Morgunblaðið - 02.06.1999, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.06.1999, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Niðurstöður nýrrar fjölmiðlakönnunar Gallups fyrir SÍA og helstu fjölmiðla 62,7% lands- manna lesa Morgunblaðið MORGUNBLAÐIÐ er að jafnaði lesið af 62,7% landsmanna á aldrin- um 12 til 80 ára sérhvern útgáfu- dag, samkvæmt niðurstöðum fjöl- miðlakönnunar Gallups sem gerð var 26. apríl til 1. maí síðastliðinn fyrir Samband íslenskra auglýs- ingastofa og flesta stærstu fjöl- miðla hérlendis. I könnun Félags- vísindastofnunar í október síðast- liðnum var meðallestur á Morgun- blaðinu 57% og er um að ræða 5,7% prósentustiga aukningu. Mestur var lesturinn á sunnudags- blaði Morgunblaðsins, eða 71,0%, samanborið við 64% í október í fyrra. Stærsta breytingin álestri Þá sögðust 81,9% þeirra sem svöruðu könnuninni nú hafa eitt- hvað lesið í Morgunblaðinu í þeirri viku sem könnunin náði til, saman- borið við 74% í október í fyrra. Um er að ræða hæstu mælingu fyrir Morgunblaðið frá árinu 1995. Elías Héðinsson hjá íslenskum fjöl- miðlarannsóknum, sem stóð að könnuninni ásamt Gallup, segir þetta stærstu breytinguna sem merkja megi í blaðlestri sam- kvæmt könnuninni. Að meðaltali lásu 40,2% svar- enda DV samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hvern útgáfudag, sem er minni meðallestur en fram hefur komið í fjórum seinustu fjöl- miðlakönnunum, en í október síð- astliðnum nam meðallestur á DV 42%. Alls sögðust 66% svarenda hafa lesið eitthvað í DV í þeirri viku sem könnunin náði til, saman- borið við 67% í október í fyrra. Meðallestur á hvert tölublað Dags er nú 11%, samanborið við 13% í könnuninni í október í fyrra. Meðallestur Viðskiptablaðsins var 6,1% samanborið við 5% í október í fyrra. Sjónvarpið sterkara um helgar Meðaltal sjónvarpsáhorfs virka daga á landinu öllu er 63% hjá Sjónvarpinu samanborið við 65% í október í fyn-a og 57% hjá Stöð 2 samanborið við 59% í október í fyrra, 7% hjá Sýn samanborið við 6% í október í fyrra og 5% hjá Skjá 1, en í október í fyrra hafði stöðin Nýtt á Mallorca Cala Mandia Sannkölluð fjöskylduparadís Samvinnuferðir Landsýn Á veröi fyrlr þigl Lestur blaða í viku í lok apríl 1999 ekki hafið útsendingar. Meðaltal áhorfs á helgidögum á landinu öllu er 72% hjá Sjónvarpinu samanbor- ið við 68% í október í fyrra og 56% hjá Stöð 2 samanborið við 61% í október í fyrra, 11% hjá Sýn sam- anborið við 8% í október í fyrra. Meðaltal helgidaga var 8% hjá Skjá 1, en stöðin sendi ekki út í fyrra. I heildaryfirliti yfir sjónvarps- stöðvarnar kemur fram að áhorf á Sjónvarpið nemur 94% á landinu öllu þegar vikan er skoðuð í heild sinni og sömuleiðis þegar eingöngu er horft til Faxaflóasvæðisins. Áhorf á Stöð 2 nemur 83% á land- inu öllu og 85% á Faxaflóasvæðinu. Áhorf á Sýn nemur 27% á landinu öllu og 26% á Faxaflóasvæðinu. Áhorf á Skjá 1 nemur 21% á land- inu öllu og 23% á Faxaflóasvæðinu. Samfélagið í nærmynd vinsælast Meðaltal hlustunar á útvarp á virkum dögum var mest 39,0% á Rás 2, 30,6% á Rás 1, 29,5% á Bylgjuna, 15,6% á FM95,7, 8,3% á X-ið, 8,2% á Gullið, 6,1% á Matt- hildi, 5,9% á Mono, 5,6% á Létt, 1,6% á Stjörnuna og 1,1% á Skratz. Meðaltal hlustunar á útvarp um helgar var mest 27,6% á Rás 1, 26,4% á Rás 2, 24,8% á Bylgjuna, 14% á FM95,7, 5,8% á X-ið, 6,3% á Gullið, 3,8% á Matthildi, 5,2% á Mono, 5,0% á Létt, 1,3% á Stjörn- una og 0,9% á Skratz. Vinsælasti útvarpsþátturinn er Samfélagið í nærmynd á Rás 1, sem hefur 8,3% hlustun, en fast á hæla hans koma Milli mjalta og messu á Bylgunni með 8,2% hlustun og Tvíhöfði á X- inu sem er einnig með 8,2% hlust- un. í könnun á lestri tímarita kom fram hlutfall þeirra sem lásu eða flettu seinasta tölublaði viðkom- andi tímarits. Alls höfðu 57,6% skoðað Séð og heyrt, 49,7% Sjón- varpshandbókina, 30,7% Mynd- bönd mánaðarins, 26,9% Hús og hí- býli, 22,2% Fasteignablaðið, 21,6% Nýtt Líf, 20,2% Vikuna, 19,6% Mannlíf, 18,8% Lifandi vísindi, 15,1% Bleikt og blátt, 11,0% Gest- gjafann, 7,3% Frjálsa verslun, 6,6% Tölvuheim PC World, 5,9% Fiskifréttir og 4,7% Heilbrigðis- mál. U Jílír@auí>lai»ií> | | OV ■ 71,0 62,1% 44,8% 60,3% 36,2% 9,8% II 81,9% 62,7% 40,2% 11,0% 6,1% 66,0% 22,6% 6,1% i Mánu- Þriðju- Miðviku- Fjrnmtu- Föstu- Laugar- Sunnu- dagur dagur dagur dagur dagur dagur dagur Meðallestur Eitthvað lesið á tölublað i vikunni Meðallestur á tölublað skipt eftir aldri ALLiR 162,7% 68-80 I55 .... ......... 166,1% 50-67 75,1 % 35-49 □?.ov?.-w : n 65.9 m 11,0% ae.1% ] 23,0% E 5,5% IS 7,7% 16,9% 139,6% □ 5,2% 135,8% □ 7,3% 142,3% G}5,7% ms 7.8% ■ 3,4% 11,5% Fjölmiðlakönnunin var fram- kvæmd frá sunnudeginum 26. aprfl til laugardagsins 1. maí. Úrtakið var 1.500 manns og var fjöldi svara 905 talsins og bárust dagbækumar til Gallups 3. til 18. maí. Áreiðanlegri niður- staða en áður „Hér er um að ræða langum- fangmestu dagbók sem send hefur verið út til svarenda frá upphafi þessara mælinginga. Könnunin er gjörbreytt frá fyrri slíkum og má raunar segja að um byltingu sé að ræða, að minnsta kosti tel ég að hún marki tímamót í gerð fjöl- miðlakannana á Islandi. GaUup fylgdi þátttakendum vel eftir og hringt var í allt úrtakið, bæði með- an á mælingu stóð og eftir að könn- unarvikunni lauk, til að tryggja sem besta þátttöku,“ segir Haf- steinn Már Einarsson, verkefnis- stjóri fjölmiðlakönnunarinnar. Hann kveðst þeirrar skoðunar að þær mæliaðferðir sem notaðar voru leiði til mun ítarlegri og áreið- anlegri niðurstaðna en áður hefur fengist. Öllum í úrtaki var send dagbók og hringt var í fólk til að falast eftir þátttöku þess í kjölfarið á útsend- ingum. Dagbækumar bárast í tæka tíð á landsbyggðina en vegna mistaka hjá Islandspósti í póst- dreifíngu fengu flestir þátttakend- ur af höfuðborgarsvæðinu ekki dagbækumar sendar til sín fyrr en mánudaginn 27. apríl, þ.e. daginn eftir fyrsta könnunardag. Gallup telur þetta þó ekki hafa komið verulega að sök, þar sem dagskrá sjónvarpsstöðvanna var inni í dag- bókinni að þessu sinni, og einnig var hringt í alla þátttakendur til að hvetja þá til að svara strax á mánu- deginum, fyrir sunnudaginn, og lágmarka þannig ónákvæmni svara sem hlotist getur af upprifjun. Gögnin vora vegin eftir kyni, aldri og búsetu til samsvöranar við hlutfall þjóðarinnar í viðkomandi hópum. Hlutfall innsendra bóka liggur mjög nærri hlutfalli þjóðar- innar samkvæmt upplýsingum frá Gallup, en mest frávik vora á milli kynjanna og í elsta hópnum. Lest- ur dagblaða var veginn upp fyrir laugardaginn 1. maí, vegna þess að flestir sölustaðir blaða, þar með taldir stórmarkaðir, vora lokaðir þann dag. Gögn íjarlægð úr fjölmiðlakönnun að dsk Frjálsrar fjölmiðlunar Könnunin ekki birt í heild sinni HALLDÓR Guðmundsson, for- maður Sambands íslenskra auglýs- ingastofa, vakti á því athygli í gær þegar fjölmiðlakönnunin var kynnt að Frjáls fjölmiðlun hf. hefði ekki undirritað samning um hvernig staðið væri að könnuninni og kostnaðarþátttöku fjölmiðla í henni, en að henni standa allir stærri fjölmiðlar landsins auk sam- bandsins. SIA væri ósátt við að svo væri og að gögnin væru afhent án þess að undirritun allra fjölmiðla lægi fyrir. Þá hefðu að ósk Frjálsr- ar fjölmiðlunar verið fjarlægð ákveðin gögn úr könnuninni. „SIA lýsir sig óbundið af fram- haldssamningi við þá aðfla sem ekki hafa undirritað samninginn,“ sagði Halldór. Hann sagði að SÍA hefði að ósk Frjálsrar fjölmiðlunar tekið á mánudag úr niðurstöðum könnunarinnar gögn er lúta að til- teknum þáttum hennar. „Frjáls fjölmiðlun neitaði að undirrita samninginn og jafnframt að greiða nema að tekið væri tillit til þeirra óska um að þetta væri tekið út. I þessum farvegi hafa málin verið undanfarna daga, þangað til í gærmorgun [fyrradag] að ég taldi að náðst hefði heiðurs- mannasamkomulag um að þetta- yrði ekki inni í könnuninni núna og eingöngu afhent hverjum og einum fjölmiðli þau gögn sem að honum snýr, en þess í stað vrði þetta í könnuninni í haust. Ég hélt að þetta stæði, þar til leið á morgun- inn [gærmorgun] og í ljós kom að viðkomandi aðilar vildu heldur ekki að þetta birtist í haust. Ég álít hins vegar að þetta sé ekki stórmál og tel að hægt sé að leysa þetta. Það er verið að þróa smám saman þess- ar mælingar og kannanir með markvissum hætti, og kanna fleiri hluti en gert hefur verið á undan- fórnum árum, og það sem hér um ræðir er eitt af því sem er nýtt í ferlinu. Ég lít svo á að þetta séu barnasjúkdómar í þessu ferli og á endanum muni allir taka því fagn- andi að sem mest vitneskja sé til staðar,“ segir hann. Sjálfsagðar upplýsingar Halldór kveðst telja það skaða að ekki skuli hafa náðst sátt um fram- kvæmd málsins í fyrstu umferð. „Almennt er viðhorfið hjá fjölmiðl- unum, alveg eins og auglýsingastof- unum, að það sé kappsmál að fá eins ítarlegar upplýsingar og hægt er. Ég-lít ó það - sem sjálfsagðan hlut í þessu upplýsingaþjóðfélagi um aldaskil að menn viti nákvæm- lega hvaða notkun er á þeim miðl- um sem þeir era að kaupa í auglýs- ingar, hvaða aldurshópar fylgjast helst með þeim og svo framvegis. Alls staðar erlendis er litið á þetta sem algjörlega sjálfsagðan hlut. Frjáls fjölmiðlun vissi út af fyiir sig ekki um hvaða niðurstöður var að ræða, en það má kannski orða það svo að þetta sé gamaldags hræðslu- viðhorf. En það er hluti af þessu öllu að taka jafnt góðum fréttum sem slæmum, og það hjálpar mönn- um á rétta braut að vita meira um fjölmiðilinn og hvemig fólk er að nota hann.“ Elías Héðinsson, hjá Islenskum fjölmiðlarannsóknum, sagði að ann- ars vegar hefði verið tekið út hlut- fall dagblaðalestrar á hvern ein- stakling og hins vegar sá tími sem fór í lesturinn á hverjum degi. „Þetta era mælingar sem teknar hafa verið upp viðs vegar í heimin- um. Við mótuðum þessar mælingar eftir breskri fyriiTnynd, þar sem nýbúið er að yfirfara og bæta mæl- ingarnar, þannig að ekki er um að ræða eitthvað sem við fundum upp eða voram að gera tilraunir með,“ • segir Elías..— ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.