Morgunblaðið - 02.06.1999, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.06.1999, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 21 Reuters UNGUR drengur í bænum Roum veifar líbanska fánanum. SLA hörfar undan Hizbollah í Suður-Líbanon Talið fyrsta skrefið í brott- för Israela Jezzine, Jerúsalem. Reuters. SUÐUR-LÍBANSKAR hersveitir (SLA) er njóta stuðnings Israela hörfuðu á mánudag undan árás Hizbollah-skæruliða frá Jezzine- skikanum sem þær hafa haft á valdi sínu undanfarin fjórtán ár. Tveir féllu og einn særðist í liði SLA er það lokaði sig af í Jezzine-þorpi, áð- ur en það dregur sig alveg til baka frá nyrsta hluta þess svæðis sem Israelar hafa haft á valdi sínu í suð- urhluta Líbanons. Israelskar orrustuþotur réðust gegn Hizbollah í Bekaa-dal, norð- austur af Jezzine og í hæðunum umhveríls skikann. Israelar ítreka að brotthvarf SLA frá Jezzine stafi eingöngu af því, að yfirmenn sveit- anna telji mannfall vera orðið of mikið. Fréttaskýrendur teija engu að síður að þetta séu fyrstu merkin um að Israelar verði á brott með allt herlið sitt frá Suður-Líbanon í samræmi við það loforð nýkjörins forsætisráðherra, Ehuds Baraks, að kalla liðið á brott innan árs. Ibúar í bænum Roum, sem SLA hafði haft á valdi sínu, fögnuðu brotthvarfi hersveitanna innilega. „Við vonumst til þess að allir sem hafa farið héðan muni nú snúa aft- ur,“ sagði bæjarstjórinn í samtali við Reuters. Hizbollah-skæruliðar, er njóta stuðnings Irana, hafa barist gegn hersetu Israela í Suður-Líbanon. SLA-sveitirnar voru settar á fót 1985 til þess að aðstoða Israela við að gæta 15 km breiðs öryggissvæð- is syðst í Líbanon. Israelar segja tilganginn vera að hefta árásir Hiz- bollah inn í Norður-Israel. I sam- þykkt Sameinuðu þjóðanna frá 1978 er þess krafist að ísraelar hverfi tafarlaust á brott frá Suður- Líbanon. fsraelar heita áframhaldandi stuðningi við SLA Þar eð Líbanon á formlega í stríði við Israel eru meðlimir SLA, um 2.000 Líbanir, taldir vera glæpamenn þar í landi og eiga yfir höfði sér að vera teknir af lífi fýi-ir glæp sinn. Vamarmálaráðherra Israels, Moshe Ai-ens, hét því í gær að ísra- elar myndu ekki snúa baki við bandamönnum sínum í SLA, sem ættu nú undir högg að sækja í Jezzine. „I Israel er löng hefð fyrir því, að við yfirgefum ekki félaga okkar og bandamenn," sagði Arens í útvarpsviðtali. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur ISLA] til varnar.“ Stjórnarmyndunarviðræður í ísrael Leiðtogar Likud svartsýnir á stj órnar samstarf Jerúsalem, Marjayoun. AFP, Reuters. EHUD Barak, nýkjörinn forsætis- ráðherra Israels og formaður Verkamannaflokksins, og Benjamin Netanyahu, forveri Baraks og íýrr- verandi formaður Likud-flokksins, hittust í gær í fýrsta skipti eftir að Barak sigraði Netanyahu í kosning- unum 17. maí sl. Barak leitast nú við að samræma sjónarmið vinstri og hægri flokka í stjómarmyndun- arviðræðum. Hafði Verkamanna- flokkurinn lýst yfir að hann vildi helst mynda samsteypustjórn með Likud-flokknum til að stuðla að sátt í landinu. Nú hafa leiðtogar Likud- flokksins hins vegar sagst heldur svartsýnir á að úr stjórnarsamstarf- inu verði m.a. vegna ágreinings um útþenslu landnáms gyðinga á svæði Palestínumanna. Netanyahu mun fonnlega fara frá völdum í júlí er Barak mun mynda samsteypustjóm. Talsmenn keppi- nautanna vildu lítið segja um inni- hald fundarins, en sögðu þá aðallega hafa rætt „stefnu- og öryggismál á viðskiptalegum og góðum nótum.“ ísraelska dagblaðið Haaretz skýrði frá því á mánudag að Barak hefði lagt fram málamiðlunartillög- ur, sem sameinað gætu þá hægri og vinstri flokka í samsteypustjóm sem em á öndverðum meiði varð- andi landnámssvæði gyðinga. Fela tillögurnar í sér að „þarfir" gyðinganna séu uppfýlltar en um leið verði skorið á hluta af þeim sér- stöku réttindum sem ríkisstjórn Netanyahus hafði veitt þeim. Tillögur Baraks vora lagðar fyrir vinstri flokkinn Meretz, sem starfað hefur áður með Verkamannaflokkn- um í stjórn, og NRP, flokk trúaðra og pólitískan arm landnámshreyf- ingar gyðinga. Að sögn blaðsins hét Barak NRP- flokknum að haldið yrði áfram með þau byggingaráform sem nú þegar væri byrjað á fyrir gyðinga, en að önnur áform yrðu endurskoðuð samkvæmt nýjum tillögum hans. Leiðtogum Meretz hét Barak því aftur á móti að frekari landnám yrðu ekki leyfð og að ekkert yrði úr frekara fjármagni til landnáms- framkvæmda. Likud-flokkurinn og NRP hafa verið ákafir talsmenn útþenslu landnáms og í sama stað andvígir því að Palestínumenn fái að stofna sjálfstætt ríki á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu. Þeir krefjast þess að landnámssvæði gyðinga fái að þróast á sama hátt og aðrar íbúða- byggðir í Israel. Likud megi sín lítils í skjóli V erkamannaflokksins Leiðtogar Likud-flokksins sögð- ust á mánudag ekki bjartsýnir á að úr stjórnarsamstarfmu yrði í Ijósi þeirra tilagna sem Barak hafði lagt fýrir þá á mánudag. Einnig er flokkurinn klofinn innbyrðis í af- stöðu sinni til að starfa í ríkisstjóm undir forystu Baraks þar sem sumir af leiðtogum Likud era uggandi yfir því að þeir megi sín lítils í ljósi sterkari stöðu Verkamannaflokkins, en hann hlaut 27 þingsæti af 120 í kosningunum 17. maí sl., en Likud aðeins 19. Ariel Sharon, fýrrverandi utan- ríkisráðherra í stjóm Netanyahus og talsmaður Likud-flokksins, setti í gær fram grandvallarskilyrði fyrir stjórnarsamstarfi við Barak. „Falli þessi skilyrði ekki við stefnumál Verkamannaflokksins, tökum við ekki þátt í stjórnarsamstarfinu,“ sagði Sharon. Meðal krafna Likud-flokksins voru að byggingarframkvæmdir í arabahluta Jerúsalem yrðu sam- þykktar og að strangar hömlur yrðu settar á pólitíska starfsemi Palest- ínumanna í borginni. Sharon sagðist einnig mótfallin tillögum Netanyahus um að láta af hluta af Gólan-hæðum til Sýrlend- inga í skiptum við friðsamleg sam- skipti. Opið mánud.-föstud. kl. 10-18, laugardaga lokað frá 1. júní Mörkin 3, sími 568 7477. Þú færð allar helstu fúavarnartegundir hjó Litaveri, Grensásvegi. Kjörvari 16 4 Itr. ■ gegnsær kr 3.314 Okkar verö 1317- Woodex Ultra 2.5 Itr.- gegnsær Verð kr. 2.509- Okkar verð 2JS8- Sólignum 5 Itr.- þekjandi m S A Verð kr. 5.376- Okkar verð Texolin 4 Itr. - þekjandi kr. 3.555- Okkar v Við reiknum efnisþörfina og veitum þér faglegar ráðleggingar um vinnu á viðnum Grensásvegi 18 s: 581 Þar sem þjónustan er í fyrírrúmi. Heldur þú að B-vítamín sé rióg ? NATEN -ernóg! ^mb l.is ALLTAf= erTTHVAO NÝTl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.