Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 21
MORCUNBLAÐIÐ 21 WFTLEIDIR Aðstoðarmatsveinn Llonsklúbbur Kópuvogs heldur bingó til styrktur snmurdvulaheimili bnrnn LIONSKLtJBBUR Kópavogs efn- Ir til bingó-spils í Kópavogsbíói I dag (laugardag) 19. nóv. kl. 14,00, til ágóða fyrir sumar- dvalarheimili frir börn í Kópa- vogi. Er hér um að ræða fyrsta áfanga í fjáröflunaráætlun klúbbsins, vegna þessarar bygg- ingar, sem klúbburinn hefur haft forgöngu um að komið verði upp á þessu og næsta ári. Ofangreindar upplýsingar komu fram á fundi hjá Árna Ólafs- syni, form. fjáröflunarnefndar, og Stefni Helgasyni, form. bygg- inganefndar, með fréttamönnum, sem haldinn var nýlega. Þeir greindu ennfremur frá því, að langt væri síðan að hugmyndin um byggingu sumardvalaheimilis fyrir börn var fyrst rædd í Kópa vogi, og hafði Leikvallanefnd bæjarins valið því stað í landi kaupstaðarins í Lækjarbotnum. Á fjárhagsáætlun kaupstaðarins í ár eru veittar kr. 350 þús. til þessa verks. En þar sem þörfin fyrir slíkt heimili er mikil í þess um barnmarga bæ, ákvað Lions klúbburinn að reyna að flýta þessu verki með því að koma á samstarfi sem flestra aðila um bygginguna. Eins og komið hef- ur fram áður hefur komizt á sam vinna milli Kvenfélags Kópavogs, Lionsklúbbs Kópavogs og Leik- vallanefndar bæjarins — og er hugmyndin að fá fleiri félög til samstarfs. Þá sagði Stefnir Helgason enn fremur að fyrir forgöngu Lions- klúbbsins væri bygging þegar hafin, það er 230 ferm., og teikn að af Herði Björnssyni, tæknifr. Botnplata er þegar steypt, einnig er allt efni í grind hússins til niðursniðið og verður húsið reist innan tíðar. Hafa félagar klúbbs ins lagt fram í sjálfboðavinnu 1 mest allt það starf sem þegar hefur verið unnið. Fyrir hendi eru mörg og góð loforð um fram lag í efni og vinnu, en hinsvegar er því ekki að leyna að kostnað- ur við þessa byggingu er mikill og því er nú unnið að skipulagn- ingu á fjáröflun og er það von þeirra sem að þessu verki standa að allir Kópavogsbúar bregðist vel við þeim ráðstöfunum sem þegar hafa verið ákveðnar til að tryggja fé til þessa verks. Áætl- aður byggingarkostnaður er um 2 milljónir króna fyrir húsið fullbúið og húsbúnað. Hugmynd in er að nota húsið einnig tð vetrarlagi fyrir skólanemendur til skammra dvalar. A&staða verzlun- arinnar óhagstæð — oð áliti Sambands ísl. samvinnu- félaga Loftleiðir Keflavík óska eftir að ráða nú þegar aðstoðarmatsvein. Umsækjendur þurfa að vera vanir mat- reiðslu, en ekki er nauðsynlegt, að þeir hafi fullgilt matreiðslumannspróf. Upplýsingar veitir yfirmatreiðslumaður Loftleiða Keflavík á staðnum, sími 20200. Símavarzla Stúlka óskast til simavörzlu nú þegar. — Vakta- vinna. Tilboð er greini aldur og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 23. nóv. merkt: „10 línur — 4700“. * Kvenfélag Laugarnessóknar heldur bazar í Laugarnesskólanum í dag, laugar- LOFTUR ht. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 1-47-72. BAHCO TAU- þurrkari í þurrkherbergið þurrkar þvottinn á skammri stund. Raf- eða vatnshitaðir. FÖNIX FYRSTA FLOKKS FRÁ.... SÍMI 244 20 - SUÐURG. 10 - RVÍK MBL. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Sambandi ísl. samvinnufélaga: „í dag, fimmtudag, hófst í Reykjavík 24. fundur kaupfé- lagsstjóra á vegum Sambands íslenzkra samvinnufélaga, en slíkir fundir hafa verið haldnir árlega um alllangt árabil. Mætir eru á fundinum kaupfélagsstjór- ar víðsvegar af landinu auk stjórnar og framkvæmdastjórnar Sambandsins. Fundarstjóri er Jakob Frímannsson kaupfélags- stjóri á Akureyri, formaður stjórnar Sambandsins. Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins, flutti yfirlitserindi um helztu vandamál og verk- efni samvinnufélaganna um þess- ar mundir, en aðalverkefni fund- arins er, að fjalla um skipulag verzlunarinnar á vegum kaup- félaganna. í erindi sínu taldi Erlendur að afkoma verzlunarinnar með al- mennar nauðsynjar hefði þróazt í mjög óhagstæða átt að undan- förnu. Reksturskostnaður hefur farið ört hækkandi með vaxandi dýrtíð hér innanlands en tekjur af verzlun með innfluttar vörur hafa ekki hækkað að sama skapi, þar sem þær eru fast hlut- fall af verði hinna erlendu vara, en verðlag þeirra hefur hækkað miklu minna. Forstjórinn gaf fundinum yfir- lit um ýmsa kostnaðarliði í verzluninni undanfarin 4 ár og kom þar fram, að verzlunar- kostnaðurinn í hundraðshluta af vörusölu hefur farið ört vaxandi. Þó að afkoma kaupfélaganna væri talsvert misjöfn, er þó ljóst þegar á heildina er litið að þró- unin hefur verið mjög óhagstæð enda væri nú svo komið, að hlutfall . milli reksturskostnaðar og brúttótekna væri í neinu samræmi við það sem eðlilegt mætti telja og í engu samræmi við það, sem gerist meðal ná- grannaþjóða okkar. Sé borið saman við dönsku kaupfélögin kemur í ljós, að brúttótekjur þeirra af vörusölu (álagning) er hærri þar en hér, en reksturs- kostnaður í hlutfalli við vöru- sölu mun lægri. Þegar samanburður er gerður við nágrannalöndin, verður að hafa í huga, að verzlanir eru minni og hlutfallslega fleiri hér en þar. Þetta hefur að öðru jöfnu í för með sér hærri kostnað við vörusöluna. Ýmsar aðstæður hér á landi, þ. á m. ýmsar aðgerðir hins opinbera, hafa ýtt undir þessa öfugþróun. Verzlunin er brotin niður í alltof margar smá- einingar. Fyrir samvinnufélögin og önn- ur verzlunarfrirtæki ,sem vilja vinna þjóðfélagslegt hlutverk sitt af samvizkusemi, er það ástand sem hér ríkir mjög óhagstætt og kemur, þegar til lengdar lætur, einnig niður á neytendum í lak- ari þjónustu. Við þær aðstæður, sem nú ríkja hér á landi, er það tak- markað hvað unnt er að lækka verzlunarkostnaðinn. Samvinnu- félögin munu þó freista þess að gera átak í þessum efnum. Slíkt átak felst m. a. í því að auka vörusöluna og þar með tekjurn- ar en jafnframt með því að lækka reksturskostnað með nýju skipulagi, nýjum vinnubrögðum og nýrri tækni. Forstjórinn lauk máli sínu með því, að nú yrði að setja kostnaðinn á „megrunar- kúr“. Sænska og danska sam- vinnusambandið hafa lofað að hjálpa til í þessum efnum. Ragnar Pétursson, kaupfélags- stjóri í Hafnarfirði, Björn Bald- ursson, deildarstjóri hjá KEA, dag kl. 4. — Margir góðir munir. Jólavarningur, lukkupokar, einnig kökur. BAZARNEFND. Fyrirliggjandi Loftræstiviftur 17 m3/mín. Verð: 3850.00 52 — — 4210,00 65 — — 4405,00 70 — — 5315,00 140 — — 8375,00 267 — — 10580,00 HEÐINN Vélaverzlun — Sími 24260. $ VÉLRITUN - ÍSLENZKAR UG ERLENDAR BRÉFASKRIFTIR VERÐLAGSÚTREIKNINBAR - TOLLÚTREIKNINGAR K. JDHANNSSDN H. F. SÍMI VÉLRITUNARRJÓNUSTA PÓSTH. 1331 1659D kaupfélagsstjóri á Blönduósi og Gunnar Sveinsson, kaupfélags- stjóri í Keflavík, fluttu erindi um einstaka þætti verzlunarinnar og vandamál þeirra. Síðan tóku nefndir til starfa. Fundinum IKJÍ verður haldið áfram á morgun." Chevrolet 1963 Nokkrir glæsilegir Impala og Biscayne Chevrolet bílar til sölu og sýnis í dag að Ármúla 7. SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.