Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ i | >sí ingar lentu í kasti við landhelgis- brjóta og misstu við það menn. I þriðja lagi minnumst við þess að landhelgin var færð út í áfóngum á áttunda áratugnum - ekki er ólíklegt að þessi atburður hafi hreyft við fyrstu hugsunum um landhelgismál- ið. Víst er að á stórum stundum í landhelgisbaráttu áttunda áratugar- ins var landhelgisbátnum frá Meira Garði, sem síðar kallaðist Ingjaldur, stillt upp til að minna á að baráttan fyrir landhelginni hafði ekki verið átakalaus. Á stóra baráttufundinum fyrir landhelginni á Lækjai-torgi 24. maí 1973 var bátnum stillt upp fyrir framan Stjómarráðið. Þá söfnuðust um 30 þúsund manns saman og mót- mæltu flotainnrás Breta í íslenska landhelgi. Síðastliðið haust komu flestir af afkomendum Jóhannesar saman - það voru um 50 manns. Þar var ákveðið að reisa minnisvarða um Jó- hannes og félaga hans. Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvar minn- isvarðinn eigi að rísa en vonir standa td að það geti orðið nálægt þjóðveginum austan við Mýrar í ná- grenni bæjarstæðis Bessastaða þar sem góð sýn er til sögusviðs þessa atburðar. Varðann, sem Jón Sigur- pálsson, myndlistarmaður á Isafirði, gerði, á að afhjúpa hinn 10. október, sama dag og slysið varð, á sunnu- degi. Daginn áður verður ættarmót á Núpi. Á sunnudeginum verður messað í Mýrakirkju og varðinn af- hjúpaður þá á eftir. Nokki-ar ræður verða fluttar á þessum stöðum, þar á meðal talar hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti að öllu forfalla- lausu. Allir eru velkomnir að þess- um athöfnum. Það er von okkar sem stöndum að þessum viðburði að hann verði öllum til sóma og til að heiðra minningu þeirra manna sem þama fórust við landhelgisvamir. Minnisvarðanum er einnig ætlað að minna á mikilvægi baráttunnar um yfírráð Islendinga yfir fískimiðum sínum og þá sigra sem náðust á þeirri öld sem senn er að h'ða. Við höfum sent gíróseðla til nokk- urra fyrirtækja, félaga og einstak- linga í þeirri von að eitthvað verði látið af hendi rakna í minnisvarða- sjóðinn. Peningar eru vel þegnir frá velunnurum. Reikningsnúmer er 0195-26-42684 í Sparisjóði vélstjóra, Síðumúla 1, Reykjavík. Höfundur er húsmóðir og fv. ritsijóri Húsfreyjunnar. nauðsynlegum ábendingum og upp- lýsingum um fæðubótarefnin og snyrtivörumar og hvemig megi nálgast þær. Hægt er að kaupa í Lucky allt sem Herbalife býður upp á á íslandi og fá síðan vömna heimsenda um hæl. Þessi söluaðferð er að sjálfsögðu ekki fréttnæm, enda enginn ágreiningur um ágæti þess að hægt sé að kaupa Herbalife á Netinu fyrir íslenska notendur í ör- yggi heimilisins í öruggri Netversl- un. En skrif Moggaritara, þrátt fyrir fulla vitneskju um tilvist Lucky í MegaStore, benda eindregið til þess að í þeim skrifum hafi ekki verið lögð áhersla á að koma með slíkar upplýs- ingar né staðreyndir fyrir lesendur Moggans, heldur að draga fram sem flestar neikvæðar hliðai’ málsins með fréttum um óprúttna sölumenn, sem reyndar finnast í öllum sölugreinum og em yfirleitt undantekningarnar sem sanna regluna. Herbalife-verslunin á Netinu, sem heitir eins og áður sagði Lucky, er á slóðinni http://Superhighway .is/Lucky. Þar er að finna allar upp- lýsingar um þær vörur Herbalife sem em leyfðar til endursölu á Is- landi og það verð sem er í gangi. Þarna geta menn kynnt sér allt um málið og keypt Herbalife-fæðubótar- efnið ef þeir vilja. I Lucky er ekkert pýramídadæmi í gangi, engin ósvífin loforð um skjótfenginn gróða né nein gyllitilboð um óraunhæfan árangur í barát-tunni við aukakílóin. Það má líka koma því á framfæri að Herbali- fe er ekki bara megrunarfæða, held- ur einnig uppbyggjandi fæðubótar- efni. Einnig er að finna í Lucky aðra deild, þar sem á boðstólum em vist- vænar snyrtivömr frá Herbalife undir vömmerkinu Dermajetics. Höfundur er Kringlustjóri á Netinu. MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 35s UMRÆÐAN Islensk heildverslun Undanfarið hefur mikið verið rætt um þróun í dreifingu mat- væla og breytingar á hlutverki þeirra sem þar eiga hlut að máli. Umi-æðan er í sjálfu sér ekki ný af nálinni. Hún kemur upp af og til, en upphaf hennar má líklega rekja til verslunardeildar Sam- bandsins. Umræðunni fylgir ævinlega dóms- dagsspá um framtíðar- hlutverk heildverslun- ar. Því er slegið fram að heildsalar séu of margir og jafnvel hlut- fallslega fleiri hér á landi en annars staðar. Það er jafn- vel látið að því liggja að birgjar smásöluverslana séu allt heildversl- anir, þó að vitað sé að birgjunum megi skipta í stómm dráttum í þrjá meginhópa, þ.e. innlenda framleið- endur, afurðastöðvar og heildsala eða innflytjendur, en þeir eru full- trúar erlendra framleiðenda á markaðinum. í því sambandi er rétt að benda á að erlendir framleiðend- ur velja sjálfir sína samstarfsað- ila/umboðsmenn og setja þá iðulega það skilyrði að viðkomandi sé ekki fulltrúi annars framleiðanda í sömu grein. íslenskir útflytjendur setja jafnan einnig samskonar skilyrði á útflutningsmörkuðunum. Engu að síður hefur íslenskum innflytjend- um tekist ágætlega að hagræða í vörudreifingunni, m.a. með því að eiga viðskipti við marga framleið- endur með mismunandi vöruflokka. íslenskir innflytjendur eiga sín við- skipti milliliðalaust við erlenda framleiðendur en síður við erlendar heildsölur eða dreifinganniðstöðvar líkt og margar smásöluverslanir. Umræður um þessi mál hafa oft og tíðum byggst á rangtúlkunum eða hreinum misskilningi, en þó að- allega því að menn hafa ekki verið að bera saman sambærilega hluti. Þetta á sérstaklega við um saman- burðinn við nágranna- löndin. Þá hefur það verið fullyrt að heild- verslanir séu hlutfalls- lega fleiri hér á landi en annars staðar í Evr- ópu. Þessi fullyrðing fær engan veginn stað- ist og er beinlínis röng. Ef litið er til talna frá Hagstofu Evrópusam- bandsins kemur m.a. í ljós að innan Evrópu- sambandsins starfa u.þ.b. 7 milljónir manna við heildversl- un, og af heildarveltu í verslun sem nemur u.þ.b. 3,6 þús. milljörð- um Ecu er 55% heild- verslun eða um 2 þús. milljarðar Ecu. Þar af nemur heildverslun með matvæli 40% eða u.þ.b. 800 þús. milljörðum Ecu og skv. tölun- um eru starfandi innan Evrópusam- bandsins ein milljón heildverslana. Af þessu verður ekkert annað ráðið Heildverslun Öll fyrirtækin í dreif- ingarkeðjunni, segir Haukur Þór Hauksson, gegna mikilvægu hlut- verki, sem byggist á verka- skiptingu og sérhæfíngu en að evrópsk heildverslun, sem m.a. telur inn- og útflutning, um- boðsviðskipti og heildsöludreifingu, sé þýðingarmikil atvinnugrein sem leggur mikið af mörkum til atvinnu- þróunar og aukinnar velmegunar íbúa álfunnar. Hvað veldur þá þeirri umræðu sem aftur og aftur skýtur upp koll- inum hér á landi og þar sem farið er jafn frjálslega með staðreyndir og raun ber vitni? Án efa eru á því fjöl- margar skýringar, þó virðist mér einna helst að mönnum fatist sam- anburðarlistin eða að um einhvers konar hugtakarugling eða skilgrein- ingarvandamál sé að ræða. Á Islandi sinna heildsalar marg- þættu hlutverki. Þeir eru innflytj- endur, halda birgðir, stunda um- boðsviðskipti, sinna markaðsstarfi og hagsmunagæslu fyrir erlenda framleiðendur eða vörumerkjaeig- endur. Að lokum sinna þeir eigin- legri heildverslun, þ.e.a.s. vöru- dreifingu til verslana, innlendra framleiðenda og annarra kaupenda. Annars staðar á Norðurlöndum er þetta með nokkuð öðrum hætti, heildverslanir þar sinna fyrst og fremst vörudreifingu til verslana og eru því fremur birgðastöðvar í lík- ingu við fyrirtækin Aðföng, Búr o.fl., og þær dreifa öllum vörum óháð vörumerkjum, jafnt innlendra sem erlendra framleiðenda, enda eru heildsölurnar ekki markaðsfyr- irtæki heldur einvörðungu dreifing- armiðstöðvar. Á hinum Norðurlönd- unum er dreifing innlendra fram- leiðsluvara mun mildlvægari en hér á landi, enda heimamarkaðurinn stærri og þarlendir framleiðendur öflugri. Vörur erlendu framleiðend- anna eru keyptar af innflutningsfyr- irtækjum, sem ýmist eru innlend umboðsfyrirtæki eða söluskrifstofur í eigu erlendra framleiðenda. Er- lendur framleiðandi hefur um það að velja hvort hann opni eigin sölu- skrifstofu eða fari í gegnum um- boðsmann. Það sem ræður vali framleiðandans er m.a. fyrirhöfn, tilkostnaður en fyrst og síðast fjár- hagslegur ávinningur. Og stundum borgar sig einfaldlega ekki að opna eigin söluskrifstofu heldur er mark- aðssetningin ódýrari með umboðs- mannakerfi. Það má ekki gleyma því að Norð- urlandamarkaðurinn er mun stærri markaður en sá íslenski og því get- ur í sumum tilvikum verið skynsam- legt fyrir erlendan framleiðanda að hafa eigin söluskrifstofu/markaðs- Haukur Þór Hauksson skrifstofu sem sér um innflutnings- og/eða markaðsstarfið. I öðrum til- vikum er ávinningurinn ekki það mikill og því e.t.v. hagkvæmara að sinna vörudreifingunni með um- boðsmönnum/innflytjendum. Á ís?—’ landi þekkist einnig hvort tveggja þó yfirleitt sé vörudreifingin fyrir milligöngu umboðsmanna. Af framansögðu ætti að vera ljóst að samanburður á starfsemi heild- verslana á Islandi við hin Norður- löndin byggir að ýmsu leyti á mis- skilningi. Sölustigin á hinum Norð- urlöndunum hafa löngum verið fleiri en hér á landi og íslensk heild- sölufyrirtæki eða innflytjendur bor- in ranglega saman við sölustig sem til skamms tíma var einfaldlega ekki til á íslandi. Það er fyrst nú. með tilkomu fyrirtækja eins og" Búrs og Aðfanga að það er hægt. Þessi tvö fyrirtæki ætti með réttu að bera saman við norrænu heild- verslanimar/grossistana. Hefð- bundin íslensk heildsölufyrirtæki em í raun innflutningsfyrir- tæki/markaðsfyrirtæki og þau standast fyllilega samanburð við þau norrænu. Það er orðið löngu tímabært að umræðan um fyrirkomulag vöra- dreifingarinnar hér á landi fari fram á réttum forsendum og með raun- hæfum samanburði við önnur lönd. Öll fyrirtækin í dreifingarkeðjunni gegna mikilvægu hlutverki sem byggir á verkaskiptingu og sérhæf-r ingu. Gildir það jafnt um smásölu- verslunina sem heildverslun, inn- flutningsverslun svo og innlenda og erlenda framleiðendur. Framundan er enn eitt þróunar- skrefið til aukinnar hagræðingar og skilvirkni vömdreifingarinnar, en það er með svokölluðu ECR birgða- stýringarkerfi. Kerfi þetta byggir að verulegu leyti á því að gott sam- starf takist með öllum þátttakend- um í dreifingarkeðjunni, byggt á trausti og gagnkvæmum skilningi. Við íslendingar skulum ekki vera" eftirbátar annarra við að stíga þetta framfaraspor og innleiða þessa nýju tækni. Höfundur er formaður Samtaka verslunarinnar, félags stórkaup- manna. Hækkun skóla- gjalda í Isaksskóla Opið bréf til borgar- stjórnar Reykjavíkur UM síðustu mánaðamót var okk- ur foreldrum bai-na í Isaksskóla til- kynnt hækkun skólagjalda næsta skólaár þar eð skólanum væri „nauðugur einn kostui- í þeim efnum vegna þessa niðurskurðar á styrk frá Reykjavíkur- borg“ sem foreldrum hafði verið tilkynnt að stæði fyrir dyram, eins og segir í bréfi skóla- stjóra. Skólagjöld í Isaksskóla munu hækka um tæp 100%, úr 3.600 krónum í 7.000 krónur á mánuði. Væntanlega myndum við foreldrar sætta okkur við þessa hækk- un eða færa barn okk- ar í annan skóla þegj- andi og hljóðalaust ef þessum upplýsingum hefði ekki fylgt að ástæða hækkun- arinnar væri skert framlag borgar- innar með grunnskólabörnum í ísaksskóla miðað við önnur grunn- skólabörn í borginni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram hafa komið í fjölmiðlum er framlag Reykjavíkurborgar með hverju grannskólabarni í borginni að með- altali 240 þúsund krónur en 160 þúsund krónur, sæki þau skóla utan sveitarfélagsins. Nýlega undrritað- ur þjónustusamningur milli stjórnar Elsa S. Þorkelsdóttir ísaksskóla og fræðsluyfirvalda borgarinnar gerir hins vegar ráð fyrir að þetta framlag verði skert, verði 140 þúsund krónur á mánuði með bömum í Isaksskóla næsta skólaár. Ekki er hægt að skilja þessar upplýsingar og þá umfjöllun sem verið hefur í fjölmiðlum vegna þessa máls öðru vísi en svo, að ekki sé gert ráð fyrir sambærilegri skerðingu á framlagi borgarinnar með börn- um í öðram grunnskól- um í Reykjavík, aðeins þeim sem ganga í Isaksskóla. Nú vil ég strax í upphafi taka undir það með borgar- yfirvöldum að það er ekki gott að nokkrum vikum eftir að undirrit- aður er þjónustusamn- ingur komi fram kröfur um að honum sé breytt. Og vissulega spyr ég mig hvaða gögn skólastjórn Isaks- skóla hafði undir höndum þegar hún samþykkti þennan samning? Skýringar borgaryfirvalda eru að mínu mati langt frá því að vera full- nægjandi og særa í raun réttlætis- kennd mína. Þær eru í fyrsta lagi að foreldrar barna í Isaksskóla gi-eiði skólagjöld og að því megi færa fyrir því rök að ef greiða eigi sömu fjárhæð úr borgarsjóði til þessa skóla, þá beri að leggja niður skólagjöldin. í þessu felst að borg- aryfirvöld virðast ekki sjá neitt at- Skólamál Skýringar borgaryfir- valda eru að mínu mati langt frá því að vera fullnægjandi, segir Elsa S. Þorkelsdóttir, og særa í raun réttlæt- iskennd mína. hugavert við að greiða hærri fjár- hæð með reykvískum grunnskóla- börnum sem sækja skóla í önnur sveitarfélög en með þeim reykvísku grunnskólabörnum sem sækja Isaksskóla. Að mínu mati standast svona skýringar ekki. Það má vissulega deila um hvort rétt sé að leyfa einkarekna skóla hér á landi. Sú spurning er hins vegar pólitísk spurning og kemur þessu máli ekk- ert við. Einkareknir skólar eru til staðar. Þau skólagjöld sem þeir innheimta era ekki tilkomin til að spara sveitarstjórn fé, heldur til að mæta þeim kostnaði sem er til við- bótar því opinbera framlagi sem einkarekni skólinn hefur tilkall til, til jafns við aðra skóla. Hafa verður hugfast að einkarekni skólinn er að taka að sér lögbundið verkefni fyrir borgaryfirvöld. Starfsemi hans er háð samþykki hins opinbera og starfsemi hans fer eftir lögum og samþykktrinám.skrá.Aðréttlæta þessa ákvörðun með því að foreldr- ar greiði skólagjöld felur í sér sér- staka skattlagningu á þá útsvars- greiðendur í Reykjavík sem eiga börn í ísaksskóla. Þeirri spurningu hefur þegar verið varpað fram hvort slíkt standist jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. í öðru lagi hafa borgaryfirvöld^ bent á að framangreindar fjárhæðir sem greiddar eru með sérhverju skólabarni í Reykjavík og sú fjár- hæð sem þjónustusamningurinn gerir ráð fyrir að greidd verði með sérhverju barni í ísaksskóla séu ekki að fullu sambærilegar. Inni í fjárhæðinni kr. 240.000 kr. sé stuðningur við börn sem þurfa sér- staka aðstoð og að sú aðstoð standi börnum í ísaksskóla til boða skól- anum að kostnaðarlausu. í mínum huga er þessi skýring jafnóljós og sú fyrri. Er það þá svo að borgaryf- irvöld hafi fram til þessa ofgreitt með börnum í ísaksskóla sem nú sé verið að leiðrétta í áföngum? Er kostnaður vegna sérstakra þarfav" einstakra bama þá að meðaltali sá mismunur sem þarna er gert ráð fyrir að verði á framlagi til ísaks- skóla og annarra grunnskóla? Áhugavert væri að fá upplýsingar um það. Eftir standa ósvaraðar spurning- ar sem mikilvægt er fyrir foreldra barna í ísaksskóla að fá svör við. Haldbærar skýringar borgaryfir- valda munu leiða til þess að ég mun með glöðu geði greiða uppsett skólagjöld í ísaksskóla næsta vetur. En ef nánari skoðun á þjónustu- samningnum leiðir til þess að verið^ sé að mismuna grunnskólabörnum í ísaksskóla og foreldrum þeirra, þá vil ég beina þeim tilmælum til borg- aryfirvalda og skólastjórnar Isaks- skóla að taka upp fyrmefndan samning. Höfundur er lögfræðingur og for- eldri bamsílsaksskóla. ------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.