Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR UPPFÆRSLA danska ballettsins á fiðlukonsert Barbers. Á myndinni má meðal annars sjá Peter Bo Bendixen. Morgunblaðið/Jón Svavarsson DÖNSKU dansararnir, frá vinstri Mette Bödtcher, Johann Kobborg og Peter Bo Bendixen. Danski ballett- inn á fjöluin Þjóðleikhússins KONUNGLEGI danski ballettinn sýnir í kvöld og annað kvöld í Þjóðleikhús- inu. Efnisskrá dansflokks- ins er blanda nútíma- og klassískra verka. En einn til tveir dansarar dansa í hverju atriði að frátöldu því síðasta sem er 3. þáttur „Napoli“ eft- ir Bournonville og dansar þar allur hópurinn. Dansararnir tíu eru allir sólódansarar úr fremstu röð balletts- ins, en um tuttugu ár eru síðan danski ballettinn kom síðast til ís- lands. Blönduð dagskrá Morgunblaðið ræddi við þrjá af dönsurum flokksins, þau Mette Böd- tcher, Johann Kobborg og Peter Bo Bendixen um verkaskrána. „Dag- skráin er blönduð," segir Peter. „Hún sýnir kannski fyrst og fremst rómantíska danshefð danska ball- ettsins, þar sem við sýnum m.a. tvö verka Bournonvilles." Það er nefni- lega Boumonville, útskýrir Mette, sem danski ballettinn er hvað þekkt- astur fyrir og flestir vilja sjá. August Bournonville var stofnandi Konung- lega danska ballettsins, en hann samdi fjölda dansa sem bera stíl- kenni höfundarins. „Við munum þó einnig sýna nýtt verk eftir Peter Martin,“ segir Pet- er. En Peter Martin er stjómandi New York-ballettsins og að sögn Peters, vildi flokkurinn líka sýna verk þessa danska dansahöfundar sem hann segir á heimsmælikvarða.“ Ballett Peters Martin er, bætir Pet- er við, í raun dans þar sem tvær ólík- ar danshefðir mætast. Til þess að ná réttum áhrifum dansa klassískir og nútíma dansarar saman. Stórvið- burður sýningarinnar er þó að mati Peters þegar Mette dansar „Wit- ness“, nútíma gospel-ballett sem er dansaður við gospel-tónlist. Johann í flokk með Nureyev Verkin hafa öll verið á dagskrá dansflokksins, en Barber hefur þó ekki verið fluttur af flokknum und- anfarin tvö ár að sögn Mette. „Verkaskráin er góð blanda nútíma og klassískraballetta," segir Johann. En hann gengur í haust til liðs við Konunglega ballettinn í London og kemst þar með í fámennan hóp út- lendinga á borð við Rudolf Nureyev sem hefur hlotnast sá heiður. Um boð ballettsins í London segir Johann að hann sé bara heppinn að fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt. Peter hlær að þessum orðum Jo- hanns og segir þá í Bretlandi lengi hafa verið á höttunum eftir Johanni. Að sögn Johanns er það þó óneitan- lega skrýtin tilhugsun að flytjast til Bretlands, „en líka spennandi" segir hann, „sérstaklega þar sem þeir eru að flytja mikið af nýjum verkum á næsta ári. Þeir hafa þó ekki Bo- urnonville,“ bætir hann við eftir nokkra umhugsun. Nokkuð hefur borið á óstöðug- leika við danska ballettinn undan- farin ár. „Við höfum haft fjölda ólíkra stjómenda sl. fimm ár“ segir Mette, „og það er skiljanlega erfitt fyrir dansflokk þegar slíkt gerist. Eins og er vitum við t.d. ekki hver verður stjómandi ballettsins á næsta ári og það skýrist væntanlega ekki fyrr en við komum aftur til Danmerkur.“ Danski ballettinn, seg- ir Johann til útskýringar, telst ann- ars vera einn fimm stærstu dans- flokkanna. Enda býr hann að ríkri hefð og er mikilvægur hluti dans- sögunnar. „Þetta era erfiðir tímar eins og ástandið er,“ segir hann, „en venjulega erum við talin til þekktari dansflokka.“ Aðspurð um tilkomu Islandsheim- sóknarinnar segir Peter aðalástæð- una vera ljósmyndasýningu á verk- um Johns R. Johnsen, „Krop i er- obret ram“, sem haldin er í Hafnar- borg. En Mette er viðfangsefni ljós- myndarans og situr hún fyrir nakin á fjórskiptri myndröð sýningarinn- ar. ,Aunars fínnst mér ísland aug- Ijóst val fyrir danskan dansflokk,“ segir Peter. „Island var einu sinni hluti af Danmörku og því finnst mér liggja beint við að danski ballettinn sýni hér við og við, sérstaklega þar sem enginn stór dansflokkur er til á íslandi." Ljósmyndasýning í Hafnarborg Kraftur, orka og kyrrð SÝNING danska ljósinyndarans Joluis R. John- sen, „Krop i erobret rum“, opnar í Hafnarborg í dag. Verkin hafa verið sýnd víða um Evrópu, en í tilefni að sýning- unni á íslandi dansar Konunglegi danski ballettinn í Þjóðleik- húsinu í kvöld og ann- að kvöld. Það er einn dansara flokksins, Mette Bödtcher, sem er viðfangsefni inynda Johnsens á sýningunni í Hafnarborg. John R. Johnsen segir aðdrag- andann að sýningunni hafa verið langan, en nokkur ár hafi liðið þar til Mette samþykkti að silja nakin fyrir á myndunum. Þá hafi einnig teygst úr vinnslutímanum, en þau sóu hins vegar bæði ánægð með endanlega útkomu myndraðarinn- ar. Að sögn Johnsens hafði hann myndað dansara í tuttugu ár þeg- ar sú hugmynd kviknaði hjá hon- um að vinna að eigin myndröð tengdri dansi. En Johnsen vann lengi fyrir Konunglega danska ballettinn. „Ég kynntist Butoh sem er japönsk hreyfi- og danslist," segir Johnsen og vakti það að sögn með hon- um áhuga á að viima með nútímadans í anda Butoh. Það sem fyrir honum vaki með myndröðinni sé því í raun að leita uppruna hreyfingar. „Hvað er hreyfing; kraftur, orka eða kyrrð?“ spyr John- sen. Ekki Penthouse eða Playboy Myndröðin „Krop i erobret rum“ var að sögn Johnsen lengi í vinnslu og var hug- myndin rædd í mörg ár áður en hafist var handa. Það hafí verið sér mikilvægt að myndimar líkt- ust í engu nektarmyndum blaða á borð við Penthouse og Playboy. Því hafi honum þótt nauðsynlegt að viðfangsefnið væri dansari, en jafnframt að dansarinn yrði að vera nakinn til að ná fram ákveðnu tímaleysi. Það hafi þá ekki verið síður mikilvægt að einn og sami dansarinn sæti fyrir í allri myndröðinni. Johnsen segir að Mette, sem hann hafði fylgst með vaxa úr grasi þjá dansflokknum, hafi verið eini dansarinn sem kom til greina. John R. Johnsen LEIKUR Ijóss og skugga, Mette Bödtcher situr fyrir. „Hún er skarpur dansarí og tók sér langan túna að ákveða sig. En það var greinilegt að þetta var stúlka sem hafði þor og kjark til þess að taka þátt í verkinu. Mette gat auk þess verið fúllviss um að myndira- ar yrðu ekki misnotaðar," segir Johnsen og bætir við, „annars hefði hún heldur ekki gert það.“ Verkin á sýningunni skiptast í Ijóra hluta og leitast Johnsen við að ná fram mismunandi áhrifúm f hveijum hluta fyrir sig. Líkaminn og staða hans er viðfangsefni fyrsta hluta, klassiskur ballettdans- ari myndaður að framan, aftan og hlið er viðfangsefni annars hluta og hreyfing og orka Iíkanians er myndeftú þriðja hluta. Að sögn Johnsen er það fegurð ljótleikans og sú orka sem hann felur í sér sem er meginverkefni þess hluta. „Það var hins vegar fjórði hlut- inn,“ segir Johnsen, „sem var bæði erfiðastur og flóknastur. Við gerð- um nokkrar tilraunir sem mistók- ust og því liðu næstum tvö ár frá lokum þriðja hluta og þar til sá Ijórði var ftillgerður, en viðfangs- efnið þar er dansarinn og spegill hans,“ segir Johnsen og þakkar fagmannlegum vinnubrögðum Mette að miklu leyti því að hægt var að Ijúka við myndröðina. Sýningin hefúr farið víða í Evr- ópu, en að sögn Johnsen var ekki auðvelt í upphafí að finna sýning- arrými sem þorði að sýna myndirn- ar. Hann segir að kannski hafi hann gert myndimar of snemma. Viðbrögð nokkurra danskra stjórn- málamanna þegar verkin héngu í andyri Evrópuþingsins í Brussell hafi t.d. verið að hún væri klám- fengin. Johnsen brosir að minning- unni og segir að hann hafi sannar- lega fengið alls konar viðbrögð, en, bætir hann við, yfirleitt eru þau þó jákvæð. Sýningunni lýkur 28. júni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.