Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 40
4*40 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BRIDS t Ástkær móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR, Laugarnesvegi 106, verður jarðsungin frá Háteigskirkju á morgun, fimmtudaginn 3. júní, kl. 13.30. Sigrún M.Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Þorgeirsson, Valdimar H. Sigurbjörnsson, Gitte R.C. Sigurbjörnsson, Guðrún Sigurbjörg, María Vilborg, Eyrún Erla, Snorri Bergmann. t Útför ÖNNU KATRÍNAR JÓNSDÓTTUR, áður til heimilis á Brávallagötu 42, Reykjavík, verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 4. júní kl. 13.30. Ágústa Þórdís Ólafsdóttir, David Osinski, Ingibjörg Ólafsdóttir, Ólafur S. Björnsson, Anton Sigurðsson og fjölskyldur. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR GUÐMUNDSSON, Kópavogsbraut 1a, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu- daginn 4. júní kl. 15.00. Lára Pálsdóttir, Guðmundur Einarsson, Dröfn Ólafsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Jón Barðason, Lárus Einarsson, Sólveig Brynja Magnúsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar fósturmóður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU BENEDIKTSDÓTTUR, Furugerði 1, Reykjavík. Hilmar Viggósson, Auður Guðmundsdóttir, Gísli Viggósson, Kristín Guðmundsdóttir, Björn Viggósson, Hallveig Björnsdóttir, Sigrún V. Viggósdóttir, Ingi K. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, KRISTÍNAR GRÍMSDÓTTUR, síðast til heimilis á Skúlagötu 40a, Reykjavfk. Guðrún Erna Sæmundsdóttir, Ingunn Ragna Sæmundsdóttir, Siggeir Jóhannesson, Bjarni Sæmundsson, Gíslfna Vilhjálmsdóttir, Gylfi Sæmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og útför GUÐRÚNAR GUÐRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR frá Setbergi, Hornafirði. Guð þlessi ykkur öll. Jóhanna Þ. Þorvarðardóttir og aðstandendur. ANNA MARGRÉT SIG URGEIRSDÓTTIR + Anna Margrét Sigurgeirs- dóttir fæddist í Hlíð í Aust- ur-Eyjafjallahreppi 20. febrúar 1913. Hún Iést á dvalarheimil- inu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 19. maí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Eyvindarhóla- kirkju 29. maí. Hennar fógru orða og mildu augna á ég eftir að sakna. Nú eru þeir tím- ar liðnir að ég fái þeirra að njóta. Stríði hennar ömmu minnar við sjúk- dóminn slæga er lokið. Henni óska ég friðar. Frá því að ég var lítil, man ég eftir henni sem ímynd ömmunnar. Svona áttu þær að vera. Alltaf vildi hún gera manni vel og helst að læða til manns gotti. Amma var vinsæl hjá börnum, enda ekki nema von. Börn skynja jú góðmennsku. Þegar ég kom til ömmu og afa á Hvolsvelli eft- ir að þau fluttu þangað, man ég helst eftir ilminum sem var af öllu og frið- inum sem ríkti. Þau voru bæði lífs- glöð og sátt við sitt. Og alltaf tilbúin að deila. Þegar ég eltist missti ég samband að hluta til og það var í raun ekki nema hennar seinasta ár sem ég fékk almennilega að njóta samvista hennar. Mikið var hún glöð að sjá mig aftur og mikið þótti mér vænt um orð hennar. Eg vildi mikið vita um allar þessar myndir af ætt- ingjum og vinum og alltaf átti hún tíma til að svara mér. AUtaf sama þolinmæðin. Hún fylgdist vel með og mér þótti ótrúlegt hversu mikið hún sagði manni fréttir af fjölskyldu og vinum. Það lýsir henni svo vel hversu mikið hún mundi aðra, því öllum vildi hún farsæld. Það var ekki fyrr en undir það seinasta sem ég heyrði hana kvarta og jafnvel þá fannst henni það argasta frekja í sér. Hún undi sér vel á Kirkjuhvoli. Þar var hugsað mjög vel um hana og ég veit að hún var ánægð að fá að enda þar sinn tíma hér. Það sem tekur við er mér hulið, en ég er róleg fyrir hennar hönd því allt gott kemur til þeirra sem hafa lifað eins og hún. Eyrún. SVAVA EYÞÓRSDÓTTIR + Svava Eyþórsdóttir fæddist í Reykjavík 2. október 1933. Hún lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 14. maí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 21. maí. Mig setti hljóða þegar ég frétti að hún Svava, amma Svövu vin- konu minnar, væri látin. Með fá- einum orðum langar mig að minn- ast hennar fyrir hlýhug og elsku- legheit þegar ég kom síðast inn á heimili hennar jólin 1998 til að UTFARARSTOFA OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AOALSTRÆTI 4B • 101 RLYKJAVÍK I.ÍKKIS FUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR heimsækja Svövu yngri, sem býr í hinni stóru Ameríku. Alltaf þegar ég kom inn á heimilið í Blikahólum tók Svava mjög vel á móti mér með fínum veitingum og malt og appelsíni. Ekki grunaði mig að í desember 1998 yrði síðasta skiptið sem ég hitti Svövu, þrátt fyrir að hún hefði nýlega verið í stórri að- gerð vegna veikinda sinna. Hún var svo bjartsýn og glöð yfir hverj- um degi sem leið, þakklát fyrir allt og allt og sína yndislegu fjölskyldu og líka hann Finna sinn (eins og Svava yngri kallaði hann). Eg vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Svövu í Blikahólunum og þakka fyrir allar móttökur sem ég fékk þar hjá Svövu og Finni. Elsku Svava og Paul, Finnur og aðrir aðstandendur, Guð veri með ykkur í ykkar miklu sorg. Amma Svava var alveg einstök kona. Hvíl þú í friði. Linda K. Urbancic. öaiðsípm v/ TrossvogskÍK‘kjwgö»*5 Sími: 554 0500 + Innilegar þakkirtil allra sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, INGVARS JÓNS GUÐBJARTSSONAR frá Kollsvík, Berugötu 26, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna á blóðskilunardeild Landspítalans. Jóna Snæbjörnsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför frænku okkar, INGUNNAR KRISTJÖNU ÞORKELSDÓTTUR, Seljavegi 7, Reykjavík. Ásta Þórsdóttir, Stella Stefánsdóttir. Fmsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids í sígandi sveiflu SUMARBRIDS hófst fyrir u.þ.b. hálfum mánuði en af tæknilegum ástæðum hafa fréttimar ekki kom- ist manna í milli en úr þessu verður nú bætt sem og í framtíðinni. Sveinn Rúnar Eiríksson verður umsjónarmaður sumarbrids í um- boði Bridssambandsins. Margt er á döfinni og er þess helzta getið hér að neðan. Við byrjum að segja frá spila- mennskunni miðvikudaginn 26. maí en þá var spilaður barómeter með þátttöku 10 para. Spilaðar voru 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Efstu pör voru: Unnur Sveinsd. - Inga Lára Guðmundsd. +19 Guðmundur Baldurss. - Sævin Bjamason +14 Erla Sigurjónsdóttir - Ólöf Þorsteinsdóttir +13 Guðrún Jóhannesdóttir - Friðrik Jónsson +5 Sjö pör tóku þátt í verðlauna- pottinum og rann hann til Guð- mundar og Sævins. Fimmtudaginn 27. maí var spil- aður Howell-tvímenningur með þátttöku 12 para. Miðlundur var 165 og efstu pör voru: Ormarr Snæbjömss. - Eyjólfur Magnúss. 192 Hjálmar S. Pálsson - Armann Lámsson 188 Óðinn Þórarinsson - Tómas Ámi Jónsson 182 Unnar A Guðmundss. - Jón H. Guðmundss. 176 Föstudaginn 28. maí var spilaður Mitchell-tvímenningur. Meðalskor var 168 og efstu pör í N/S voru: Sigrún Pétursd. -ArnarGeirHinrikss. 177 Jón V. Jónmundss. - Vilhjálmur Sigurðss. jr. 172 Birna Stefnisd. - Aðalsteinn Steinþórss. 171 GeirlaugMagnúsdóttir-Torfi Axelsson 171 Austur/Vestur Guðlaugur Sveinsson - Jón Stefánsson 180 Baidur Bjartmarss. - Halidór Þorvaldsson 179 Ami Hannesson - Bragi Bjamason 178 Elvar Hjaltason - Skúii Sveinsson 175 Að tvímenningnum loknum var spiluð miðnætursveitakeppni með útsláttarfyrirkomulagi. Til úrslita spiluðu sveitir Áma Hannessonar og Baldurs Bjartmarssonar. Sveit Arna vann 11-4). Með Arna spiluðu Bragi Bjarnason, Skúli Sveinsson og Elvar Hjaltason. Sunnudaginnn 30. maí var spil- aður Howell-tvímenningur með þátttöku 8 para. Meðalskor var 84 og efstu pör voru: Baldur Bjartmarss. - Halldór Þorvaldss. 107 Unnar Ath Guðmss. - Vilhjálmur Sigurðss. jr. 97 Alda Guðnadóttir - Kristján Snorrason 89 Sumarleikur sumarbrids 1999 og Samvinnuferða/Landsýnar Sumarbrids 1999 og Samvinnu- ferðir/Landsýn standa að sumar- leik sem stendur frá upphafi sum- arbrids 1999 til 30. júlí. Sá spilari sem fær flest bronsstig 4 spiladaga í röð vinnur sér inn 40.000 kr. ferðaúttekt hjá Samvinnuferð- um/Landsýn. Bryddað verður uppá fjölbreytilegum aukavinningum og verðlaunapottum í allt sumar. Allir spilarar í sumarskapi eru velkomn- ir í sumarstemmningu í sumar- brids. Heitasti pottur sumarsins! 7. júní ætlar sumarbrids að brydda upp á nýjum aðferðum við að verðlauna spilara. Allir sem vinna spilakvöld í sumarbrids 7. júní eða síðar geta dregið sér verð- laun úr heitasta pottinum. Það verða 52 verðlaun í pottinum hverju sinni. M.a. verða ferðavinn- ingar, matarvinningar og fleiri aukavinningar. Sumarbrids er spilaður 6 daga vikunnar, alla daga nema laugar- daga. Spilamennska byrjar alltaf kl. 19. Spilaðir eru Mitchell-tví- menningar með forgefnum spilum, nema á miðvikudögum en þá er spilaður Monrad barómeter og pörum gefinn kostur á að taka þátt í verðlaunapotti. Eftir að tvímenningnum lýkur á fóstudögum er spiluð miðnæturút- sláttarsveitakepppni og kostar 100 kr. á mann hver umferð. Einnig er spiluð sveitakeppni alla daga fyrir frídaga ef þátttaka næst. Spilarar sem eru 20 ára og yngri spila frítt í boði Bridssambands Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.