Morgunblaðið - 02.06.1999, Side 43

Morgunblaðið - 02.06.1999, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 43 FRÉTTIR Verslunarskóli Islands Stúdentar kvaddir með söknuði Morgunblaðið/Jón Svavarsson VERSLUNARSKÓLASTÚDENTAR hlaðnir verðlaunum. VERSLUNARSKÓLA íslands var slitið í 94. sinn í Borgarleikhús- inu á laugardag. 211 stúdentar brautskráðust nú. Karen Áslaug Vignisdóttir hlaut hæstu einkunn á stúdents- prófi en auk hennar voru Stefán Þórhallur Bjömsson, tílfar Krist- inn Gíslason, Magnús Guðjóns- son, Runólfur Viðar Guðmunds- son, Rúnar Örn Hafsteinsson, Árni Már Jónsson, Ingibjörg Kristinsdóttir og Heiðar Örn Sig- urfinnsson verðlaunuð fyrir ár- angur í einstökum námsgreinum. Þá hlutu sjö nemendur verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í spænsku og tveir nemendur voru sérstaklega verðlaunaðir fyrir kurteisi og prúðmennsku og ein- kunnina 10 í leikfimi. Athygli vakti að á meðal verð- launahafanna vom ýmsir félags- málaforkólfar, með því sýndu þeir og sönnuðu að öflug þátt- taka í félagslífi og afbragðsgóð frammistaða í námi geta átt góða samleið. Már Elísson talaði fyrir hönd 50 ára stúdenta og færði skólan- um bók um Eyjólf Konráð Jóns- son, Eykon, að gjöf. Eykon hefði átt 50 ára stúdentsafmæli í ár og er bókin um hann ætluð til kennslu í skólanum. Fyrir hönd 25 ára stúdenta tal- aði Thomas W. Möller. Hann færði skólanum málverk eftir Valgarð Gunnarsson. I kveðjuorðum sínum til stúd- enta sagði Þorvarður Elísson skólastjóri meðal annars: „Á liðn- um ámm hafa mörg vináttubönd verið hnýtt í Verslunarskólanum og mörg ykkar hafa eignast þá vini sem traustastir munu reyn- ast og best endast. Sömuleiðis hefur góður vinskapur tekist á milli margra nemenda og kenn- ara og skólastjóri á því láni að fagna að hafa mátt eiga vinsam- legt og gott samstarf við mörg ykkar. Brautskráning ykkar er fagnaðarefni en jafnframt bland- in söknuði og eftirsjá." Hann hvatti nemendur til að leggja rækt við vináttuna og gefa sér tíma til að hittast og rifja upp gömul kynni og ánægjulegar minningar. „Framtíð ykkar stendur vörð- uð þeim steinum sem Verslunar- skóli íslands hefur lagt. Stefnið ótrauð að því marki sem þið vilj- ið ná og þið munuð komast þang- að,“ sagði Þorvarður að endingu. Að lokinni afhendingu próf- skírteina lék Pavel Emil Smid, nýstúdent, tvö frumsamin lög á pi'anó. 71 stúdent frá Flens- borg FLENSBORGARSKÓLANUM í Hafnarfirði var slitið í Víðistaða- kirkju laugardaginn 22. maí. Aldrei hafa fleiri stúdentar útskiifast frá skólanum en í ár, að þessu sinni út- skrifaðist 71 stúdent en alls voru 109 stúdentar brautskráðir á árinu. Bestum námsárangri náðu Jenný Sif Steingrímsdóttir, stúdent af mála- braut, og Eyrún Linnet, stúdent af eðlisfræðibraut. Athygli vakti frábær frammistaða Ástríðar Öldu Sigurðar- dóttur, sem lauk stúdentsprófi af tón- listarbraut á þremur árum samhliða því sem hún lauk einleikaraprófi í pí- anóleik með hæstu einkunn. Marteinn Þór Harðarson, sem lauk stúdentsprófi um síðustu ára- mót, vai- heiðraður sérstaklega við athöfnina. Hann var einn fimm Norðurlandabúa sem skipuðu efsta sæti norrænu stærðfræðikeppninnar í ár. Marteinn fékk fullt hús stiga, en enginn fslendingur hefur fyix náð jafngóðum árangri. Kristján Bersi Ólafsson skóla- meistari lét formlega af embætti við útskriftina. Kidstján hefur starfað við Flensborgarskóla í 36 ár en verið viðloðandi hann nánast frá fæðingu, því Ólafur Þ. Kristjánsson, faðir hans, var áður skólameistari. Gunnar Rafn Sigurbjömsson^ for- maður skólanefndar, Amaldur Áma- son, fulltrúi starfsmanna, og Steinunn Guðnadóttir bæjarfulltrái fluttu Kri- stjáni kveðjur og leystu hann út með gjöfum. í máli þeirra kom fram að Kristján hefur verið mótandi frum- kvöðull í starfi skólans. Nýr skólameistari, Einai- Birgir Steinþórsson, var boðinn velkominn til starfa á athöfninni. STÚDENTAR frá Flensborgarskólanum. Skólaslit Kvennaskólans í Reykjavík Brýnt að taka á húsnæðisvanda KVENNASKÓLANUM í Reykja- vík var slitið í 125. sinn við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju á laugar- dag. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra flutti ávarp á skólaslitunum. Hann kom inn á gildi skólans og framsækni hans, bæði í fortíð og nú- tíð. Hann talaði um mikilvægi þess að hafa skólann í hjarta borgarinnar og hversu mikinn svip nemendur settu á miðborgina. Þá fjallaði hann um húsnæðisvanda skólans og nefndi í því sambandi að mikilvægt væri að ráðamenn skólans, borgaryf- irvöld og menntamálaráðuneytið fyndu á þeim lausn. Ingibjörg Guðmundsdóttir skóla- meistari gat þess í skólaslitaræðu sinni að einungis fimm stjómendur hefðu verið við skólann á undan henni á þeim 125 ámm sem liðin væru frá stofnun hans. Frú Þóra Melsteð, fröken Ingibjörg H. Bjamason, fröken Ragnheiður Jónsdóttir, dr. Guðrán P. Helga- dóttir og Áðalsteinn Eiríksson. Að- alsteini vom þökkuð störf hans í þágu skólans við athöfnina. Skólameistari ræddi það þróun- arstarf sem unnið hefur verið í skól- anum á síðustu árum. Skólinn hefur m.a. haft forystu um innra mat á skólastarfi sem fram fer árlega, þá er aukið samstarf við skóla erlendis og nemendaskipti liður í þróunar- starfinu. Ingibjörg fjallaði um nýja námskrá framhaldsskóla og þá vinnu sem framundan er við gerð skólanámskrár. Einnig ræddi hún húsnæðismál skólans, en í vetur fór kennsla fram á sjö stöðum víðs veg- ar um borgina. Afhent voru verðlaun fyrir góðan námsárangur í ýmsum greinum. Flest verðlaun hlutu Guðrún Erla Jónsdóttir á nýmálabraut, sem hlaut hæstu meðaleinkunn, Helga Bjarnadóttir á félagsfræðabraut og íris Erlingsdóttir á náttúrufræði- braut. Þá hlaut Helga Bjarnadóttir „stúdentspennann 1999“ úr verð- launasjóði dr. Guðrúnar P. Helga- dóttur fyrir bestu ritgerð á stúd- entsprófi. Aðalsteinn Eiríksson, fyrrverandi skólameistari, ávarpaði nýstúdenta, auk skólameistara, og Eyrún Magn- úsdóttir, fráfarandi formaður nem- endafélagsins Keðjunnar, þakkaði skólanum fyrir hönd nýstúdenta. Að venju voru fulltrúar nokkurra afmælisárganga viðstaddir. 5 ára stúdentar færðu leikfélagi skólans, Fúríu, gjöf til minningar um Víði Óla Guðmundsson, bekkjarfélaga sinn, sem lést fyrr á þessu ári. 50 ára stúdentar gáfu peningagjöf í móður- málssjóð skólans og gjöf barst frá 35 ára nemendum í minningarsjóð Ólafar S. Guðmundsdóttur. Auður Hafsteinsdóttir, fyrrver- andi nemandi við Kvennaskólannm, lék á fiðlu við athöfnina og Ólafía Lindberg Jensdóttir nýstúdent söng einsöng við undirleik Hai-ðar Áskelssonar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ skólaslitum Kvennaskólans. Morgunblaðið/Jón Svavarsson BESSÍ Jóhannsdóttir, formaður skólanefndar, afhenti Aðalsteini Eiríkssyni, fyrrverandi skólameistara, áletraðan silfurgrip.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.