Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. «öv. 1966 MORCUNBLAÐIÐ 11 ^«'ix"VW!C^'ýí IÍS _________ „JTiSS_ _____________•3«Si_______ EBKL____________________ _.«BLBS s^aá-J K> n- ra k *?■>*. i Lww - : . •iTifM^i;--~-o< .................................------------------------------------------------------------------------------------ Kjarnfóður - notkun er nauðsynleg Hvað gerir hana nauðsynlega? Þvi svarar Ólafur E. Stefánsson í eftirfarandi grein Oft verður vart þeirrar gagn rýni, að flutt sé inn kjarnfóður fyrir erlendan gjaldeyrir, til framleiðslu á búvörum, sem flutt ar séu út fyrir hluta ai: því verði sem fyrir þær þurfi að fást. Að sjálfsögðu þarf aðgátar og fyrir hyggju í þessum málum sem öðr um og gera þarf ráð fyrir nokkrri framleiðslu mjólkur umfram inn anlandsneyzlu í meðalári, til tryggingar því að ekki verði mjólkurskortur í slæmu árferði Hitt væri illt ef rétt væri, að kjarnfóður væri flutt inn í þeim tilgangi að framleiða á því út- flutningsvörur, sem ýmist þarf að greiða uppbætur á eða valda framleiðendum fjárhagslegu tjóni Ef svo væri, bæri að sjálfsögðu að hætta slíkri framleiðslu. Málið er hinsvegar ekki svo einfalt. Mjólkurframleiðslan er ekki einföld verksmiðjuframleiðsla jafnvel þótt búin verði stór og öll tækni í sambandi við hana aukist. Það er ekki hægt að stytta vinnutíma framleiðslu- tækjanna við hana eða stöðva Ólafur E. Stefánsson, ráðunautur. framleiðsluna alveg um tíma eftir því hver eftirspurnin er frá degi til dags. Hún er byggð á lífsstarfsemi og lýtur lífeðlis íræðilegum lögmálum. Allar ráð stafanir verða að miðast við þá staðreynd. Eigi að síður er rækt að búfé undraverð framleiðslu tæki, ekki hvað sízt mjólkurkýr. íslenzki kúastofninn er mjólkur laginn og stenzt í því tilliti fylli lega samanburð við aðra ræktaða stofna. En hver kýr er ræktað framleiðslutæki, og þær eru yfir 40 þúsund talsins. Það er ekki hægt að líta á þær sem eina stóra verksmiðjuvél, heldur þarf að sjá sérstaklega um hverja þeirra alla daga ársins, til þess að framleiðslan verði mikil og áiallalaus. í mjólk eru allt að 13% þurr- efni. Þau næringarefni eru því ekki lítil, sem kýr í 20 til 39 kg nyt breytir daglega úr skepnu fóðri í mjólk, þennan alhliða líf- og heilsugjafa þjóðanna. Fram- leiðslumagnið eftir hvern einstak ling byggist þó ekki eingöngu á erfðaeðlinu. næfileikunum til að breyta fóðri í mjólk, heldur einnig á því, hve kjarnmikið fóðrið er hve mikið kýrnar geta í sig látið. Mjólkurkýr hafa þó meiri hæfileika til þessa en ann að búfé, og dagskammtur þeirra af þurrefni getur orðið allt að 3,25% af þunga á fæti. Til að nýta mjólkureiginleika hins ræktaða kúastofns að fullu er því nauðsynlegt, að kýrnar fái sem mesta næringu í hverri þyngdareiningu fóðursins, en í hverri þyngdareiningu af kjarn fóðurblöndu er helmingi meiri orka eða næring en í sama magni af þurrkaðri meðaltöðu. Það er þetía, sem gerir kjarnfóðurnotk un lianda mjólkurkúm í hárri nyt nauðsynlega hér á landi eins og alls staöar annars staðar, þar sem ræktun þeirra til mjólkur er á háu stigi og stefnt er að þvi að nýta þennan eiginleika. Nú kann að verða spurt hvort þörf sé á því að hagnýta þessa eiginleika, þar sem umfram fram leiðslan sé óhagkvæm vegna hins lága heimsmarkaðsverðs.. Frá sjónarmiði bóndans á bú- reksturinn að vera sem hagkvæm astur og hagkvæmar framleiðslu aðferðir einstakra bænda hljóta þegar á allt er litið að vera æski legar fyrir atvinnuveginn í heild og fyrir þjóðina. Þær jarðir sem á annað borð eru setnar, þurfa að vera vel setnar. Vandamál offramleiðslu á ekki að leysa með því að stíga spor aftur á bak eða með því að búa illa. Þau verður að leysa með öðru móti. Hér á landi er bústærð og jarðnæði miðað við fjölda þess búfjár, sem haft er, eða þá á- höfn, sem hver jörð ber. Þetta er eðlilegt við íslenzkar aðstæður og þá jafnframt að miða fram- leiðslumagnið við fjölda búfjár- ins en ekki t. d. mjólkurfram- leiðslu af hverjum hektara lands. Islenzkir bændur þurfa meiri og vandaðri byggingar fyrir bú- fé sitt en flestar aðrar þjóðir, og fóðuröflun og vinna við búfé, einkum kýr hlýtur óhjákvæmi- lega að verða mun meiri en ann- ars staðar vegna langrar inni- stöðu. Þessar aðstæður hérlendis renna stoðum undir þá stefnu, að fá sem mestar og beztar afurðir af hverri skepnu. Þetta er hin svo- nefnda hámarksafurðastefna. Þetta er í stórum dráttum stefna Búnaðarfélag fslands í fram- leiðslu á afurðum nautgripa og sauðfjár. Að sjálfsögðu ber sð nýta gróð ur jarðar sem mest og bezt handa búfénu, og nú þegar sparast mikið kjarnfóður . egna mikillar aukningar hins ræktaða lands og stórbættrar heyverkunar. Með því að beita kúm á ræktað land eins og nú er gert og nota fóður jurtir til haustbeitar, má komast hjá mest allri kjarnfóðurnotkun yfir sumartímann, ef vel er á málum haldið. Hvert kg. af töðu sleginni á réttum tíma hefur meiri orku og hærra næringar- gildi en áður var. Er ástæða í þessu sambandi að minna á, að í jarðræktarlögum frá 1965 eru sérstök bráðabirgðarákvæði til 5 ára um framlög til súgþurrkunar útbúnaðar í hlöðu. Þessi ákvæði laganna þurfa hændur að færa sér í nyt, svo að hver bóndi ráði yfir þessari tækni, er þessu 5 ára tímabili lýkur. Ekki má heldur slaka á jarðræktarframkvæmd- um vegna fjölgunar búfjárins. Auk þeirrar notkunar kjarn- fóðurs, sem að framan greinir, hefur það verið notað sem fóður bætir og fóðurauki. Með þeirri tækni sem bændur munu ráða yfir á næstu árum í verkun þurr heys og við votheysgerð, ætti að stórminnka hættan á, að hey hrekist eða tún spretti úr sér. Notkun kjarnfóðurs sem fóður- bætis ætti því að verða lítil og Hjálma afurðahæsta kýr landsins tvö ár í röð, miðað við fitu- einingar. Árið 1963 mjólkaði hun 7011 kg. mjólkur með 4,53% mjálkurfitu, sem svarar til 317 60 fitueininga, og árið 1964 mjólk aði hún 6573 kg. með 5,16% mjólkurfitu, sem jafngildir 33917 fitueiningum. Eigendur Sigurjón og Bjarni Halldórssynir Neðri- Tungu Skutulsfirði. að því ber að stefna. Þá hefur kjarnfóður verið not- að sem fóðurauki, beinlínis vegna þess, að heyfóður hefur skort. Þessan notkun ber að hætta sem föstum lið í búskap, enda mun það nú orðið fátítt að sett sé á kjarnfóður en tíðkaðist nokkuð meðan búfjárhald var meira í kaupstöðum og næsta nágrenni þeirra. Þegar uppskerubrestur verður vegna grasleysis kals eða náttúru hamfara í sveitarhlutum eða jafn vel heilum héruðum þá er kjarn fóður sem fóðurauki í fyllsta lagi réttlætanlegt. Þá getur það i beinlínis orðið bjargráð og forðað verðmætu búfé frá niðurskurði. ! | Arstíðarbundnar sveiflur í I mjólkurframleiðslu eru miklar.! ■ Hún er mest á vorin minnst i snemma vetrar. Þetta á sér ekki I eingöngu stað þar sem stunduð ! er sumarframleiðsla vegna sam- gönguerfiðleika að vetrarlagi, heldur er þetta einnig mjög á- berandi á aðalframleiðslusvæð- ! um neyzlumjólkur. Að nokkru veldur þessu tilhneiging kúnna að bera að vorlagi, en að nokkru sú staðreind að framleiðslan er ódýrust að sumarlagi þegar kýrn ar afla sér sjálfar næringarrík- asta fóðursins af jörðinni. Verð- miðlun á mjólk eftir árstíðum J er því mjög eðlileg ráðstöfun og hátt haustverð til að koma í veg fyrir mjólkurskort er sjálf- sagt enda lengi verið við haft. þess og framtíðarhorfur í sauð- Nú er það einmitt yfir gjafa- I tímann, sem kjarnfóðrið er notað en ekki þegar framleiðslan er mest enda geta kýrnar mjólkað allt að 20 kg á dag á vel hirtu | ræktuðu beitilandi. Kúfurinn á I mjólkurframleiðslunni, umfram framleiðslan eða offramleiðslan er því ekki mjólk, framleidd á kjarnfóðri nema að mjög litlu leyti. Þessu þurfa menn að gera sér grein fyrir. Vegna þess hve seint voraði og jörð var lengi köld varð spretta fremur léleg um mikinn hluta landsins á sl. sumri. Hey- fengur er því mun minni víða en í meðalári en nýting yfirleitt góð. Fyrningar voru engar að kalla og engin héruð aflögufær með hey. Því vil ég minna á og leggja áherzlu á þau orð sem nýlega voru höfð eftir búnaðar- málastjóra í blaði, að heyfengur hvers bónda yrði að ráða ásetn- ingi í haust og svo ætti að jafn aði að vera. Hann taldi enn frem ur, að fækka ætti nú fremur nautgripum en sauðfé, ef fækkun væri nauðsynleg. Vegna lítil heyfengs, umfram framleiðslu mjólkur og ráðstaf ana forvígismanna bændastéttar- innar í verðlagsmálum til að draga úr mjólkurframleiðslu, þá leit svo út fyrir nokkrum vikum að nautgripum yrði fækkað í stórum stíl, á þessu hausti. Viðhorf þetta mun þó hafa breytzt sums staðar við niður- fellingu innvigtunargjalds af mjólk og við það að svo virðist sem tiltölulega stór hluti dilka flokkist illa nú í haust. Munu því ýmsir vilja vita betur um orsakir fjábúskap áður en þeir hverfa frá mjólkurframleiðslunni eða minnka hana frekar. Er því senni legt að það verði heyfengurinn, sem mestu mun ráða um fækkun kúnna. Kúaslátrun verður þó ef laust með mesta móti. Þarf naum ast að benda bændum á að eyða þeim kúm, sem orðnar eru full orðnar eru kvillsamar, gallaðar eða lélegar. Hins vegar er rík ástæða til að hvetja til aukinnar verzlunar með góðar kýr, þegar svona stendur á frekar en slátra þeim. A þetta einkum við þar sem heil kúabú eru lögð niður. Dreifar EKKERT KJÖTFJALL: Sumir hafa viljað halda því fram, að með fjölgun sauðfjárins mundi senn myndast kjötfjall í landinu vegna þess hve erfiðlega gengi að selja kjötið úr landi þegar útflutningsuppbæturnar nægðu ekki vegna vaxandi fram leiðslu og hækkandi framleiðslu- kostnaðar. Ekki er samt neitt útlit fyrir slíka fjallsmyndun í ár. Tala sláturfjár á þessu hausti mun að vísu vera um 7—8% hærri en í fyrra, en sú fjölgun mun ekki gera betur en vega upp á móti minni fallþunga, svo að heildar- kjötmagnið verður álíka mikið og s.l. ár. — Horfur á sölu sauð- fjárafurða erlendis munu vera allgóðar og raunar eru engir erfiðleikar á sölu ef við værum samkeppnisfærir við aðra með verðið. BÚSKAPUR Á VESTFJÖRÐUM: „Áður fyrr lifðu bændur marg- ir á Vestfjörðum af sjósókn jafnhliða landbúskap. Nú á það búskaparlag óvíða rétt á sér. Flest hin litlu og' kostarýru býli eru nú þegar komin í eyði. Sums Á ÁRUNUM 1889-91 gaf sr, Matthías Jochumsson út blað á Akureyri sem hann nefndi Lýð. í fyrsta tölublað þess ritaði hann ferðasögu um Þingeyjarsýslu. í Köldukinn gisti hann á Þórodds stað, hjá frænda sínum, sr. Jóni Arasyni síðar presti á Húsavík. Segir sr. Mathías í ferðasögunni: Staðarsókn nær eins langt og byggðin út með Skjálfanda. Þar er óvistlegt mjög og fjöllin ljót og heljarleg . .. Þar úti eru og ekki nema fáeinir bæir sem betur fer. Flestir útskagar ís- lands ættu alls ekki að byggjast." Svo skrifar skáldið. Mundi hann ekki vera ánægður nú, ef hann mætti líta upp úr gröf sinni og sjá flest útskaga landsins auða og yfirgefna? Þá mundi hann líka geta séð, hve vel land ar hans hafa tekið þeirri brýn- ingu, sem hann orðaði í kvæði sínu, Aldarhvöt, á þessa leið: Flytjum saman — byggjum bæL bæir skópu hverja þjóð. Einangrið er auðnuvoði etur líf og merg og blóð. Strjálbýlið er stjórnarleysi steypir lýð á feigðarslóð. Flytjum saman byggjum bæi, bæir skópu hverjar þjóð. Um þetta mál — tilfærslu byggðarinnar í landinu, flóttann úr sveitunum, hinn ákaflega öra vöxt höfuðborgarinnar og ann- I ars þéttbýlis um þetta allt er I mikið ritað og rætt. Sumir telja ■ þetta þjóðhættulega „þróun“ ef í þróun skyldi kalla. Þó mundu 1 fæstir, sem hæst tala, líklega eng | inn — vilja neitt á sig leggja | persónulega til að snúa henni ■ við. Þetta er ómótstæðilegur I straumur tímans, röskum byggð- arinnar, sem breyttir atvinnu- hættir og tækniþróunin í lánd- inu gera óumflýjanlega a.m.k. í bili, hvað sem seinna kann að gerast. Þegar fólkinu fjölgar og þörf er á að nýta aftur þá lífsbjargar möguleika, sem útskagafólkið hefur hætt að nota mun margt af þessum jörðum byggjast á ný, Sá ljóður er á þessum fólksflutn ingum, að jarðir hinna yfirgefnu héraða hafa orðið lítt eða ekki | seljanlegar nema þeim hafi fylgt ! einhver hlunnindi. Er það óneit anlega harður kostur, að ganga I þannig frá eignum sínum verð- lausum og þarf oft mikið átak að koma sér fyrir í nýju um- hverfi, þótt fólki hafi tekist það með dugnaði og reglusemi. Til að veita þessum mönnum tæki- færi til að koma jörðum sínum í eitthvert verð er nú í ráði að stofna jarðakaupasjóð þess opin bera, sem hafi það eitt megin- hlutverk að kaupa þær iarðir, | sem svo illa eru í sveit settar og l hafa svo óhagkvæm skilyrði til | búskapar, að ekki sé tálið rétt ! að veita lán og styrki tii fram- i kvæmda á þeim. Er þess að vænta að vel megi ‘akast með framkvæmd þessa máls, pannig bæði einstaklingar og samféJagið geti haft hag af þeim kaupum j þótt ekki séu þessar jarðir í bili taldar hentugar til búskap- ar. G. Br. staðar er sjálfsagt að leggja slik býli við aðrar jarðir, svo þær verði nægilega stórar til þess að framfleyta góðum búum, en annars staðar getur verið heppi- legt að nýta vissa sveitarhluta framvegis sem afréttarlönd. Vest- firzkir bændur þurfa að venja sig við að nytja lönd sameigin- Jega og standa saman að smala- mennsku og fjárskilum öllum þar sem það á við. Að öðrum kosti er ékki hægt að nytja víðlendið með því fáménna liði, sém eftir er'þar í s veitunum; (H. P.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.