Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 31

Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 31
30 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ PltrgmmMnMI* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. IÐGJÖLD BÍLTRY GGIN G A HÆKKUN bifreiðatryggingaiðgjalda veldur því að menn hrökkva við. Slíkar hækkanir milli ára hafa ekki sést í ís- lenzku þjóðfélagi undanfarin 10 ár, enda hefur verðbólga verið eins stafs tala og sáralítil hin síðari ár. Nú hafa stóru trygginga- félögin þrjú, Sjóvá-Aimennar hf., Vátryggingafélag íslands hf. og Tryggingamiðstöðin hf. tilkynnt að þau muni hækka iðgjöld á bilinu 35 til 40% fyrir algengustu tegundir bifreiða og jafngildir það 8 til 11 þúsund króna hækkun fyrir einkabíla af millistærð. Jafnframt hafa iðgjöld bílatrygginga FIB hækkað frá áramótum um 4 til 7%, að sögn þeirra sjálfra, en áhrif skaðabótalaganna eru ekki þar með. Fjármálaeftirlitið hyggst skoða þessa útreikn- inga tryggingafélaganna á hækkunarþörf iðgjalda bílatrygg- inga. Hækkun iðgjaldanna er til komin vegna breytinga á skaða- bótalögum, þar sem Alþingi hækkaði bætur fyrir líkamstjón. Upplýst hefur verið, að ökumenn á aldrinum 17 til 20 ára valda um 42% þeirra tjóna, sem dýrust eru og bera hæstu bótaábyrgð- ir. Það er því spurning hversu sanngjarnt það er að dreifa ið- gjaldahækkuninni yfir allan markaðinn. Hins vegar er sjálfsagt erfitt að koma iðgjöldum þannig fyrir, að yngsti aldursflokkur- inn greiði það, sem að honum snýr. Útreikningar tryggingafélaganna segja hækkunarþörfina vegna skaðabótalaganna allt að 58%. Fyrir nokkrum árum birti Morgunblaðið mjög ítarlegan greinaflokk um bílatryggingar í tilefni af umræðum, sem þá fóru fram. Greinaflokkur þessi leiddi skýrt í ljós hve mikil álitamál hér eru á ferðinni og hversu erfítt er að komast að einhverri einni niðurstöðu. Þó fór ekki á milli mála, að bótasjóðirnir vöktu spurningar. Mikil sjóðamynd- un fer fram hjá tryggingafélögunum. Er hún að verða of mikil? Þegar FIB-tryggingar komu til sögunnar og buðu mun lægri tryggingar, lækkuðu tryggingafélögin sem fyrir voru iðgjöld af bílatryggingum mikið. Þau héldu því fram, að þau yrðu að gera það af samkeppnisástæðum en það iðgjald, sem FÍB-tryggingar hefðu boðið væri of lágt og mundi ekki standast. Þrátt fyrir þessa miklu lækkun skila tryggingafélögum miklum hagnaði af rekstri sínum ár eftir ár. En þau segja að vísu að þeim sé skylt að sjá til þess að hver tryggingagrein standi undir sér. Þrátt fyrir rökin, sem færð eru fram fyrir hækkun iðgjald- anna fer ekki á milli mála, að bíleigendum þykja þær úr öllu hófi. Áhrifin á vísitöluna eru mikil. Þótt hér séu rekin nokkur öflug tryggingafélög þykir samkeppni ekki mikil. FÍB-trygging- ar hafa verið að hækka iðgjöld sín á þessu ári. Bíleigendur eiga því fárra kosta völ. Talsmenn Fjármálaeftirlitsins hafa lýst því yfir, að þeir muni taka rökin fyrir þessum hækkunum til skoðun- ar. Það skiptir máli að niðurstaða úr þeirri athugun komi sem fyrst. FYLLSTA ORYGGI VERÐITRYGGT FYLLSTA öryggi er sjálfsögð krafa þeirra sem fara um Hval- fjarðargöngin, um það þarf ekki að deila. Nú er hins vegar deilt um það hver eigi að standa straum af kostnaði, við að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt og fullkomnasti tækjabúnaður sé fyrir hendi, hjá slökkviliði og í göngunum sjálfum, komi til óhappa eða slysa. Ekki er óeðlilegt að umræða um málefni sem þetta verði virk í kjölfar tveggja eldsvoða sem komið hafa upp í jarðgöngum í Ölp- unum með skömmu millibili, þar sem afleiðingarnar voru skelfí- legar. Auðvitað á það að vekja alla til umhugsunar, þegar slökkvi- liðsstjórinn í Reykjavík segir að Hvalfjarðargöng séu ekki nægi- lega vel búin; í þau vanti betra viðvörunarkerfi og eftirlits- myndavélar, en þetta sagði Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri í Morgunblaðinu í gær. Það er ekki síður umhugsunarefni, þegar slökkviliðsstjórinn segir að slökkviliðið í Reykjavík telji sig van- búið, komi til eldsvoða í Hvalfjarðargöngum, bæði hvað varðar reykköfunartæki og farartæki. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og stjórnarformaður Spalar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að öryggismál hafi verið forgangsmál hjá Speli og m.a. sé til skoðunar að koma upp nýju myndavélakerfí í göngunum, sem er ugglaust til þess fallið að auka öryggi í þeim. En stjórnarformaðurinn segir jafn- framt að ekki hafi verið til skoðunar að koma upp viðvörunar- kerfi eins og því sem slökkviliðsstjórinn í Reykjavík og Bruna- málastofnun hafí nefnt. Það sé verkefni upp á tugi milljóna króna. Ef slíkt verkefni, upp á tugi milljóna króna, eykur öryggi þeirra sem um göngin fara, þá er það ekki mikill fórnarkostnað- ur, þegar horft er til þess að heildarkostnaður við þetta glæsi- lega mannvirki var um fimm milljarðar króna. Deila um það hver eigi að bera kostnaðinn af auknum öryggisbúnaði má ekki verða til þess að slakað sé á öryggiskröfum í Hvalfjarðargöng- um. Nýjar rannsóknir á nagl- og fótsveppasýkingum og meðferð við þeim Ovenjumikil tíðni nag’l- og fótsveppasýkinga á Islandi Bárður Sigurgeirsson húðsjúkdómalæknir hef- ur á undanförnum árum átt þátt í viðamiklum rannsóknum á nagl- og fótsveppasýkingum. Hann greindi Geir Svanssyni frá helstu niðurstöðum þeirra. NAGL- og fótsveppasýkingar hafa til skamms tíma verið illar viðureignar. Nú hefur alþjóðleg rannsókn, með ís- lenskri aðild, á meðferð slíkra sýk- inga, leitt í ljós árangursríka meðferð við þessu hvimleiða vandamáli. Niður- stöðurnar ættu að vera Islendingum gleðiefni þar sem nýjar íslenskar rannsóknir benda til þess að téð fóta- mein hrjái að minnsta kosti 8% lands- manna og það sé algengara hér en víðast hvar. Bárður Sigurgeirsson húðsjúk- dómalæknir er talsmaður hérlendra rannsóknaraðila, sem áttu þátt í al- þjóðlegu rannsókninni sem gekk und- ir nafninu LION. Auk Bárðar komu að rannsókninni þeir Jón Þrándur Steinsson og Jón Hjaltalín Ólafsson húðsjúkdómalæknar. „Rannsóknin var í raun samanburð- ur á þeim tveimur lyfjum sem beitt hefur verið á undanfórnum árum við nagl- og fótsveppasýkingum,“ segir Bárður. „Lyfin heita terbínafín og itraconasól en ganga undir mismun- andi vöruheitum. Hérlendis er það fyrmefnda þekkt sem lamisil en það síðarnefnda sem sporanox.“ Bárður segir samanburðinn hafa verið brýnan þar sem ekki hafi verið vitað hvort lyfið væri virkara. Jafnvel hafi verið talið að þau væru jafngóð og tilviljun nánast ráðið því hvort lyfið læknar völdu. Viðamesta rannsókn sinnar tegundar Rannsóknin var samstarfsverkefni vísindamanna frá sex löndum, Bret- landi, Finnlandi, Hollandi, Islandi, Italíu og Þýskalandi. „Rannsóknin var gerð á 36 rannsóknarstöðvum í þess- um sex löndum og er viðamesta rann- sókn af þessu tagi sem gerð hefur ver- ið,“ segir Bárður. Bárður og félagar hafa frá því að niðurstöður lágu fyrir, um mitt ár í fyrra, unnið að því að kynna rann- sóknina á erlendum vettvangi. Bárður birti ásamt Glyn Evans, prófessor í sýklafræði við Háskóiann í Leeds, grein í hinu virta tímariti British Medical Journal 17. apríl síðastliðinn. Greinin vakti athygli vegna ítarlegrar framkvæmdar á rannsókninni og óyggjandi niðurstaðna. „Þátttakendur voi-u karlar og konur á aldrinum 18 til 75 ára og inntöku- skilyrði voru ströng. Við skoðuðum alls 843 sjúklinga en af þeim voru 580 með staðfesta sveppasýkingu," segir Bárður. Bárður kveður ýmsar sveppateg- undir hafa fundist við rannsóknina. „En sá algengasti, sem fannst í 90% tilvika, var hins vegar sveppur sem heitir trichophyton rubrum. Að jafn- aði voru 6 neglur sýktar og a.m.k. 70% af tiltekinni nögl voru sýkt. Þá hafði sjúkdómurinn varað 11 ár að meðaltali. Þátttakendum var skipt af handa- hófi í fjóra hópa. Tveir þeirra fengu 250 milligi'ömm af terbínafíni á dag, annar í 12 og hinn í 16 vikur. Hinir tveir hóparnir fengu 400 mg skammta af itraconasól á dag í eina viku af fjór- um, annar á 12 en hinn 16 vikna tíma- bili. Árangur var síðan kannaður með nokkurra vikna millibOi en enda- punkti var náð einu og hálfu ári eftir að rannsókninni lauk,“ segir Bárður. Morgunblaðið/Ásdís AÐSTANDENDUR LION-rannsóknarinnar á fslandi: Bárður Sigurgeirsson, Jón Hjaltalín Ólafsson og Jón Þrándur Steinsson. Helstu einkenni fótsveppasýkinga: ► Þurrkur, sprungur, kláði, verk- ir, erfíðleikar með gang, soðin húð (fyrstu einkenni oft á milli tánna). Helstu einkenni naglsveppasýkinga: ► Verkir, þykknun naglar, lita- breytingar, nagllos, molnun. Meðferðarúrræði við nagl- og tásveppasýkingum: ► Milli tánna: Áburður fæst án lyfseðils, skv. ráðleggingu lyfja- fræðings. ► Neglur, iljar: Töflumeðferð. Læknir tekur sýni til ræktunar áð- ur en meðferð er ákveðin. I)jar meðhöndlaðar í 6 vikur en neglur í 3 mánuði eða lengur. Terbínafín betra lyf Niðurstöður rannsóknarinnar eru, í stuttu máli, eindregnar í þá veru að meðferð með terbínafín gefur betri ár- angur en meðferð með itraconasól. „Það kom okkur á óvart hve mikill munur var á milli lyfjanna þegar enda- punkti var náð,“ segir Bárður. ,Af þeim sem tóku inn itraconasól náðu 38% bata, 1 skemmri meðferðinni, og 49%, í þeirri lengri á móti 76% og 80% þeirra sem tóku inn terbínafín. Terbínafín er betra lyf, sama hvaða mælikvarðar eru notaðir.“ Bárður kveður niðurstöðumar sýna mikilvægi rannsókna því erfitt sé að meta raunverulegan bata hjá sjúkling- um sem komi í einstakar heimsóknir. „Það er nýlunda hvað rannsóknin er löng. Margar fyrri rannsóknir á þessu sviði hafa verið mun styttri en þá er hætt við að munurinn á lyfjunum sé ekki kominn í ljós.“ Um það bil 150 sjúklingar tóku þátt í rannsókninni á íslandi og fylgst hef- ur verið með þeim sérstaklega eftir að LION-rannsókninni sleppti. „Við höf- um fylgt þeim eftir núna í tvö ár eftir að rannsókninni lauk til þess að meta langtímaáhrif batans. Það hefur aldrei verið gert áður,“ segh' Bárðui'. Bárður kann íslensku þátttakend- unum sérstakar þakkir. „Það hefur verið frábært að vinna með þessu fólki og stórkostlegt hvað fólk er ósínkt á tíma sinn. Það hefur aldrei verið vand- kvæðum bundið að fá það til að heim- sækja okkur og sumir þessara sjúk- linga eru búnir að koma 15 sinnum á þessu árabili. Við höfum hannað sérstakan gagna- grunn til að fylgjast með sjúklingun- um okkar. Upplýsingamar sem þeir færa okkar eru mjög gagnlegar. Við höfum einmitt verið að kynna þessa ís- lensku framhaldsrannsókn að undan- fömu og nú ætla Finnar að fara að okkar dæmi,“ segir Bárður. Nagl- og fótsveppasýkingar tíðar á íslandi Ekki er vanþörf á góðum lyfjum því aðrar rannsóknir sem Bárður hefur átt hlut að benda til þess að tíðni nagl- og fótsveppasýkinga á íslandi sé há og jafnvel hærri en í nágrannalöndum, af þai'lendum könnunum að dæma. Nið- urstöður þriggja rannsókna á fótfestu þessara sýkinga hérlendis verða birtar innan tíðar, að sögn Bárðar. í þeim var könnuð tíðni sveppasýkinga á Is- landi, tíðni sveppasýkinga meðal sund- laugagesta í Laugardalslaug og dreif- ing sveppagróðurs á gólfum í sund- laugum og búningsklefum. I könnun á tíðni sveppasýkinga á ís- landi, sem styrkt var af heilbrigðis- ráðuneytinu og rannsóknarráði, voru tæplega 4000 einstaklingum, 16 ára og eldri, eða 1,6% íslensku þjóðarinnar, send spurningaeyðublöð. „Það er kannski meginstyrkur rannsóknarinn- ar, miðað við svipaðar rannsóknir er- lendis, að hún tekur ákveðið úrtak heillar þjóðar. Margar rannsóknir hafa tekið valda hópa; til dæmis úr ákveðinni verksmiðju en þá er strax komin mikil skekkja í rannsóknina. ís- land er því heppilegt land fyrir svona rannsóknir. Spurt var út í naglbreytingar og ýmsa áhættuþætti, svo sem sundferð- ir, en fólk síðan beðið um að meta ástand fóta sinna með hliðsjón af ljós- myndum af sýktum tám og nöglum sem fylgdu með spurningunum. Við kölluðum síðan í um helming þeirra sem voru með naglsýkingu, af mynd- unum að dæma. Og ef við miðum bara við það hvernig fólk samsamaði sig við myndimar þá kemur í Ijós að 17,5% af körlum og 14% kvenna gefa sig fram með einkenni sem samsvara því að þau séu með sveppasýkingar!“ Milli 8% og 15% íslendinga með nagl- eða fótsveppasýkingar Rannsóknarmönnum tókst að rækta sveppi úr sýnum rúmlega helmings þátttakenda, að sögn Bárðar. „Við sá- um þó merki sýkinga hjá fleirum. Að jafnaði, fyrir karla og konur, eru þetta 15%. Ef við leiðréttum miðað við þá einstakhnga þar sem sýking sást í smásjá þá eru þetta 11%. Eftir ströng- ustu skilgreiningum, sem miðar við að ræktun hafi tekist, er hlutfallið komið niður í 8%. Af þessu má ætla að hið raunverulega hlutfall sýktra einstak- linga liggi á bilinu 8% til 15%.“ Þetta hlutfall er mjög hátt að sögn Bárðar og hærra en á mörgum stöð- um. Nýleg bresk rannsókn hafi t.d. sýnt 2%. „Rannsókn í Finnlandi bend- ir til að hlutfallið sé 8% en óhætt er að fullyrða að 8% eru neðri mörkin hjá íslendingum. í vissum hópum er þetta hlutfall mun hærra.“ Tíðni sveppasýkinga meðal sund- laugagesta er t.d. langt yfir meðaltali, að sögn Bárðar. „Gunnhildur Guðna- dóttur læknanemi gerði könnun á þessu í Laugardalslauginni, þar sem 600 þúsund gestir koma árlega. Könn- unin stóð yfir í 14 daga í mars og apríl 1997 en niðurstöður hennar bíða nú birtingar. I rannsókninni kom fram að 42% karlanna voru með einkenni sem gætu samsvarað sveppasýkingu. Miðað við jákvæðar ræktanir voru 26% karla, eða nálægt því fjórði hver gestur, með sýkingu. Ef miðað var við að annað- hvort ræktaðist eða sæist í smásjá er talan 30%. Það. lætur því næm að þriðji hver karl sem fer í sundlaugam- ar sé með sveppasýkingu. Hlutfallið er hærra eftir því sem þeir eru eldri. Samsvarandi tölur fyrir konur eru 35, 15 og 18 prósent," segir Bárður. Það ætti þvi ekki að koma á óvart að sveppagróður á gólfum sundlauga er mikill eins og rannsókn Ingibjargar Hilmarsdóttur, sveppafræðings á -+ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 31 Landspítalanum, Hauks Haraldssonai-, frá Hollustuvemd rfldsins, og Bárðar hefur staðfest. „Langmesti sveppa- gróðurinn er í karlaklefunum eða 60% af allri sveppamengun á gólfum. Um 15 prósent mengunar er að finna í kvennaklefunum en 24 prósent á ýms- um öðmm svæðum,“ segir Bárður. Að sögn Bárðar stafar sveppagróð- ur á gólfum ekki af óþriihaði. Hann komi í Ijós alls staðar þar sem fólk gengur um berfætt, í sundlaugum eða öðmm búningsklefum. En er hægt að gera eitthvað til að draga úr þessum gróðri? „Það er verið að skoða það hvort hægt sé að bæta eða breyta þrif- um til að draga úr útbreiðslu sveppa.“ Bái'ður kveður ýmsar hugmyndir uppi, á meðal rannsóknaraðila og Holl- ustuvemdar, en ekki sé tímabært að skýra frá þeim. Bárður áréttar mikilvægi þess að fólk leiti sér lækningar við sveppasýk- ingum. Þær séu ekki bara til lýta held- ur geti verið til óþæginda og sársauka- fullar. „Sjúklingar geta fengið verk í neglurnar sem svipar til liðverkja. Hjá eldra fólki getur þetta haft áhrif á jafnvægisskynið. En hvað getur fólk gert til að forð- ast sveppasýkingar? „Fólk þarf að gæta þess að halda húðinni á fótunum í góðu ástandi, að hún sé ekki þurr eða sprangin. Ef einkenna verður vart, sem mjög margir fá á milli tánna, er afar mikilvægt að fólk meðhöndli það.“ Algengustu einkennin eru að sögn Bárðar kláði milli tánna, útbrot og soðnun í húðinni. Talið er að þriðjung- ur þeirra sem hafi slík einkenni í lang- an tíma fái naglsveppasýkingu en hún er erfiðari viðureignar. I mörgum til- fellum er hins vegar hægt að stemma stigu við fótsveppasýkingum með því að nota krem eða smyrsl sem fást án lyfseðils í lyfjabúðum. Sundlaugagestir noti ilskó í sturtu og búningsklefum „Eftir að sýkingin er komin í negl- umar er eingögnu hægt að lækna hana með inntöku á töflum,“ segir Bárður. „Fólk ætti tvímælalaust að nota ilskó í sturtunum og í búnings- klefunum þannig að það verði ekki bein snerting við gólfin í búningsklef- um. Sveppirnir virðast ekki vera svo mikið í sjálfu vatninu heldm- á gólfun- um. Sumir sjúklingar segja mér að gleymi þeir að fai'a í ilskóna sína svo mikið sem einu sinni fái þeir umsvifa- laust sveppi.“ Bárður segir engar einhlítar skýr- ingar tiltækar á því að sveppir haldi sig fremur við kai’laklefa og karlatær. Hann telur þó líklegt að skýringin sé að einhverju leyti söguleg. „Karlar hafa unnið meira utan heimilis, á stór- um vinnustöðum. Rannsóknii- á kola- námumönnum í Bretlandi hafa leitt í ljós að um 80% þeirra voru með sveppi á fótunum. Þeim sem þurfa að vera í lokuðum skóm atvinnu sinnar vegna er hættara við sveppum. Þá hafa karl- amir verið í hemum og meira í íþrótt- um þar sem tíðnin er mjög há. Þetta á sérstaklega við í hópíþróttum. Við höf- um stundum haft heilu íþróttahðin í meðferð þar sem flestir hafa verið smitaðir!" Hver og einn taki ábyrgð á sjálfum sér Ástæðurnar fyrir hárri tíðni sveppa meðal íslendinga segir Bárður geta verið margar. „Sundiðkun er ef til vill algengari héma á íslandi og þar eiga smitanir sér stað. Við vitum að erfða- þættir skipta máli fyrir tilhneiginguna að smitast en það hefur ekki verið rannsakað til hlítar. Þá gæti veðurfar haft sitt að segja: íslendingar þurfa að vera mikið í lokuðum skóm en öll soðnun eykur líkmriai' á sveppasýk- ingu.“ Að sögn Bárðar er nú unnið að frekari rannsóknum á sundstöðum og rannsóknir á fleiri stöðum eins og lík- amsræktarstöðvum standa fyrir dyr- um. „Það er auðvitað miklu betra að koma í veg fyrir sjúkdóma heldur en að gefa lyf. Þó ekki væri nema vegna gífurlegs kostnaðar. Þvl er mikilvægt að draga úr meng- un á gólfum, í sundlaugum, íþrótta- húsum, heilsuræktarstöðvum og víð- ar,“ segir Bárður. „Best er auðvitað að hver og einn taki ábyrgð á sjálfum sér og reyni að forðast smit. Fólk þarf að vera sér meðvitað um einkennin. Það kemur til okkar fólk næstum dag- lega sem hefur haft sýkingareinkenni árum saman. Það verður síðan gjör- breyting á líðan þess þegar það losnar við þennan leiða kvilla,“ segh' Bárður að lokuin. - Rússar ganga út hætti sprengjurnar - ekki að falla Samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa versnað verulega vegna Kosovo-deilunnar, segir Viktor Tsjerndmyrdín og hætta er á að afleið- ingarnar verði enn alvarlegri láti NATO ekki af árásum sínum. EG TEL nauðsynlegt að láta í ljós skoðun mína á stöð- unni í Kosovo nú þegar hernaðurinn stigmagnast og hættan á landhernaði eykst, er myndi leiða til enn meiri dauða og eyðileggingar. Ég hef einnig hug á að tjá mig um hugmyndir Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sem hann setur fram í grein í New York Times þann 23. maí sl. Ekki síst fysir mig til að tjá mig um þá staðhæfingu hans að „Rúss- land aðstoði við að finna leið fyrir Belgrad til að uppfylla skilyrði okk- ar“ og að stefna NATO gæti „styrkt, en ekki veikt, þann grundvallarásetn- ing okkar að eiga jákvæð samskipti við Rússa til lengri tíma“. Raunar ákváðu Rússar upp á sitt einsdæmi að miðla málum á milli NATO og Belgrad, ekki vegna þess að þeim sé annt um að hjálpa NÁTO við að ná fram skilyrðum sínum, sem miða að því að Slobodan Milosevic gefist upp og að í raun verði komið á vemdarsvæði NATO í Kosovo. Þessi markmið NATO era gagnstæð sjón- armiðum Rússa, sem vilja senda inn sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til Kosovo og án þess að skerða full- veldi Júgóslavíu og rétt yfir eigin landsvæði. Þar að auki hefur hin nýja stefna NATO, sem við erum nú að sjá í verki í Júgóslavíu í fyrsta skipti, leitt til þess að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa versnað vera- lega. Ég myndi vilja taka svo stórt upp í mig að segja að þau hafi verið færð nokkra áratugi aftur í tímann. Nýlegar skoðanakannanir styðja þetta. Áður en árásimar hófust voru 57% Rússa jákvæðir í garð Banda- ríkjanna en afstaða 28% var fjand- samleg. Árásirnar snéru þessu við þannig að afstaða 14% varð jákvæð en afstaða 72% fjandsamleg. Sextíu og þrjú prósent Rússa kenna NATO um deiluna en einungis 6% kenna Jú- góslavíu um. Skýringuna á þessum viðhorfum er ekki að finna í einhvers konar slav- nesku bræðralagi heldur því að verið er að varpa sprengjum á fullvalda ríki og litið á loftárásir sem leið til að leysa innanríkismál. Sú afstaða er í andstöðu við alþjóðalög, Helsinki- sáttmálann og það heimsskipulag sem mótaðist að lokinni heimsstyrj- öldinni síðari. Á engu sviði hafa samskipti Rúss- lands og Bandaríkjanna beðið meiri skaða en hinu siðferðilega. Á tímum umbótastefnunnar taldi meirihluti Rússa að Bandaríkin væru raunveru- legt lýðræðisríki er léti sér verulega annt um mannréttindi og stæði fyrir almenn viðmið, sem ástæða væri að taka til eftirbreytni. En rétt eins og skriðdrekamir er völtuðu yfir vorið í Prag splundruðu endanlega goðsögn- inni um ágæti sósíalistastjórnarinnar þá hafa Bandaríkin nú glatað þeim rétti að líta á sig sem leiðtoga hins frjálsa, lýðræðislega heims eftir að sprengjur þeirra tættu hugsjónina um frelsi og lýðræði í Júgóslavíu. Við getum einungis harmað að þetta er jafnframt vatn á myllu kommúnista og róttækra þjóðernis-- Reuters SERBNESK hjón virða fyrir sér eyðilegginguna sem sprengjur herþotna NATO ollu á heimili þeirra sl. helgi. sinna er hafa ávallt litið á NATO sem árásarvald, hafa krafist stóraukinna útgjalda til varnarmála og hafa stutt rússneska einangrunarstefnu. Nú þegar árásir á hernaðarleg mannvirki hafa greinilega reynst gagnslausar hafa her- sveitir NATO snúið sér að stórtækri eyðilegg- ingu á borgaralegum mannvirkjum, ekki síst rafveitum, vatnsveitum og verksmiðjum. Ber að drepa þúsundir sak- lausra einstaklinga ein- ungis vegna mistaka eins manns? Ber að má út heilt land? Ber manni að ganga út frá því að hægt sé að vinna styrjöld með lofthemaði einum og sér? Þegar hingað er komið myndi ég vilja draga fram lærdóm nýlegrar sögu. Bandaríski og breski flugher- inn vörpuðu hundrað þúsunda sprengna á Berlín en það var ekki nema með sókn sovéska hersins, er kostaði mörg hundruð þúsund mannslíf, að hægt var að hemema borgina. Loftárásir Bandaríkja- manna í Víetnam reyndust gagnslitl- ar og rússneski herinn varð fyrir áfalli í Tsjetsjníu. Serbar líta á NATO og Bandaríkin sem árásaraðila sem þeir em að verja heimaland sitt gegn. Ég held ekki að landhernaður myndi skila ár- angri og ég er sannfærður um að hann myndi kalla á gífurlegar blóðsúthellingar. Að auki verður ekki lengur hægt að koma í veg fyrir útbreiðslu eld- flauga og kjamorkuvopna - enn ein neikvæð afleiðing NATO-stefnunnar. Jafnvel minnstu, sjálfstæðu ríki munu leitast eftir því að koma sér upp kjanrorkuvopnum og burðarbún- aði til að verja sig eftir að hafa séð stríðsvél NATO að verki. Hættan á alþjóðlegum óstöðugleika er yfirvof- andi með nýjum stríðum og nýjum fórnarlömbum. Auknar sprengjuárásir gera það tilgangslaust að reyna að skipuleggja heimkomu flóttamanna. Til hvers eiga þeir að snúa aftur - heimila í rúst án rafmagns og vatns? Hvar eiga þeir að fá vinnu eftir að búið er að leggja aðra hverja verksmiðju í rúst og til stendur að varpa sprengj- um á hinn helminginn? Það er kominn tími til að NATO- ríkin átti sig á því að fleiri sprengju- árásir varða leiðina inn í blindgötu. Helmingur flóttamanna hefur ekki áhuga á að snúa aftur úr hinni evr- ópsku hagsæld til eyðileggingarinnar í Kosovo til að búa þar við hlið stríð- bitra Serba. Það er ljóst að fyrir hverja hundrað Kosovo-Albana verð- ur að að hafa einn til tvo hermenn til að gæta þeirra. Þannig mun vera NATO í Kosovo verða 1 - varanleg. Þá mun fyrr eða síðar koma að því að heimur- inn krefjist þess af NATO að Júgóslaviu verði greiddar bætur, að fjölskyldum saklausra fómarlamba verði greiddar skaðabætur og að flugmönnum er vörp- uðu sprengjum á óbreytta borgara og yf- irmönnunum sem gáfu skipanir um slíkt verði refsað. Bandalagið á því pyrr- hískan sigur í vændum, hvort sem deilunni lýkur með uppgjöri Serba eða innrás í Júgóslavíu. Herferðin mun ekki ná fram meginmarkmiðum sín- um. Flóttamennirnir eiga ekki allir eftir að snúa aftur til Kosovo, sem verður áfram undir júgóslavneskri lögsögu í einhverri mynd, og það mun kosta milljarða dollara að end- urreisa landið úr rústum. Og nokkur orð um hina albönsku skæraliða. Þeir era fyrst og fremst hryðjuverkasamtök. Á því standa Rússar fastar en fótunum. Þeir afla sér fyrst og fremst tekna með eitur- ' lyfjasölu með árlegri veltu upp á um þrjá milljarða dollara. Með því að vera í nánum samskiptum við þessa skæruliða og endui-nýja vopnabúnað þeirra eru Vesturlönd beint og óbeint að stuðla að því að koma upp nýrri eiturlyfjamiðstöð í þessum heims- hluta. Þá hvetur þetta skæruliðana til að auka áhrif sín í nærliggjandi ríkjum. Það kann að koma að því að baráttan fyrir Stór-Albaníu nái fótfestu. Það mun leiða til meiri blóðsúthellinga, fleiri styrjalda og landamærabreyt- inga. Aldrei áður á þessum áratug hefur heimurinn verið nær kjarn- orkustyrjöld. Ég bið leiðtoga NATO um að sýna ' hugi-ekki og stöðva loftárásimar, það er eina rétta leiðin. Það er ómögulegt að ræða um frið á meðan sprengjumar springa. Það er Ijóst. Ef ekki verður hætt að varpa sprengjum mun ég því brátt leggja það til við forseta Rússlands að Rúss- ar hætti afskiptum af samningavið- ræðunum, dragi sig út úr öllu hern- aðar-tæknilegu samstarfi við Banda- ríkin og Vesturlönd, hætti við stað- festingu START-2 sáttmálans og beiti neitunarvaldi sínu þegar Sam- einuðu þjóðimar ræða ályktun um »► Júgóslavíu. Við munum eflaust finna skilning á því hjá valdamiklum ríkj- um á borð við Kína og Indland. Höfundur er fyrrverandi forsætisráð- herra Rússlands og sérlegur fulltrúi Borís Jeltsfns Rússlandsforseta i Kosovo-deilunni. Greinin var upphaf- lega rituð fyrir Washington Post. Viktor Tsjemómyrdín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.