Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 11

Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 11 FRETTIR Bílastæði og tvær stoppistöðvar framan við Hákólann Stoppistöð við Suðurgötu Tenging bílastæða og strætó í miðborginni Stoppistöð við Ráðhúsið Stoppistöð við Iðno Okeypis bflastæði fyrir þá sem eiga erindi í miðborgina Laugateigur Nýl. uppgerð glæsileg eign Vorum að fá þessa glæsil. nýl. uppg. 3-4ra herb. risíbúð m. stórum ca 15 fm svölum. Nýtt parket. Nýl. þak., nýl. raflagnir o.fl. Ibúðin er laus strax. Frábærlega góð staðsetning. Glæsilegt útsýni. Hér er örstutt í bæinn og í Laugardalinn. Sjón er sögu ríkari. Áhv. húsbréf. Verð 8,7 millj. Valhöll fasteignasala, sími 588 4477. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri bauð fréttamönnum í strætisvagnaferð með sér laust íyr- ir hádegi í gær. Tilefni þessa var að kynna nýja þjónustu Strætisvagna Reykjavíkur en hafínn var akstur á nýrri leið í gær sem ætlað er að tengja þrjú hundruð bílastæði aust- anmegin Háskóla íslands við mið- borgina. Hvorki er gjaldtaka fyrir bílastæðin né strætisvagnaferðina. Vagninn sem ekur bílastæða- hringinn gengur á tíu mínútna fresti og stoppar á tveimur stöðum við bílastæðin við Sæmundargötu. Þó svo að ekki séu skýli við stoppi- stöðvarnar ætti fólk að hafa tíma til að ganga frá bílastæðinu að bið- stöðinni þegar það sér vagninn koma og getur því beðið í bílnum þangað til. Vagninn stoppar einnig við Suðurgötuna, Ráðhúsið og Tjarnarskóla í Lækjargötu. Miðborgarstjórn á frumkvæði að þessari tilraun. Kristín Einarsdótt- ir, framkvæmdastjóri miðborgar- innar, sagði eina af ástæðunum fyr- ir þessari þjónustu vera að mæta tímabundinni fækkun bílastæða í miðborginni. Vegna framkvæmda við viðbyggingu Alþingishússins eru þau 150 stæði sem þar eru ekki laus til notkunar. Ennfremur verð- ur tívolí í miðbænum í júlímánuði og á meðan getur fólk ekki notað þau 140 bílastæði sem eru á mið- bakkanum. I júlí nemur því fjölgun bílastæða fyrir þá sem eiga erindi í miðbæinn tíu bílastæðum. Borgarstjóri sagðist eiga von á því að fólk tæki þessari nýbreytni vel og ennfremur að ef þessi tilraun heppnist muni Reykjavíkurborg reyna að fínna önnur bílastæði í haust til að geta haldið áfram að bjóða almenningi upp á samskonar þjónustu. Bílastæðin við Háskólann hafa verið endurbætt lítillega. Bifreiðin sem sinnir hinni nýju þjónustu ók áður leið 1 um miðbæinn og að Loftleiðum. Að sögn vagnstjóra fór morgunninn rólega af stað og voru fyrstu farþegarnir borgarstjóri og föruneyti. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins BORGARSTJORI kynnti fjölmiðlafólki nýju akstursleiðina í dag. Vaxtabætur greiddar út fjór- um sinnum á ári ÞEIR sem eru að kaupa eða hefja byggingu á íbúðarhúsnæði geta nú sótt um að fá vaxtabætur greiddar út ársfjórðungslega í stað einu sinni á ári eins og verið hefur. Að sögn Bryndís- ar Steinsson, hjá ríkisskattstjóra, er þetta meðal annars gert til að koma á móts við íbúðakaupendur og byggj- endur þannig að fólk þurfi ekki að bíða í heilt ár eftir bótum heldur fái þær jafnóðum. Fólk verður þó að hafa hraðan á ef það vill fá fyrstu fyrir- framgreiðsluna 1. ágúst þvi fresturinn til þess rennur út eftir hálfan mánuð. Þessi heimild til fyrirframgreiðslu var samþykkt með lögum frá Alþingi í júní á síðasta ári en þau tóku gildi 1. janúar í ár. Heimildin er ekki aftur- virk fyrir þá sem keyptu sér eða byggðu húsnæði í fyrra eða áður og gildir því einungis fyrir þá sem kaupa sér húsnæði á þessu ári. Til að sækja um fyrirframgreiðsl- umar þarf að fylla út sérstakt eyðu- blað hjá viðkomandi skattstjóra og skila ýmsum gögnum með, svo sem ljósriti af kaupleigusamningi, skulda- bréfum, þinglýsingarkvittunum o.fl. Fólk verður að hafa hraðan á því að skattstjóra þarf að hafa borist um- sóknin ásamt tilheyrandi fylgiskjölum innan 15 daga. Um ástæður þess að fólki hefur ekki verið kynnt þetta fyrr sagði Bryndís að það hefði tekið sinn tíma að undirbúa framkvæmd laganna og að hanna nýtt tölvukeifi. Fyrirframgreiðsla vaxtabótanna fer fram 1. ágúst, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. maí. Fyrirgreiðslan er til bráðabirgða. Við álagningu ár hvert eru vaxtabætur reiknaðar og gerðar upp samkvæmt skattframtali ef um of- eða vangreiðslu hefur verið að ræða. ---------------------- Vinnuskdlinn Takmörkunum á ráðningum aflétt BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu borgarverkfræðings um að aflétta takmörkunum á ráðningar- og vinnutíma 17-19 ára unglinga. Al- mennur vinnutími verður átta tímar á dag og lengd ráðningartíma á valdi verkstjómenda. I erindi borgarverkfræðings til borgarráðs kemur fram að tillagan er til komin, þar sem mun færri ung- lingar hafa sótt um vinnu nú í vor en undanfarin ár. Á það bæði við um 17-19 ára skólafólk og 14-16 ára ár- gangana í Vinnuskólanum. Handverkssýning í félagsheimilinu Þingborg Handprjónaðar peysur, leir- vörur og tölur til sölu HANDVERKSSYNING verður haldin í félags- heimilinu Þingborg, Hraungerðishreppi, um helgina, en heimilið stend- ur við þjóðveg númer eitt, um fimm mínútna akstur frá Selfossi. Á sama tíma fer þar fram prjónakeppni og boðið verður upp á ým- is skemmtiatriði, svo sem barnakór, fiðluleik og leik- ið brot úr verkinu Piltur og stúlka. Að sögn Mar- grétar Kristinsdóttur, sem sér um framkvæmd sýn- ingarinnar, verða hand- spunnar og handprjónaðar peysur m.a. til sölu á sýn- ingunni, sömuleiðis leirvörur ým- iss konar og tölur úr hornum svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður Ull- arverslunin' Þingborg opin laug- ardag og sunnudag. Prjónakeppnin sem áður var minnst á fer fram á laugardegin- um og er markmið hennar að efla áhuga og metnað hjá sauð- fjárræktarfólki til að bæta gæði íslensku ullarinnar og kynna hana sem úrvalshráefni, að sögn Margrétar. Tveir sex manna hóp- ar, Þingborgarhópurinn og Ull- ÞINGBUKG STÆRSTA ullarpeysa í heimi verður til sýnis í Þingborg næstu helgi og jafnast hún á við níu stórar karlmannspeysur. Stúlkurnar á myndinni heita Sigríður Embla og Halla Ósk og eru þær Heiðmarsdætur og Hörpu. arselið á Hvanneyri, keppast um að spinna og prjóna sjöl úr svo- kallaðri FreyshólauII, sem kemur austan af Héraði og þykir ein fín- asta ull landsins. Hefur Freys- hólaféð, svokallaða, verið ræktað til ullargæða í 35 ár. Að sögn Margrétar keppa liðin um það hvort verði fljótara að spinna og prjóna ullarsjal en einnig verður tekið tillit til þess hvernig sjalið verður unnið. „Svo ætlum við að syngja um leið og við spinnum og vera eins kátar og glaðar og hægt er,“ segir Margrét sem er ein kvennanna í Þingborgar- hópnum. Til gamans má geta þess að hóparnir tveir, Þingborgarhópur- inn og Ullarselið, hand- spunnu og handprjónuðu stærstu ullarpeysu í heimi fyrir um það bil tveimur árum og er hún sýnd í heimsmetabók Guinnes. Sú peysa verður einnig til sýnis í Þingborg en stærð hennar jafnast á við níu stórar karlmannspeysur. Haldin í þriðja sinn Dómnefnd prjónakeppn- innar hefur ekki enn verið skip- uð en í henni verða sennilega konur úr Reykjavík sem hafa gott vit á spuna, að sögn Mar- grétar. Verðlaunin verða farand- gripur sem er kind úr íslenskum trjávið og fimm prjónar úr beini en gripurinn var smíðaður hjá Eik á Hallormsstað. Þetta er í þriðja sinn sem prjónakeppni sem þessi er haldin hér á landi, á jafnmörgum árum, og bar Þing- borgarhópurinn sigur úr býtum á siðasta ári. Borgarráð Framkvæmd- um á léð Nýja bíés verði hraðað í BÓKUN borgarráðs sem samþykkt var samhljóða á fundi ráðsins í gær er áhersla lögð á að umfjöllun byggingamefndar um fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni við Austurstræti 22b, lóð Nýja bíós, verði hraðað þannig að framkvæmdir geti hafíst sem fyrst. Á fundinum samþykkti borg- arráð breytta skilmála um loft- hæð kjallara, 1. hæðar og 2. hæðar nýbyggingarinnar við Austurstræti 22b. I bókun borgarráðs kemur jafnframt fram að breytingarn- ar eru allar innan ramma deiliskipulags Kvosarinnar og að í tillögunni sé nú gert ráð fyrir verulega minni byggingu miðað við Nýja bíó. Frekari til- lögugerð er vísað til umfjöllun- ar í byggingarnefnd og áhersla lögð á að meðferð verði hraðað þannig að byggingarfram- kvæmdir geti hafist sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.