Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID Laugardagur 19. nóv. 1966 TURNINN OG TENINGURINN - ný skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson Turninn og teningurinn, ný skáldsaga eftir Guðmund Dan. .3 KOMIN er út ný skáldsaga eftir Guðmund Daníelsson, rithöfund. Nefnist hún „Turninn og Tening- urinn“. ^ Á kápusíðu bókarinnar segir, að þetta sé róman frá stríðsár- unum síðari, spennandi skáldsaga í nýtízku stíl og formið mjög nýstárlegt. I>á segir að umgerð skáldsög- unnar sé þjóðlífsbylting okkar síðustu áratugina. „Annars er það sjálft mannlífið — fólkið í kringum mig, sem ég hefi lang- samlega mestan áhuga á, „segir skáldið. „Ég reyni að analysera fólkið í allskonar aðstöðu.“ Bókin skiptist í tvo megin kafla, „Turninn, fyrsta bókin um Hlaðbæ“ og „Teninginn, aðra bókina um Hlaðbæ." Síðasta skáldsagan, sem Guð- mundur Daníelsson sendi frá sér á undan þessari, var „Húsið“ 1963. Guðmundur Daníelsson Mjólk skömmt- uð á Seyð/sffVð/ Seyðisfirði, 18. nóv. MJÓLKURSKORTUR er nú á Seyðisfirði og hefur mjólkur- skömmtun verið tekin upp. Skyr og rjómi fæst hér aðeins með höppum og glöppum. litför Stelngríms S!eirkþórssonar á þriðjudag ÚTFÖR Steingríms Steinþórs- sonar fyrrverandi forsætisráð- herra, fer fram á vegum ríkisins næstkomandi þriðjudag, 22. nóv- ember, frá Dómkirkjunni í Uteykjavík. Útvarpað verður frá athöfn- inni. Til að bæta úr þessu vand- ræðaástandi hefur verið gripið til þess bragðs, að flytja mjólk norðan úr landi, en skömmtun á mjólk hefur samt verið undan- farna daga á Egilsstöðum og ná- grannabyggðum og víða á fjörð- unum hér í kring. Mjólkurskorturinn stafar af ó- venjumikilli slátrun nautgripa í haust, og er nautgripaslátrun sumstaðar ekki enn lokið. Hofnfirðingar NÚ ERU síðustu forvöð að gera skil í Landshappdrætti Sjáifstæð isflokksins. Skrifstofan í Sjálf- stæðishúsinu verður opin á sunnu daginn frá kl. 1—3 e.h. og á mánudagskvöld kl. 8—10. A funai með blaðamönnum í gær. Frá vinstri: Bjarni Vilhjálmsson, Tómas Guðmundsson, Guð- mundur G. Hagalín, Baldvin Tryggvason og Jón Eyþórsson. AB hefur útgáfa nýs bókarflokks Fjöldi merkra bók kemur út á næstunni Nú hafa komið út hjá Almenna bókafélaginu tvær nýjar vand- aðar bækur: Kristrún í Hamra- vík, eftir Guðmund G. Hagalín. og Islenzkir málshættir, sem þeir Bjarni Vilhjálmsson skjala- vörður og Óskar Halldórsson mag. art hafa tekið saman og búið til prentunar. Kristrún í Hamravík, sem að dómi margra manna er ein ágæt asta skáldsaga, sem komið hef- ur út á íslandi á þessari öld, er fyrsta bókin í nýjum bókaflokki, sem Almenna bókafélagið hyggst gefa út og kallast Bókasafn AB. Má gera ráð fyrir að fyrst um sinn komi ekki færri en 4-6 bæk- ur út árlega í þessum flokki og eru fjórar hinar fyrstu ýmist fullprentaðar eða komnar vel á veg. Þessar bækur eru Píslar- saga Jóns Magnússonar með inn- gangsritgerð eftir Sigurð Nor- dal, Sögur úr Skarðsbók í útgáfu Ólafs Halldórssonar cand mag., Líf og Dauði eftir Sigurð Nor- dal og Kristrún í Hamravík eftir Guðmund G. Hagalín, en hún er nú þegar komin út. Af þessum fjórum bókum má strax nokkuð ráða um þau verk- efni, sem Bókasafn AB er lík- legt til að hafa með höndum. Mannabeinum úr heiðni, er fundust á Patreksfirði svipar til norskra beina FYRIR nokkrum árum fannst kuml á Patreksfirði, þar sem voru sjö beinagrind- ur, en fundur þessi er að þvi leyti merkur að áður höfðu ekki fundist mannabein úr heiðnum sið á Vestfjarða- kjálkanum. Farið hafði verið í kumlin einhvern tíma fyrr á öldum, en beinunum hafði verið safnað saman af kost- gæfni, og er farið var að taka þau saman komu fram sjö heillegar beinagrindur. Bein þessi hafa- nú verið til rannsóknar hjá prófessor J ai Steffensen og hefur við þá rannsókn komið í ljós, að beinin eru af langhöfða fólki, eða fólki, sem svipar til þess fólks, sem bjó í Noregi á víkingaöld og þá einkum á norðlægum slóðum. Mbl. hafði í gær tal af prófessor Jóni Steffensen og spurðist fyrir um þetta. Pró- fessor Jón sagði: — Áður hefur komið fram í rannsóknum, að íslenzku víkingaaldarfólki svipar meir til íra eða Skota og þess fólks sem byggði Bretlandseyjar, bæði hvað snertir höfuðlag og blóðflokka. Áður höfðu ekki fundizt bein á Vestfjarðakjálk anum sjálfum og eru þetta því fyrstu menjar manna frá þess um tímum, sem finnast þar. Hið undarlega er svo að þessi bein eru mun líkari norskum beinum og er þetta því óleyst gáta. Aðalmismundur á beinum norskra manna og þeirra, er byggðu Bretlandseyjar er sá að hinir norsku voru meiri langhöfðar og höfuðkúpuhæð- in er miklu meiri. Hinir brezku eru hins vegar mun breiðleitari og með lægra höfuð. Beinin, sem fundust á Patreksfirði eru ef til vill ekki svo áreiðanleg heimild, þar eð þau finnast öll á sama stað og gætu því einfaldlega verið úr sömu fjölskyldu. Það getur því verið varasamt að draga af þeim ákveðnar á- lyktanir. Hefðu þau hins veg- ar fundist á sjö mismundandi stöðum hefði fundurinn verið mun merkilegri. Það er og dálítið athyglis- vert, að hjá beinunum fannst lítil bjalla. Er hún þriðja sinnar tegundar sem finnst á Islandi, en slíkar bjöllur hafa aldrei fundizt í Noregi, en hafa fundist á Bretlandseyj- um. Hefur Þór Magnússon safnvörður rannsakað hana. Útlit beinanna brýtur að þessu leyti í bág við bjöl » a, og einnig er athyglisvert að stað urinn er Patreksfjörður, en Patrekur er írskt nafn. Á þessu eru margar skýring ar, sem komið gætu til greina og margar spurningar vakna. f fornsögunum segir frá mönn um, sem koma frá Bretlandi, en eru þó taldir norrænir, en skýringin kann að vera sú að fjölskyldur þeirra hafa búið þar í 2-3 ættliði. Þá er ekki víst hvað hafi verið algeng- asta höfuðlag í Noregi. í Norður-Noregi eru langhöfð- ar t.d. ríkjandi, en í Vestur- Noregi vantar algjörlega bein frá þessum tímum til saman- burðar við hin íslenzku. Höfuðlag í Noregi hefur og breyzt frá því á víkingatímum Það mun taka jafnt til skátd- verka og fræðirita, allt frá þeim tíma, er hinum eiginlegu fornbókmenntum sleppir, og fram á vora daga, og gera sér far um að vera sem fjölbreytt- ast og forvitnilegast. Af slíku efnisvali leiðir það, að hér þarf ekki endilega að vera um úrval að ræða frá ströngu bókmennta- legu sjónarmiði, en hins vegar ætti safnið með tíð og tíma að geta rúmað magn þeirra rita, sem hverjum góðum íslend- ingi ætti að þykja skylt og skemmtilegast að kynnast. fslenzkir málshættir er önnur bókin í flokki bóka er Almenna bókafélagið gefur út og kallað fslenzk þjóðfræði. Hófst flokk- urinn með Kvæðum og dans- leikjum, tveggja binda verki, sem kom út að jólum 1964. í bókinni íslenzkir málshættir eru um 7000 málshættir, raðað niður í stafrófsröð eftir mark- orði hvers málsháttar og þess um leið getið úr hvaða máls- háttasafni eða öðrum heimildar- riti prentuðu eða óprentuðu hver málsháttur er tekinn. Sam- tals eru slík heimildarrit um 230. Þá eru einstök fágæt orð eða óvenjulegar merkingar Prófessor Jón Steffensen. Greinileg breyting hefur t.d. orðið, er skoðuð eru miðalda- bein þaðan. Hins vegar eru breytingar á slíkum beinum hérlendis ekki tilsvarandi. Bein íslendinga hafa ekki breyzt að marki fyrr en á síðustu tímum. Um breytingar á blóðflokk um er ekki vitað. Aðferðir þær, sem notaðar eru í dag til ákvörðunar á blóðflokk- um eftir beinum eru ekki orðn ar svo óyggjandi að fullyrða megi neitt, en er fram líða stundir og tækninni hvað það snertir fleygir fram, má vænta að fá megi svar við mörgum spurningum þessu að lútandi, sagði prófessor Jón Steffen- sen að lokum. orða skýrðar og stundum gefnar bendingar um notkun málshátt- anna. Einnig er greint frá stöka tilvikum þegar sami málsháttur er til með mismunandi orða- lagi. í ýtarlegri inngangs.'itgerð, þar sem fjallað er um feril og einkenni íslenzkra málshátta og gerð grein fyrir málsháttasöín- um, prentuðum og óprentuðum, kemst höfundurinn, Bjarni Vil- hjálmsson, svo að orði, að máls- háttunum megi „líkja við gang- silfur, sem enginn veit, hver hefur mótað“. Þeir eru m.ö.o, höfundarlaus bókmenntaarfleifð, eins konar aldaskuggsjá, sem speglar lífsreynslu kynslóðanna í hitmiðuðu formi og einatt í skáldlegum og skemmtilegum líkingum. Víða erlendis njóta málsháttabækur, slíkar sem þessi, rótgróinna vinsælda, og þarf ekki að efa, að hin sama verði reyndin hér á landi. ís- lenzkir málshættir hafa að geyma þrotlausan auð þjóðlegr- ar skemmtunar, og ugglaust eiga þeir fyrir sér að verða margii fjölskyldunni uppsláttarrit til dagslegrar heimilisánægju, upp- byggingar og froðleiks. Þá hafa einnig komið út hjá AB tvö bindi Lýða og landshaga eftir Þorkel Jóhannesson próf- essor. Er hér um að ræða tvær vandaðar bækur, sem fjalla um margvísleg efni, eins og nafmð bendir tiL Á næsta ári verður einnig haldið áfram útgáfu Alfræðisafns AB, bókaflokks, sem nú þegar hefur orðið mjög vinsæll meðal þjóðarinnar, og á án efa eftir að prýða hillur margra, því hér er um að ræða fyrstu tilraun á ís- landi til þess að gefa út bóka- safn, sem mun flytja hina marg- víslegu þekkingu nútímans til manna á íslenzkri tungu. Jón Eyþórsson hefur yfirumsjón með útgáfu þessarra bóka, en 7 bindi þeirra hafa nú þegar kom- ið út. Á næsta ári mun AB gefa út m.a. eftirtaldar bækur í þess- um bókaflokki: Vöxtur og Þroski, Skipin, Hljóð og Heyrn, Pláneturnar, Gerfiefnin, og V erkf ræðingurinn. Gjafabók AB í ár verður Kor- máks Kver (Ögmundssonar skálds). Þá mun í janúar n.k. koma út hjá AB Skáldskapur og Stjórnmál, eftir Þorstein Gísla- son. í bókinni er m.a. stjórnmála saga Íslendinga á árunum 1806-1918, sem Þorsteinn sknf- aði. Deild 7 eftir Valeri Tarsis er einnig væntanleg á næstunni. Þá er einnig komin út bókin Ljósið góða eftir Karl Bjarn- horf í þýðingu Kristmanns Guð- mundssonar. Er þetta seinna bindi sjálfsævisögu blinds rit- höfundar. Meðal annarra bóka, sem út komu á árinu og hafa notið mikilla vinsælda er bak við byrgða glugga eftir Grétu Sig- fúsdóttur, Við morgunsól eftir Stefán Jónsson, rithöfund og Fagur er dalur eftir Matthias Johannessen, skáld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.