Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 1
53. árgangur 266. tbl. — Laugardagur 19. nóvember 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins * «<- ««•■<•<»<»■ «■> <" x<i<w>\-ý. ♦<: <■•■ • ^ o V*' ' ■■ ■<■ < ■k' x> ♦•■ý x-i >»«■» yiv.*<:-#>>:■*>•:■■ íx ■x'Mvx* Lamlsref leiiKclotíi Imri i»*»t** * svil tnagl af slande * W‘raftryk mmgti: «>*»•**>*«»«»<>* »í *>$»*#•* >*> fc*»*>MWx •<fc»oc*> »•:■{►•■•*.<<•»>*«* í »o> <fc: i* m * Tll .*.£ *.»*•..««» 1 f® I - Myndin hér að ofan var simsend frá Kaupmannahöfn í dag, en þar höfðu fréttamenn Mbl. þá dregið saman helztu fyrirsagnir Kaupmannahafnar- og annarra danskra blaða, um handritamál ið. Af myndinni má sjá, að handritamálið hefur ekki vakið minni athygli í Danmörku en hér, enda mun gervöll þjóðin danska hafa beðið umsagna blaða um þennan sögulega dóm, sem telj ast má marka tímamót í sambúð þjóða. Enn ný tilraun Breta til ai stilla til friðar — Hafa Sovétríkin raunverulegan áhuga t.d. algert eftirlit með kjarn- orkuvopnum. London, 18. nóvember — AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Breta, George Brown, leggur á mánudag af stað til Moskvu, þar sem hann mun leitast við að finna grundvöll fyrir sam- komulagi um frið í Víetnam. Talsmenn brezku stjórnar- innar skýrðu frá því í dag, að í ferð sinni hafi Brown eink- um hug á að kanna þrjú atriði: ý Hafa Sovétríkin raun- verulegan áhuga á því að stuðla að því, að bardagar hætti? ý Kanna hug sovézkra leiðtoga til hugmynda um, á hvern hátt draga megi — smátt og smátt — úr átökum 1 Víetnam. ý Ganga úr skugga um, hvort Sovétríkin hafa áhuga á samkomulagi um ýmis önn- ur alvarleg alþjóðavandamál, Tali’ð er, að Brown geri sér fyllilega grein fyrir, að hann er um það bil að'leggja upp í ferð, Framhald á bls. 31. Flóð enn í Italíu Adríaliaf brýtur niður flóð- garða við ósa Pó Feneyjum, 18. nóv. NTB-AP. ÓHBEINIB, ítalskir hermann og borgaralegar hjálparsveitir börð ust í dag örvæntingarfullri bar- áttu við að styrkja flóðgarða við ósa árinnar Pó, á meðan ausandi rigning dundi á þeim. Um 10.000 manna á þessu ósasvæði, sem mestallt er um einn meter undir sjávarmáli, hafa orðið að yfirgefa heimili sín á ný. Öldur Adríahafsins brutu að- faranótt föstudags mörg skörð í flóðgarðana við Scardovari, og fór það þorp allt undir sjó. Versta veður var á þessum slóð- um í nótt. Fjölskyldur í þorp- inu, sem ekki vildu yfirgefa það, hömuðust við að reyna að styrkja flóðgarðana, en eftir fregnum að dæma er sú barátta harla vonlítil. Reynt er að byggja í flóðgarðaskörðin með trjám, grjóti og leir úr síðustu flóðum fyrir tveimur vikum. Vegirnir á þessum slóðum, sem nýverið hafa verið hreins- aðir af aur, braki og grjóti eftir síðustu flóðin, voru í dag krökir af fólki, sem reyndi að forða sér til staða, sem liggja hærra yfir sjávarmál. Margir höfðu aðeins lítið eitt af eignum sínum meðferðis í smátöskum, sumir voru klæðlitlir, helkaldir, því kalt er í veðri á þessum slóð- um. Sumir voru svo hepþnir að fáf*“ far með bílum hersins, er her- menn hafa skipanir um að flytja börn og gamalmenni á brott frá svæðinu fyrst. Enda þótt Adríahafið hafi þannig unnið á flóðgörðum næst ströndinni, segja ítölsk yfirvöld, að lítil hætta sé á því, að flóð- garðar lengra inni í landinu bregðist. Gamanið á enda Rauðliðum bannað að koma saman í vetur, og meinuð dvöl í Peking að sinni Peking, 18. nóvember — NTB LEIÐTOGAR kommúnista- flokks Alþýðulýðveldisins Kína, gáfu í dag „Rauðliðun- um“, baráttuliði menningar- byltingarinnar, þriggja daga frest til þess að yfirgefa Pek- ing, höfuðborgina. Á skilti, sem reist hefur ver ið á áberandi stað í Peking, segir, að fjöldafundir og áróð ur fyrir menningarbylting- unni sé úr sögunni að sinni. „Nú, er vetur fer í hönd, verð- um við að láta staðar niumið. Við munum hins vegar hefjast handa á ný í apríl“. Hins vegar er „Rauðliðum" heimilt að koma saman, þó ekki fleiri en 100. Á skilti því, sem áður hefur veriö vikið að, segir, að á síðustu mánuðum hafi um 9 mi'lljónir byltingarsinnaðra stúdanta og kennara komið til Peking. Frá og með mánudegi er því Peking „lokaður bær“ fyrir Rauð liða, og gerist einhverjir þeirra Framhald á bls. 3 !■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Johnson fer úr sjúkrnhúsinu Washington, 18. nóv. — AP. Johnson Bandaríkjaforseti, sem nú er á góðum batavegi eftir tvær minniháttar skurð aðgerðir, heldur á morgun, laugardag, frá sjukrahúsi því, sem hann hefur legið í til búgarðs síns í Texas. Þar mun forsetinn hvílast um hríð, meðan hann nær sér til fulls. Bill D. Moyers, blaðafull- trúi Hvíta hússins, skýrði frá þessu í dag, en bætti því jafn framt við, að forsetinn myndi ræða ýmis mál við embættis menn, meðan hann dvelst í Texaa 20 ARA AÐILD ISLANDS AÐ S.Þ. EFTIR HANNES KJARTANSSON, SENDIHERRA IsBand annað tveggja smáríkja hjá 8.Þ. sem reynzt hafa óaðfinnanlegir meðlimir segir i grein í „New Vork Times66 99l á MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Hannesar Kjartans- sonar, ambassadors íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, og bað hann að segja nokk- ur orð í sambandi við 20 ára aðild íslands að sam- tökunum. Varð hann fús- lega við þeirri beiðni blaðs ins og fara orð hans hér á eftir: ★ 19. NÓVEMBEB 1946 er merkisdagur í sögu íslenzku þjóðarinnar. Þann dag gerð- ist ísland meðlimur Samein- uðu þjóðanna. Samtökin voru stofnuð eft- ir langan undirbúning 1945. Ástæðan fyrir því, að ísland var ekki eitt af stofnríkjunum var sú, að einungis þær þjóð- ir, sem höfðu sagt Þýzkalandi og Japan stríð á hendur, gátu orðið stofnendur SÞ. Sam- kvæmt yfirlýstri hlutleysis- stefnu okkar ákvað ríkis- stjórn íslands að halda fast við þá stefnu, enda þótt við værum mjög hvattir af þeim, sem við Japani og Þjóðverja börðust, til þess að segja þeim stríð á hendur. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar fyrst og freimst und- ir forystu Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétlýðveld- anna og að minna leyti með aðstoð og stuðningi Frakk- lands og Kína. Stofnþjóðirnar voru samtals 51, iþar á meöal Danmör.k og Noregur. fsland v>ar eitt af fyrstu ríkjunum, Framhaild á bls 25 i t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.