Morgunblaðið - 02.06.1999, Page 23

Morgunblaðið - 02.06.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 23 Indverjar halda áfram árásum í Kasmír Tíu skdla- börn féllu Muzaffarabad, Nýju-Delhí, Góa. Reuters. ÞRIGGJA klukkustunda fallbyssu- skothríð indverskra hermanna varð að minnsta kosti tíu skólabömum að bana í Kasmír í gær, að því er lög- regla í héraðinu greindi frá. Lentu sprengikúlur á skóla í Neelum-dal, sem er nærri hinni umdeildu línu sem skiptir héraðinu á milli Ind- lands og Pakistans. Að sögn indverskra yfirvalda beitti her þeirra orrustuflugvélum, árássirþyrlum og mannskap til nýrra árása á skæruliða, sjöunda daginn í röð, er njóti stuðnings Pakistana, og hafí ráðist inn á indverskt yfírráða- svæði í Kasmír. Deilur ríkjanna tveggja um yfirráðasvæði í Kasmír eru nú harðari en þær hafa áður verið um þrjátíu ára skeið. Talsmaður indverska flughersins tjáði fréttastofu Reuters að þrátt fyrir óhagstætt veður hefði árásum á búðir skæruliða verið haldið áfram undanfarinn sólarhring. Indverjar fullyrða að í hópi skæruliðanna séu pakistanskir heimenn, en Pakistans- stjóm kveðst einungis veita skæru- liðum „siðferðislegan stuðning". í yfirlýsingu frá pakistanska hernum sagði að undanfarinn sólar- hring hefði herinn hmndið sókn Indverja yfír markalínuna í Kasmír og hefði „mikill fjöldi“ indverskra hermanna verið felldur. Majeed Malik, ráðherra málefna Kasmír í Pakistan, sagði Reuters að um 50 þúsund manns hefðu flúið heimili sín í Pakistan-hluta héraðsins eftir að sókn Indverja harðnaði. Fulltrúar indverska hersins sögðu að spenna við markalínuna væri að aukast, því að Pakistanar hefðu fjölgað til muna í herliðinu þeirra megin við hana. Innanríkisráðherra Indlands, L.K. Advani, sagði í gær að aðgerð- ir Indverja gegn skæruliðunum í Kasmír myndu ekki leiða til styrj- aldar, því að Pakistönum væri mjög 1 mun að binda enda á átökin. Ad- vani er yfirmaður öryggismála í landinu og er næstur að völdum í stjóm landsins á eftir forsætisráð- herranum. Á mánudag tóku Indverjar tilboði Pakistana um að utanríkisráðherra hinna síðarnefndu færi til Nýju- Delhí til friðarviðræðna. Indverjar kváðust þó myndu halda aðgerðum sínum gegn skæruliðunum áfram. gmmmmœmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Guðmundur Rafn i Geirdal skólastjóri og félagsfræðingur Eðlilegt er að óska nýrri rfkisstjóm til hamingju. Hlns vegar verður að minna A að þlngmenn Sjálfetæðisflókksins enj 26 en framsóknar aðeins 12. Ekki 6er vel á þvi að flokkamir deili ráðherra- stólum til jafns þegar framsókn beið afhroð í kosningum. Túlka verður betur : vllja kjósenda og Framsóknarflokkurinn þyrfti að sýna með áþreifanlegum hætti að hann tekur tilllt til þeirra og leyfi sigurvegara kosnlnganna að njóta sfn. . :■ . ■ • Reuters INDVERSKIR hermenn flytja færanlega fallbyssu sína við Drass í gær. Mikill stuðning- ur við Solana Brussel. The Daily Telegraph. STERKAR líkur em á því, að Spánverjinn Javier Solana, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), muni innan skamms verða útnefndur „æðsti yf- irmaður“ utanríkismála í Evrópu- sambandinu (ESB). Hafa Bretar, Þjóðverjar og Spánverjar lýst ein- dregnum stuðningi yið hann. Breskir stjómarerindrekar í Bmssel sögðu í gær að reiknað væri með því, að Rudolf Scharping, vamarmálaráðherra Þýskalands, tæki við starfi Solana hjá NATO. Frakkar hafa mælt með utanríkis- ráðherra sínum, Hubert Vedrine, í embætti æðsta yfirmanns utanrík- isstefnu ESB, en tilkynnt verður um útnefninguna á leiðtogafundi ESB, sem haldinn verður í Köln á morgun og föstudag. Evrópskir stjórnarerindrekar sögðu að Frakkar væm engu að síður tilbúnir til að styðja Solana í stað þess að valda sundrangu inn- an Evrópusambandsins. , anrsars vegar símanúmer á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á landsbyggðinni. Skráin er afhent ókeypis en hægt er að kaupa málara Gunnlaug Scheving. Aðrar nýjungar eru m.a. læsilegra letur sem auðveldai leit í skránni og einnig eru Gulu síðurnar í fyrsta skipti prentaðar í lit. Skijúm gömlu Símaskránni og stuðhni þctrmig að ræktun iandsins. Náðuí bi SIMINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.