Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 33 VERDBRÉFAMARKAÐUR Ótti við vaxtahækkan ir vestra veldur lækk- unum á mörkuðum Verö á hlutabréfum og skuldabréf- um í Evrópu lækkaði nokkuö í gær vegna ótta viö vaxtahækkanir í Bandaríkjunum í kjölfar frétta um aukna framleiðslu þar í landi. Sér- fræðingar óttast að verðbólgu- þrýstingur vari vaxandi vestanhafs og telja líkur á að Seðlabankinn muni grípa til aögeröa ef heldur fram sem horfir. Talið er að niður- stöður mánaðarskýrslu um at- vinnuástand í Bandaríkjunum sem Í út kemur á föstudag muni hafa af- gerandi áhrif á það hvort bankinn muni hækka vexti í lok júní eða ekki. Dow Jones vísitalan féll um 1 prósent og Euro stoxx 50 vísitalan, sem mælir verð hlutabréfa víða í Evrópu, féll um 0,45 prósent. Gengi dollars féll nokkuð gagnvart evru og var 1,046 en gengi dollars gagnvart jeni féll einnig. Pundið, sem hefur veriö að styrkjast vegna nýlegrar skýrslu sem leiddi í Ijós hagstæöar tölur um framleiðslu í Bretlandi, hækkaði um meira en eitt cent gagnvart dollar og var gengi þess 1,6079 dollarar. Gull féll mikið í verði eða um þrjá doll- ara og seldist únsan á 265,5 doll- ara í gærmorgun, sem er lægsta verð á gulli síöan í maí 1979. Gengi evrunnar í viðskiptum innan Evrópu hækkaði nokkuð vegna um- mæla háttsetts hershöfðingia í Jú- góslavneska hernum þess efnis að pólitísk lausn í Kosovo-deilunni væri í augsýn. Hlutabréfamarkaður í Aþenu styrktist um 4,4 prósent í gær vegna vona um frið í deilunni og góðrar rekstarafkomu fyrirtækja þar í landi. Nikkei 225 vísitalan í Japan hækkaði um 1,8 prósent í gær, m.a. vegna vangavelta um að söluskattur verði afnuminn í Japan innan tíðar en ríkisttjórn landsins hefur neitað að áform séu uppi um slíkt. VIÐMIÐUNARVERÐ Á HRÁOLÍU frá 1. janúar 1999 VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS Kvótategund Viðskipta- Vlðskipta- Hssta kaup- Lsgsta sölu- Kaupmagn Sölumagn Vegið kaup- Vegið sðlu Siðasta magn (kg) verð (kr) tilboð (kr). tilboð (kr). eftir(kg) eftir(kg) verð (kr) verð (kr) meðalv. (kr) Þorskur 142.700 107,97 107,05 107,94 66.900 202.456 105,51 108,32 107,87 Ýsa 75.000 48,26 48,00 0 186.579 48,38 48,53 Ufsi 2.150 25,70 25,49 0 98.881 26,05 25,75 Karfi 44.173 38,94 39,00 39,49 22.827 305.127 39,00 40,11 40,01 Steinbítur 10.562 19,00 19,00 93.284 0 17,89 17,45 Grálúöa 5 91,50 92,01 25.328 0 91,91 95,00 Skarkoli 21.113 45,00 46,01 50,00 20.957 37.000 45,64 50,00 43,28 Langlúra 4.584 36,50 0 0 36,50 Sandkoli 13,61 105.550 0 13,59 13,55 Skrápflúra 12,02 106.029 0 12,01 11,75 Loðna 0,15 0,18 1.891.000 1.974.000 0,10 0,18 0,15 Humar 455,00 2.500 0 431,80 426,17 Úthafsrækja 3,47 0 600.740 3,92 4,39 Rækja á Flæmingjagr.200.00032,00 0 0 22,00 Ekki voru tilboð í aðrar tegundir Hluthafar samþykkja samruna Exxon-Mobil Dallas. Reuters. HLUTHAFAR Exxon Corp. og Mobil Corp. hafa samþykkt með yf- irgnæfandi meirihuta atkvæða sam- runa fyrirtækjanna í stærsta olíufé- lag heims í eigu fjárfesta. Exxon eignast Mobil með samn- ingi upp á 87 milljarða dollara, sem er mesti samruni í fyrirtækjasög- unni. Hluthafar Mobil fá 1,32015 hlutabréf í Exxon fyrir hvert Mobil hlutabréf. Samruninn var samþykktur á fundum í Dallas nálægt aðalstöðv- um Exxon í útborginni Irving. Hlut- hafar Mobil samþykktu samrunann með 98,3% atkvæða, en hluthafar Exxon með 99,2% atkvæða. Sameiginlegar tekjur hins nýja fyrirtækis, Exxon Mobil Corp., námu 171,3 milljörðum dollara í fyrra og heildarverðmæti útgefinna hlutabréfa mun nema 286 milljörð- um dollara. Markaðurinn var ekki hliðhollur fyrirtækjunum þegar samruninn var samþykktur. Olíuiðnaðurinn varð hvað harðast úti þegar Dow Jones vísitalan lækkaði um rúm 2% og leiddi lækkunin til þess að mark- aðsvirði hins sameinaða fyrirtækis minnkaði um rúma 10 milljarða doll- ara. Lokaverð bréfa í Exxon lækkaði um 3,19 dollara í 78,69 í New York og bréfa í Mobil um 3,375 dollara í 99,69 dollara. Samþykki yfirvalda Endursameining þessara tveggja arftaka Standard Oil, félags Johns D. Rockefellers, á enn eftir að hljóta samþykki eftirlitsyfirvalda og er búizt við að þau neyði félögin til að losa sig við nokkrar hreinsunar- stöðvar og sölustaði. „Ég er viss um að við getum kom- ið á fót afburðafélagi í olíuiðnaði," sagði Lee Raymond, stjómarfor- maður og aðalframkvæmdastjóri Exxon, sem mun gegna sömu störf- um í nýja fyrirtækinu. Stjómarfor- maður Mobil, Lucio Noto, sem verð- ur varastjómarformaður hins sam- einaða fyrirtækis, tók í sama streng. Exxon er nú stærsta olíufélag Bandaríkjanna og Mobil er næst- stærsta félag landsins og hið fjórða stærsta í heiminum. Ríldsrekin olíu- félög í mörgum olíuframleiðsluríkj- um era stærri með tilliti til olíu- birgða og framleiðslu. Að sögn Raymonds og Notos mun kostnaður minnka um 2,8 milljarða dollara á ári og nýrra tekna verður aflað með sameigin- legum aðgerðum innan þriggja ára. Störfum verður fækkað um 9.000 úr 122.700 í árslok 1997. Elf býður betur í Sag-a en N. Hydro Ósló. Reuters. FRANSKA olíufélagið Elf Aquitaine hefur gert óvænt tilboð upp á 17 milljarða norskra króna í Saga Petroleum í Noregi og býður þar með hærra verð en keppinaut- urinn Norsk Hydro ASA. Þótt norska stjómin vilji að Saga verði áfram í eigu Norðmanna segir Elf að tilboðið sé vinsamlegt og hafi verið gert vegna hvatningar frá Saga, sem hefur leitað að erlendum meðeigendum til að koma í veg fyrir að stærri norsk fyrirtæki skipti fé- laginu á milli sín. „Tilboðið í Saga er í samræmi við þá stefnu okkar að styrkja stöðu okkar á sviðum olíuleitar og fram- leiðslu með kaupum, sem grandvall- ast á vali,“ sagði forstjóri Elf, Phil- ippe Jaffre. Saga er eina hreinrækt- aða olíu-, gasleitar- og framleiðslu- fyrirtæki meginlands Evrópu. 8% hærra tilboð Elf kvað 115 króna tilboð sitt á bréf í reiðufé 8% hærra en tilboð Sett ofan í við Murdoch London. Reuters. RUPERT Murdoch hefur fengið ákúrur frá brezkum eftírlitsyfír- völdum, en kemst hjá rannsókn á því hvort lækkun á verði Lund- únablaðsins The Times hafi verið tilraun til að ná einokunarað- stöðu. Stofnun til tryggingar góðum viðskiptaháttum (OFT) úrskurð- aði að News International deild Murdochs hefði farið á svig við samkeppnisreglur með því að bjóða verðlækkun. Keppinaut- arnir héldu því fram að þeir mættu ekki við því að svara í sömu mynt til að missa ekki markaðshlutdeild. Hins vegar stillti OFT sig um að vísa málinu til brezka sam- keppnisráðsins og tók gilt óform- legt loforð News International um að ef verð The Times yrði lækkað í framtíðinni mundi fyrir- tækið tilkynna stofnuninni lækk- unina með 10 daga fyrirvara. Þarf ekki leyfi Þótt fyrirtækið samþykkti að útskýra fyrir OFT ástæður hvers konar verðlækkunar þarf fyrir- tækið ekki að sækja um leyfi eft- irlitsyfírvalda fyrir lækkunum áður en þær taka gildi. tírskurðurinn er síðasti þáttur- inn í langvinnri herferð keppi- nauta Murdochs, sem halda því fram að hann hafí misnotað sterka aðstöðu í brezkum fjölmiðlum tíl að lama minni keppinauta. Hins vegar draga fjölmiðla- fræðingar úrskurð OFT í efa og halda því fram að brezk eftirlits- yfírvöld eigi ekki að takmarka áhrif Murdochs úr því að þau hafi leyft honum að byggja upp veldi sitt á síðustu 30 árum. Ólíklegt er að úrskurðurinn hafi mikil áhrif á blöð Murdochs, en hann gæti valdið BSkyB sjón- varpsrisa hans erfiðleikum. BSkyB hyggst gefa stafrænan mótf ökubúnað og auka markaðs- hlutdeild á kostnað keppinautar- ins ONdigital. OFT hefur athugað þrjár fyrri verðlækkanir The Times. Lækk- anir síðan 1993 hafa gert blaðinu kleift að rúmlega tvöfalda út- breiðslu sína í 744,490 eintök, þótt The Daily Telegraph sé enn- þá útbreiddasta vandaða dag- blaðið í Bretlandi. l6iVl Norsk Hydro, sem býður eitt hluta- bréf á móti þremur á grandvelli 106 króna lokaverðs bréfa í Saga í Ósló 27. maí. Tilboðið er 35% hærra en síðasta verð bréfa í Saga áður en hið ríkis- rekna Norsk Hydro skýrði frá til- boði sínu um yfirtöku 10. maí. Hydro vildi ekkert segja um tilboð Elf í fyrstu. Verð bréfa í Saga, sem hefur komizt hæst í 120 n.kr. í þessum mánuði, hækkaði um 10 kr. í 116 í Ósló eftir fréttina um tilboðið. Samkvæmt fyrirhugaðri yfirtöku fengi ríkisolíufyrirtækið Statoil 25% í Saga með eignaskiptingu, sem kunngerð var 27. maí, en Hydro af- ganginn. Statoil er stærsti hluthafi Saga og á 20%. Elf reyndi að sniðganga Statoil með því að tilkynna að tilboð félags- ins þyrfti samþykld aðeins 67% hluthafa, en full yfirtaka þarf sam- þykki 90% hluthafa. Þótt Elf segist hafa fengið hvatn- ingu frá Saga reynir félagið að fá stjóm Saga til að mæla formlega með tilboðinu við hluthafa. Franska fyrirtækið segir að yfir- taka muni auka varabirgðir Elf um fjórðung og treysta stöðu þess á gasmarkaði Evrópu. Yfirtaka mundi auka líklegar varabirgðir Elf um 1,4 milljarða . tunna og öraggar varabirgðir um 867 milljónir tunna. Tilboðsstríð Sérfræðingar segja að nýja til- boðið geti leitt til tilboðsstríðs. „Saga er meira virði en Norsk Hydro er reiðubúið að greiða á þessari stundu," sagði olíusérfræð- ingur Enskilda verðbréfafyrirtæk- isins í Ósló. Hann telur að norska fyrirtækið verði að bæta tilboð sitt með reiðufé. Erlend Grimstad olíuráðherra sagði að málið væri í höndum hlut- hafa, en gaf til kynna að Saga yrði að vera áfram í eigu Norðmanna. Kvittur um samruna Merrill og Chase New York. Reuters. VERÐ bréfa í Merrill Lynch & Co. Inc. hefur hækkað um 15% vegna nýs orðróms um samrana eins helzta verðbréfafyrirtækis Bandaríríkj- anna og þriðja stærsta banka lands- ins, Chase Manhattan Corp, en Chase og Merrill verjast allra frétta. Samkvæmt veffréttasíðu Dan Dorfman á Chase í könnunarviðræð- um um kaup á Merrill fyrir 1,65 doll- ara á bréf í Chase fyrir hvert eitt bréf í Merrill. Verð bréfa í Merrill hækkaði um 10,25 dollara í 78,63, en bréfa í Chase um 1,56 dollara í 75,38 dollara í kauphöllinni í New York. Citigroup fyrirmynd Sérfræðingur PNC Institutional Investor Services sagði að Merrill vildi halda sjálfstæði sínu, en ef vel gengi hjá Citigroup mundu líkur á samrana aukast. Citigroup er stærsta fjármála- þjónusta Bandaríkjanna og varð til í fyrra við samrana Citicorp og Tra- velers Group Inc., sem á verðbréfa- fyrirtækið Salomon Smith Bamey. Sá samningur hefur aukið þrýsting á keppinauta að sameinast til að halda samkeppnisstöðu. „Ég held að áhugi Chase á að eignast verðbréfafyrirtæki hafi auk- izt síðan kviksögur komust síðast á kreik,“ sagði sérfræðingur Finanaci- al Servic Analytics. „Þó tel ég að Merrill sjái ekki knýjandi ástæðu til að íhuga samrana.“ Stjómarfonnaður Chase, Walter Shipley, sagði nýlega að hann hefði áhuga á samrana, en bankinn hefði ekki enn fundið réttan samstarfsaðila. Texaco-Chevron-við- ræður í sjálfheldu London. Reuters. VTÐRÆÐUR um samrana olíufélag- anna Chevron Corp. og Texaco Inc, eru komnar í hnút vegna ágreinings um hvort félagið eigi að ráða sameig- inlegu fyrirtæki og hvernig losna skuli við eignir til að friða eftirlitsyf- irvöld. Þremur vikum eftir að fréttir hermdu að Chevron ætti í viðræðum um kaup á Texaco sögðu heimilkdar- menn 37ie Wall Street Joumal að við- ræðumar væra komnar í sjálfheldu. Að sögn blaðsins er eitt ágrein- ingsefnið krafa Chevron um ráðandi stöðu í sameiginlegu fyrirtæki, sem stjórnarformaður Texaco, Peter Bi- jur, á erfitt með að sætta sig við. Einnig hefur flækt viðræðurnar að Texaco er í olíuhreisnunar- og mark- aðsbandalagi með dótturfyrirtæki Royal Dutch Shell Group, Shell Oil Co., og auk þess Aramco-deildinni Saudi Refining Inc. Viðræður Texaco og Chevorn koma í kjölfar nokkurra risasamrana í greininni, meðal annars væntanlegs risasamnings Exxon Corp. og Mobil Corp. Greiða metsekt vegna Roberts Maxwells London. Rcutcrs. ÞEKKT brezkt endurskoðendafyrir- tæki, PricewaterhouseCoopers, hef- ur samþykkt að greiða rúmlega 67 milljónir punda vegna ágalla á bók- haldi fyrirtækjahóps Roberts Maxwells, hins látna blaðaútgefanda. Greiðslan er talin sú hæsta sinnar tegundar í Bretlandi og er innt af hendi vegna máls, sem fyrirtækið Maxwell Communications Cor- poratipn hö|ðaði gegn Pfycewater- houseCoopers fyrir vanrækslu. Maxwell átti Mirror Group blaða- samsteypuna og þegar hann lézt 1991 kom í Ijós að hann hafði notað lífeyrissjóði starfsfólks til að fjár- festa í öðrum fyrirtækjum sínum. Coopers & tíybrand, sem nú hefur sameinazt Price Waterhouse, endur- skoðaði reikninga langflestra fyrir- tækja Maxwells og eftirlaunasjóði þeirra frá 1972.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.