Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. nóv. 1966 •£»• dögunum hittum við Osvald Knudsen á förnum vegi, nánar tiltekið uppi í Holtum. Það var enginn asi á honum fremur venju og það hýrnaði yfir honum, þeg ar við spurðum, hvort hann væri nokkuð að hugsa um að hleypa lífi í Surt enn einu 'sinni. ,,Ég þreytist aldrei á Surti, en kannski er hann orðinn þreyttur á mér.“ Svo hló hann góðlátlega og við geng- um upp Brautarholt. Við spurðum hvort hann hefði verið í Surtsey nýlega. — „Jú, ekki alls fyrir löngu. Það var þegar þeir voru næst um því búnir að drepa sig, nokkrir. Þú mannst." Þú hefur e.t.v. náð mynd- um af hrakförunum? „Nei, ég þóttist góður að sleppa þurr. Þær eru orðnar margar ferðirnar mínar í Surtsey, en ég hef aldrei vöknað, ekki vöknað — og ég er farinn að skammast min hálfvegis fyrir að segja frá því. Þeir hinir lenda í svað- ilförum," og hann brosti sínu breiðasta. Hve mörgum fetum ertu búin að eyða á Surtsey og nágrannana? — spurðum við — og áttum auðvitað við fet af kvikmyndafilmu. „Látum okkur sjá,“ svaraði hann hugsi — „ætli það séu ekki um tuttugu þúsund fet. En ég er ekki búinn að vinna úr því, sem ég hef tekið síð- ustu mánuðina.“ Þú ætlar að halda kvik- myndagerðinni áfram þar til Surtur lognast alveg út af — er það ekki? „Jú, eða þar til annar hvor okkar lognast út af. Ég á efni í framhaldsmynd, af þess um eyjum, sem komu og fóru — já, myndir af þeim, þegar þær komu og fóru, gæti ég næstum því sagt.“ ú nefndir tuttugu þús- und fet. Hve mörg fet voru í myndinni þinni, „Surtur fer sunnan?" „Ætli það hafi ekki verið um átta hundruð. Ég á nóg eftir,“ sagði hann um leið og han nam staðar fyrir framan númer 18 við Brautarholt. „Ég fer ekki léngra, þú vilt kannske líta inn?“ Á skilti í glugganum var letrað stórum stöfum: „Em- aillering — Skiltagerð — Húsamálun“. Þetta var hans fyrirtæki. Allir gamlir Reyk- víkingar vita, að Ósvaldur er málarameistari — og að þeir Daníel Þorkelsson hafa rekið þetta fyrirtæki saman í ára- tugi. En við yngri mennirnir erum ekki með á öllum nót- um, enda er Reykjavík orðin stór og málararnir margir. Við könnuðumst hins vegar við einsöngvarann Daníel Þorkelsson, höfum oft heyrt hann syngja með kórum í út- varpinu. En hér voru þeir báðir, Ósvaldur og Daníel, og nú voru það skilti og máln- ing, sem allt snerist um — enda var þetta í vinnutíman- um. F áir menn hafa starfað saman jafnlengi í viðskiptum í Reykjavík og þeir Daníel og Ósvaldur. „Við kynntumst ár- ið 1918“, sagði ósvaldur. „Ég var þá á síðasta námsári mínu í iðninni. Þá bættist þessi strákur í hóp nem- anna“. Þeir félagarnir kímdu — og Ósvaldur bætti við: „Hann hefur ekkert elzt síð- an, strákurinn, ég get ekki séð það“. „Ósvaldur byrjaði að læra hjá kvenmanni — og hún fékk nóg eftir tvö ár og fór úr landi“, svaraði Daníel — og runnu nú tvær grímur á Ósvald: „Já, ég lærði hjá Ástu Árnadóttur. Hún málaði eins og forkur upp um alla veggi, en fór svo til Ameríku. Þá réðist ég til Lúðvíks Ein- arssonar og þar hittumst við Daníel. Svo fór hann til út- Þetta er ein af fjölmörgum skrautlegum bílum, sem aka nú um götur Reykjavíkur. Menn getur greint á um hollustu auglýsingarinnar, en hún er engu að síður handverk Daníels og Ósvalds. landa, var lengi, en ég tíma- korn. _ Eftir að við komum heim, eða árið 1925, stofnuð- um við fyrirtækið — nú, og síðan höfum við starfað að þessu saman óg stundað bæði málarastörf og skiltagerð". Og þannig á það líka að ganga áfram? „Já, hér hafa aldrei orðið neinir árekstrar. Ósvaldur hefur aldrei reynt að syngja, ég hef aldrei reynt að taka kvikmyndir, við höfum verið ánægðir með það fyrirkomu- lag“, sagði Daníel og fór að sýna okkur það nýjasta í skiltagerðinni. Hann hefur löngum haft umsjón með þeirri hlið málsins, en Ósvald ur hefur hins vegar haft yfir Og Daníel hélt áfram: „Við sprautuðum bíl í fyrsta sinn árið 1931 og þótti þetta þá svo merkilegt tækniafrek, að bíllinn var hafður til sýnis niðri á Lækjartorgi. Þá höfð um við líka sexstrenda turna á nokkrum stöðum í bænuin og seldum auglýsingar, sem við máluðum á þá. Já, við höf um brallað saman' eitt og annað. Nú er starfsemin orð- in það viðamikil að við ætl- um að breyta tilhögun svo- lítið. Hingað er kominn ung- ur maður, sem tekur hefur að sér að stjórna fyrirtæk- inu að nokkru leyti — það er sonur minn“. Og hann var þarna stadd- ur, eins og lög gera ráð fyrir — á vinnutíma, Hákon Daní- elsson, sem stofnaði og rak bílaleiguna Fal um langt skeið. „Sannleikurinn er sá“, sagði Hákon, „að fyrr á ár- um sá þetta fyrirtæki um málun allra helztu bygginga borgarinnar — Háskólans, Þjóðminjasafnsins, Lands- bókasafnsins, Landsspítalans — og þannig mætti lengi telja. En nú eru þessar helztu byggingar orðnar það marg- ar, að þeir kæmust ekki yfir helminginn af þeim, þótt þeir fegnir vildu. Ósvaldur er alltaf með 10-12 manna flokk í málun úti í bæ og ásamt honum er Kristján Guðlaugsson fyrir hópnum. f sameiningu vinnur þessi flokkur og skiltagerðin að ýmsum verkefnum — og má þar t.d. nefna veggina á nýja húsinu í Austurstræti, vegg- auglýsingunum frá Rímu — og hina frá Saab-umboðinu“. „En þú skalt nú ekkert vera að skrifa um iþetta“ sagði Ósvaldur af sinni venjuL • hæversku um leið og v’ ’dum. Og við lof- uðum , • iálft í hvoru. Har. J. Hamar. Sýnishorn af handverki þeirra Daníels og Ósvalds í Austur- stræti. Og hann hélt áfram: „Alls konar auglýsingaskilti færast nú mjög- í vöxt, ekki sízt eftir að við fórum að nota sjálf- lýsandi efni til framleiðslunn bakarí, Liverpool og fleiri", sagði Daníel. „Þeir létu mála auglýs'ingar á bílana, en fluttu ekki mjólk ina heim til manns“, sagði Ósvaldur. Hér eru þeir Ósvaldur og Daníel í herbúðum sínum. Vænt- anlega átta þeir sig á merkjunum, þegar þeir koma út í um- ferðina. umsjón með útivinnunni, húsamálun og öðru skyldu, sem þeir hafa tekið að sér. „Fyrstu bílaskiltin, sem við gerðum, handmáluðum við á kvöldin“, byrjaði Daní- el. „Við framleiddum númera skiltin fyrir alla bíla landsins og emalleruðum um margra ára skeið — og vorum reynd- ar eina fyrirtækið í landinu, sem emalleraði — þar til Rafha byrjaði að sjá fyrir eig in þörfum á því sviði. Áður unnum við líka fyrir það fyr- irtæki. Já, bílaskiltin gerðum við þar til sú breyting var gerð á þeim málum, að staf- irnir áttu að vera upphleypt- ir. Þá tóku aðrir viS. Sn um- ferðarskilti höfum við fram- leitt í herrans mörg ár svo og öll önnur skilti, emailleruð eða ekki. Nýju umferðarlög- in hleyptu nýju lífi í fram- leiðslu umferðarskilta — og ætli við séum ekki búnir að framleiða um tíu þúsund þeirra af ýmsum gerðum“, sagði Daníel. ar. Það er eins konar plast- dúkur, sjálflýsandi, sem fest- ur er á plöturnar við mikinn hita, en síðan er sérstöku efni sprautað yfir. Við höf- um hér allmarga menn í vinnu við teikningar og mál- un, en Leifur Ólafsson er okkar yfirteiknari. Flestir þeir bílar, sem aka um göturn ar með vörumerki og fyrir- tækjaheiti í bak og fyrir, hafa fengið þetta á sig hér hjá okkur — og veggauglýs- ingar á húsveggjum eru líka mjög margar okkar verk“. „Fyrsti maðurinn, sem lét mála auglýsingar á bíla, var Eyjólfur heitinn Jóhannsson í Mjólkurfélaginu“, sagði Ós- valdur. „Hann lét auglýsing- ar á mjólkurbílana, sem óku út um bæ, stóðu á ýmsum stöðum þar sem mjólk var seld úr þeim“, skaut Ósvald- ur inn í. „Eyjólfur lét líka bera mjólkina heim til fólks- ins eins og dagblöðin eru bor- in núna. Já, ástandið var ann að í tíð Eyjólfs“, bætti hann við. „En síðan komu þeir á eft- ir, Haraldur Árnason, Björns- HEIMA OG HEIMAN i 1 1 í Gott samstarf við Árnasafn Herra ritstjóri. í Morgunblaðinu í gær eru höfð eftir mér fáein orð, en eins og oft vill brenna við hjá blaða mönnum sem hafa viðtöl við menn, er lítið af því sem ég sagði haft rétt eftir. Ég sagði aldrei að handritamálið hefði haft slæm áhrif á samvinnu okk ar og Árnasafns aftur á móti sagð ist ég vona, að úrslit þessa máls hefðu engin áhrif á samvinnu okkar við Árnasafn, þannig að hún yrði eins góð hér eftir og hún hefur verið hingað til. Mér þykir leitt að þetta skyldi snú- ast svona við í Morgunblaðinu, því að það er full ástæða til að vekja athygli á, að handritamál ið hefur engin áhrif haft á vin- samleg samskipti bókasafnanna hér á landi og safna í Dan- mörku. Við höfum á undanförn- um árum oft þurft að leita til Árnasafns og Konunglega bóka safnsins í Höfn, og starfsmenn þessara safna hafa ævinlega leyst okkar vanda bæði fljótt og vel. Einnig er það rangt í þessari litlu klausu í blaði yðar, að ég sé forstöðumaður Handritastofn unar. Ólafur Halldórsson. Tónleikar í Hlégarði Reykjum, Mosf. NÝLEGA hefur verið stofnað tónlistarfélag í Mosfellshreppi, og verkefni þess er fyrst og fremst stuðningur við tónlistar- skólann, en einnig tónleikahald með beztu fáanlegu kröftum. í dag laugardag verða fyrstu tónleikarnir í Hlégarði klukkan tvö síðdegis, og eru flytjendur fimm, Guðný Guðmundsdóttir, Björn Ólafsson, Ingvar Jónasson Einar Vigfússon og Gunnar Eg- ilsson. Leika þau verk eftir Handel, Beethoven og Mozart. Reglulegur tónlistarskóli er tekinn til starfa í hrepnnum, og skólastjóri hans Ólafur Vignir Albertsson. 60 nemendur stunda nám í skólanum í vetur. í fyrra var starfandi deild úr tónlist- arskólanum í Reykjavík í Mos- fellshreppi til reynslu. Tókst sú tilraun það vel að reglulegur tónlistarskóli var stofnaður í haust. Stjórn tónlistarfélagsins skipa; Birgir Sveinsson, formaður, og meðstjórnendur Friðrik Sveins- son, héraðslæknir, og frú Sal- óme Þorkelsdóttir. Félagið ræðst hér í að fá beztu listamenn þjóðarinnar, og er þess vænzt að héraðsbúar fjölmenni á tónleikana Barnakörfustólar kr. 500,00. Brúðuvöggur frá kr. 450,00. Bréfakörfur, margar stærðir. Vöggur, reyrstólar og borð fyrirliggjandi. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.