Pinar. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð • sími 5624600 • www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.