Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ liaugardfagur 19. n<5v. 1966 BÍLAR Komið og skoðið hina nýlegu notuðu bíla þ.á.m.: Rambler American 1966 sem nýr. Rambler Classic '65 fallegur Ford Bronco '66 vandlega klæddur, út- varp. Ekinn 5 þús. km. Opel Rekord '64 Special de Lux Opel Caravan m. toppgrind o.fl. OPIÐ í DAG. Jón Loftsson hf. Chrysler-umboðið Vökull hi. Hringbraut 121 — Sími 10600 BíLAKAUR^ Vel með famir bílar til sölu] og sýnis íbílageymslu okkar að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. ■ Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Taunus 17 M station ’64 Taunus 17M 2ja dyra ’63 Taunus 17M 4ra dyra ’63 Taunus 17M 4ra dyra ’61 Taunus 12M 4ra dyra ’66 Opel Kapitan ’60 Opel Caravan ’60 Moskwitch 4ra dyra ’66 Cortina 2ja dyra ’65 Volkswagen sendif.b. ’63 Commer, sendif.b. ’64, ’65 Mercury Comet sjálfsk. 63 Anglia, sendif.b. ’63 Fairlane ’63 Mercedes Benz 220S ’65 Mercury Comet ’65. Tökum góða bíla í umboðssölul Höfum rúmgott sýninga.rsvæði [ innanhúss. m&zfm UMBOÐIÐ SVEINN EGILSSON H.F. LAUGAVEG 105 SIMI 22466 A5 lokinni hálfri dld á hafi úti Rætt við Guðmund Guðjónsson, skipstjóra EINN af eldri skipstjórum íslenzka flotans steig á land í gær eftir meira en hálfa öld á höfum úti. Það var Guð- mundur Guðjónsson 66 ára að aldri, skipstjóri á Heklu en sem kunnugt er, þá er búið að selja skipið til Grikklands. Tíðindamaður blaðsins hitti Guðmund að máli í gær, þeg- ar hann var að stíga í land frá skipi sínu. Hvenær byrjaðir þú til sjós, Guðmundur? Ég byrjaði til sjós 1014 en í siglingum 1917. Fyrsta skip- ið, sem ég sigldi á var Lagar- foss. Síðan hef ég siglt á skip unum Sterling, Gullfoss, Goða foss, Mjölnir, dönsku skipi og þá í fyrsta sinn sem stýrimað ur. Á varðskipunum sigldi ég í 20 ár, sem stýrimaður en frá 1942 hef ég verið skip- stjóri og þá fyrst á Þór í 4 ár, Skjaldbreið í önnur 4 ár, Esju í 10 ár og Heklu í 5 ár. — Ef þú gætir snúið hjóli tímans við og ættir að velja um lífstarf að nýju, heldur þú, að þú myndir velja sjóinn aftur? — Já, því geri ég ráð fyrir. — Hver er þér minnistæð- astur einstakra atburða frá sjómannsferli þínum? — Ef nefna skal einstakan atburð, mætti nefna það, er ég var skipstjóri á Ægi 1941, að skip úr erlendri skipalest gaf frá sér neyðarkall og sagð ist vera að sökkva í ofsaveðri suður af Vestm.ey. Við héld um þegar af stað þangað, en er á staðinn var komið, var skipið sokkið og við sáum bara rekald úr því. Við sigld um þá til baka til Vestmanna eyja, en þar var kallað í okk- ur aftur af öðru erlendu skipi, sem var strandáð austur af Kötlutanga. Þegar við kom- um þangað um kvöldið, var ekki unnt að veita neina björg un frá sjó, svo að við sendum skeyti til sýslumannsins í Vík þess efnis að hann sendi mann skap til þess að bjarga á- höfninni úr landi, sem svo tókst daginn eftir. Rétt þegar því var lokið, kallaði þriðja skipið á okkur og sagðist vera í hafsnauð með bilað stýri. Fórum við þá þangað og drógum það til Reykjavíkur. Stuttu eftir þetta var ég svo sendur til þess að reyna að bjarga skipinu, sem ég sagði áðan, að hefði strandað við Kötlutanga og tókst það en tók þrjá mánuði. Hver þáttur sjómennskunn- ar hefur þér þótt skemmtileg- astur? — Því er ekki fljótsvarað. Ég held samt, að það hafi verið strandferðirnar og skemmtilegasta og bezta skip- Merkir Islendingar 5. hindi nýs flokks komið út FIMMTA bindið af Merkum ís- lendingum, nýjum flokki, er komið út. Flytur það að venju tólf ævisögur, sem skipað er í tímaröð. Jón Guðnason, fyrrv. skjalavörður, hefur búið bókina til prentunar. „Fyrsta ævisagan rifjar upp fyrir oss upphaf sagna ritunar með þjóð vorri, „segir hann m.a. í formálsorðum. „Tvær hinar næstu eru tengdar 17. öld, en þær tíu, sem þar á eftir koma teljast til 19. og 20. aldar“. Ævísögurnar eru þessar: Ari Þorgilsson fróði, eftir Halldór Hermannsson, Gísli Magnússon (Vísi-Gísli), sýslu- maður, eftir Jakob Benediktsson, Guðmundur Bergþórsson, skáld, eftir Finn Sigmundsson; Gísli Konráðsson, sagnritari, eftir Jón Guðnason; Magnús Grímsson, prestur og þjóðsagnaritari, eftir Hallgrím Hallgrímsson; Jón Jónsson, ritari, eftir dr. Jón Helgason biskup; Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld, eftir Baldur Andrésson, Björn Sig- fússon, bóndi og alþm. á Kornsá, eftir Þorstein B. Gíslason, Magn- ús Helgason, prestur og skóla- stjóri, eftir Ásmund Guðmunds- son, Guðmundur Finnbogason, landsbókavörður, eftir Guðmund G. Hagalín, Hanndór Hermanns- son, bókavörður og prófessor, eftir Stefán Einarsson og Pálmi Hannesson, rektor eftir Jón Ey- þórsson. Bókin er 318 bls. að stærð, vönduð að frágangi. Útgefandi er Bókfellsútgáfan. NÝTT "ÝTT SIIÐURNESJAMENN Sfáið Sana-soiasetl ið í Stapafelli am helgina MÚDELHÚSGÖGN SÍMI 36955 ið, sem Hekla. ég hef verið á, er í gærkvöldi héldu starfsfél- agar Guðmundar honum og konu hans, Ingibjörgu Þórðar- dóttur samsæti að skilnaði að Hótel Sögu. Guðmundur Guðjónsson sk;pstjóri við hlið Heklu. Elísabet Stelánsdóttír Hjaltalín — Minning F. 23—7. 1877. — D. 11.—10 1966. Kveðja frá ástvinum. Við kveðjum móður kæra og klökk þér viljum færa vorn þíða þakkar óð. Nú löng er æfi liðin og ljúfa þráða friðinn þú öðlazt hefir, ástríkt fljóð. Þú stóðst í löngu stríði en störf þín öll með prýði þú vildir vinna hér. Er misstir ljúfan maka þú máttir á þig taka þá byrði: ein að bjarga þér. En móður sorgin sára í svipmynd fyrri ára er blessuð börn þín kær. Þau fluttu burtu frá þér þú fannst það innra hjá hér var höggvið þínu hjarta nær. En barna lán þér bætti það böl, sem fyrrum grætti og ömmu börnin bezt. Þér yndi veita vildu og við þig aldrei skildu sú ást þér veitti yndi mest. Við segjum: Guð er góður hann gleður þreytta móður í sölum ljóss hjá sér. Við öll sem eftir þreyjum með ástar kveðju segjum. Ó friður Drottins fylgi þér. rétti sem ákveðst kr. 15.000,00.“ Geymsluhúsnæði oskast Flugfélag íslands óskar eftir að taka á leigu nú þegar 150—200 fermetra geymsluhúsnæði. Skilyrði eru, að húsnæðið sé upphitað, rakalaust og að innkeyrsla sé góð. Frekari upplýsingar veitir Sigurður Matthíasson. FIÆGFÉLAG ÍSLANDS H.F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.