Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.06.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 23 Indverjar halda áfram árásum í Kasmír Tíu skdla- börn féllu Muzaffarabad, Nýju-Delhí, Góa. Reuters. ÞRIGGJA klukkustunda fallbyssu- skothríð indverskra hermanna varð að minnsta kosti tíu skólabömum að bana í Kasmír í gær, að því er lög- regla í héraðinu greindi frá. Lentu sprengikúlur á skóla í Neelum-dal, sem er nærri hinni umdeildu línu sem skiptir héraðinu á milli Ind- lands og Pakistans. Að sögn indverskra yfirvalda beitti her þeirra orrustuflugvélum, árássirþyrlum og mannskap til nýrra árása á skæruliða, sjöunda daginn í röð, er njóti stuðnings Pakistana, og hafí ráðist inn á indverskt yfírráða- svæði í Kasmír. Deilur ríkjanna tveggja um yfirráðasvæði í Kasmír eru nú harðari en þær hafa áður verið um þrjátíu ára skeið. Talsmaður indverska flughersins tjáði fréttastofu Reuters að þrátt fyrir óhagstætt veður hefði árásum á búðir skæruliða verið haldið áfram undanfarinn sólarhring. Indverjar fullyrða að í hópi skæruliðanna séu pakistanskir heimenn, en Pakistans- stjóm kveðst einungis veita skæru- liðum „siðferðislegan stuðning". í yfirlýsingu frá pakistanska hernum sagði að undanfarinn sólar- hring hefði herinn hmndið sókn Indverja yfír markalínuna í Kasmír og hefði „mikill fjöldi“ indverskra hermanna verið felldur. Majeed Malik, ráðherra málefna Kasmír í Pakistan, sagði Reuters að um 50 þúsund manns hefðu flúið heimili sín í Pakistan-hluta héraðsins eftir að sókn Indverja harðnaði. Fulltrúar indverska hersins sögðu að spenna við markalínuna væri að aukast, því að Pakistanar hefðu fjölgað til muna í herliðinu þeirra megin við hana. Innanríkisráðherra Indlands, L.K. Advani, sagði í gær að aðgerð- ir Indverja gegn skæruliðunum í Kasmír myndu ekki leiða til styrj- aldar, því að Pakistönum væri mjög 1 mun að binda enda á átökin. Ad- vani er yfirmaður öryggismála í landinu og er næstur að völdum í stjóm landsins á eftir forsætisráð- herranum. Á mánudag tóku Indverjar tilboði Pakistana um að utanríkisráðherra hinna síðarnefndu færi til Nýju- Delhí til friðarviðræðna. Indverjar kváðust þó myndu halda aðgerðum sínum gegn skæruliðunum áfram. gmmmmœmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Guðmundur Rafn i Geirdal skólastjóri og félagsfræðingur Eðlilegt er að óska nýrri rfkisstjóm til hamingju. Hlns vegar verður að minna A að þlngmenn Sjálfetæðisflókksins enj 26 en framsóknar aðeins 12. Ekki 6er vel á þvi að flokkamir deili ráðherra- stólum til jafns þegar framsókn beið afhroð í kosningum. Túlka verður betur : vllja kjósenda og Framsóknarflokkurinn þyrfti að sýna með áþreifanlegum hætti að hann tekur tilllt til þeirra og leyfi sigurvegara kosnlnganna að njóta sfn. . :■ . ■ • Reuters INDVERSKIR hermenn flytja færanlega fallbyssu sína við Drass í gær. Mikill stuðning- ur við Solana Brussel. The Daily Telegraph. STERKAR líkur em á því, að Spánverjinn Javier Solana, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), muni innan skamms verða útnefndur „æðsti yf- irmaður“ utanríkismála í Evrópu- sambandinu (ESB). Hafa Bretar, Þjóðverjar og Spánverjar lýst ein- dregnum stuðningi yið hann. Breskir stjómarerindrekar í Bmssel sögðu í gær að reiknað væri með því, að Rudolf Scharping, vamarmálaráðherra Þýskalands, tæki við starfi Solana hjá NATO. Frakkar hafa mælt með utanríkis- ráðherra sínum, Hubert Vedrine, í embætti æðsta yfirmanns utanrík- isstefnu ESB, en tilkynnt verður um útnefninguna á leiðtogafundi ESB, sem haldinn verður í Köln á morgun og föstudag. Evrópskir stjórnarerindrekar sögðu að Frakkar væm engu að síður tilbúnir til að styðja Solana í stað þess að valda sundrangu inn- an Evrópusambandsins. , anrsars vegar símanúmer á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á landsbyggðinni. Skráin er afhent ókeypis en hægt er að kaupa málara Gunnlaug Scheving. Aðrar nýjungar eru m.a. læsilegra letur sem auðveldai leit í skránni og einnig eru Gulu síðurnar í fyrsta skipti prentaðar í lit. Skijúm gömlu Símaskránni og stuðhni þctrmig að ræktun iandsins. Náðuí bi SIMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.