Morgunblaðið - 02.06.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.06.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 29 Aður óþekkt Auden-ljóð W.H. Auden Isherwood London. Morgunblaðið. Á ÞRIÐJA hundrað ljóð eftir W.H. Au- den, mörg hver áður óþekkt, hafa fundizt í skjalasafni rithöfund- arins Christophers Isherwoods. Skjalasafnið seldi málarinn Don Bachardy, ástmaður Isherwoods, Hunt- ington-safninu í Kali- forníu í fyrri viku og eru í því bréf, ljóð, bækur og dagbækur frá því á þriðja ára- tugnum og allt til 1986, þegar rithöf- undurinn féll frá. í frásögn The Sunday Tele- graph segir, að skjalasafnið, sem telur um 2.000 hluti, vai-pi nýju ljósi á samband Isher- woods, ekki aðeins við Auden, heldur og ýmis önnur skáld; Somerset Maugham, E.M. Forst- er, J.D. Salinger og Tennessee Williams þar á meðal. Hann hefur verið þeim eins konar lærifaðir í skáldlistinni, sem þeir hafa leitað til og þegið af leið- beiningar. Bachardy, sem nú er á sex- tugsaldri og viðurkenndur list- málari, segir, að þar sem Is- herwood hafl búið nær hálfa öld í Santa Monica í Kaliforníu hafi honum fundist fara bezt á því, að skjalasafnið yrði varðveitt á kali- fornískum slóðum og þá hefði Huntington-safnið verið kjörinn staður til þess. W. H. Auden kom að minnsta kosti tvisvar til íslands og skrif- aði kunna bók, Letters from Iceland, um fyrri ferð sína. Blessuð börnin leika sér KVIKMYIVÐIR Stjörnubfó CRUEL INTENTIONS irk'k Leikstjórn og handrit: Roger Kumble eftir skáldsögu Laclos „Les Liaisons Dangereuses". Aðalhlutverk: Sarah Michelle Gellar, Ryan Phillippe, Reese Witherspoon og Selma Blair. Colombia Pictures 1999. AUMINGJA stjúpsystkinin Kat- hryn og Sebastian eru svo rík og vanrækt, að þau hafa ekkert annað við tímann að gera en að nota fólk sem kynferðisleg leikfóng og henda því í burtu. En það getur líka orðið leiðigjarnt þegar „verk- efnin“ era ekki nógu krefjandi. Sebastian ákveður því að komast yfir Annette, unga stúlku sem hef- ur lýst því yfir að hún ætli sér ekki að missa meydóminn fyrr en hún hefur fundið sanna ást. Hollywood hefur undanfarið leit- að í gnægtabrunn klassískra bók- mennta til að vinna samtímaung- lingamyndir eftir, og er t.d. von á tveimur slíkum byggðum á verkum Shakespeares: Hamlet og Skassið tamið. Kvikmyndin Illur ásetning- ur er hins vegar byggð á átjándu aldar ritverkinu „Les Liaisons Dangereuses“ eftir Choderlos de Laclos, og ku vera fjórða kvik- myndin gerð eftir þeirri sögu. Leikstjórinn og handritshöfund- urinn Kumble fylgir söguþræðin- um nokkuð stíft eftir, og hefur komið frönskum aðalsmönnum fyr- ir í líki forríkra unglinga á Man- hattan. Það má segja að Kumble hafi yfirsést ýmislegt misaugljóst sem bjó í sambandi persóna Sebastians og Kathrynar í bókinni, og byggir myndina einungis á kyn- ferðislega þættinum. Það hefði þó varla átt við að þessi aumingja van- ræktu krakkagrey hefðu þróað á milli sín flókið ástar- haturssam- band. Mér finnst mun raunsærra að þau séu ómeðvitað að hefna sín á því ástleysi sem hefur hrjáð þau hingað til. Og þegar fyrsta ástin knýr óvænt dyra verða viðbrögðin eins og eðhlegt er með varnarlaus- an ungling svo djúpt sokkinn í af- neitun og tilfinningalega sjálfs- vörn. Myndin er býsna fyndin og skemmtilega illkvittin, og Kumble er fundvís á góðar úrlausnir. Breyttur endirinn hjá honum er frekar hallærislegur, og hefði mátt sleppa honum alveg. Kumble er groddalegur á köflum, og má þá nefna allt sem snýr að persónunni Cecile. Bæði atriði sem tengjast henni og allur leikur Selmu Blair í þessu hlutverki er yfirmáta ósmekklegur og eyðileggur mikið fyrir myndinni. Ljósasti punktur myndarinnar er hins vegar leik- konan Reese Witherspoon sem er bæði heillandi leikkona af náttúr- unnar hendi, auk þess að vera eðli- legasta persóna myndarinnar. Þau Ryan Phillippe og Sarah Michelle Gellar leika stjúpsystkinin ill- kvittnu og umkomulausu, og ferst það ágætlega úr hendi. Ber þó að forðast að miða þau við Glenn Close og John Malkovich sem áttu stórleik í þeirra hlutverkum í út- gáfu leikstjórans Stephen Frears á sömu sögu. Ryan Phillippe er ekki sérlega flinkur leikari, en tekst að vera nógu sannfærandi hér, sér- staklega þegar kemur að tilfinn- ingaatriðunum, og hjálpar það aug- ljóslega að hann er í alvöra dauð- ástfanginn af mótleikkonunni Reese Witherspoon. Clueless var mjög skemmtileg og vel heppnuð samtímaútgáfa af skáldsögunni Emmu eftir Jane Austin, þar sem fjallað er á skond; inn hátt um spillta ríka krakka. í Illum ásetningi er það einnig gert, þó á mun kaldhæðnari hátt. Þótt hér sé stundum farið yfir strikið, þá era tekin að minnsta kosti tvö krassandi skref í viðbót, sem ég býst við að eigi eftir að hafa áhrif á þær unglingamyndir sem á eftir koma. Hvað sem hverjum kann að finn- ast, verður Illur ásetningur án efa vinsælasta unglingamynd sumars- ins. Hildur Loftsdóttir UMRÆÐAN Kransæðavíkk- anir á Islandi INNANÆÐAVIÐGERÐIR á kransæðum hafa þróast ört á rúm- lega 20 árum. í daglegu tali eru slíkar aðgerðir kallaðar kransæða- víkkun eða kransæðablástur. Fyrsta aðgerðin í heiminum var gerð í september 1977 í Sviss af lækninum Andreas Grúntzig. Hann fékk þá hugmynd að unnt væri að þræða fíngerðan stýrivír inn í ki-ansæðarnar og gegnum þrengsli í þeim og nota síðan vírinn sem spor- braut fyrir mjóan æðlegg með belg á endanum. Víkka mætti þrengslin með því að staðsetja belginn í þrengslunum, fylla hann af vökva og Joenja út með miklum þrýstingi. I dag er þessi aðferð ennþá horn- steinn víkkunaraðgerða þó mikil tækniþróun hafi einnig orðið á síð- ari áram. Aðferð þessi vakti mikla athygli, áður þurftu sjúklingar að fara í opna kransæðaaðgerð, svo- kallaða hjáveituaðgerð, en nú var hægt að gera við kransæðamar á einfaldari hátt. Þessi tækni þróaðist á næstu árum og breiddist hratt út um allan heim. Þróun kransæðavíkkana hérlendis Byrjað var að gera kransæða- víkkanir á Landspítalanum 1987 og voru frumkvöðlar þess læknarnir Kristján Eyjólfsson og Einar H. Jónmundsson. Á næstu áram vora gerðar fremur fáar kransæðavíkk- anir en undanfarin ár hefur fjöldi þeirra verið sívaxandi (mynd 1). Ár- ið 1998 voru framkvæmdar 453 slík- ar aðgerðir, sem miðað við fólks- fjölda er með því mesta sem gerist í heiminum og samsvarar staðlað til 1.647 aðgerða á milljón íbúa. Hug- takið kransæðaviðgerð má nota yfir bæði opnar kransæðaaðgerðir og kransæðavíkkanir. Árið 1993 var ríflega helmingur allra kransæða- viðgerða hér á landi gerður með víkkunartækni en árið 1998 var þetta hlutfall komið í 75%. Á fyrstu árum kransæðavíkkana var einkum ráðist í víkkun á þrengslum í einni æð og helst á af- mörkuðu svæði. Með aukinni reynslu og tækniþróun er nú sífellt tekist á við flóknari tilfelli og gert við fleiri æðar í einu. Tækniframfar- ir hafa aukið öryggi í aðgerð og ein merkasta nýjungin er ísetning á svokölluðu stoðneti í þrengslasvæði við víkkun. Stoðnetið er klemmt á víkkunarbelg sem staðsettur er í þrengslasvæðinu og hann síðan þaninn út með miklum þrýstingi þannig að netið þenjist út að æða- veggnum. Þannig fæst fullkomnari víkkun og þrengslin haldast betur opin. Heppilegast er að nota stoðnet á stutt þrengsli i stærri æðum, en síður við löng þrengsli og í minni æðum. Þessi tækni fór hægt af stað á árunum 1993 til 1994 en eftir 1996 var henni beitt í vaxandi mæli og nú er sett stoðnet í um 60% sjúklinga sem fara í kransæðavíkkun. Samanburðarrannsóknir sýna að notkun stoðneta minnkar líkur á endurþrengslum í víkkunarsvæð- inu, en alltaf er nokkur hætta á slík- um endurþrengslum og getur þá þurft að endurtaka víkkunaraðgerð. Áður fyrr voru líkur á endur- þrengslum um 30-50% en með til- komu stoðneta eru líkurnar um 15-20%. Endurþrengslin koma vegna örvefjarmyndunar sem verð- ur í æðinni þegar hún grær eftir víkkunina. Kransæðar eru mjög grannar, um 2,5-4 mm í þvermál, svo lítil örvefjarmyndun getur auð- veldlega þrengt að holrúmi æðar- innar. Reynt hefur verið að hafa áhrif á þennan feril með ýmsum lyfjum án sérlegs árangurs. Undan- farið hefur hins vegar farið fram þróun á staðbundinni geislameðferð inni í kransæðunum sem minnkar örvefjarmyndun í æðaveggnum og hægt er að beita samhliða víkkun. '3 “{J? 2 •*o iIT Kransæðaviðgerðir á ísiandi 1992-98 a Kransaeöavíkkanir ■ Opnar kransæðaaögerðir 1992 1993 1994 1995 Ár 1996 1997 1998 Krislján Ragnar Eyjólfsson Danielsen Hjartasjúkdómar Tíðni og árangur kransæðavíkkana hér á landi er með því besta sem gerist erlendis, segja Ragnar Daniel- sen og Kristján Eyj- ólfsson, og hefur verið kappkostað að taka tækninýjungar í notkun sem fyrst þegar þær hafa sannað sig í er- lendum rannsóknum. Vonir standa til að unnt verði að einfalda þessa aðferð og gera hana öruggari í framtíðinni og þannig enn frekar minnka líkur á endur- þrengslum eftir víkkunaraðgerð. Af öðrum tækninýjungum við kransæðavíkkanir sem beitt hefur verið hér á landi má nefna borun á kransæðaþrengslum. í völdum til- fellum hefur verið reynt að skafa æðakölkunarskellur innan úr kransæðum, en þeirri aðferð hefur ekki verið beitt á Landspítalanum og notkunargildi hennar erlendis minnkað með tilkomu stoðneta. Reynt hefur verið að þróa sérstak- lega lasertækni til þess að opna erfíð þrengsli eða æðar sem hafa lokast en þessi aðferð hefur þó ekki gefið þann árangur sem vonast var eftir. Athyglisverð nýjung sem nýlega var tekin í notkun á Landspítalanum er innanæðaómun sem bætir vera- lega mat á kransæðaþrengslum, ár- angri víkkunar og fylgikvillum með- an á víkkunaraðgerð stendur. Árangur kransæðavíkkana á Islandi Frá því kransæðavíkkanir hófust á íslandi 1987 og til ársloka 1998 hafa alls verið gerðar 2.440 slíkar að- gerðir. Sjúkdómsbakgrannur þeirra sjúklinga sem koma til kransæða- víkkunai- hefur breyst, fleiri era nú með þrengsli í tveimur til þremur æðagreinum og fjöldi sjúklinga yfír sjötugt hefur aukist. Sjúklingar eru nú oftar víkkaðh- um leið og þeir koma í kransæða- myndatöku og hálf- bráðum og bráðum víkkunum hefur fjölgað. Þrátt fyrir að fleiri sjúklingar með erfiðari kransæðasjúkdóm komi til aðgerðar era líkur á viðunandi víkkunarár- angri nú yfir 90%. Kransæðavíkkun er ekki hættulaus aðgerð fremur en önnur inn- grip í mannslíkamann. Áður þurftu sjúklingar stundum að fara í bráða opna hjartaaðgerð ef kransæðavíkk- un tókst ekki en líkur á því hafa minnkað úr 4,2% í 0,2% síðustu árin með aukinni reynslu og notkun stoð- neta. Dánartíðni í aðgerð eða inni á sjúkrahúsi skömmu eftir aðgerð hef- ur verið lág hérlendis, um 0,4% yfir öll árin, sem er með því lægsta sem gerist í heiminum. Samhliða þróun í kransæðavíkk- unum hefur einnig orðið breyting á lyfjameðferð. Áður var beitt öflugri blóðþynningarmeðferð, einkum eft- ir ísetningu stoðneta, til að minnka líkur á segamyndun og stíflu í stoð- netinu. Kröftug blóðþynningarmeð- ferð gat leitt til fylgikvilla, t.d. blæðingar frá stungustað á náraslagæð, sem stinga þarf á til að komast inn í æðakerfíð til að gera aðgerðina. Öflug blóðþynningar- meðferð þýddi einnig lengri sjúkra- húsdvöl og áður Iágu sjúklingar oft í 5-6 daga á sjúkrahúsi eftir víkkun- araðgerð. Nýrri lyf sem virka á samlöðun blóðflagna hafa reynst mun virkari til að hindra segamynd- un í æðum og stoðnetum. Þannig hefur blóðþynningarmeðferð verið einfólduð og legutími á sjúkrahúsi styttur og fara nú fara flestir sjúk- lingar heim daginn eftir kransæða- víkkun. Þróun kransæðavíkkana hefur verið byltingarkennd síðastliðin 20 ár. Tíðni þessara aðgerða og árang- ur hér á landi er með því besta sem gerist erlendis og hefur þess jafnan verið kappkostað að taka tækninýj- ungar í notkun sem fyi’st þegar þær hafa sannað sig í erlendum rann- sóknum. Tækni við kransæðavíkk- anir á eftir að þróast enn frekar á næstu öld. Forsenda fyrir því að ís- lenskir sjúklingar njóti sem bestrar meðferðar á þessu sviði er að tryggja að til staðar sé fullnægjandi tækjabúnaður, vinnuaðstaða og starfsfólk. Kransæðavíkkanir eru mjög sérhæfð starfsemi og með hliðsjón af fólksfjölda á íslandi er heppilegast að slíkar aðgerðir séu áfram gerðar sem teymisvinna á einum stað hérlendis. Ragnar Danielsen er dr. med. og Kristján Eyjólfsson er hjartasórfræð- ingar, hjartadeild Landspftalans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.