Morgunblaðið - 02.06.1999, Page 8

Morgunblaðið - 02.06.1999, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ NY RIKISSTJORN ÞAÐ fer ekkert á milli mála hver kom, sá og sigraði í kosningunum. Sex ráðherragull út á ekki fleiri atkvæði hlýtur að vera nýtt heimsmet. Kvennalist- inn á spjöld sögunnar KVENNALISTAKONUR afhentu á mánudag gögn þingflokks list- ans í Þjóðarbókhlöðunni, en ákveðið hefur verið að þau skuli verða varðveitt í Kvennasögu- safni Islands. Þar munu þau verða aðgengileg fræðimönnum og áhugafólki um jafnréttismáj og sögu íslenskra stjórnmála. I tilkynningu frá safninu kemur fram að mikill fengur sé að gögnunum, þar sem stofnun og störf Kvennalistans hafi verið stórmerkur atburður í sögu ís- lenskra kvenna. I fréttatilkynningu frá Kvennasögusafninu segir að um sé að ræða gríðarlegt magn heimilda; skjöl er varði sögu Kvennalistans, gögn um innra starf Kvennalistans, störf al- þingiskvenna, ræður og erindi kvennalistakvenna um samtökin fluttar innanlands og erlendis, gögn landsfunda, fréttabréf Nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna tóku gildi þann 1. júní. Á síðasta fundi Stúd- entaráðs var ályktun varðandi nýjur reglurnar samþykkt þar sem segir m.a.: „Stúdentaráð lýsir yfir óánægju sinni með þau vinnubrögð sem meirihluti stjórnar sjóðsins viðhafði í vinnu við endurskoðun úthlutunar- reglna nú í vor.... Stúdentaráð Háskóla íslands fagnar því hinsvegar að stjórn sjóðsins hafí komist að samkomu- lagi um ýtarlega gagnasöfnum sem höfð skuli til grundvallar við endur- skoðun úthlutunarreglna á næsta ári.... Samkvæmt lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna ber honum að afla gagna um framfærslukostnað námsmanna en það hefur hann ekki gert frá árinu 1974.... I vinnu við endurskoðun á úthlut- unarreglum á þessu vori fengu full- trúar námsmanna í stjóm sjóðsins það loksins fram að lagt verði út í ít- arlega vinnu við gagnasöfnum um . .ÍW^feHpstaaðoá^smanria,..^ Morgunblaðið/Ámi Sæberg GUÐRUN Agnarsdóttir, fynverandi þingmaður Kvennalistans, flutti ávarp þegar gögn þingflokks Kvennalistans voru afhent á mánudag að viðstöddum flestum af þeim konum, sem sátu á þingi fyrir flokkinn á ár- unum 1983 til 1999.1 forgrunni sjást skjalakassarnir, sem afhentir voru. Kvennalistans o.s.frv. Þótt þingflokkur Kvennalist- ans hafi formlega verið lagður niður síðastliðinn vetur, eftir að hafa átt fulltrúa á Alþingi frá 1983, mun listinn starfa áfram sem stjórnmálahreyfing. Nýjar út- hlutunar- reglur LIN Fyrirlestur um jóga í kvöld Island hentugt til jógaiðkunar Dada Pranakrsnananda KVOLD kl. 20 heldur Dada Pranakrsnan- anda lyrirlestur á Hótel Holti um „lífræna sálfræði", jóga, orku- stöðvar og hugleiðslu. Eftir fyrirlesturinn, sem er öllum opinn og ókeyp- is, mun Dada leiðbeina gestum í hugleiðslu. Á hverju miðvikudagskvöldi er konum einnig boðið upp á hugleiðslu í leik- skólanum Sælukoti sem Ananda Marga friðar- og jógahreyfingin rekur en Dada er hér á þeirra veg- um. Það námskeið kostar 1.200 krónur og rennur ágóðinn til reksturs leik- skóla hreyfíngarinnar á Indlandi. „Fyrirlesturinn sem ég mun halda er kynning á jóga. Ég mun tala um orkustöðvar í mannslíkamanum sem hafa bæði áhrif á líkamlega og andlega líð- an okkar. I líkamanum eru kirtl- ar sem gefa frá sér hormón sem stjóma mörgum tilfinningum en einnig stjórnar taugakerfið margs konar starfsemi. Svo líf- fræðilegir þættir í líkamanum hafa áhrif á andlegt ástand en á sama hátt hefur sálarástandið áhrif á það líkamlega. í fyrir- lestrinum ætla ég að sýna fram á þetta samband og hvemig um- hverfið, t.d. menntun og samfé- lagið, kemur þar einnig við sögu. Ég mun ræða um hvernig jóga- iðkun getur hjálpað fólki að yfir- stíga persónuleg vandamál og koma jafnvægi á líkamsstarf- semina. Einnig hvemig hug- leiðsla hefur jákvæð áhrif á hug- ann og getur aukið víðsýni okk- ar. Þannig að með því að stunda jóga getum við náð aukinni stjórn á tilfínningum okkar.“ -Hvað með börn, barnaupp- eldi ogjóga? „Þegar böm eru enn í móður- kviði hefur líkamsstarfsemi móðurinnar og hugsanir hennar áhrif á barnið. Jafnframt hefur barnið sjálft ákveðinn persónu- leika og hefur áhrif á móðurina. Eftir að bamið fæðist em fimm fyrstu árin mest mótandi og því rekur Ananda Marga leikskóla um allan heim þar sem hug- leiðsla, heilnæmt mataræði, and- leg hvatning og uppbygging era lykilatriði. Á leikskólanum læra bömin einfalda hugleiðslu en þegar þau verða eldri og þroskaðri geta þau farið að stunda flóknari æfingar og hug- leiðslu.“ - Getur jóga komið fólki að góðum notum í daglegu líB? „Já, en að ýmsu er að hyggja. Þetta er líkt og að spila á gítar. Ef þú stillir einn streng þá verð- ur að stilla hina líka. Þannig vinna allir þættir jógaiðkunar saman, mataræði, æfingar og hugleiðsla. Við eram það sem við borðum og því skipt- ir mataræðið mjög miklu máli og fólk verður að gæta þess að næra ekki aðeins líkamann held- ur einnig hugann.“ - Geta allir stundaðjóga? „Já, tvímælalaust. Sömu æf- ingar henta ekki öllum en allir geta stundað jóga og hugleiðslu, allt sem þarf er góð leiðsögn i byrjun, síðan finnur hver og einn smám saman hvað hentar sér. Því jógaiðkun er mjög per- sónuleg og það sem hentar ein- um hentar ekki öllum. Fólk ►Acarya Pranakrsnananda Avadhuta er fæddur í Chicago í Bandaríkjunum 16. júní árið 1943. Hann hefur lokið BA- prófi í menntunarfræðum, ensku, ræðumennsku, leiklist og leikhúsfræðum. Síðan 1971 hefur hann starfað sem kennari í Ananda Marga-hreyfingunni víða um heim; á Indlandi, Ta- ílandi, Filippseyjum, Singapore, Indónesiu, Malasíu, Skandinav- íu, Þýskalandi og nú á Italíu. verður einnig að gefa sér tíma. Margir tala um að þeir hafi ekki tíma til að stunda jóga en málið er að fólk verður að skipuleggja sig betur og hætta að eyða tíma í að ákveða hvað það eigi að gera við tímann og hvenær það eigi að gera hlutina. í slíkar vanga- veltur fer mikill tími til spillis sem nýta mætti á skynsamari hátt. Jógaæfingar auka vilja- styrk hjá fólki en viljastyrkur er mjög mikilvægur til að ná ár- angri og settu marki. Marga langar að gera hitt og þetta en hafa hreinlega ekki þor og styrk til þess. Einnig er mikilvægt að átta sig á markmiðum og tUgangi lífsins. Margh- era nokkurs kon- ar ferðamenn hér á jörð og vita ekki hvert þeir stefna né hver til- gangur með vera þeirra hér er. Með jóga eykst einbeiting og fólk á auðveldara með að átta sig á markmiðum og tilgangi lífsins." - Hvernig fínnst þér að dvelja á íslandi? „Ég hef ferðast víða um heim fyir Ananda Marga og breitt út boðskap jóga og mér líkar vel hér á Islandi. Eg hef heimsótt Gullfoss og Geysi og við hug- leiddum þar en einnig fór ég til Þingvalla og að Lögbergi. Þar var einstakt að hugleiða. Um- hverfið hér hefur gefið mér mik- inn innblástur.“ -Heldur þú að náttúran hér sé góð til jógaiðkunar? „Já, tvímælalaust. Hér búa fáir og sökum þess er hin andlega um- ferð hér lítil og það tel ég vera af hinu góða. Landið er mjög hreint og loftið er heilnæmt, ferskt og lifandi. Sums staðar í heiminum er eins og andrúmsloftið sé dautt og það er hreinlega erfitt að anda því að sér. Hér er lífsorkan (e. prana) mikil en fólk þarf að koma henni inn í líkamann og hugann. Þar kemur hugleiðslan inn í. Jógar hafa alla tíð leitað út í náttúruna og óbyggðimar til æfinga og hugleiðslu og því hlýtur Island að vera sérlega hentugur stað- ur.“ Jógaæfingar auka viljastyrk fólks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.