Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 8
9 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. nóv. 1966 — JÁ, það er rétt — ég er frá Jamaica, fædd þar og uppal- in. Sjáðu — þarna á píanóinu er fáninn okkar, og litirnir í honum eru hinir sömu og í kjólnum mínum, svart, gult og grænt. Það vill svo til, að þetta eru mínir eftirlætislitir og því teiknaði ég þennan kjól sem einskonar þjóðbún- ing og lét sauma hann fyrir mig til þess að nota erlendis. Það er ung stúlka og falleg, sem talar, Conni Bryan, dökk á brún og brá — og nýkomm til íslands í því skyni að leika á píanó á kvöldin fyrir gesti þá, er sækja heim Hótel Holt til þess að njóta þar góðs matar og gullinna veiga x Connie Bryan Jamaica er fallegt land og fólkið afar gestrisið - segir Connie Bryan, se:n spilar á Hótel Holti fallegu og hlýlegu umhverfi. Veitingasalurinn í Hótel Holti hefur frá upphafi verið mjög vinsæll meðal þeirra, sem óska að snæða í ró og næði, lausir við ærandi hljóm- sveitarhávaða, sem yfirgnæfir gersamlega allar samræður. Mörgum þykir þó notalegt að heyra einhverja tónlist, svona sem undirtón samræðna. Mjúk ur og lágvær tónakliður getur gert andrúmsloftið skemmti- legra og umræður frjálslegri. Og í því skyni að skapa slíkt andrúmsloft hefur Þorvaldur Guðmundsson, hótelstjóri feng ið Connie Bryan til landsins. Að áliti undirritaðrar tekst Connie Bran fullkomlega að gegna þessu hlutverki sínu. Hún er greinilega gædd góð- um tónlistarhæfileikum, spil- ar leikandi létt og músikalskt ýmiss konar létt lög, m. a. úr söngleikjum og kvikmyndum, gömlum og nýjum, — lög, sem allir kannast við. Og hún spil- ar þessi lög svo þægilega og lágt, að hverjum og einum er nánast í sjálfs vald sett, hvort hann leggur við hlustirnar eða ekki. Þegar ég hafði orð á þessu við Connie Bryan, er ég hitti hana sem snöggvast að máli, hló hún glaðlega og sagði: — Þakka þér fyrir að segja þetta — það er einmitt þessi áhrif, sem ég vil reyna að hafa með leik mínum. Ég réyni að leika ekki eigin- gjarnt, með það í huga að krefjast athygli, heldur er það markið mitt, að gestirnir slappi af — að þeir, sem koma hingað þreyttir eftir dagsins önn, áhyggjufullir út af einhverju eða ergilegir, geti sezt niður og fengið sér að borða, látið tónlistina líða um hugann og slappað af, gleymt amstrinu og áhyggjun- um og notið máltíðarinnar. Svo sagði hún mér smávegis um sjálfa sig: — Ég er fædd og uppalin á Jamaica, og stundaði þar tónlistarnám í Royal School of Music. Fór síðan til fram- haldsnáms í Trinity College í London, lauk kennaraprófi í músik og stundaði framan af kennslu heima. En svo fór mig að langa að ferðast og tók þá upp á þessu, að spila svona á veitingahúsum. Ég hef alltaf átt gott með að leika létt lög af fingrum fram — hef þetta frá föður mínum, sem er ágætur píanóleikari. En hann hefur aldrei leikið opinberlega eða starfað sem slíkur, — hann er kaupsýslu- maður. Fjölskyldan er öll músikölsk, en ég er sú eina, sem lagði þetta fyrir mig. Síðustu árin hef ég verið búsett í París, en ferðazt víða og leikið. — Og hvað í ósköpunum kom þér til að fara til íslands og það á þessum tíma ársins? — Ja, þú trúir því nú kannski ekki, en mig hefur lengi langað að koma til ís- lands. fyrir nokkrum árum kynntist ég tveimur íslend- ingum í Bandaríkjunum, þeir voru þar við nám, annar í læknisfræði, hinn í félags- fræði eða einhverju þess hátt- ar. Þeir sögðu mér frá land- inu og auðvitað langaði mig þá strax að koma hingað ein- hvern tíma. Síðan hef ég ver- ið á öllum Norðurlöndunum þar á meðal Finnlandi — og satt að segja, lízt mér svo á, af fyrstu kynnum við íslend- inga, að mér mimi líka bezt við Finna og íslendinga allra Norðurlandaþjóðanna. Finnar fannst mér dásamlegt fólk. Ég var þar í marga mánuði, fyrst í smáborg, sem heitir Kemi, í a.m.k. tvo mánuði, síðan annað eins í Rovaniemi, fallegri, nýtízkulegri borg norður í Lapplandi. — Og nú ertu komin til ís- lands í rigninguna og um- hleypingana. — Uss, það gerir ekkert til með veðrið, — þó verð ég að játa að mér leiðist rigning og forðast að vera úti, þegar svo viðrar. — Og hvað hyggstu þá gera á daginn, þegar þú ert ekki að vinna? — Blessuð vertu ég hef nóg að gera við ritvélina — ég er að skrifa ævisögu mína. — Er nú ekki nokkuð snemmt að byrja á því strax? — Nei, því það? Það er aldrei að vita, hvað lengi maður lifir — og ég staðráðin í að gera þetta, svo að ég get eins byrjað nú eins og seinna. Verulegur þáttur í þessari bók minni verður um lífsviðhorf mitt og afstöðu til annars fólks, sem byggist fyrst og fremst á því að hata aldrei neinn, — og reyna að sýna fólki aldrei annað en vinsemd. Þegar maðurinn hatar eða er andstyggilegur í framkomu, líður honum sjálfum illa, hatrið bitnar meira á honunt sjálfum en þeim, sem því er beint að. — Þetta má nú segja að sé kristilegt viðhorf. — Það veit ég ekki, segir Connie og hlær dátt — ég er víst ekki sérlega kristin, var einu sinni kaþólsk, en ekki lengur, Nú veit ég ekki á hvað ég trúi. Connie var að byrja að segja mér frá landi sínu, þeg- ar ljóst varð að gestir húss- ins voru orðnir óþolinmóðir, vildu fá meira að heyra. Við kvöddumst því og Connie skoraði á mig að fara sem fyrst til Jamaica — — Jamaica er fallegt land og fólkið afar gestrisið. Þar lifa saman margir kynþættir í friði og einingu, kynþátta- vandamál þekkist ekki, fólk velur sér vini, kunningja, samstarfsmenn og maka eftir því, hvern mann þeir hafa að geyma, ekki eftir því, hvernig þeir eru á litinn. Já, Jamaica er gott land. — Og Connie kveður. Hún gengur að píanóinu, brosir svo skín í mjallhvítar tenn- urnar og segir mjúkri röddu: Já, nú skal ég spila meira og meira og meira .... mbj. GJAFABÆR Opnum í dag í nýju verzlunarmiðstöðinni SUÐURVERI á horni Kringlumýrarbrautar og Hamra- hlíðar. GJAFABÆR hefur búsáhöldin GJAFABÆR hefur leikföngin GJAFABÆR hefur skólavörurnar. REYNIÐ VIÐSKIPTIN. GJAFABJER á horni Kringlumýrarbrautar. Læknisstarl Stjórnarnefnd ríkisspítalanna óskar eftir sérfræð- ingi í húðsjúkdómum að Landsspítalanum til hluta úr starfi og þátttöku í gæzluvöktum. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykja- víkur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 20. desember n.k. Reykjavík, 18. nóvember 1906. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Húsbyggjendur Hef flutt verkstæðið að Súðarvogi 26. Smíðum glugga, hurðir og hvers konar innréttingar. Trésmíðaverkstæði Rósmundar Runólfssonar Heimasími 34609. Byggingaverkfræðingur óskast til starfa hjá Kópavogskaupstað. Umsóknarfrestur er framlengdur til 30. þ. m. Kópavogi, 18. nóvember 1966. BÆJARVERFRÆÐINGUR. Austfirðingar Múlaþing — ársrit Sögufélags Austurlands fæst í bókaverzluninni Bókin Skólavörðustíg 6 Reykja- vík. hjá umboðsmönnum í Múlasýslum eða beint frá félaginu Selási 31 Egilsstaðakauptúni. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Kvennðdeildin Bazar verður haldinn í Skátafélaginu við Snorra- braut sunnudaginn 20. nóvember kl. 14. Konur skilið munum að Sjafnargötu 14. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.