Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 19. nóv. 1966 BILALEIGAN FEStÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM MAGNUSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftirlolcunsimi 40381 ' Hverfisgötu 103. Dagg-jald 300 og 3 kr. ekinn km. Benzín innifalið. Simi eftir lokun 31160. LITLA bíloleigan Ingólfsstræti 11. Sólarhringsgjald kr. 300,00 Kr. 2,50 ekinn kílómeter. Benzin innifalið i leigugjaldi Sími 14970 BIIALEIGAIVi VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. BÍIALEI9A S/A CONSUL CORTINA Sími 10586. Kr. 2,50 á ekinn km. 300 kr. daggjald RAUÐARÁRSTiG 51 SÍMI 22 0 22' Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Fjaðrir, fjaðrablóð, hljóðkútar púströr oJl. varahlutir i margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180. A.E.G. sjálfvirkar þvottavélar mæla með sér sjálfar. Br. Ormsson hf. Lágmúla 9. Gísli Árni og veiðar- færakostnaðurinn í. byrjun þessa mánaðar fór undirritaður í veiðiferð með Gísla Arna og ritaði frá- sögn um ferðina í Mbl. Var þar m.a. skýrt frá aflaverðmæti sumarsíldveiðanna og veiðar- færakostnaði Gísla Arna frá því að skipið kom tií lands- ins í marzmánuði sl. Tveim . dógum síðar, skrifaði Velvakaridi bugléiðingú uin veiðarfærakostnaðinn og kom þar berlega í Ijós að hann haf ði ekki lésið gréin mína nægiiega véí eða þá að hann skortir þekkingu á þessum mál um. Mér sáusl á einhvern hátt yfir þéssi skrif hans, er þau birtust í blaðinu 5. nóv og því vil ég nota tækifærið nú og leiða hann í allan sann- leika um þetta mál. í grein minni segir að veið- arfærakostnaður frá upphafi sé nær 5 milljónir. Þar kem- ur greinilega fram að skipið hefur notað tvær nætur á síld- veiðunum, fyrri nótin var sett. í land eftir að henni hafði ver- ið kastað 280 sinnum, með góð um árangri eins og alþjóð er kunnugt. Eggert segir. í grein- Inni að nótin sé alls ekkf ónýt,_ en orðin talsvert . síitin, Ligg-. ur í augum uppi að þegar nót- in er farin að slitna er ekki hægt að treysta jafnvel á hana þegar fer að vetra og allrá veðra von. Það er allt annar handleggur að nota slíka nót yfir hásumarið í hagstæðri veðráttu. Flest eða öll síldveiðiskip hafa tvær nætur, sumarnót og vetrarnót og er Gísli Árni þar engin undartekning. Yfirleitt nota skipin þessar nætur í tvö ár, en slit þeirra fer auðvitað eftir því hve mikið þeim er kastað og hve mikill afli fæst í þær. Velvakandi segir í hugleið- ingu sinni að ekki sé ólíklegt að það hafi hvarflað að sum- um að vonandi keyptu ekki öll útgerðarfélög veiðarfæri fyrir 5 milljónir yfir sumarið, en e.t.v. séu það aðeins afla- klærnar sem hafa efni í slíku. Ég er hræddur um að menn myndu hætta að gera út á síldveiðar ef þeir þyrftu að kaupa veiðarfæri fyrir 5 millj - ónir á hverju sumri. Næturn- ar tvær, sem Gísli Árni hefur notað í sumar kosta tæpar 4 milljónir og þær mun hann einnig nota næsta sumar. Þorsknót, sem hann notaði um mánaðarskeið áður en sumar- síldveiðar hófust kostaði eina milljón og þar með er stofn- kostnaður veiðarfæra orðinn tæpar 5 milljónir, en slíkt er aðeins eðlileg fjárfesting út- gerða, sem gera út stór síld- veiðiskip. Má Velvakandi af þesu sjá og skilur vonandi að skip- stjórarnir kasta ekki verð- mætum veiðarfærum eftir nokkurra mánað notkun, eins og hann gefur í skyn, en hitt er auðvitað eðlilegt, að þegar menn ERU aflaklær hlýtur veiðarfæraslitið hjá þeim að verða ívið meira en hjá meðal- éiflamanni. Ingvi Hrafn Jónsson. ■Ár Fréttaflutningur T. H. H. skrifar: „Jóhann J. E . Kúld skrifar þáttinn „Ur ýmsum áttum“ 5 Þjóðviljann. Þriðjudaginn 11. okt sl. flyt- ur hann eftirfarandi frétta- klausu: Norðmenn geta það: „Bjarne Bendiksen frá Gibb stað í Norður Noregi, sem ný- lega keypti hér togarann Ak- urey, lætur nú standsetja skip- ið í skipasmíðastöðinni í Tromsö, en að því loknu held- ur það á togveiðar. Það hefur samist svo milli hins nýja eig- anda og stórfyrirtækisins Find us í Hammerfest, að Findus kaupir allan afla skipsins á komandi hausti og vetrarver- tíð. Það er haft fyrir satt, að fái Akureyjan meðal afla, þá sé útgerð skipsins tryggð“. Svo mörg eru þau orð. 39. tölublaði „Fiskaréri", er kom út 28. sept 1966, stendur éftirfarandi frétt: „Olaf og Erling Juul Pett- ersen hafa fest kaup á íslenzka togaranum Akurey af Bjarna Bendiksen, skipstjóra, Gibb- stao. Söluverð er talið vera kr. 3000.000,oo (norskar), skipið er 194 fet“. Þetta gerist 14 dögum áður en Jóhann skrifar grein sína i Þjóðviljann. Jóhann virðist hafa mikið af sínum fréttum úr „Fiskaren" svo að hann hefði átt að vita þetta. Að loknu leyfi ég mér að skjóta hér inn dálítilli viðbót um Akurey. í 44. tölublaði „Fiskaren” 2 nóvember ,er frétt svohljóð- andi: Togarinn „Akurey“. „Hin fyrrverardi íslenzka „Akurey“ er farinn frá Tromsö til Brattvog og á að breyta henni i línuveiðara. Annað fyrirtæki (verft) á að setja í hana 2000 hestafla mótor. Eigendur skipsins eru bræðurnir Pettersen, Tromsö“. Hún virðist ætla eitthvað að vefjast íyrir Norðmönnum, Akureyjan. T. H. H.“. Höfundur bréfsins sendi hin ar norsku blaðaúrklippur til Velvakanda máli sínu til stuðnings. ★ Börnin og uppeldið Lesandi skriíar: „Kæri Velvakandi:' Hér er svar víð „Börnin mega ekki komast upp með það“. Mér finnst að Jóna Jóns hafi sýnt drengnum sínum miskunnarlausa hörku, og að- eíns af því að hann vildi ekki borða gellur. Ég vona að hún þurfi aldrei að refsa honum fyrir neitt alvarlegra þá mundi ég kenna henni um það. Mér þótti gellur ólystugur matur þegar ég var barn. Mér var ekki þröngvað til að borða þær eða annan mat. Ég er alls ekki með því að það sé dekrað við börn, eða að þeim sé gef- inn annar matur en á borðum er, svolítil lempni kostar ösköp litla fyrirhöfn. T.d. að hann fái ekki eftirmatinn, ef hann bragði ekki aðeins á gellun- um. Það eru fá börn, sem ekki hafa lyst á mat ef sett er svo- Ólítil tómatsósa út á. Svo geta drengnum aftur á móti þótt góðar gellur seinna. Hefur Jóna aldrei tekið eftir því, hvað það er miklu meira gaman að vinna sigur með lip- urð og að tala við börnin og reyna að sannfæra þau en að verða alveg æf? Svo skaðar ekkert, að börn- in missi af einni máltíð, þau borða bara betur næst. Annars á matmálstíminn að vera barns ins mesta ánægjustund, frá því að barnið byrjar að sjúga móðurmjólkina. Hver góð móð ir reynir að stilla taugar sín- ar og hafa sem mestann frið á þeim tíma. Það væri gaman að heyra hvað sálfræðingar hefðu um þetta að segja. Úr því að ég er farin að tala um meðferð barna langar mig til að minnast á annað, sem mér finnst mjög leitt að. sjá. Ég hugsa að fleiri hafi veitt því eftirtekt en ég. Þegar mað ur gengur um miðbæinn milli kl. 5-6 á kvöldin og smábörn eru orðin úrvinda af þreytu sér maður oft konur drösla þeim á eftir sér hálfgangandi og hálfhlaupanai eða eitthvað þar á milli, þangað til þau leggjast niður og öskra. Þá eru þau hrist til og skömmuð, eða unglingsmæðurnar eru alveg í mestu vandræðum og sjálfar að gráti komnar. Hvernig ætli að okkur þætti ef svona væri farið með okk- ur sjálf. Það þarf að framleiða eða flytja inn léttar barnakerrur, sem auðvelt er að leggja sam- an og hafa með sér í bíl eða strætisvagn. Þær þurfa ekki að vera fyrirferðamiklar eða stórar, þar sem að göturnar eru nú orðnar rennisléttar og góðar. Ingibjörg Árnadóttir. "k Ánægjuleg stund Annar lesandi skrifar: „Blessaður Velvakandi minn! Mörg eru árin sem ég er bú- in að lesa þín orð, en aldrei orðið svo fræg að skrifa þér, fyrr en nú. Nei, nei, vertu ekki hrædd- ur um að ég ætli að fara að rífast uin mjólkurhyrnur eða áiengisvandamálið!! Það ligg- ur nefnilega ljómandi vel á mér og sennilega mest af því, að ég átti dásamlega stund i gærkveldi við að hlusta á út- varpið okkar, það var bara verst að það var miðv.d.kvöld og svo margir að horfa á bless að sjónvarpið, sem alltaf er verið að jagast út af. Þeir jagast mest, sem mest á það horfa'! Fyrirgefðu, þetta var „útúr- dúr“. Já, ég var að þakka útvarp- inu okkar, þessar mínútur voru með Sinfóniuhljómsveitinni og ungum ísl. trompettleikara, Lárusi Sveinssyni. Leikin vsir Trompert-konsert Haydns, stjórn. var Páll P. Pálsson. Þetta var ekki löng stimd, en dásamleg og mætti gjarna heyr ast aftur. En svo koma surn- ingarnar: Hvar er þessi lista- maður, sem spilaði svona vel á trompettinn sinn? Hann er víst ekki í „Sinfóníunni“, af hverju ekki? Hefur hann ekki gefið kost á sér? Eða hefur hann ekki verið beðinn? Höf- um við „efni á“ að missa svona listamenn úr okar litla tónlist- arheimi hér heima? Eða eigum við kannski von á honum heim? Ég vona að einhver sjái sér fær: að svara þessu. Hafðu þökk fyrir birtinguna, ef af verður. Aðdá. útv. og sjónvarps“. Austfirðingar í Reykjavik Austfirðingafélagið hefur spilakvöld að Hótel Sögu, Átthagasal næstkomandi sunnudag 20. nóv. kl. 20,30. Austfirðingar mætið vel og takið með gesti. STJÓRNIN. íslenzkur heimilisiðnaður Gestabækur Keramik Trémunir Handofin kjólaefni Silfurmunir Silfurhúfur ÍSLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR, Laufásvegi 2. Lokað vegna jarðarfarar frá kl. 10—13 laugardaginn 19. nóv. VERZLUNIN ÖRNÓLFUR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.