Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 25
Laugardagur 19. nóv. 198® MORGU N BLAÐIÐ 25 - 20 ára abild Framhald af bls. 1. sem við bættust eftir stofnun samtakanna. Sama dag og við gengum í Sameinuðu þjóðirn- ar fengu einnig inngöngiu Sví- (þjóð og Afganistan. Talið er, að ísland sé 53. ríkið, sem -upp töku hlaut í Sameinuðu þjóð- irnar. Skömmu eftir kosningar vorið 1946 var Alþingi kvatt til aukaþings til þess að taka til athugiunar, hvort ísland skyldi sækja um inngöngu í SÞ. Var það samþykkt og skömmu síðar, eða eins og áð- ur hefur verið sagt, 19. nóv- ember 1946, var ísland kjörið me'ðilimaríki. ísland var svo lánsamt að eiga sem fyrsta fulltrúa Thor heitinn Thors, sem var am- bassador íslands hjá Samein- uðu þjóðunum í átján ár. Það verður seint metið til fulls, Ihve óhemju mikið og heilla- ríkt starf hann innti af hendi á þessum árum. Það var hann fyrst og fremst, sem skapaði (þann velvilja og það áilit, sem ísland hefur nú innan Sam- einuðu þjóðanna. Það er mjög erfitt fyrir þá, sem ekki þekkja til, að skilja það mikla og erfiða sitarf, sem lítil sendinefnd þarf að vinna til þess að geta fylgzt me'ð störf- um sjö fastanefnda þingsins, ásamt ótal ráðum og miUi- ríkjanefndum. Hlutur fslands í heildar- starfi Sameinuðu þjóðanna er eð sjálfsögðu ekki stór. En vissulega er reynt eftir fremsta megni að fylgjast með þvi, sem þar gerist. Aðaltakmark Sameinuðu Þjóðanna þegar samtökin voru stofnuð, var sem hér segir: 1. Að halda og varðveita frið og öryggi í heiminum. 2. Að vinna að vinsamlegri og friðsamlegri sambúð þjóða á milli á grundvelli jafnrétt- is og sjálfsákvörðunarréttar allra þjóða. 3. Að hafa samvinnu um lausn á alþjóðlegum vanda- málum á sviði efnahagsmála, félagsmála, menntamála og al- mennra mannréttinda öllum til handa. 4. Að vera miðstöð til sam- einingar og samræmingar allra aðgerðar þjóðanna, sem stefni að framgangi sameig- inlegra hugsjóna meðlima- ríkja S. Þ. Eins og sjá má var markið sett hátt, en ötullega hefur verið unnið að markmiðum stofnskrárinnar í þau 21 ár, sem Sameinuðu Þjóðirnar Thor Thors hafa starfað. Vissulega er margt, sem Sameinuðu þjóðunum hefur ekki tekizt að framkvæma og því þá oft frekar haldið á lofti en því, sem unnizt hef- ur. Sannarlega hafa Samein- uðu þjóðirnar og undirstofn- anir þeirra leyst mjög mörg og erfið vandamál. Má þar fyrst og fremst minna á al- þjóða heilbrigðismálastofnun- ina, WHO, sem vafalaust hef- ur á undanförnum árum bjarg að tugum ef ekki hundruðum milljóna mannslífa. Flótta- mannanefndin hefur haldið verndarhendi yfir milljónum flóttamanna hvaðanæva að úr heiminum og veitt þeim ó- metanlega hjálp. Tæknihjálp in og Sérsjóðurinn hafa lagt grundvóllinn að menntun tug þúsunda ungra manna og kvenna frá þróunarlöndunum auk þess sem þessar stofnanir hafa lagt grundvöllinn að og aðstoðað með byggingu á alls konar orkuverum eða iðnver- um í þróunarlöndunum. Bygg ingu þessara iðjuvera hefði ekki verið hægt að fram- kvæma nema með aðstoð S. Þ. Þá má ekki gleyma því geysiþýðingarmikla starfi, sem friðargæzla Sameinuðu þjóð- anna hefur fengið áorkað. Má í því sambandi minna á stöðv un styrjaldar um Súez 1956, stöðvun styrjaldar milli Ind- lands og Pakistan út af Kas- mir, friðargæzluna í Kongo og einnig stöðvun stríðsins vegna deilu fsraels og Arabaríkj- anna og friðargæzlu á landa mærum þessara ríkja í 18 ár, forðun borgarastyrjaldar á Kýpur og svo mætti lengi telja. Islenzka nefndin sem nú starfar á yfirstandandi þingi, hefur tekið mjög virkan þátt í störfum þess. Meðal annars höfum við verið meðflutnings menn að fjórum tillögum Þremur sem varða friðar- gæzlu og afvopnun og einni, sem varðar rannsókn á auð- lindum hafsins. í þeirri tillögu tókst íslenzku sendinefndinni að koma inn grein, sem bein- ist sérstaklega að athugun á vernd fiskistofna og að ekki verði um ofveiði að ræða. Aðalmálefnin, sem nú liggja fyrir þinginu, eru afvopnun- armálin, og þá fyrst og fremst algert bann við framleiðslu og notkun kjarnorkuvopna. Einnig eru fjármálin ofarlega á baugi og þá aðallega hvaða fyrirkomulag skuli hafa um greiðslu á friðargæzlunni. Þá eru nýlendumálin enn mjög til umræðu, og þá fyrst og fremst Suðvestur-Afríka og Ehodesía. Mikill vandi verð- ur vafalaust að finna mann í sæti aðalframkvæmdastjóra U Thants, sem nú segist hætta störfum í þinglok. Fjöldamörg minni mál liggja fyrir þinginu, — dag- skrárliðir þingsins voru tæp- lega eitt hundrað. Stundum heyrist þeirri spurningu varpað fram, hve nauðsynleg íslandi sé aðild að S. Þ. með öllum þeim kostnaði, sem henni hlýtur að vera samfara. En sú aðild er að sjálfsögðu óhjákvæmileg afleiðing af sjálfstæði og full- veldi landsins. Margar litlar þjóðir telja einmitt aðild sína að SÞ veigamestu og örugg- ustu trygginguna fyrir viður- kenningu heimsins á fullveldi U Thant öruggan stuðning, ef rétti þeirra væri misboðið. í framkvæmd er aðild fs- lands ekki hvað sízt í því fólgin, að við reynum að haga svo störfum okkar hjá SÞ að okkur verði til heiðurs. Um öll mál hefur ísland jafnan atkvæðisrétt á Allsherjar- þingi SÞ og hvert annað ríki. Þessu fylgir að sjálfsögðu sá vandi að kynna sér og hugsa um öll hin margvíslegu vanda mál. til fulls. Það er vissulega tekið eftir því, hvernig ein- stök riki koma fram í hinum ýmsu málum, eftir því hvern- ig þau beita atkvæði sínu. Þannig getur aðild hvers ríkis orðið mikilsverður þáttur í að afla þjóð sinni velvildar og viðurkenningar, ef viturlega er með atkvæði farið. Á margan annan máta hafa Sameinuðu þjóðirnar verið þýðingarmiklar fyrir ísland. Þegar íslendingar hófu bar- áttuna í landhelgismálinu, var eitt af fyrstu skrefunum að taka það mál upp á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Lagði íslenzka sendinefndin á Alls- herjarþinginu 1949 fram til- lögu um, að alþjóðlega laga- nefndin sem þá var nýskipu'ð, skyldi taka málið til meðferð- ar. Tillaga þessi mætti mikilli mótspyrnu fjölda þjóða, sem töldu, að þriggja mílna reglan væri gildandi þjóðarréttar- regla og því ástæðulaust að ræða það mál nánar. Fór þó svo, að tillaga íslands náði fram að ganga og var málið siðan rannsakað í alþjóðlegu laganefndinni, laganefnd Alls- herjarþingsins og á sérstökum ráðstefnum, sem haldnar voru - Sátu á skutnum Framhald af bls. 32. leið á löngu unz þeir urðu okkar varir og hlupu þegar af stað niður í fjöru, hrundu fram bát sínum og komu til okkar. Á Skarði fengum við við- tökur eins og þær gerast be^t ar og veglegastar og hvorug- um varð fyrir bragðið meint af volkinu. En kalt var okk- ur, að híma þarna á skutnum x tæpa tvo tíma, ekki skal því neitað. — Hélzt báturinn lengi á flo tieftir þetta? — Já, það kom þarna önnur trilla eftir nokkra stund og tók hann í tog og fór með hann til ísafjarðar, þaðan sem á vegum Sameinuðu þjóðanna í Róm, 1955 og í Genf 1958 og 1960. Var það á grundvelli Genf- arráðstefnunnar 1958, sem fisk veiðilögsaga íslands var færð út, að ráðstefnunni lokinni. Er ekki of mikið sagt, að allt þetta starf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafi haft ómetanlegt gildi fyrir íslenzku þjóðina. Átökin voru oft hörð og við öfluga andstöðu fjöl- margra ríkja að etja. En mál- staður íslands vann sigur að lokum og var það fyrst og fremst okkar ágæta fulltrúa, ambassador Hans Andersen, að þakka. Hannes Kjartansson Vil ég að lokum minna á orð í garð íslands, sem ný- lega birtust í grein í „New York Times“ eftir fyrrver- andi ambassador, Francis Phlimpton, sem um skeið var einn af aðalfulltrúum Banda- ríkjanna í Sameinuðu þjóð- unum. Hann minnist á hve varhugavert gæti verið að veita of mörgum smáum ríkj- um aðild að SÞ — ríkjum, sem hvorki væru efnahags- lega né menningarlega undir það búin að rækja þar skyld- ur sínar, svo vel færi. Hann tók fram, að tvö af minnstu ríkjunum hefðu þó reynzt ó- aðfinnanlegir meðlimir og vel vanda sínum vaxin. Ríkin, sem hann minntist á, voru ísland og Luxemburg. við erum báðir. Það er allt I lagi með trilluna núna, tal- stöðin og rafstöð eru að vísu báðar ónýtar, en að öðru lagi er báturinn óskemmdur. Hann var reyndar nýuppgerður, þegar þetta atvik átti sér stað. — Hvernig hefur rækjuafl- inn verið hjá ykkur á þess- um slóðum undanfarið? — Hann hefur verið góður. Hæstu bátar eru komnir með 24 tonn eftir hálfan annan mánuð. Við höfum vegna bilana ekki getað róið ailan þennan tíma. en höfum afl- að til þessa 18-19 tonn. Nú ætlum við að hvíla okkur á sjónum fram yfir áramót, sagði Hjörtur skip. ^ A að lokum. J 0 M B 0 —-X— —K Júmbó og skipstjórinn flýta sér út á götu — en þaff er of seint. Það er eins og þjóf- urinnn hafi sokkið niður í jörðina. ______ Hann getur ekki hafa kornizt inn í gegn- um gluggann, segir Júmbó, því honum er lokað að innan. Hann er kannski inni hjá Spora _____ ——X— — * Skipstjórinn hefur tekið sér stígvél í hönd, sem hann heldur upp í loftið og er reiðubúinn að slá með því, í þann mund er þeir opna hurðina. Og það lítur helzt út fyrir að þeir þurfi á því að halda, því að innan heyrist mikill hávaðL Teiknari: J. M O R A Það er því miður Spori, sem þeir hitta. Hann hafði vaknað við hávaðann og æti- aði að fara að opna hurðina, þegar hún var opnuð af öðrum. — Fiýttu þér að jafna þig, segir Júmbó. Það er þjófur hér í hótelinu, sem við þurfum að ná L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.