Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 28
28 MORCU N BLAÐIÐ Laugardagur 19. nóv. 1966 Eric Ambler: Kanarnir legðu í það orð, sem þetta voru heimsmenn. Hver þeirra hafði til síns ágætis nokk uð. Einn var „mjög skynsamur“, annar var vinur innanríkisráð- maquécée er, er það ekki? — Nei. — Hún hló. Þetta var líka hrekkur af mér. Ég skal útskýra það fyrir þér seinna. En þú kem ur til að kunna vel við Suzie. Hún var búin að safna sér miklu af peningum og er orðin skikk- anleg. Hún hafði stað í Rue de Liége, sem var betri en Jockey í Istambul. En hún varð að loka þegar stríðið byrjaði, en svo hef ur hún opnað annan stað í blind götu út frá Rue Pigalle og þeir sem eru vinir hennar, fá að koma þangað. Og hún á marga vini, svo að nú er hún farin að græða aftur. Hún er orðin tals- vert gömul og lögreglan lætur hana alveg í friði. Hún bara ypp ir öxlum framan í lögregluna. Og það er engin ástæða til að hún eigi að eiga bágt, þó að þetta bannsetta stríð sé í gangi. Og svo á ég fleiri vini í París. Þú munt kunna vel við þá og ég skal kynna þig þeim. Þegar peir vita, að þú ert vinur minn «rerða þeir kurteisir við þig. Þeil eru afskaplega vingjarnlegir og kurteisir við þá sem eru kynnt- ir þeim af einhverjum, sem þekktur er í hverfinu. Og þannig lét hún dæluna ganga. Flestir þessir vinir voru kvenfólk (Lucette, Dolly, Sonia, Claudette, Berthe), en þó voru í hópnum einn eða tveir karl- menn (Jojo, Ventura), sem voru útlendingar og höfðu því ekki verið kallaðir í herinn. Hún tal aði um þá með varfærni og ó- ljóst, eins og hún færi undan í flæmingi. Þeir kynnu ekki að vera ríkir í þeim skilningi, sem herrans, og sá þriðji ætlaði að fara að kaupa sér villu í San Tropez og svo ætlaði hann að bjóða kunningjum sínum þangað í sujnar. Allir voru þeir „skemmtiiegir“ og mjög nyt- samt að þekkja þá, ef maður þarfnaðist „einhvers sérstaks". . Ekki útskýrði hún nú nánar, hvað hún átti við með því, og Graham gekk heldur ekkert eft ir því. Hann hafði ekkert á móti þessari mynd, sem hún var að draga upp fyrir hann. Tilhugs unin um að sitja í Café Graf og kaupa drykki nanda „bizness- menn“ og konur fannst honum í bili alveg sérlega aðlaðandi. Þá væri hann öruggur og frjáls, gæti aftur verið eins og honum var eðlilegt, gæti hugsað og bros að, án þess að reyna um of á taugarnar og ofreynt þær. Þetta hlaut að geta orðið. Það var. ekki nema vitleysa, að hann gæti orðið myrtur. Og að minnsta kosti hafði Möller á réttu að standa um eitt atriði: Hann yrði landi sínu að meira gagni lifandi en dauður. — Já, heldur betur að meira gagni! Jafnvel þótt tyrkneski samningurinn tefðist um sex mánuði, yrði samt að standa við hann. Ef hann yrði lifandi eftir hálft ár, mundi hann vinna að honum áfram, og kanski gæti hann meira að segja unnið upp töfina að einhverju leyti. Hann var nú ekki til einskis aðalteikn ari fyrirtækisins, og það yrði ekki auðvelt að fylla skarðð hans á ófriðartímum. Það hafði verið satt, sem hann sagði Haki, að til væru margir menn með hans hæfileika, en hann hafði ekki kært sig um að ýta undir röksemdafærslu Hakis með því að útskýra, að þessir menn væru Ameríkumenn, Frakkar, Þjóð- verjar, Japanir og Tékkar, auk Englendinga. Vitanlega væri réttasta aðferðin sú að fara var- lega. Hann var verkfræðingur en ekki í leyniþjónustunni að at vinnu. Sennilega hefði slíkur maður verið fær um að kljást við Möller og Banat. En það var hann sjálfur — Graham — ekki. Það var ekki hans meðfæri að segja um, hvort Möller væri að gabba eða ekki. Hans hlutverk var að halda lífi. Sex vikur á Lígúríuströndinni gátu ekki gert honum neitt mein. Auðvitað kost aði sú töf það að ljúga að að Stephanie og vinum þeirra og húsbændum sínum og fulltrúum SÁðtún Opið ■ kvöld kl. 8 — 1 e.Ei. og það eru PÓIMIK og EINAR SEM LEIKA ALLRA NÝJUSTU LÖGIN í KVÖLD. PÓNIK - SIGTIJN Kvöldskem mtun verður í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 20. nóvember kl. 8,30. 7/7 skemmtunar verður: Sigurveig Hjaltested og Guðm. Guðjónsson syngja dúett með undirleik Skúla Halldórssonar. Tízkusýning frá dömubúðinni Laufið og Herrahúsinu Aðalstræti 4. Hinn landskunni ÓMAR RAGNARSSON skemmtir. DANSAÐ TIL KL. 1 Matur verður framreiddur fyrir þá er þess óska frá klukkan 7. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. AUur ágóði að skemmtuninni rennur til styrktar HJARTA og ÆÐA-verndunarfélagi íslands. Aðgöngumiðasala í Hótel Sögu í dag föstudag kl. 4—7 og sunnu- dag frá kl. 7. Tyrkjastjórnar. Þessum aðilum gat hann ekki sagt sannleikann. Þeir mundu telja, að hann hefði átt að hætta lífi sínu. Þannig hugsaði fólk þegar það sat ör- uggt og rólegt í hægindastóium heima hjá sér. En ef hann færi að ljúga, yrði honum þá trúað? Heimafólkið mundi gera það, en hvað um hann Haki? Haki mundi fara að gruna margt og gerast spurull. Og Kuwetli? Möller yrði að gera eitthvað til að þagga niður í honum. Það gæti orðið vandasamt, en Möller mundi einhvern veginn klára það. Möller var vanur öðru eins Möller........ Hann snarhætti þéssu. Hvern- ig var hann farinn að hugsa? Hann hlaut að vera orðinn viti 32 sínu fjær. Möller var handbendi óvinanna. Það sem hann — Gra- ham — var farinn að velta fyrir sér, var hvorki meira né minna en landráð. Og þó....... Og þó hvað? Hann fann allt í einu, að eitthvað hafði farið úr sambandi í huga hans. Sú hugmynd að gera samning við óvinanjósnara var honum ekki lengur óhugsan leg. Hann gat hugsað rólega um uppástungu Möller og metið kosti hennar og galla. Hann var orðinn siðspilltur. Hann gat ekki lengur treyst sjálfum sér. Josette var farin að kippa í handlegginn á honum. — Hvað var það, elskan? Hvað gengur að þér? — O, ég var bara allt í einu að muna eftir nokkru, sagði hann. — Ah, sagði hún reiðilega, — það er ekki kurteislegt af þér. Ég spyr þig, hvort við eigum að halda áfram að ganga. Þú heyrir það ekki. Ég spyr þig aftur og þú stanzar eins og eitthvað sé að þér. Þú hefur alls ekki verið að hlusta á það, sem ég hef ver- ið að segja. Hann reyndi að taka sig sam- an. — Jú, ég hef verið að hlusta á það, en eitthvað, sem þú varst að segja minnti mig á, að undir eins og ég kem til Parísar þarf ég að skrifa nokkur áríðandi við skiptabréf, og senda þau tafar- laust af stað. Hann bætti við og reyndi að vera kátur: — Ég vil ekki þurfa að vinna neitt meðan ég stend við í París. — Þegar það eru ekki fant- arnir, sem eru að reyna að stytta þér aldur þá eru það við- skiptamálin, nöldraði hún. En hún hafði sýnilega látið blíðk- ast. — Fyrirgefðu mér, Josette. Þetta skal ekki koma fyrir oft- ar. Ertu viss um, að þér sé nógu heitt? Vildirðu ekki fá þér eitt glas? Hann vildi komast héðan burt. Hann vissi orðið, hvað hann átti að gera og gat ekki beðið með þolinmæði eftir að framkvæma það, heldur vildi gera það, áður en hann fengi svigrúm til að hugsa. En hún tók hann aftur undir arminn. — Nei, þetta er allt í lagi. Ég er ekki vond og mér er ekki kalt. Ef við göngum upp á efsta þilfarið, geturðu kysst mig og sýnt með því, að við sé- um vinir aftur. Ég verð bráð- lega að fara til hans José. Ég sagðist ekki verða nema nokkr- ar mínútur. Hálftíma seinna fór hann nið- ur í káetuna sína, fór úr frakk- anum og tók að leita að þjónin- um. Hann fann hann I snyrtiher- berginu, önnum kafinn með vatnsfötu og kúst. — Herra minn? — Ég lofaði honum hr. Ku- wetli bók. Hvaða númer er káet an hans? — Þrjú, herra. Graham gekk að dyrunum á káetu þrjú og stóð stundarkorn hikandi við dyrnar. Kannski ætti hann að hugsa sig betur um, áður en han gerði neitt þýð- ingarmikið — sem hann gæti kannski iðrazt seinna. Kannski ætti hann heldur að láta það bíða morgundagsins. Kannski.. Hann beit á jaxlinn, lyfti hend inni og barði á dyrnar. 9. kafli. Kuwetli opnaði dyrnar. Han var í gömlum ullar-inni- slopp utan yfir náttskyrtu úr flúneli, og hringur af gráu hári stóð út frá höfðinu. Hann var með bók í hendinni og leit út fyrir að hafa legið út af og verið að lesa. Hann starði skilnings- laus á Graham, sem snöggvast en svo var eins og hann áttaði sig, og brosti aftur. — Hr. Graham, það var gam- an að sjá yður. Hvað get ég gert fyrir yður?1'4’ Þegar Graham leit á hann, missti hann alveg móðinn. Hann ætlaði að fara að fela þessum druslulega litla manni öryggi sitt og líf. En nú varð ekki aft- ur snúið.’ Hann sagði. — Ég mætti víst ekki tala dálítið við yður, hr. Kuwetli? Kuwetli deplaði augun, eins og hikandi. — Tala? Jú, auðvit- að. Gerið þér svo vel að koma inn. Graham gekk inn i káetuna. Hún var álíka lítil og hans eig- in og mjög loftlítil. Kuwetli sléttaði úr teppunum á koju sinni. — Gerið svo vel að fá yður sæti. Graham settist og opnaði munninn til að segja eitthvað, en hinn varð fyrri til. — Sígarettu, hr. Graham. — Þakka yður fyrir. Hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.