Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 19

Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 19 VIÐSKIPTI Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri á morgunverðarfundi um evruna og isiensk fyrirtæki Erfíðara að halda sjálf- stæðri fastgengisstefnu Euro-Info skrifstofan á íslandi, Útflutn- ingsráð og Vinnuveitendasamband Islands stóðu fyrir morgunverðarfundi á mánudag ✓ um evruna og íslensk fyrirtæki. A fundin- um, sem Óli Jón Jónsson sat, fjölluðu full- trúar frá Noregi, Svíbjóð og Finnlandi um áhrif evrunnar á rekstur fyrirtækja í sín- ✓ um heimalöndum en þeir Birgjr Isleifur ✓ Gunnarsson seðlabankastjóri og Arni Páll Arnason héraðsdómslögmaður fjölluðu um áhrif evrunnar hér á landi. IERINDI sínu rakti Birgir ís- leifur kosti og galla sameigin- legrar myntar fyrir efnahagslíf í ESB-ríkjunum og á íslandi og sagði að almennt séð myndi evran hafa örvandi áhrif á efnahagslíf í álf- unni. „Það er hins vegar ljóst að þessi örvandi áhrif á verða minni hér á landi en í evrulöndunum og því kann að vera að við drögumst eitt- hvað aftur úr. Islensk fyrirtæki og íslenskar fjármálastofnanir munu hafa verri samkeppnisstöðu, m.a. vegna þess að vaxtakostnaður mun verða hærri hér. Öflugri fjármála- stofnanir erlendis munu geta boðið stærri fyrirtækjum betri kjör og þannig veitt íslenskum fjármála- stofnunum harðari samkeppni,“ sagði Birgir Isleifur meðal annars. Hann fjallaði einnig um kosti Is- lendinga í gengismálum andspænis þessum breyttu aðstæðum. „Það er enginn vafi á því að erfiðara verður að halda sjálfstæðri fastgengisstefnu í framtíðinni því almennt má búast við að gjaldmiðlar smárra efnahags- svæða á jaðri evrulands muni eiga undir högg að sækja. Evran mun leiða af sér agaðri hagstjórn hér á landi, agaðri en við höfum átt að venjast þó við getum fullyrt að hag- stjóm á þessum áratug hafi verið ag- aðri en oft áður.“ Birgir ísleifur gerði því næst grein fyrir þeim aðgerðum sem þeg- ar hefur verið gripið til hér á landi í því skyni að bregðast við breyting- unum. „í fyrsta lagi hefur verið lögð áhersla á að lialda óbreyttri gengis- stefnu og í öðru lagi hafa stjórntæki peningamála hér á landi verið löguð að stjórntækjum Evrópska seðla- bankans. Við höfum tekið upp sams konar uppboð á endurhverfum samningum eins og Evrópski seðla- bankinn tíðkar og önnur fyrir- greiðsluform við íslenskar lánastofn- anir eru sambærileg. í þriðja lagi er greiðslumiðlunarkerfið hér á landi í endurskoðun og mun verða sótt til fyrirmynda á evrusvæðinu hvað það varðar. I fjórða lagi er það eindregin stefna Seðlabankans og íslenskra stjórnvalda, sem staðfest hefur verið í nýjum stjórnarsáttmála, að varð- veita stöðugleika hér, enda eigum við ekki annarra kosta völ til að geta haldið öllum leiðum opnum þar til ákvörðun verður tekin um tengsl okkar við evrusvæðið. í fimmta lagi þarf að tryggja sjálfstæði Seðla- bankans eins og það hefúr verið að þróast í raun en að því kemur að festa verður þá skipan í lög. í sjötta lagi er það svo að Evrópski seðla- bankinn byggir mjög á því að starfa sem mest fyrir opnum tjöldum, þ.e. að skýra stefnu sína og allar aðgerð- ir sínar og reyna að efna til umræðu í þjóðfélaginu um peningamál og peningastefnu í eins ríkum mæli og mögulegt er. Það veith’ honum að- hald og auðveldar jafnframt almenn- ingi að skilja gildi peningastefnu og framkvæmd hennar og eykur skiln- ing í samfélaginu á þeim málum. Seðlabanki íslands hefur verið að breyta vinnubrögðum sínum að þessu leyti og mun áfram stíga frek- ari skref í þá átt í framtíðinni. Að lokum má geta þess að Seðlabanki Islands hefur tekið upp tengsl við Evrópska seðlabankann og regluleg fundahöld fara fram á milli okkar og þeirra og við munum leitast við að efla áíram þau tengsl,“ sagði Birgir Isleifur. Veikir samkeppnishæfni ís- lenskra fyrirtækja Arni Páll Árnason héraðsdómslög- maðm’ fjallaði um þau tækifæri og þær hættur sem steðjuðu að íslensk- um fyrirtækjum með tilkomu evr- unnar og áhrif hennai’ á samkeppnis- stöðu þeirra. Að sögn Árna felst ávinningurinn af myntbandalaginu einkum í afnámi gengisáhættu fyrir þau fyrirtæki sem eru innan evru- svæðisins. „Fleiri evrópsk fyrirtæki geta nú notað eigin gjaldmiðil í við- skiptum yfir landamæri og kemur það ekki síst smærri fyrirtækjum til góða, þar sem kostnaður vegna mis- munandi gjaldmiðla er hærra hlut- fall af heildarútgjöldum þeirra en stærri fyrirtækja. Tilkoma evrunnar mun einnig sérstaklega koma sér vel fyrir fyrirtæki í smærri ríkjum ESB og það má því vænta aukinnar sam- keppni frá evrópskum fyrirtækjum sem eru svipuð að stærð og þau ís- lensku fyrirtæki sem stunda útflutn- ing,“ sagði Árni Páll. Hann dregur í efa að evran muni útrýma mismuni á verðlagi milli ríkj- anna og telur að landfræðilegur munur og mismunur á tekjum fólks í ólíkum hlutum álfunnar komi áfram til með að stuðla að mismunandi verðlagi á vörum og þjónustu. Hann telur einnig ólíklegt að verslun með matvörur og nauðsynjavarning yfir landamæri eigi eftir að færast í vöxt þótt sú verslun sem þegar fer fram yfir landamæri komi eflaust til með að halda áfram. FRÁ morgunverðarfundi Euro-Info skrifstofunnar, Útflutningsráðs og VSÍ á mánudag. „En það eru ýmis sóknarfæri á sviði „viðkvæmrar" þjónustu, sem svo má kalla. Þetta er sú tegund þjónustu, aðallega fjármálaþjónusta, þar sem traust og persónulegt við- mót skipta miklu máli en flutnings- kostnaður og kostnaður við birgða- hald eru í lágmarki. Þótt frjáls för fjármagns hafi verið formlega tryggð innan ESB síðan 1992, fer sparnaður einstaklinga enn sem komið er aðallega fram innanlands. Þjóðverjar halda áfram að festa fé sitt í Þýskalandi og Frakkar í Frakklandi. Þar sem evran nemur brott síðustu eftirstandandi hindrun- ina í vegi fyrir frjálsu flæði fjár- magns yfir landamæri er ljóst að til- koma hennar mun valda mjög mikl- um breytingum hvað þetta varðar og mjög aukinni samkeppni fjár- málafyrirtækja innan evrusvæðis- ins.“ Árni Páll benti á að miðað við allt þetta væri ljóst að upptaka evrunn- ar veikti samkeppnisstöðu íslenski’a fyrirtækja. Af hugsanlegum leiðum til að tengja krónuna við evru væri tvíhliða tenging sú eina sem fæli í sér að íslensk fyrirtæki fengju notið hliðstæðs ávinnings af upptöku evr- unnar og fyrirtæki í evrulandi sjálfu. „Það á eftir að koma í ljós hvort slík- ir samningar muni standa ríkjum ut- an ESB til boða en mér er mjög til efs að sú verði raunin. ESB-ríkin munu áreiðanlega ekki vera viljug til að koma á skipan þar sem þau yrðu skyldug að koma öðrum evr- ópskum myntum til bjargar ef eitt- hvað brygði útaf. Markmið þeirra er að skapa myntbandalag en ekki nýtt Bretton Woods,“ sagði Árni Páll. Morgunverðarfundur á Hótel Sögu Föstudaginn 4. júní 1999, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal Hótels Sögu SAMKEPPNI OG EINKAVÆÐING Á FJARSKIPTAMARKAÐI • Ríkir virk samkeppni á íslenskum Qarskiptamarkaði í dag? • Hvaða áhrif munu tækninýjungar hafa á samkeppnisstööuna á næstu árum? • Hversu hratt verður farið í sölu Landssímans hf. til einkaaðila? • Hvemig er skynsamlegt að standa að sölunni? • Kemur erlend eignaraðild til greina? FRAMSÖGUMENN: _______________________________________________ Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra Þórólfur Ámason, forstjóri Tals hf. ÞÁTTTAKF.NDI IR í PA1.LB ORÐ SUMRÆÐUM: Eyþór Amalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma hf. Ólafur Þ. Stephensen, forstm. kynningar- og upplýsingamála Landssímans hf. Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Element-Skynjaratækni hf. Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram í sima 510 7100 eöa bréfasíma 568 6564 eöa með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRAÐ ISLANDS 4 alain mikli 4. og 5. júní.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.