Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 24
24 MOkCU N BLAÐID Laugardagur 19= nóv. 1966 Breiðfirðingabúð Dcnsleikur í kvöld kl. 9 ve i t i ngafh ú -v / ð Strengir & Pops sjá um að fjörið haldið frá kl. 9—2. Miðasala frá klukkan 8. -ÆSKUK BÝÐUR YÐUR GRILIoAÐA KJÚKLINGA GLÓÐAR STEIKUR HIiJTAR & KALDAR SAMLOKUR SMURT BRAUÐ & SNITTUR ASKUK suðurlandsbraut 1-t sími 38550 Matstofa Náttúrulækningafélags Reykjavikur að Hótel Skjaldbreið verður hér eftir opin á þessum tímum: Morgunverður alla virka daga kl. 8,30—10 Hádegisverður kl. 11,30—1,30 Kvöldverður kl. 6—7,30. VERIÐ VELKOMIN. N.L.F.R. The Harbour Lites ásamt hljómsveitinni SFYNX og hljómsveitinni SIRRÓ GLAUMB/ 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 á var letrað: „Doktor A1 vís.“ Nú vildi svo til, að bóndi nokkur, sem hesl- inum hafði verið stolið frá, átti leið þarna fram- hjá. Þegar hann sá þessa áletrun, gekk hann inn og spurði eftir doktor A1 vís. „Já, ég er hann“, svar- aði skósmiðurinn kurteis lega. „Ekki munduð þér lík- lega geta sagt mér, hvar ég get fundið hestinn, sem stolið var frá mér í gær,“ spurði bóndinn. Skósmiðurinn settist virðulega við skrifborðið og páraði eitthvað á blað, *em líktist lyfseðli, en bóndinn greiddi honum nokkrar krónur fyrir. Síðan nraðaði hann sér með seðilinn í lyfjabúð- ina. Lyfsalinn skemmti sér konunglega, þegar hann sá, að á blaðinu var ekki nokkurt læsilegt orð. Það var heldur engin furða, þar sem skósmiðurinn hafði aldrei lært að skrifa. En það lá sérstaklega vel á lyfsalanum svo hánn gaf bóndanum beiska mixtúru og sagði honum að renna henni niður í einum sopa. Bónd ann sveið svo í kverkarn ar, að hann hljóp beint inn í næsta hús til að biðja um vatn. Honum til mikillar furðu stóð þjófurinn ein- mitt þar inni í húsagarð- inum með hestinn, og var að reyna að selja hús eigandanum hann. Bóndinn tók hest sinn, og þar sem hann hélt. / að það væri doktornum að þakka, hvernig hann hafði upp á honum, fór hann beint til hans og greidi honum væna upp- hæð til viðbótar. Þetta einkennilega atvik varð til þess, að skósmiður- inn fór að trúa því, að hann vissi í raun og veru allt. Nú var það eitt sinn að konungurinn sjálfur átti leið fram hjá bústað skósmiðsins og varð hon- um litið á hina undar- legu áletrun yfir dyrun- um. Hann sendi þjón sinn til að skipa skó- smiðnum að mæta í höll inni daginn eftir og sagði þá við hann: „Eftir áletr uninni yfir dyrum þín- um að dæma, þá veizt þú allt. Finndu á morgun hringinn, sem hvarf mér fyrir sex mánuðum síð- an. Getir þú það ekki, skalt þú engu fyrir týna nema höfðinu.“ Það var hræddur og aumur skósmiður, sem skömmu seinna reikaði út í hallargarðinn. Hann hafði ekki minnstu hug- mynd um, hvar hringux- inn gæti verið niðurkom inn, svo að honum var dauðinn vís. Nú leið að miðdegis- verðartíma og einn kon- unglegur þjónn og tvær matseljur báru steikarföt fram hjá skósmiðnum, þar sem hann sat við hallarþrepin. í hugsunar leysi fór skósmiðurinn að telja upphátt hversu margir réttir væru born- ir fram: „Einn, tveir i þrír.“ Matsveinarnir í eldhúsinu fóru þá að brjóta heilann um, hvað þessi orð hins vísa manns ættu að merkja. Þeir héldu, að hann hefði af hyggjuviti sínu komist að því, að þeir höfðu stolið hringnum, og að hann væri nú að telja þjófana. Einn þeirra fór til skó- smiðsins og sagði: „Okk- ur virðist sem þú munir vita, að við erum sek- ir?“ „Vissulega", svaraði skógsmiðurinn. „Ef þú segir ekki frá því, hvað við höfum gert munum við verða þér æv inlega þakklátir". Skósmiðurinn réði þeim til að setja hring- inn innan í einn af steiktu fuglunum á fat- inu og bera það síðan fram fyrir konunginn. Þjónarnir fylgdu þessu ráði. Meðan setið var undir borðum, beindi konungurinn ' þessari spurningu til skósmiðs- ins: „Jæja þá, doktor Al- vís, getur þú þá sagt mér, hvar hringurinn minn er?“ „Vissulega", svaraði skósmiðurinn, „fyrir sex mánuðum síðan fann fugl hann úti í gafrðinum og gleypti hann. Það var einmitt sami fuglinn sem nú liggur steiktur á fa+- inu fyrir framan yðar hátign!“ Konungurinn skar fugi inn þegar í stað í sundur og honum til mik’'lar furðu fann hann hring- inn. En hann var sain: ekki ánægður ennþá. >rÉg get ómögalega trú að, að þú vitir allt, nema þú getir sagt mér, hvað það er, sem liggur í guli- skríni drottningar. "Jetir þú það ekki skult þú engu fyrr týna nema líf- inu.“ „Þetta var hörð hnot að brjóta". muldraði skó- smiðurinn nær dauða en liíi af hræðslu. „Þú hefir getið rétt“, sagði drottningin. „Að sjálfsögðu", svar- aði skósmiðurinn, enda þótt hann skildi hvorki upp né niður í neinu. Hvernig átti hann líka að vita, að drottningin geymdi hnotu úr guili í skartgripaskríni sínu. Konungurinn lagði nú ekki fleiri þrautir íyrir skósmiðinn, en gaf hon- um sand af peningum. Upp frá því átti doktor Alvís rólega og áhyggju- lausa daga. Skrýtlur Kata: Hugsaðu þér bara, hann Siggi kallaði mig drauminn sinn. Stína: Þessu get ég trúað. Hann segist ein- mitt svo oft fá hræðijega martröð í svefni. - Ég var að frétta, að þú værir búin að sættast við Jens? — Já, um stundarsakir. — Hvernig á ég að skilja það? — Við giftum okkur í næsta mánuði. Frúin: „Hvernig líkaði mönnum að hlusta á Fyrirlesarinn: , Því bet ur, sem lengra leið á ræð una, og þegar ég kom að þessari setningu: Nú Hvaða namigi skyldi búa í þessu tjaldi? ÞaS sérðu, ef þú dregur línu frá tölunni 1-62. Á eft- jr getur bú litað myndina.___________________ neyðist ég til að stytla mál mitt, — þá ætiaði allí um koll að keyra af fagnaðarlátum." Soffía (fimm ára er að baða litla bróður sinn): — Mamma, ég held við. verðum að leggja hann í bleyti í nótt, ef við eigum að fá hann reglu- lega hvítan. Dómari: „Er það satt, að þér hafið slegið mann inn 5 högg?“ Ákærði: „Nei, aðeins eitt högg, dómari, en peg ar ég sá hvílíkur aum- ingi hann var, þá gaf ég honum það í 5 smá- skömmtum. Kona (við lítinn strák) — Ef ég væri þú, þá myndi ég ekki öskra svona óhemjulega. Strákurinn: — Þú mátt öskra eins og þér sýnist fyrir mér, en ég öskra svona. — Hvers vegna hjálp- ar þú konunni þinni eltki að þvo fötin? — Hversvegna ætti ég að gera það? Hún er ekki nema dag að þvo þau, en ég er hálfan mánuð að óhreinka þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.