Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sundagöng REYKJAVÍK og ríkið hafa nú á prjón- unum áætlun um Sundabraut. Þetta er umferðaræð sem á að liggja úr austurbæn- um, yfir Kleppsvík um Gufunes og Geldinga- nes, þaðan um Leiru- vog og Álfsnes og að lokum yfir Kollafjörð. Miklar athuganir hafa farið fram á heppileg- ,ustu útfærslu þessarar risavöxnu framkvæmd- ar. Erfiðasta ákvörðun- in er upphafspunktur- inn, þ.e. tengingin við gatnakerfi borgarinnar og leiðin yfir Kleppsvík. Margar hugmyndir hafa komið fram bæði um brýr og jarðgöng. Vinnuhópur undir stjórn borgarverkfræðings og vegamálastjóra hefur mælt með ákveðinni leið, Leið III. Hún hefst í Vogahverfi og fer á brú yfir voginn, þaðan í göngum gegn um Gufunes- höfða eða á uppfyllingu undir hon- um og síðan áfram norður. Hinn 16. maí birtist skemmtilega stíluð grein í Mbl. eftir Óskar 'Bergsson. Þar gagnrýnir hann valið á vegstæðinu enda telur hann Leið III versta kostinn í stöðunni. Hann kallar hana óskaleið fasteignasala og lögfræðinga. í staðinn mælir hann með leið sem hann nefnir óskaleið vegfarenda og skattgreið- enda. Hér er um að ræða jarðgöng frá Kirkjusandi og yfir í Gufunes. Þar sem þetta er líka óskaleið jarð- fræðinga get ég ekki stillt mig um að leggja nokkur orð í belg. Göng Jarðgöngin, sem nefna mætti Sundagöng, yrðu um 4 km. Þau myndu Iiggja undir Laugarás og Sundahöfn, þaðan undir Kleppsvík og ysta hluta Gufuneshöfða en opn- ast í grennd við gamla Gufunesbæ- inn. Sjávardýpi í Kleppsvíkinni yfir göngunum yrði vart meira en 6 m. Laus jarðlög eru á sjávarbotni en mesta dýpi á fasta klöpp þar er um 30 m. Tií samanburðar má geta þess að Hvalfjarðargöng eru 5,6 km, mesta sjáv- ardýpi er 40 m en mesta dýpi á fasta klöpp þar er 116 m. Sundagöng eru því töluvert styttri og grunnstæðari en Hval- fjarðargöng. Hagkvæmni þeirra ræðst mjög af gerð jarðlaga og því verður að fá svör við mörgum jarðfræðilegum spurn- ingum áður en kostnað- aráætlun er gerð. Jarð- fræði Reykjavíkur er það vel þekkt að unnt er að segja fyrir um helstu jarðlög í göngunum með nokkurri vissu. Samband sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu hefur á Samgöngumál Jarðgöng virðast besti kosturinn, segir Arni Hjartarson, í fyrsta áfanga Sundabrautar. undanfómum árum látið gera vönd- uð jarðfræðikort af landsvæðum sín- um. Jarðfræðingar á vegum Orku- stofnunar og fleiri aðila hafa teiknað þau. Kortin koma að góðum notum við hverskonar skipulagsvinnu, ekki síst þegar jarðgöng koma til álita. Jarðiög Jarðlagaskipan á jarðgangaleið- inni er sýnd á meðfylgjandi korti og þversniði. Þar sést að við Kirkju- sand yrðu göngin grafin í Reykja- víkurgrágrýti, en það er sú bergteg- und sem myndar grunninn undir mestum hluta borgarinnar. Þetta er hraun sem kom upp í eldgosi fyrir 200-300 þúsund árum. Eftir um það bil 1 km er komið niður úr grágrýt- inu og í Elliðavogssetið. Það er að mestu gert úr setlögum sem í eina tíð hafa sest til á sjávarbotni. í þeim finnast samlokur, kuðungar og leif- Árni Hjartarson JARÐFRÆÐIKORT af svæðinu sem um er rætt í greininni og þversnið af jarðgangaleiðinni frá Kirkjusandi og í Gufunes. Græni liturinn táknar Reykjavíkurgrágrýti. Rauðgult táknar Elliðavogslögin. Brúnt sýnir Viðeyjarmóberg. Rauði liturinn er á djúpbergi í Viðeyjareldstöð- inni. Blár litur táknar gamalt blágrýti. Grátt sýnir þykk laus jarðlög og fyllingar. (I þversniðinu er hæð á móti lengd í kvarða 1/6.) ar fleíri lífvera sem lifðu hér við ströndina fyrir 200-300 þúsund ár- um. Lögin eru 10-20 m þykk. Jarð- göngin liggja á ská niður í gegn um þau. Undir Elliðavogsseti er miklu eldra berg, Viðeyjannóberg, sem er meira en tveggja milljón ára. Þetta er gríðarmikið lag sem orðið hefur til við eldsumbrot í eldstöð sem í eina tíð reis við himin þar sem Við- ey er nú. I móberginu eru innskot úr djúpbergi, sem myndað er úr hraunkviku sem hefur troðið sér inn í móbergið. í þessu bergi mun af- gangurinn af göngunum liggja. Þessar bergtegundir hafa allar ólíka tæknilega eiginleika og henta misvel íyrir jarðgöng. Grágrýtið er sæmilegt jarðgangaberg. Það stendur vel en vatnsleki gæti orðið einhver. Elliðavogssetið er þéttara en þar þarf að gæta sín á hruni á meðan á gangagerðinni stendur og styrkja vel veggi og loft. Móbergið og djúpbergið í Viðeyjareldstöðinni er hins vegar bæði sterkt og þétt og þar er gott til jarðgangagerðar. Ekki er vitað um sprungur eða misgengi á þessum slóðum og ekki er sérstök ástæða til að óttast erfið- leika af þeim sökum. Reykjavík er á jarðskjálftasvæði en reynslan sýnir að neðanjarðarmannvirki standa betur af sér skjálfta en mannvirki á yfirborði jarðar. í því tilliti eru göng öruggari en brýr. í Laugardal er jarðhitasvæði og nokkrar af borholum HR eru ekki langt undan. Hins vegar eru mörg hundruð metrar niður á heita vatnið svo ekki er ástæða til að óttast að það valdi erfiðleikum Vatnsleki gæti orðið nokkur í þeim hluta ganganna sem liggur í grágrýtinu. Með réttri fóðringu á að vera auðvelt að koma í veg fyrir hann. Sá hluti ganganna sem liggur undir sjó er hins vegar allur í þéttu bergi þar sem leki er hverfandi lítill. Niðurstöður Leiðin frá Kirkjusandi og í Gufu- nes virðist við fyrstu sýn góð frá jarðfræðilegu sjónarmiði. Reynsla af jarðgangagerð hérlendis er ágæt og öll grundvallarþekking og þjálfun er til staðar. Gott er að hafa hliðsjón af Hvalfjarðargöngum, sem kostuðu um 4,5 milljarða króna. Jarðlaga- skipan í Sundagöngum er að vísu gerólík en tæknilega séð eiga þau að vera auðveldari viðfangs. Sunda- göng eru talin munu kosta um 3,5 milljarða. Þá er miðað við göng með tveimur aki’einum. Þó er einsýnt að síðar verði bætt við öðrum jafnvíð- um göngum til hliðar og þannig verði til tvískipt göng sem bera um- ferð í gagnstæðar áttir. Seinni göng- in verða mun ódýrari. Avinningur: 1. Þung umferð hverfur af yfir- borðinu og þar með sá farartálmi sem umferðaræð af þessari stærð er. 2. Hljóðmengun verður í lág- marki. 3. Röskun á landslagi við Sundin, sem uppfyllingar og brýr valda, er úr sögunni. 4. Lífríkið i Kleppsvík sleppur við skaða. 5. íbúðahverfi verða ekki fyrir truflunum af framkvæmdum og skipulagsbreytingum. 6. Hálka, ófærð og slagveður verða ekki til staðar. 7. Útmoksturinn úr göngunum er verðmætt fyllingarefni sem koma mun að góðu gagni. 8. Kostnaður er í lægrí kantinum miðaður við aðrar leiðir. Jarðgöng virðast besti kosturinn í fyrsta áfanga Sundabrautar. Þau þurfa ekki að liggja eins og sýnt er hér að ofan. Vandkvæðalaust er að hagræða legu þeiiTa á ýmsa lund en einn af kostum jarðganga er að rýmið og frjálsræðið neðanjarðar er svo miklu meira en á yfirborðinu. Höfundur er jarðfræðingur hjá Orkustofnun og sérfræðingur í jarðfræði Reykjavíkur. RED//GREEN Auglýsingasj ónvarp UM ÞESSAR mund- ir fagnar Skjár 1 átta mánaða góðu gengi á sjónvarpsmarkaðinum á íslandi, þrátt fyrir mikið vanmat og efa- semdir um hvort aug- lýsingasjónvarp gæti virkilega þrifist á Is- landi. Baráttan hefur verið löng og ströng fyrir okkur aðstand- endur stöðvarinnar, 16-18 stunda vinnu- dagur í marga mánuði samfellt, sem er nú að skila okkur árangri erf- iðis okkar. Auglýsinga- sjónvarp á Islandi er staðreynd, og ekki verður aftur snú- ið. Við megum eiga það að okkur er að takast það sem risafyrirtækjum og peningaveldum tókst ekki, að reka sjórivarp íýrir fólkið í landinu, og bara það éitt verður aldrei af okkur tekið. Við lifum án ríkisstyrkja, án áskriftar, án nokkurs konar fram- laga. Við erum einkafyrii-tæki að berjast við mikinn ójöfnuð um tekj- ur. Við þurfum að hafa mikið fyrir hvérri krónu sem kemur í kassann og vanda vel til ráðstöfunar þess fjár sem félagið aflar sér, með dugnaðarstarfs- fólki sem hefur aðeins eitt markmið; að félag- inu gangi vel. Bruðl er ekld á dagskrá. Ymis atvik koma upp í þessum rekstri sem öðrum. í Morgunblað- inu 20. maí er fjallað um þátt Davids Lett- ermans sem Skjár 1 hefur sýnt undanfarið. Framtakið var lofað af áhorfendum. Engin kvörtun barst stöðinni. Enginn var óhress með framtakið. Nema sá sem kvartaði til út- varpsréttarnefndar, hver svo sem það var. Vakti sá þarfa umræðu um þýðingarskyldu, auk þess að vekja upp gamlan draug um hvað í raun má og hvað ekki. Mér ber sem for- stöðumanni sjónvarps að fara að lögum um útvarp og að sjálfsögðu var gripið til þeirra aðgerða að taka umræddan þátt af dagskrá, og var það gert án tafar, þrátt fyrir að stöðin hafi enn ekki fengið skrifleg fyrirmæli um slíkt. Við töldum okkur skulda áhorf- endum skýringar á því hvers vegna Hólmgeir Baldursson Útvarpslög Að lokinni yfírferð um útvarpslögin þóttist ég sjá, segir Hólmgeir Baldursson, að ekki væri tekið á auglýsing- um í fréttum og frétta- tengdum þáttum annarra stöðva. þátturinn væri hættur. í framhaldi af því var skjámynd birt á stöðinni um afdrif þáttarins, sem hafði mjög víðtæk áhrif, og var mikið hringt og erð óánægja með þessa rðun. Til stóð að taka þá þátt __: Lenos, the Tonight Show, í lóftið, en áhorfendur voru ekki á eitt sáttir við þá ákvörðun, auk þess sem sá þáttur er sýndur á CNBC á Fjölvarpinu. Ótextaður að sjálf- sögðu þar sem um útsendingu á heildardagskrá er að ræða. Hjá okkur vaknaði strax sú spurning hvort aðrar stöðvar færu að lögum og hvort einhvers staðar væri brotalöm, fyrst við vorum ávítaðir. Jú, að lokinni yfirferð um útvarpslögin, sem allir geta kynnt sér á Netinu, þóttist ég sjá að ekki væri tekið á auglýsingum í fréttum og fréttatengdum þáttum annarra stöðva. í bréfi til útvarpsréttar- nefndar benti ég á að þetta atriði yrði að taka til skoðunar. En það virðist ekki vera áhugi á málinu og ég talinn misskilja lögin. Nú ber svo við að formaður út- varpsréttarnefndar, ágætur maður að nafni Kjartan Gunnarsson, held- ur því fram að það sé í lagi að hluta fréttatíma í sundur með auglýsing- um og öðru efni. Það hafi ekki verið talið að þarna væri verið að rjúfa fréttaútsendingu. Hver taldi það? Af hverju gilda ein lög um okkur en ekki aðra? Er ekki bara verið að stinga á kýli sem enginn hefur þor- að að nefna hingað til? Ég hef engan hag af því að munn- höggvast við Kjartan í fjölmiðlum og baka mínu félagi óvild útvarps- réttarnefndar, en rétt er rétt, og lög eru lög, hvað sem hver segir. Það er ekki nóg að túlka ákveðnar greinar svona en ekki hinsegin. Lögin eru skýr; það er óheimilt að skjóta aug- lýsingum inn í fréttatengda dag- skrárliði. Punktur og basta. Ef 19:20 er ekki fréttatengdur þáttur þá er ég Mikki mús. Höfundur er sjón varpsstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.