Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.1966, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. nóv. 196ð Jakob V. Hafstein: þegar stofnlánadeild fyrir þenn- aðstoð opinberra a'ðila og — þvl an atvinnurekstur í landinu. Það miður — hvað sízt frá veiðimáía- Enn um fiskræktarmálin og þögn veiðimálastjóra FRÁ því er grein mín um lax- fiskaklak, laxfiskaræktun og laxfiskaeldi birtist hinn 30. júní í sumar, hefi ég orðið þess var, að töluverður áhugi manna hef- ur verið fyrir þessum þýðingar- mikiu málum. Auk þess hefúr Fé iag áhugamanna um fiskrækt látið allmikið til sín taka á þessu sviði, frá því er það var stofn- a'ð hinn 6. júní síðastliðinn og meðal annars nú nýverið efnt til fræðslu- og útbreiðslufu-ndar um mál þessi í einum af stærri sam- komusölum höfuðstaðarins, þar sem veiðimálastjóxi Þór Guðjóns son mætti og sýndi allmargar skuggamyndir með skýringm þessu viðvíkjandi. Dagblöðin í Reykjavík hafa getið þessa fund ar, en all misjafnlega þó. Með- al annars þess vegna tel ég nauð synlegt a'ð gera mönnum í stór- um dráttum grein fyrir málum þessum frá mínu sjónarmiði, ekki hvað sízt ef þáð mætti verða til þess, að veiðimálastjóri sæi sórha sinn í því að koma fram opinberlega og taka þátt í slíkum umræðum. En það hefur hann illilega látið undir höfuð leggjast hingað til. Fundur Áhugamannafélagsins Svo sem að er vikið hér að framan efndi Áhugamannafélag- ið um fiskræktarmál til fundar hinn 8. nóvember sl. og var fund ur sá haldinn í Sigtúni. Þegar stjórn Áhugamannafélagsins hafði nokkru fyrr gert heim- sókn sfna í Kollafjarðarstöðina, undir iefðsögn veiðimálastjóra og þegið góðgerðir af hans hálfu að Hlégarði að þeirri skoðun lok inni, var farið þess á leit, að hann flytti framsöguerindi á væntanlegum útbreiðslufundi fé- lagsins um fiskræktarmál okkar - fslendinga og einnig var þá um það rætt, að á þessum sama fundi flytti ég einnig stutt erindi um sama efni og síðan færu fram umræður um málin. Félagið mundi auglýsa fundinn þannig, til þess m.a. að vekja sérstakan áhuga og athygli á fundinum, vegna þess, áð komið hefur í ljós, og ekki farið dult með það af minni hálfu, að við veiði- málastjóri erum ekki alls kostar sammála í þessum efnum. Leit ég þannig á þá, að þetta væri orðið að samkomulagi og að slíkt fyrirkomulag mundi geta gert málum þessum mikið gagn og auk þess orðið bæði veiði- málastjóra og mér kærkomið tækifæri til áð „hreina andrúms loftið“ okkar á milli og jafn- - framt að leiða fram hið nauð- synlegasta og sannasta um það, hvað gert hefði verið í fiskrækt- armálunum og um leið hvaða ítefnu skynsamlegast væri að taka til árangurs í þeim í fram- tíðinni. Hins vegar, þegar til átti að taka og stjórn áhugamannafé- lagsins undirbjó umræddan fund, neitaði veiðimálastjóri því með öllu að láta auglýsa sig sem frummælanda ásamt með mér á margumræddum fundi. Ég harma þessa framkomu veiðimálastjóra. Tel ég hana með öllu ástæðulausa og um leið mjög neikvæða fyrir þennan opinbera embættismann, sem hvað eftir annað er að kvarta undan erfið- leikum, fjárskorti og ýmsu því líku nauðsynlegu, til að geta komið fram áhugamálum sínum á þessu sviði. Það ætti miklu fremur að vera mjög kærkomfð fyrir hann að fá slík tækifæri, sem Áhugamannafélagið bauð honum upp á, til að ræða fisk- ræktarmál okkar íslendinga, eins og þau eru í dag. En svo virðist samt sem áður alls ekki vera, því að á umræddum fundi í Sigtúni hinn 8. þ. m., eyddi hann allt að 40 mínútum í skuggamyndasýningu sína, en aðeins tæpum 3 — segi þrem — mínútum, í íslenzk fiskræktar- mál — og sagði í þeim efnum alls ekki neitt. Heldur ekki varð hann við óskum mínum á fyrr- nefndum fundi um að svara nokkrum aðkallandi spurning- um um þessi þýðingarmiklu mál, sem ég lag'ði á borð fyrir hann fullkomlega efnislega, eins og all ir fúndarmenn geta borið um. Slík framkoma sannar ekkert annað en fullkomna lítilsvirð- ingu veiðimálastjóra fyrir Áhuga mannafélaginu, fyrir embætti sínu og því ráðuneyti, er það heyrir undir og ekki hvað sízt fyrir sjálfum sér. Én hann um það. Enn er hon- um áreiðanlega velkomið að mæta á öðrum fundi hjá Áhuga- mannafélaginu til umræðna um þessi mál og ég er fús til þess að mæta honum þar, hvenær sem hann vill, ef ske kynni að hann, eftir fundinn, hefði fengið áhuga á því áð láta í té svör sín við fyrrgreindum spurningum. Og til þess að auðvelda honufn und- irbúninginn, mun ég nú hér á eftir reifa þessi mál nánar. Endurskoðun laxveiðilöggjafarinnar Löggjöf um lax- og silungs- veiði hefur ætíð verið mjög við- kvæmt og vandmeðfarið mál á Alþingi íslendinga. Þetta mun alþingismönnum yfirleitt Ijóst og þeir hafa verið seinteknir til á- taka um mál þessi. Nú liggja fyrir yfirstandandi Alþingi ýms- ar breytingar á þessari mjög svo yfirgripsmiklu löggjöf. Þessar breytingar eru til komnar, að því er mér skilst, fyrir tilstuðl- an ýmsra aðila en fyrst og fremst samdar af veiðimála- stjóra. Ekki hirði ég á þessu stigi málsins að kryfja löggjöf þessa neitt til mergjar e'ða breytingar- tillögurnar, eins og þær liggja fyrir. En ég vil aðeins taka það skýrt fram, að þessa löggjöf þarf að mínum dómi að endurskoða miklu nánar, með tilliti til mjög breyttra aðstæðna og atvika á sl. árum og það er mín skoðun, að breytingartillögurnar, er nú liggja fyrir Alþingi, séu ákaflega þýðingarlitlar og geri lítið gagn til þess að löggjöf þessi geti tal- ist skýr, gagnorð, heilbrigð og samkvæmit kröfum tímans. Það skiptir í sjálfu sér ekki miklu iháli —til og frá — hvort Al- þingi samþykkir . þessar tillögur nú, heldur hitt, að það geri sér sem fyrst ljósa grein fyrir því, að mál þetta þarf miklu ítarlegri og gagngerðari meðferð og endur- skoðun. Og til þess að taka áð- eins eitt atriði til ábendingar, vil ég geta þess, að glöggt þarf með lögum að afmarka starf veiði- málastjóra frá því sem nú er, og skiptir þar höfuðmáli. að vænt- anlegar klak-, rannsóknar- og eldisstöðvar ríkisins heyri alls ekki undir veiðimálastjóra, held- ur séu reknar sem sjálfstæð fyr- irtæki og stofnanir, nánar tiltek ið, að það verklega í þessum málum sé ekki blandað saman við skýrslugerðir, eftirlitsstarf og yfirleitt framkvæmdastarf veiði- málastjóra á núgildandi lax- og silungsveiðilöggjöf. Það þarf — og er beinlínis aðkallandi, að semja alveg sérstaka löggjöf um klak-, ræktunar- og eldisstöðv- arnar, þar sem veiðimálastjóri á ekki að koma nærri, nema þá í einstökum, fáum ráðgefandi til- fellurn, eða þá til dæmis méð sæti í stjórn slíks fyrirtækis. — Starf hans á öðrum sviðum er ærið nóg, ef vel á að vera úr hendi leyst, og ekki á að drag- ast óhóflega að svara þeim er- indum, sem veiðimálastjóra ber- ast um ýms atriði, varðandi þessi mál. Ég held að fáir mundu mæla með því ástandi, ef fiskimála- stjórinn ætti að hafa með hönd- um yfirgripsmikla útgerð, til dæmis á togurum, samfara stjórn arstörfum og framkvæmd á fiski málum þjóðarinnar. Hið sama gildir að sjálfsögðu um veiði- málastjóra og stórn og rekstur klak- og eldisstöðvanna. Það starf má ekki og á ekki að vera í hans verkahring. Stofnlánadeild Þá er mjög aðkallandi að AI- þingi og ríkisstjórn myndi nú er vitað mál, að á undanförnum árum hafa ótal einstaklingar í landinu tekið á sig mikla fjár- hagslega áhættu við að efna til klak- og fiskræktar og unnið mjög mikilvægt brautryðjenda- starf í þessum efnum, án þess þó að hafa mætt skilningi eða stjóra. Þeir, sem ráðizt hafa i slíkar framkvæmdir, geta bezt hér um talað og mundi vafalaust fúsir til að gefa margvíslegar merkilegar upplýsingar um sam- starfið við veiðimálastofnunina og þá „hj*álparhendi“ — og þeim Framhald á bls. 19 Hér er ein af myndum Örlygs í bókinni og hér er það hann sjálfur sem flytur skálaræðu á 25 ára Siúdentsafmæli sínu 1965. Þættir og drættir Ný bók eftir Örlyg Sigurðsson komin út Bókaútgáfan Geðbót sendir frá sér um þessar mundir bókina „Þættir og drættir“ og er höf- undur máls og mynda Örlygúr Sigurðsson. Er þessi bók svipuð í sniði og fyrri bók Örlygs, Prófílar og Pamfílar, sem kom út fyrir fjórum árum og skrifuð í léttum tón. Bókinni skiptir Öriygur í tæp lega 30 kafia, þar sem er „glefsað og slefað, bæði vestan hafs og austan", eins og höfundur kemst að orði í forspjalli, og koma þar fyrir margar þjóðfrægar persón- ur. Fjöldamörg málverk eru í bókinni af ýmsum þekktum mönnum, og auk þess er mikill fjöldi teikninga. í forspjalli að bókinni, sem höfundur nefnir reyndar Forgól, segir Örlygur m. a. „Nú eru liðin fjögur ár frá útkomu fyrstu bókar minnar, og vænti ég, að ég hafi smurt mál- kvörnina og hert bremsur frá- sagnar og stíls. á meðan. Það verður glefsað og slefað, bæði vestan hafs og austan, hvort sem mönnum þykir að því geðbót eða skapbót, ólæti eða hreinleg hundakæti. En minskunnarlaus hælbítur vænti ég, að Snati minn gerist ekki í þressum litteru göngum. Nú er safnið komið af fjalli, misþungt í falli, í einn dilk: Þætti og drætti, beint á sjálft sölutorg og mörmarkað ís- lenzkrar jólaútgáfu. Ferðaroll- urnar af slóðum Vestur-íslend- inga eru lúsugar af enskuslett- um og slangi, sem ég dreifði um þættina vísvitandi til að fá vest- ur-íslenzkan blæ á frásögnina. A öðrum stöðum er mér engin vorkunn nema þar sem ég sletti vegna skringilegheitanna“. Bókin er 176 bls. að stærð og þá með talin nafna og málverka skrá. Ljósmyndun málverka hef ur Skarphéðinn Haraldsson ann- azt. Bókin er sett í ísafoldar- prentsmiðju, en bókin er prentuð og bundin inn í plast í Haarlem Hollandi, og eins og höfundur segir í vísukorni: „Bókfellið má með í bað/bundið á sama stað“. Bókin kostar út úr oókaverzlur 498,80 kr. YcjUd?. H IRili m T gg |P®" H1 Hi mm Kynnib ybur hin hagstœbu JÓLAFARGJÖLD LOFTLEIÐA Allar úpplýsingar hjá félaginu og umboðsskrifstofum þess toFTmm mmmi gö?i ifi iSi wmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.