Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 02.06.1999, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 350 milljóna tilboð barst í Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga Kemur til greina að KÞ óski gjaldþrotaskipta KAUPÞING hf. hefur fyrir hönd viðskiptavinar gert 350 milljóna króna tilboð í Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga. Helgi Sigurðsson hjá fyrirtækjaþjónustu Kaupþings vildi í samtali við Morgunblaðið ekki gefa upp hver tilboðsgjafinn væri. Þegar hefur verið samið við KEA um kaup á mjólkursamlaginu og var kaupverðið 237 millj- ónir, en Gísli Baldur Garðarsson lögmaður KÞ sagði að ef tilboðið frá Kaupþingi reyndist mark- tækt kæmi til álita að semja við KEA um að falla frá kauptilboðinu. Hann sagði að einnig gæti komið til þess að KÞ færi fram á gjaldþrotaskipti til að knýja fram riftun gerðs samnings við KEA, en hann tók það sérstaklega fram að of snemmt væri að velta því fyrir sér hvaða leið yrði farin, því fyrst yrði að ganga úr skugga um að nýtt tilboð stæð- ist, því eins og það væri sett fram væri það ekki marktækt. „Óneitanlega hátt tilboð“ Tilboðið er sett fram með þeim fyrirvara að Kaupþing geri ítarlega skoðun á stöðu félagsins og að niðurstaða þeirrar skoðunar hafí ekki í för með sér breytingar á forsendum tilboðsgjafa. I kauptilboðinu er ekkert getið um hverjar for- sendur tilboðsgjafa séu. „Þetta er óneitanlega hátt tilboð, það er 113 milljón krónum hærra en það verð sem samið var um við KEA á sínum tíma,“ sagði Gísli Bald- ur. „En það eru þessir fyrirvarar sem eru í til- boðinu sem gera það að verkum að það er ekki marktækt fyrr en farið hefur fram einhvers kon- ar skoðun á samlaginu og jafnframt að sú skoð- un leiði ekki ljós að það séu einhverjir þeir ann- markar á, sem breyta forsendum þessa huldu- manns, sem ekki vill láta nafns síns getið. Hverj- ar þær forsendur eru hef ég ekki hugmynd um en ég vænti þess auðvitað að þær séu bara venjulegar viðskiptalegar forsendur.“ „Eg hef óskað eftir svörum við því hvað eigi að felast í þessari skoðun á mjólkursamlaginu og ég vænti svara við því mjög fljótlega. Eg hef líka óskað eftir því að það verði upplýst hver raun- verulegur tilboðsgjafi er, enda verður það að teljast eðlilegt að sá aðili komi fram, þar sem við erum ekki einungis að ræða peningafjárhæð, heldur einnig framtíðarviðskipti við bændur.“ Kröfuhafar gefí 25% eftir Gísli sagði að verið væri að vinna í bókhaldi Kaupfélagsins og að í bókhaldslegum skilningi væri það væntanlega ekki gjaldþrota. Hann sagði að félagið hefði komist í greiðsluþrot og að miðað við endurmat á eignum þess væri talið ólíklegt að við sölu á þeim tækist að ná endum saman. „Það er líklegt að almennir kröfuhafar verði að gefa eitthvað eftir af kröfum sínum, jafnvel um 25%, en þá verða áfram í eigu félagsins einhveijar eignir, sem litlir möguleikar eru á að selja. Ef hinsvegar tækist að selja þessar eignir einnig, þá greiðir félagið hugsanlega upp allar sínar skuldir." Almennur fundur með lánardrottnum, þar sem þeir geta tjáð sig um málefni félagsins, verður haldinn á Húsavík þriðjudaginn 8. júní klukkan 13. Laun hækkuðu að meðaltali um 6,5% frá árslokum 1997 til 1998 Mikill launamunur eftir kynferði og búsetu LAUN STARFSSTÉTTA á 4. ársfjórðungi 1998 (meðaltal) Starfsstétt Almennt verkafólk 1.582 545 256 101.908 166 106.019 co ° 96.396 Véla- og vélagæslufólk 526 683 287 121.425 261 124.965 26 95.720 Sérhæft verkafólk 1.257 615 258 124.940 157 139.736 101 93.539 Iðnaðarmenn 931 876 229 193.152 227 193.664 Þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk 1.337 540 907 117.993 426 142.241 481 95.531 Skrifstofufólk 382 623 1.643 110.106 292 127.665 1.351 106.279 Tæknar og sérmenntað starfsfólk 155 795 565 180.707 259 205.796 306 150.593 Sérfræðingar - - 276 277.112 215 293.600 61 228.994 Heimild: Launakönnun Kjararannsóknarnefndar Tímakaup í dagvinnu Kr.á tímann Fjöldi í könnun Föst mánaðarl. í dagvinnu Fjöldi í Kr. í könnun mánaðarl. KARLAR Föst mánaðarl. í dagvinnu Fjöldi í Kr. í KONUR Föst mánaðarl. í dagvinnu Fjöldi í Kr. í könnun mánaðarl. könnun mánaðarl. LAUN landsmanna hækkuðu að meðaltali um 6,5% frá fjórða árs- fjórðungi 1997 til fjórða ársfjórð- ungs 1998, samkvæmt niðurstöðum launakönnunar Kjararannsókna- nefndar. Á tímabilinu hækkuðu laun samkvæmt almennum kjara- samningum um 4%. Um 47-65 þús- und krónum munar á mánaðar- launum kvenna og karla í þjónustu- og sölustörfum, sérmenntaða störf- um og störfum sérfræðinga. Þó hækkuðu laun kvenna eilítið meira en karla frá lokum ársins 1997 til loka 1998. Þegar rætt er um 6,5% meðal- talshækkun launa frá fjórða árs- fjórðungi 1997 til fjórða ársfjórð- ungs 1998 er miðað við hóp sem Kjararannsóknanefnd nefnir parað úrtak; þá einstaklinga sem voru í úrtaki beggja áranna. Mældar eru breytingar innan efri og neðri fjórðungsmarka, þ.e. breytingar sem ná til helming fólks í hinu paraða úrtaki. Á þessum mælikvarða hækkuðu laun karla að meðaltali um 6,3% en laun kvenna um 6,9%. Laun á höf- uðborgarsvæðinu hækkuðu um 6,7% en laun á landsbyggðinni um 6,3%. Kynjamunur í launum er veru- legur í ákveðnum stéttum. Meðal- tal fastra mánaðarlauna í dagvinnu hjá körlum í þjónustu-, sölu-, og af- greiðslustörfum er 142.241 en með- allaun kvenna í þessum störfum eru 95.531 króna. Meðaldagvinnulaun karla í störf- um tækna og sérmenntaðs starfs- fólks eru 205.796 krónur en meðal- laun kvenna í þessum hópi eru 150.593 krónur. Launamunur landsbyggðar og dreifbýlis Að meðaltali hafa karlkyns sér- fræðingai’ 293.600 krónur í fóst mán- aðarlaun fyrir dagvinnu en kvenkyns sérfræðingai’ fá að meðaltali 228.994 krónur fyrir dagvinnuna. Launamunur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis er líka um- talsverður í sumum greinum. Mestur virðist munurinn í þjónustu-, sölu- og afgreiðslu- störfum, þar sem karlar fá að meðaltali 150.561 krónu í föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni er þetta meðaltal 110.609 krónur I sömu stétt eru meðallaun kvenna á höfuðborgarsvæðinu 103.663 en á landsbyggðinni fá konur í sama hópi að meðaltali 88.049 krónur í meðallaun. Aðeins í einum hópi er launa- munurinn landsbyggðinni í hag. Karlar í störfum sérhæfðs verka- fólks hafa að meðaltali 139.946 krónur í dagvinnulaun á lands- byggðinni en meðaltal þessa hóps er 311 kr. lægra á höfuðborgar- svæðinu, 139.635 krónur. Minnstur munur er annars á skrifstofukörlum, sem hafa 126.782 kr. að meðaltali á landsbyggðinni en 128.191 kr. að meðaltali á mán- uði fyrir dagvinnu á höfuðborgar- svæðinu. Morgunblaðið/Jim Smart Reikningarnir 30 sem Alfreð Kristjánsson fékk. Fékk 30 ein- tök af sama reikningi ALFREÐ Þór Kristjánsson varð undrandi í gærmorgun þegar hann fékk óvænta póstsendingu heim til sín. í stað þess að fá sinn mánaðarlega reikning frá Glitni hf. vegna bílaláns sem hann greiðir af bárust Alfreð 30 ná- kvæmlega eins reikningar vegna bílalánsins. „Mér brá. Eg hélt fyrst að ég ætti að greiða upp allt lánið í einu lagi,“ sagði Al- freð. Halldóra Traustadóttir, mark- aðsstjóri hjá Glitni, segir að mál Alfreðs sé ekki einsdæmi. „Það var gerð reikningaútskrift fyrir mánaðamótin og eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis með reikn- inga með gjalddaga 1. júní. Við höfum heyrt af því að einn við- skiptavinur hafi fengið 40 reikn- inga senda til sín. Annar hringdi til okkar fremur óhress með send- inguna og kvaðst hreinlega hafa þurft að taka sprengitöflu eftir að hún barst,“ sagði Halldóra. Reikningarnir fara í gegnum Reiknistofu bankanna þar sem þeir eru prentaðir og sendir út.. Villa í forriti olli því að of margir reikningar voru sendir út. Hall- dóra segir að allt upp undir 1.000 manns hafi fengið send of mörg eintök af sama reikningnum. Mis- jafnt var þó hve marga reikninga hver fékk. Margir höfðu sam- band við Glitni og segir Halldóra að viðbrögðin hafi verið misjöfn. „Við viljum gjarnan koma því á framfæri við okkar viðskiptavini að við hörmum það að þeir hafi orðið fyrir óþægindum af þessum völdum. Við höfúm gengið úr skugga um að reikningarnir skuldfærast aðeins einu sinni og því er óhætt að henda öllum auka- reikningum,“ sagði Halldóra. --------------- Hægir á sölu- aukningu HELDUR hefur hægt á aukningu sölu á nýjum fólksbílum. I maímán- uði seldust 1.450 bflar en í sama mánuði í fyrra voru þeir 1.448. Þetta er mun hægari aukning en var fyrstu fjóra mánuði ársins. Þá varð aukningin mest 75%, í mars- mánuði. Fyrstu fimm mánuði ársins hafa verið fluttir inn 6.664 bflar en fyrstu fimm mánuði síðasta árs voni fluttir inn 5.224 bílar. Er þetta 27,5% aukning. a yíMS/a ► I VERINU í dag er meðal annars fjallað um markaði fyr- ir úthafskarfa og um veiðiréttindi íslendinga á Reykjanes- hrygg. Þá er einnig fjallað um kostnað íslendinga af rekstri fiskveiðistjórnunarkerfisins og um sjávarútvcg á Nýfundna- iandi. Ennfremur eru í blaðinu hefðbundnar upplýsingar um markaði og nýjasta aflamarksstaðan. Nýliðar Breiðabliks lögðu meistara ÍBV í Kópavogi / B3 Ævintýraleg stemmning í fjóra sólarhringa í Barceiona / B4 4 'fðOWR I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.