Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI KEA segir upp 15 starfsmönnum og Húsasmiðjan 11 starfsmönnum Rúmlega 50 uppsagnir í bænum að undanförnu KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur sagt upp samtals 15 starfsmönnum í þremur deildum félagsins á Akur- eyri, innkaupadeild, viðhaldsdeild og bifreiðadeild. Þá hefur Húsa- smiðjan sagt upp 11 starfsmönn- um, 10 í byggingavörudeildinni á Lónsbakka og einum í raflagna- deild. Slippstöðin hefur sagt upp 17 starfsmönnum, eins og fram kom í gær og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna sagt upp 8 starfsmönnum og lokað skrifstofu sinni á Akureyri. Björn Snæbjörnsson, fonnaður Einingar-Iðju, sagði að allar þess- ar uppsagnir kæmu sér verulega á óvart nú í byrjun sumars. „Mér hefur fundist sem hlutirnir væru frekar á uppleið en sumir atvinnu- rekendur eru með þessum upp- sögnum að horfa til haustsins. En þetta kemur engu að síður á óvart og er ákveðið högg,“ sagði Björn. Tilkomnar vegna breytinga á rekstrinum Þórarinn E. Sveinsson aðstoðar- kaupfélagsstjóri sagði þessar upp- sagnir hjá KEA tilkomnar vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á rekstri félagsins að undan- förnu. Þórarinn sagðist vonast til að hægt yrði að ráða einhverja starfsmenn aftur og að félagið myndi reyna að aðstoða aðra við að finna sér vinnu annars staðai-. Bogi Siguroddsson, markaðs- stjóri Húsasmiðjunnar, sagði upp- sagnirnar tilkomnar vegna endur- skipulagningar og hagræðingar. Rúmlega 45 starfsmenn vinna á Lónsbakka og í raflagnadeildinni við Oseyri. Bogi sagði þessar upp- sagnir ekki heyra undir hópupp- sagnir en þó hafí allir hagsmunaað- ilar fengið að vita af þeim. Húsa- smiðjan tók í síðasta mánuði við rekstri byggingavörudeildar KEA á Akureyri, Siglufirði og Dalvík og um leið eignaðist KEA 20% hlut í Húsasmiðjunni. Sjáum tækifæri fyrir norðan „Við þetta eiga sér ákveðnar breytingar stað en Húsasmiðjan er keðja með verslanir á 11 stöðum á landinu. Breytingamar lúta m.a. að Skagaströnd - Bílvelta varð á Skagastrandarvegi á tíunda tíman- um á mánudagskvöld, þar sem 15 ára piltur, sem var farþegi, slasaðist alvarlega, en ökumaðurinn, 17 ára slapp með skrekkinn. Bíllinn fór út af veginum í beygju rétt norðan við bæinn Hafurstaði. Þar er vegkantur- inn um 8 metra hár og endastakkst bíllinn og fór nokkrar veltur áður en innkaupum, vöruflæði og vöru- stjómun og ýmis stjórnun verður einfaldari með þeirri samnýtingu sem á sér stað innan fyrirtækisins. Einnig er stefnt að því að sameina raflagnadeildina starfseminni á Lónsbakka með haustinu." Bogi sagði að tæplega helmingur þessara starfa yrði lagður niður en framhaldið, hvað vai'ðar önnur störf, yrði tekið til skoðunar á næstunni. „Hér er í raun um að ræða endurskipulagningu í ljósi breyttrar stöðu á markaðnum. Hins vegar sjaum við gríðarleg tækifæri fyrir norðan og mögu- leika á að auka starfsemina og við emm líka að færa mörg verkefni norður.“ hann endaði á hjólunum á skurð- bakka u.þ.b. 10 metra frá veginum. 17 ára ökumaður bílsins slapp með skrámur en vinur hans 15 ára slasað- ist alvarlega. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Blönduósi og þaðan áfram á Sjúkrahús Reykjavíkur, þar sem hann þurfti að gangast undir að- gerð. Bifreiðin er gjörónýt eftir óhappið. Kynning- arfundir um svæðis- skipulag KYNNIN GARFUNDIR vegna svæðisskipulags Eyjafjarðar verða lg haldnir næstu daga. Fundur fyrir íbúa Ólafsfjarðar, Dalvíkurbyggðar og Hríseyjar verður haldinn á Kaffí Menningu á Dalvík annað kvöld, fimmtudagskvöldið 3. júní, kl. 20. Fundur fyrir Arnarnes-, Skriðu-, Öxnadals- og Glæsibæjarhreppa verður haldinn í Þelamerkurskóla kl. 13.30 fimmtudaginn 3. júní. íbú- Lg ar Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðs- hrepps, Grýtubakkahrepps og Háls- hrepps era boðaðir á fund í Valsár- 1| skóla kl. 13.30 mánudaginn 7. júní og loks verður fundur á Akureyri mánudagskvöldið 7. júní kl. 20 í Víðilundi. Áður hefur verið haldinn fundur á Siglufirði. Eyjafjarðarsvæðið, eins og svæð- isskipulagið er skilgreint í verkefn- inu, nær til 14 sveitarfélaga og er tilgangur þess að setja fram sam- . ræmda stefnumörkun þeirra, en hún nær til landnotkunar, þ.e. þró- unar byggðar, samgöngu- og þjón- i§ ustukerfa og umhverfismála. Framsetning svæðisskipulagstil- lögu byggist á aðaluppdrætti, skýr- ingaruppdráttum og gi’einargerð. Meginviðfangsefnið nær til land- notkunar og þar koma fram nýjar áherslur sem felast í sameiginlegi'i stefnumörkun sveitarfélaganna til ársins 2010. g§ Tillögur um iðnaðar- og at- hafnasvæði Málefni sem vega þungt í tillög- unni era m.a. staðsetning stóriðju- svæðis við Dysnes, þar sem álver og fleiri kostir hafa verið nefndir. Einnig er gert ráð fyrir minni iðn- aðarsvæðum vestan við Árskógs- sand, í landi Hrísa austan Svarfað- ardalsár og sunnan Grenivíkur. Þá er gert ráð fyrir athafnasvæðum í g Glæsibæjarhreppi og Eyjafjarðar- || sveit. Tillögur era einnig gerðar um aðrar lausnir í atvinnumálum, s.s. í “ ferðaþjónustugi-einum og landbún- aði. Fram koma tillögur um stefnu- mörkun í skóla- og menningarmál- um, um stækkun Eyjafjarðar sem atvinnusvæðis með bættum sam- göngum, t.d. jarðgöngum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, og fjallað um almenningssamgöngur. Fjallað er um sorpurðuna Verkmenntaskólinn og íslenska menntanetið í samstarfí Námskeið um upplýs- ingatækni í skólum FULLTRÚAR Verkmenntaskól- ans á Akureyri og Islenska menntanetsins, Haukur Jónsson skólameistari VMA og Jón Ey- fjörð, forstöðumaður hafa undiiTÍt- að samning um samstarf íslenska menntanetsins og VMA. I samstarfssamningnum felst að þessir aðilar munu hafa framkvæði að námskeiðahaldi um notkun upp- lýsingatækni í skólastarfi. Þá munu þeir eiga samstarf um þróun sjálfstýrandi námskeiða á Neti, svo og staðbundin námskeið sem hald- in verða víðs vegar um landið. Munu þeir vinna sameiginlega að leit, þróun og prófun á alls konar búnaði sem létt getur kennuram og nemendum kennslu og nám. Verkmenntaskólinn á Akureyri leggur til húsnæði undir sameigin- leg námskeið sem haldin verða á Akureyri og veitir einnig aðgang að þeim tækjum og búnaði sem þörf er á hverju sinni og skólinn hefur yfir að ráða. íslenska menntanetið og VMA munu hýsa tölvubúnað, sem nýttur verður sameiginlega eða er í sameign þeirra, þar sem hagstæðast þykir en staðsetningin tekur m.a. mið af bandvíddargjöldum hverju sinni. Islenska menntanetið er net- þjónusta fyrir mennta- og menn- ingarstofnanir og rekur nafna- svæðið ismennt.is og veitir not- endaþjónustu því tengda, heldur námskeið sem miða að því að búa kennara undir notkun upplýsinga- tækninnar, veitir tækni- og kennsluráðgjöf og rekur tengi- punkta víða um land. Verkmenntaskólinn á Akureyri er framhaldsskóli á verk- og bók- námssviði. Hann rekur umsvifa- mikla fjarkennslu, ásamt hefð- bundinni áfangakennslu í dag- og kvöldskóla og stendur fyrir nám- skeiðahaldi í upplýsingatækni íyrir kennara og almenning. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson BILLINN er gjörónýtur eftir velturnar Slasaðist í bflveltu Forstöðumaður Ráðgarðs segir landsbyggðarfælni ríkjandi Margir fá sín stærstu tækifæri á landsbyggðinni Morgunblaðið/Kristján STARFSFOLK á skrifstofu Ráðgarðs hf. á Akureyri. F.v. Sigríður Ólafsdóttir, ráðgjafi í starfsmannamálum, Jón Birgir Guðmundsson, forstöðumaður skrifstofunnar, og Sigríður Margrót Oddsdóttir rekstrarráðgjafi. RÁÐGARÐUR hf. hefur starfrækt skrifstofu á Akureyri í rúmt ár og á þeim tíma hefur fyrirtækið dafnað vel. Jón Birgir Guðmundsson, forstöðumaður skrifstofunnar, sagði að þróunin hefði verið mjög jákvæð og að ekki væri hægt að kvarta undan viðtökunum. I upphafi vora eitt og hálft stöðugildi á Ákureyri en í dag era þau þrjú, auk þess sem fyrirtækið hefur stækkað húsnæðið um tæpan helming. Jón Birgir sagði að viðskiptavinir skrifstofunnar væra á svæðinu frá Sauðárkróki og austur til Þórshafnar en þó aðallega á Akureyri. Hann sagði að með opnun skrifstofunnar hefði þetta svæði fengið annan stimpil þar eð nú væri hægt að leita til sérfræðinga sem væra með púlsinn á markaðnum og hefðu jafnframt ákveðna þekkingu á fyrirtækjum á svæðinu. Jón Birgir sagði mikilvægt að sinna báðum aðilum, ráðningaraðilanum og einstaklingnum og hefði sú nýbreytni mælst vel fyrir þar sem ekki hefði verið hægt að fá slíka þjónustu áður. Ymislegt hefur breyst síðustu ár, og þá frekar til batnaðar, að mati Jóns Birgis. Ráðgarður skoðaði þann möguleika árið 1997 að opna skrifstofu á Akureyri en þá þótti ekki grandvöllur fyrir slíku. Hann sagði Háskólann hafa haft mjög jákvæð áhrif og að almennt væri atvinnuástandið á Akureyri gott. „Ráðgarður sérhæfir sig í leit að fólki í sérhæfð störf en leitar einnig að fólki í önnur störf. Undanfarið höfum við t.d. verið að leita að verkafólki og ég man ekki eftir að það hafi gerst hér áður.“ Þessu fólki allir vegir færir Jón Birgir sagðist vita til að verkefnastaða byggingarfyrirtækja væri góð. Einnig væri staðan í fjármálafyrirtækjum sterk þar sem öflugur lífeyrissjóður, verðbréfafyrirtæki og stórar bankastofnanir væra rekin og að þar væri fólk yfirleitt að vinna í samkeppnishæfu umhverfi. Jón Birgir sagði að nokkuð bæri á landsbyggðarfælni meðal fólks á höfuðborgarsvæðinu og einnig væri slíkt að finna á Akureyri. Hann sagði fólk hrætt við landsbyggðina og sæi mikla annmarka á því að flytja á staði eins og Dalvík, Ólafsfjörð, Húsavík, Raufarhöfn og Þórshöfn. „Ég nefni þessa staði vegna þess að ég hef fengið ótrúleg viðbrögð frá fólki sem ekki telur koma til greina að búa á þessum stöðum. En það er einmitt á stöðum sem þessum sem menntað fólk er að fá tækifæri í atvinnulífinu, sem það hefði aldrei fengið á stærri þéttbýlisstöðunum. Sú mikla reynsla sem einstaklingar geta náð sér í með þessum hætti hefur nýst vel og innan fárra ára era þessu fólki allir vegir færir.“ Skoðanakannanir og námskeið Ráðgarður hefur jafnframt staðið fyrir skoðanakönnunum á svæðinu, sem fyrirtæki hafa getað keypt sig inn í með sérstakar spumingar, t.d. varðandi gæði vöra og þjónustu í þeirra fyrirtæki og fleira. Jón Birgir sagði fyrirtækið einnig hafa nálgast starfsmannamál í fyrirtækjum frá faglegri hlið, með sérstökum stefnumótunaiverkefnum og starfsmannakönnunum, þar sem leitað er viðhorfs starfsmanna til hinna ýmsu þátta - hvað megi betur fara, boðleiðir, stjórnunarstíl og fleira. Þá hefur Ráðgarður staðið fyrir námskeiðum á Akureyri og sagði Jón Birgir að áhuginn hefði verið mjög mikill, enda markaðurinn greinilega vanræktur. Hann sagði að áfram yrði haldið á þeirri braut og boðið upp á bæði opin og lokuð námskeið. „Það skiptir miklu fyrir fólk að fá þessi námskeið heima við dyr hjá sér.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.