Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fjögurra mánaða uppgjör Loðnuvinnslunnar hf. Rekstrarhallinn 46 milljónir króna SAMKVÆMT bráðabirgðauppgjöri 30. apríl síðastliðinn varð 46 millj- óna króna halli á rekstri Loðnu- vinnslunnar hf. fyrstu fjóra mánuði ársins og orsakast það fyrst og fremst af miklu verðfalli á mjöl- og lýsismörkuðum í vetur. í tilkynn- ingu frá félaginu kemur fram að á þessu tímabili hafí það tekið á móti 50 þúsund tonnum af hráefni, en fyrirframsölur voru litlar og lenti því stór hluti framleiðslunnar í verðfallinu. Hlutabréf Loðnuvinnslunnar hafa nú verið skráð á vaxtarlista Verð- bréfaþings ísiands og er skráð hlutafé félagsins 500 milljónir króna að nafnvirði. Þetta er fjórða starfsár Loðnuvinnslunnar hf. og er hráefn- ismagnið í ár það mesta sem félagið hefur tekið á móti á vetrarvertíð til þessa. Félagið hefur verið rekið með hagnaði þau þrjú rekstrarár sem það á að baki, og þrátt fyrir hallann fjóra íyrstu mánuði þessa árs er eig- infjárstaða félagsins sterk, eða 40% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Fram kemur í tilkynningu Loðnu- vinnslunnar að vonir standi til að hallinn fari minnkandi þegar líður á árið, en það fari að sjálfsögðu eftir því hvemig gengur að ná í hráefni til verksmiðjunnar og hvemig verð á mörkuðum þróast. Bent er á að hið nýja kolmunna- og síldveiðiskip, Hoffell SU 80, komi til með að styrkja hráefnisöfl- un til verksmiðjunnar um leið og það afli félaginu veiðireynslu í kolmunna. Töluverðar endurbætur fóra fram á Hoffelli síðastliðinn vet- ur og eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu urðu þær bæði dýr- ari og kostnaðarsamari en gert hafði verið ráð fyrir. Skipið stundar nú veiðar á kolmunna, en það fer fljótlega til veiða á norsk-íslensku síldinni. Intel kaupir Dialogic Varsla og ráðstöfun á fjármagni Fram- takssjóðs Nýsköpunarsjóðs Gengið til samn- inga við fjóra rekstraraðila New York. Reuters. INTEL, fremsti framleiðandi tölvuörgjörva í heiminum, til- kynnti í gær að um kaup sín á fýrirtækinu Dialogic. Dialogic sérhæfir sig í að tengja sím- og faxtæki tölvum og er talið fremst sinnar tegundar í heimin- um. Kaupverðið er 780 milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur 58,5 milljörðum íslenskra króna. Að sögn fyrirtækjanna sam- þykkti Intel að kaupa hvern hlut í Dialogic á 44 dollara, en það er 32% hærra verð en lokaverð á markaði á föstudag. I kjölfar fréttanna af sölunni hækkuðu hlutabréf í Dialogic um rúma 10 dollara, upp í 43,50 dollara um miðjan dag í gær. Hlutabréf í Intel lækkuðu um rúman dollar, niður í 52,94 doll- ara. Verð bréfa í Dialogic hefur ekki verið hærra á árinu, en var hins vegar hærra árið 1996, þegar það fór upp í 60 dollara. Á FUNDI stjórnar Nýsköpunar- sjóðs síðastliðinn föstudag var ákveðið að ganga til samninga við fjóra rekstraraðila um vörslu og ráðstöfun á fjármagni Framtaks- sjóðs Nýsköpunarsjóðs. Framtaks- sjóður, sem er 1000 milljónir króna, á að stuðla að nýsköpun og atvinnu- uppbyggingu með áherslu á lands- byggðina, einkum á sviði upplýs- inga- og hátæknigreina. Hver hinna fjögurra sjóða er 250 milljónir króna og þurfa rekstraraðilar hver um sig að koma með mótframlag að upphæð 125 millj. kr. Verða þá til fjórir sjóðir til hlutafjárkaupa, hver um sig 375 millj. kr. I frétt frá Nýsköpunarsjóði kem- ur fram að alls bárast tilboð frá níu aðilum í þessa fjóra framtakssjóði, en tilboðsfrestur var til 15. apríl sl. Þeir aðilar sem Nýsköpunarsjóður hyggst ganga til samninga við era Fjárfestingafélag Austurlands hf., Landsbanki íslands - Framtak hf., með sjóðsstjóra á Akureyri, Fjár- festingafélag Vestmannaeyja hf. og Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. - Framtakssjóður EFA - Reykjavík. Reiknað er með að búið verði að ganga frá samningum við væntan- lega rekstraraðila fyrir lok júní- mánaðar. Þess er vænst að sjóðir þessir verði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á landsbyggðinni, en skortur á nægjanlegu áhættufjár- magni hefur oft á tíðum staðið arð- vænlegum verkefnum þar fyrir þrifúm. LOÐNUVINNSLAN hf. 20 stærstu hluthafar 30. apríl 1999 Hlutafé, kr. Hlutfall 1 Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga 208.667.500 41,73% 2 Lífeyrissjóður Austurlands 34.457.603 6,89% 3 Olíufélagið hf 28.750.000 5,75% 4 Vátryggingafélag íslands hf 28.625.000 5,73% 5 L.í. Höfuðstöðvar Viðskipatast. 28.182.373 5,64% 6 Hlutabréfasjóðurinn íshaf hf 20.045.000 4,01% 7 Búðahreppur 19.753.699 3,95% 8 Hraðfrystyhús Eskifjaröar hf 17.146.800 3,43% 9 ísfélag Vestmannaeyja hf 11.615.755 2,32% 10 Samvinnusjóður íslands hf 11.039.134 2,21% 11 íslenski Fjársjóðurinn hf 10.233.436 2,05% 12 Gunnarstindur hf 4.800.000 0,96% 13 íslenski Hlutabréfasjóðurinn hf 4.642.500 0,93% 14 Krossaneshf 4.430.000 0,89% 15 Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 4.000.000 0,80% 16 Bergurhf 4.000.000 0,80% 17 Fáskrúðsfjarðarhreppur 3.500.000 0,70% 18 Lífeyrissjúðurinn Framsýn 3.062.883 0,61% 19 Samvinnulífeyrissjóðurinn 2.500.000 0,50% 20 Kristinn Aðalsteinsson 2.120.000 0,42% 20 stærstu samtals 451.571.683 90,31% Aðrir hluthafar 48.428.317 9,69% HLUTAFÉ ALLS 500.000.000 100,00% Loðnuvinnslan h Milliuppgjör, óendurskoðað j • y 1. janúar - 30. apríl 1999 1999 1998 Rekstrarreikningur Miiijónir krón? 1.1-30.4 1.1-31.12 Breyt. Rekstrartekjur 327,4 981,5 - Rekstrargjöld 327.0 819.6 - Hagn. án afskr. og fjármagnskostn. 0,4 161,9 - Afskriftir (47,1) (112.6) - Hagnaður (tap) án fjármagnskostn. (46,7) 49,3 - Fjármunatekjur og (gjöid) 0,6 (39,2) - Hagnaður (tap) af reglulegri starfsem (46,1) 10,1 - Önnur gjöld (0,9) - - Hagnaður (tap) fyrir reikn. tekjuskatt (46,1) 9,2 - Reiknaðurtekjuskattur - 1,8 _ Hagnaður (tap) tímabilsins (46,1) 10,9 - Efnahagsreikningur 30.4 '99 31.12 '98 I E/onlr: \ Miiijónir króna Fastafjármunir 1.427,5 1.373,2 4,0% Veltufjármunir 244,9 77,8 214,8% Eignir samtals 1.672,4 1.451,0 15,3% I Sku/d/r og e/g/O /6: Milliónir króna Skammtímaskuldir 283,9 117,3 142,0% Langtímaskuldir 691,8 703,6 -1,7% Eigið fé 662,7 596,0 11,2% Skuldir og eigið fé alis 1.672,4 1.451,0 -97,7% - orugg vioskipti á vefnum! Leiksvið markaðarins er að breytast. Netviðskipti munu skilja að keppinauta í kapphlaupinu um viðskiptavini og veita forskot í upphafi nýrrar aldar. VISA hefur í samstarfi við Nýherja sett upp greiðslumiðlunarlausn sem verður undir- staöa netverslunar á íslandi. Með tilkomu SET staðalsins geta kortafyrirtæki loks ábyrgst viðskipti með greiðslukortum á Internetinu. JAPIS, Mál og menning og GKS munu nk. föstudag opna netverslanir sínar byggðar á lausnum Nýherja. Kynnið ykkur lausnir Nýherja fyrir örugg netviðskipti á kynningarráðstefnu VISA um vefviðskipti og netverslanir á Hótel Loftleiðum föstudaginn 4. júní kl. 13:00 - 16:30. Nánari upplýsingar um viðskiptalausnir Nýherja á netinu veita Geir Sigurður Jónsson og Axel V. Gunnlaugsson hjá Nýherja. JAPISI www.japis.is fMf w Mál og mennlng www.malogmenning.is www.gks.is NÝHERJI Sími 569 7700 www.nyherji.is ■■■■■ ^^ !Secure * V/SA PjjitaMlÍÍE ijMBMBHMM v -lransaction www.visa.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.